Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.06.1910, Blaðsíða 4
108 Þjóðviljinnt. Sira Páll Sivertsen, fyrrum prestur að Stað í Aðalvík, leit inn til vor 14. þ. m. (júní), hafði komið að vestan með „Austra" B. þ. m. — Sagði hann nýafstaðinn vetur mesta harðinda-veturinn, sem komið hefði í Aðalvík (í Norður-ísafjarðarsýslu) í meira en þrjátiu 4r. Veturinn kom með oktoher byrjun, og fénað- ur þá allur á gjöf, nema hestar, sem þó varð að taka fyrir veturnætur, og var orðið heylaust hjá fjölda bænda, er á leið vorið, en skepnum bjargað á ýmiskonar sjófangi: — Búið við ung- lambafelli, ef eigi batnar tíðin mjög bráðlega. Vetrar-afli í minna mrðallagi, sakir gæfta- leysis, og vorvertíðaraflinn einnig í minna með- allagi, mest vegna beituleysis. Mannalut. —o— Hinu 2. marz f. á. andaðist að Borg í Skötufirðí bóndinn Ari Rósenlcarzson, 63 ára að aldri. Hann var fæddur í Efstadal í Ögur- sveit, og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um. Arið 1874 kvæntist hann ekkjunni Friðyerði Hafliðadóttur á Borg, og dvaldí þar síðan aila æfi. Bjuggu þau á litlum parti í samfieytt 22 ár, en ovöldu eptir það í húsmennsku hjá tengdasyni Frið- gerðar Þorsteini Gístasyni. Barn áttu þau eitt, er dó ungt. Ari heitÍDn hafði lítið um sig í bú- skap sinum, en bjó laglega, og átti jafn- an nægilegt fyrir sig. Hann var hinn mesti þrifamaður, og gekk prýðilega um allt er hann hafði uudir hendi, fór snilld- arlega með skepnur sínar eoda báru þær af búpeningi fle9tra nágranna hans. Ari heitinn var vandaður maður til orðs og æðis, fáskiptmn um hagi annara en rækti skyldur sinar samvizkusamlega. í umgengni var hann jafnlyndur, og glað- iyndur, oe kom sér vel við alla, manna skilvísastur var'hann í öilum viðskiptum, | og vildi engum skulda. Hann lætur ept- ir sig gott mannorð hjá öllum, er hann þekhtu. s. REYKJAVÍK 14. jrtní 1910 Tíðin fremur hagstæð að undanförnu, en þó hlýindi litil. — Burtfararprófið i almenna menntaskólanum hófst 13. þ. m. Prófdómendur, skipaðir af stjórnarráðinu, eru: síra Haraldur Níelsson; Jón landsbókasafnsvörð- ur Jakobsson og verkfræðingur Knud Zimsen. „Botnía“ kom frá vestfjörðum 7. þ. m. — Meðal farþegja, er með henni komu, voru: Guðm. bátasmiður Guðmundsson og Lárus kennari Thorarensen. Með skipinu komu ennfremur: P. J. Thor- steinsson og Philípsen, umboðsmaður steinoliu- fólagsins, og bróðir hans, er allir þrír höfðu brugðið sér snögga ferð vestur. Strandbáturinn „Austri" kom 6. þ. m. úr hringferð sinni umhverfis landið. — Meðal far- þegja, er með strandbátnum komu, voru: Schou bnnkastjóri, Magnús yfirdómsmálafærslumaður Sigurðsson Og Olafur G. Eyjólfsson verzlunar- skólastjóri. Með skipinu komu og nokkrir norðlenzkir glímumenn, til þess að taka þátt í kappglím- unni um „Islandsbeltið11. „Yestri kom úr strandferð 8. þ. m. Þýzka skemmtiferðamannaskipið „Grosser Kilrfurst11, skip félagsins „Norddentscher Lloyd“ er væntanlegt hingað 2 júlí næstk., og með því fjöldi þýzkra ferðamanna' Sama skipið kom bingað fyrir tveim árum, og er ætlast tii, að það hafi hér tveggja daga viðdvöl, en fari siðan vestur og norður um land til Spitzbergen, og þaðan til Noregs. Akveðið er, að póstvagn gangi í sumar héð- an úr uoenum austur i sýslur einu sinni í viku hverri. Vagninn leggur af Stað héðan á þriðjudags- morgna kl. 9 f. h. og kemur aptur að austan á | föstudögum. XXIV., 27. Þýzka skemmtíferðamannaskipið „Oceana“ kemur hingað tvívegis í sumar að því er spurzt hefir nýskeð. 