Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1910, Blaðsíða 2
74 Þjóðviljisn. XXIV., 19. að afnema, eins og 511 önnar eptirlann. Það er hart fyrir þjóðina, að þurfa að gjalda svo þúsundum króna skiptiráári, í eptirlaun til manna, (stundum á bezta aldri, og með góðum vinnukröptum) fyr- ir það eitt, að þeir hafa setið á valda- stólnum fá ár — kannske ekki nema 5 —6, og sem ef til vill — í sumum til- fellum — bafa setið þar landi og þjóð til skaða, og skapraunar. Þjóðin ætti að fá að vita — miklu fleiri en þeir er alþingistíðindin sjá, og lesa — hvaða þingmenn í efri deild það voru, er drápu frv. n. deildar um ráðberra- eptirlaun, er var til stórbóta, frá núver- andí fyrirkomulagi, og spor í rétta átt. Um hin önnur stjórnmál er „Þjóðv.“ hefir tekið til umræðu, svo sem um lista- mannasjóð, ritsimamálið, og þá ekki sizt um kosning embættismanna — sem kem- ur heim við tillögur mínar í wEimr.u er birtust fyrir tæpum tveim árum — er jeg alveg á sama máli og hann. Að eins getur verið spurning um, hvort heppilegt væri, að sýslumennirnir kysu yfirdóm- arana. En eins og jeg og aðrir bafa bent á, og sem stendur óhrakið — ætti þjóðin eern allra fyrsst að stefna að því að afnema öll sýslumannaembættin, utan að eins fjögur, — hafa einn dómara í hverjum landsfjórðungi — og brúka þær 40 Jjfj.su.nil krónur er við það gætu spar- ast árteqa, «ér til þjóðþrifa á einhvern hátt. Eða finnst þjóðinni það ekki hyggi- legra, og líklegra til þjóðarheilla, en að kasta fjár : ur.um sínum (sem því miður eru af skornum skamrnti) i óþarfan em bættnlýð? Við grein hr. A. J. Johnsons skulum vér að eins gera þá athugasemd, að eins og inenDtunarástandi almnnnings hér á landi con cr háttað, og þá ekki síður efnnlegu sjálfstæði manna, sem all-opt- ast ræður eigi all-litlu um sjálfstæði þeirra í öðium greinum, þá er það að voru á- ; liti, enn of snemmt, að gera ráðstafanir j í þá átt, að hamla því, að embættismenn I eigi sæti á alþingi. — Sá tími kemur þó j væntaniega síðar, að það þykir heppilegt j að minnsta kosti að þvi er til þess flokks, j eða flokka, embættismanna kemur, sem j háðastir eru stjórninni. Tillögu hr. A. J, Johnsons, að því er 1 til þess kerour, að gera búsetu þingmann- j efnisins í kjördæminu 'að kjörgengisskil- ! yrði, íeiium vér oss heldur eigi við, telj- ! uid hena myndu geta komið sór íila, j enda þótt óheppflegt sé að vísu, er svo ! tekst til, sem við siðu9tu kosningar; að ! fjöldi þingmanna er búsettur á sama stað. Að því er önnur atriði í grein hr. A. J. Johnson’o snertir, sem vór kynnum að vera að einhverju leyti ósamþ. birðum vér eigi, að fara neitt út í þá sálma að þ>essu sinni. Ritstj. Ski|> straudar. Skipið „Víkingur11, eign Asaeirs kaupmanns Pétui ssonar á Akureyri, strándaði nýskeð. Skipið kvað eigi hafa verið í sjó-ábyrgð, og bíður eigandi því tilfinnanlegan skaða. Undau jofcli góð aflabrögð að frótta í janúarmánuðí þ. á., «n iregt um gæftir í febrúarmánuði. Vonandi, að vel aflist í vor, þar sem fiski- göngur eru miklar að suðurlandinu, og inn á Faxaflóann að sunnanverðu. Eimskipi liiekkist á. Eimskipinu „Eljan“, sem er eitt af skipunum sem Wathne-féíagið hefur baft í föt-um til ís- lands, hlekktist nýskeð á, í grennd við Bergen í Noregi, kvað hafa rekizt þar A grunn. (Skipið var að leggja af stað til íslands, er óhappið vildi til. Mælt er að skipið hafi þó lítt orðið fyrir skemmdum, og að vörur séu óskemmdar: svo að skipið þurfi eigi að setjast upp, en geti haldið áfram ferð sinni til Islands, „Lauru“-strandið. Af vörunum, sem voru með „Lauru“, er hún Strandaði á Húnaflóa, hefur nokkuð verið selt á strand-upphoði á Skagaströnd fkol, matvara o. fl.) Miklu af vörunum hefur á hion hóginn verið ráðstafað á þann hátt, að það verður selt á strand- uppboði í Reykjavik. Snjfiflóðið i Hnifsda). Ragnar Lnudborg, ritstjóri í Uppsölum í Svi- þjóð. er ritað hefur eigi all-lítið um sambandið miiíi Islands og Danmerkur, gekkst fyrir sam- ! skotum, er honum harst fregnin um snióflóðið, og manntjónið í Hnífsdal, og var samskotaféð alls 165 kr., sem hann hefur sent ráðherra vor- um, eu hann falið hæjnrfógetanum á ísafirði að úthluta meðal þeirra aðstandenda hinna látnu, sem bágstaddastir eru. Watline-fálagið Tii viðbótar því, er getið var um félagið „Otto Wathne’s erfingjar“ í síðasta nr. hlaðs vors, skal þess getið, að maður, sem um afgreiðslu skip- anna annast, hefur skýrt svo frá, að ferðum skip- anna milli Islands og útlanda, verði haldið á- fram í ár, bvað sem Wathne-félaginu að öðru leyti líður. Bókmenntafélagsfundur. Aðal-fundur bókmenntafólagsins var haldinn hér í bænum (Reykjavík) 16. apríl síðastl. Forseti fí. M. Olsen lagði fram ársroikning félagsins f.yrir árið 1909, og skýrði stuttlega frá efnahagnum. Nokkrar umræðúr urðu um það, hve mikið væri ógreitt af árstillögum féiágsmanna, og nauð- synlegt væri, að gerð væri gangskör að því, að reyna að heimta þau inn. Vakið var og máls á þvi, hve þungur ómagi tímaritið „Skíinir11 væri á félnginu, en þess þó getið, að halda yrði útgáfunni áfram, aakir gerðra samninga, cnda hefði hann og aflað félaginu nokkurra nýrra félagsrnanna. Samþykkt var, að fresta útgáfu Sýslumanna- æfa í ár, en að gefa út safn af bréfum .Jóns Sig- urdssonar, til minningar um aldar-afmæli hans 1911, og að leita aðstoðar Hafnardeildarinnar í því efni. Lagt var fram álit nefndar, er kosin hafði verið. til að endurskoða félagslögin, og segja álit sitt um sameining félagsdeildanna, og var heimflutningur Hafnardeildarinnar samþykktur eptir litlar umræður, með öllun' atkvæðum gegn sex. Þá spunnust og nokkrar nmræður um það, að félagið hafði veitt Carlbergssjóðnum í Kaup- mannahöfn 1000 kr., til þess að gefa út söng- lagabók síra Bjarna Þorsteinssonar, gegn því að félagið fengi 500 eintök af bókinni handa félags- mönnum; en nú eru félagsmenn orðnir hátt á sjötta bundrað; svo að kaupa vorður í viðbót handa þeim félagsmönnum, sem unifram fimm hundruð eru; en bókhlöðuverð bókarinnar er 15 kr. A fundinum gengu yfir fjörutíu nýir menn í félagið. Háyfirdómari Kr. Jónsson, og tveir þýzkir vísindamenn, voru kjörnir heiðursfélagar. Fjárkláði. Fjárkláða befur í vetur orðið vart á einum bæ í Gilsfirði i Barðastrandarsýslui Oskandi nð reistar verði skoiður gogn því, að sýkin berist á aðra hæi. Bú naðarnám skeið var lialdið í Ólafsdal I.