5. þ. m. voru hér i bænum seldar á uppboði tvær frakkneskar fiskiskútur, sem dæmdar höfðu verið óhaffærar, sbr. 21. -22. nr. „Þjóðv“. þ. á. Seldist annað skipið á 900 franka, en hitt á 95C franka. Keypti Björn kaupmaður Guðmundsson ann- að, en Chouiilou hitt. Prúrnar Asta Einarsson, kona Magnúsar dýra- leeknir Einarssonar, og Valborg Einarsson, kona Sigfúsar söngfræðings Einarssonar, halda sam- söng hér í bænum (í Bárubúð) á morgun (15.. þ. m.) 10. [>. m. flutti danski læknirinn, dr. Norman- Hansen, fyrirlesturinn, sem getið var í síðasta nr; blaðs vors, um stjórnmálabaráttu Finna gegn Rússum, og bar Finnum yfirleitt vol söguna. „Sterling11 kom frá útlöndum aðfaranóttina 11. þ. m. Farþegjar með skipinu voru nœr hundrað, og meðal þeirra: cand. jur. Gísli Sveins- son; Gnðm„ jarðfræðingur Bárðarson, ÓJafur kaupmaður Árnason á Stokkseyri, stúdentarnir: Guðm. Ólafsson, Jakob Jóhannesson, ðlafur Pét- ursson, Skúli S. Thoroddson og Stefán Scheving og Guðm. Thorsteinsson (sonur J. P' Thorstoins- sonar). — Með skipinu komu og Arne Möller, háskóla- stjóri á Jótlandi, rithöfundurinn Aago Meyer Benedictsen, Gottlieb dýralæknir, ungfrú Gerda Nyrop, og Schöpke (maður, sem starfað hefur að því. að koma á fót gassleiðslunni hór í bænuiny. Frá Vestmannaeyjum komu: Gunnar alþm. Ólafsson og N. B. Nielsen verzíunarfulltrúi. Frá Bretlandi komu: Helgi kaupmaðui Zoéga, og nokkrir Englendingar. Auk ofangreindra farþegja korau með „Ster- ling“: G. Thalbitzer (Flóa-áveitumaðurinn) og tveir guðfræðingar, danskir, til að kynna sér starf „Kristilegs fólags ungra manna“ hér á landi, og heitir annar Biering, og er prestur, en hinn Thomsen, og ei háskólastjóri. Misprentast hefur i síðasta nr. „Þjóðv:“ i kvæði Guðm. Magnússonar: li erindi: fögru spor fyrir förnu spor- 2 erindi: flekklaus fyrir hrekklaus. Prentsmiðja Þjóðviljans. 107 XVII. KAPÍTULI. „ Markverðar fréttir “. „Jeg Óska þér iijaitanlega allrar hamÍDgju", rriælt.i BaratODe. „Þú átt gæfuoa skilið“. .Aldrei g( t eg, sem skyldi, þakkað þér vÍDÍengi það sem þú hefir sýnt mér í mált þessu“, mæiti Gilbert í hálfum hljóðnm, er Jisdd veitti því eptirtekt, að Barstone stUDdi ögu við, „og finnst mér það rangt gert af mér, að hagnýta mér veglyndi þitt“. „Það gerirðu ekkíu, svaraði Barstone. „Sagði hún ekki sjálf, að hún elskaði þigu. „Jú, meira að segja tvisvar sÍDnumu. „Hvenær giptist þið?u spuiði Bar9tone. „Aður en jeg get hugsað til þess, að gipta mig, verð og að útvega féu, mælti Gilbert. „En það er nú hægra sagt, en gjört um þessar mundir“. „Útvega fé?“ mælt.i Barstone, all-forviða. „Fay verð- ur rík! Faðir hennar er vellauðugur maður!“ „Hvern kallarðu þá föður hennar — hr Harley, eða Dexter otursta?u „Satt er það Gilbert, að þessu hafði eg alveg gieymt“, mælti BarstoDe, „og skiptir það þó mjög miklu“. „En ungfrú Carr kom hingað“, mælti Barstone enn fremur, „meðan þú varst fjarverandi, og ssgði hrnn dáinnu. „flvern? Harley?u mælti Gilbert, og spratt u])]>. „Nei, Dexter ofursta. — Hann hafði verið mjög Veikur, er ungfrú Carr yfirgaf hann. — Hún hafði heim- HÓtt haun í síðustu forvöð. að því er virðist, svo sð nú 108 þarf ekkert að vitnast, að því er hið rétta faðerni Fay’s snertir, og erfir hún þá Harley. — Og hún á að erfa hann, ef eigi annars vegna. þá vegna meðíerðarinnar á móður hennar.“ Gilbert hristi höfuðið, og leit eigi svo björtum augum á framtíðina. .Harley hefir óbeit á henni, og veit, að hún er ekki dóttir hansu, mælti Gilbert, „og notar það, sem átyllu, til að gera hana arflausa, að hún giptist mér. — Jeg verð að sjá fyrir tnér sjálfur, og þar sem ekki kemur til neiuDa mála, að eg geti það, sem heirniliskennari, hetir mér dott- ið í hug, að stofna skólau. „Ekki er það slæm hugmyndu, mælti Barstone „Skólarnir borga fyrirhöfnina eigi ílla, og meðal vina, og kunDÍngja, skal eg mæla með þvi, að þú fáir læri- sveina, og hæfileikar þínir gera svo það, sem á brestur“. „Laigðu þér hús í Lundúnum!-4 mælti Gilbart enn fremur. „Leigja hús íLundúnum?“ mælti Gilbert, ull-hnugg- inn. „Það kostar fé, en jeg hef — — —u „Jeg hleyp undir baggau, greip Barstone fram i. Tresham var þakklátlari, en svo, að orð fengju lýst. Hann rétti vinum sínum þegjandi höndina. Þeir skildu hvor annan, svo að engra orða þurfti. Næita dag barst eDgin fregn frá klaustrinu, og furð- aði Gilbert sig á því, þar sem hann minntist þess, að frú Archer hafði ráðgert, að tala við hann dagiun eptir. Gilber ásetti sér því, að bregða sér til klaust.ur.sins^ en þa barst honum svo látandi fregn, er gerði hann hams- lausan: „Fay Hmley er horfin?u

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.