—12. rnarz þ. á:, og var það að tilstuðlan „búnaðarsambands Vest- fjarða“. 'l'orfi Bjarnason í Ólafsdal, og línmes húfr. Jðnsson á ísafirði veittu kennslunni forstöðu. Nemendur voru alls 25 (úr Dala- Barðastrand- a.r- og Strandasýslum). IJr Grunnavikurlivcppi. (Norður-ísafjarðarsýslu) er „Þjóðv.“ ritað 3. apríl þ. A.: „Hóðan fátt að frétta, nema harðindin, og horfir til stórvand- ræða, bæði fyrjr menn og skepnur. ef ekki rétt- ist úr bráðlega. Hér uefur verið haglaust fyrir allar skepnur síðan í septemher, nema nokkrt daga um miðj- an nóvemher, og eru snjóþyngsli svo mikil, að hvergi sér á holt, né stein, að heitið geti: Vændræði hefðu orðið hér meó bjargræði í vetur, ef eigi hefði aflazt vel í haust, saltað hæðst úr 40 tn., auk fiskmetis til heimila. Þó að vel aflaðist bér í fyrra, varð lltið úr aflanum, þar sem fiskimatsmenn möttu nálega allan fisk nr. 2, þótti hann ekki nógu vel þurr“. Kvöldskóli iðnaðarmannu á fsnlirði. Honum var slitið 1. apríl þ. á., að afloknu prófi, er fjórtán höfðu alls gengið undir. Þeir, sem nam stunduðu á skólanum i vetur, voru á hinn b'giun yfir þrjátiu. Frá ísiifirði eru helztu tlðindi: Fiskilítið i marzmánuði, en í öndverðum apríl fékkst nokkuð af síld í lagnet k Skutilsfirði, og hrognkolsi fóru að veið- ast, og tók þá að iifna r.okkuð, að því er til afiabragðanna kemur. Þilskipin frá ísafirði lögðu af stað til fiski- veiða, iaust eptir miðjan api-il. Að því er heybirgðir hiá almenningi við ísa- fjarðardjúp snertir, var heyþröng orðin á stöku hæjum, og höfðu því stöku menn lógað nokkru • af skepnum, og sýnileg vandræði hjá eigi all- fáum, ef eigi koma upp hagar um sumarmálin: Dbrm. Sölvi Thorsteinsson á Isafirði varð átt- ræður 5. apríl þ. á. — Hann hefur verið hafn- sögumaður í fjöldarnörg ár, og er enn all-vel I ern. — Á Ísaíirði hofur hann átt heima, síðan 1848, að 6 árum frátöldum. Vorð á hlautfiski var hækkað í verzlunum um 1/2 eyri í öndverðum apríl, svo að nú er I verðið á óflöttum fiski, en þó slægðum: 3, 4, og 5 aur. pd. (ísa, smáfiskur, málsfiskur), en 1/2 eyri meira alraennast, sé hann flattur, þ. e. hryggunnn tekinn úr: Sýsliil'undur Norður-ísllrðinga var haldinn á ísafirði 16 —18. marz þ. á. Veittar voru 50 kr. til húljársýnin%ar, sem áformað er, að haldin verði á komanda hausti. Samþykkt var, að taka 2000 kr. ián til síma- lagnine;arinnar mílli tsafjarðar og Bolungarvíkur (handa Hóls- og Eyrar-hreppum). Farið var fram á, að skógræktarstjóra yrði falið, að skoða slcöga og k\örr í sýslanni á kom- anda sumri, og að skipaður yrði skóga-eptirlits maður. Engin þörf talin á lagasetningu um sýslu og hreppaijármörk. Eignir nokkurra sjóða voru í lok ársins 1909, sem hér segir:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.