Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1910, Blaðsíða 3
XXIV., 50. Þjóðviljinn. 199 REYK.JAVÍK 31. ol<t. 1910 Tiðin rigningasöm að undanförnu, og frem- um mild. „Botnía“ kom bingað frá útlöndum 24. þ. m — Meðal farþegja voru: Ungfrú Halla Sigurð- ardóttir. sýslumanns í Kallaðarnesi, Bjarni Eyjólfsson ljósmyndasmiður, Chouillon (kola- kaupmaðurj, verzlunarmaður Guðm. Kr. Guð- mundsson, Möller (verzlunar-agent) og ft-ú hans og Ólafur ritstj. Björnsson. Ennfremur frakkneskur mannvirkjafræðingur, ■er ætlar að kynna sér hér silfurbergsnámur. 25. þ. m. hélt hr. Guðm. Fínnbogason fyrsta fyrirlestur sinn hér í bænum um heimspekileg efni. — Hann hefur um undanfarin ár notið styrks úr styrktarsjóði Hannesar Árnasonar, og «r áskilið, að hann haldi fyrirlestra hér i bænum fjórða (þ. e. síðasta) árið, semhann nýturstyrksins Áðsókn var mikil að fyrirlestrinum, og verð- ur að líkindum einnig, að þvi er framhald fyr- irlestranna snertir. „Ingólfur11, skip Thore-félagsins, kom hing- að frá Austfjörðum, sunnan um land, 22. þ. m. Fjöldi farpegja var með skipiuu, á þriðja hundrað, mestmegnis fólk, er stundað hafðisumar- atvinnu þar. Skipið lagði af stað héðan samdægurs, norð- ur um land, til útlanda. Hjálpræðisherinn bauð nýskeð nokkrum bæjar- búum að líta á fatnað, sem hann heíur látið sauma, og ætlað er ýnisunt fátækum börnum. Úr ellistyrktarsjóði Reykjavíkur veitti bæjar- stjórnin nýskeð alls 5700 kr. styrk. Styrkinn hlutu 178. f Dáinn er nýskeð á eyjunni Java — einni af stóru-Sunda-eyjunum í Austur-Indium — einn af foringjum Hjálprœðishersins, sem starfað hafa hér á landi, Bojsen að nafni: Meðan hann var foringi hjálpræðishersins hór á landi, hóf herinn meðal annars gistiskálahald sitt, sem fjöldamörgum ferðamönnum kemur ár- lega að góðu liði. Seint i sumar fór Bojsen frá Dantnörku til eyjarinnar Java, í þarfir hersins, en sýktist þar af kóleru, er leiddi hann til bana. Af alþýðufyrirlestrum, sem stúdentafélagið sór um, að haldnit- verði, eiga fjórir að hljóða uni kirkjuleg eftti. Tvo þeirra, um menningarstarf kirkjunnar, flytur Guðbrandur Jónsson, sonur dr. Jóns Þor- 1 kelssonar, en hina tvo, um viðureign kirkjunn- Neytenflur egta KínaTits-elexlrsins írá VaMeiar Petersen, Nyve] 16, Kaupmannaliöfn eru hér með láfcnir vita, að útsöluverð efexírsins er frá þes9um degi fœrt niður í 2 kl'. fyrir flöskuna. Jeg hefi, þrátt fyrir hinn afskaplega háa toll, færfc verðið þannig niður, til þess að flýta sem unnt er, fyrir sölu elexírins, svo að birgðir mínar seldust fljótar, en ella. En með því að Kina-lífs-elexirinn, sakir hins háa tolls, getur oigi optar orðið búinn til á Islandi, þá getur lága verðið, 2 kr. fyrir flöskuna, að eins verið bindandi, meðan birgðir eru til á Islaudi. Kaupmannahöfn 15. sept. 1910. Valdemar Petersen. Hiuiafciagið Db áaDSifi Vín- & KöDSfirTfis-Falinlfir. . Jasmusen Kgl. Hof-Leverandör gg. ijf. £eauvais Leverandör til Hs. Maj. Kongen of Sverige Iiaupmannahöfn, Faaborg', selur: Niðursoðnar vörur. — Syltuð ber og ávexti. — ávaxtavökva og á- vaxtavín. I I I 28 sé lögð fyrir vitnið, hr. Humphrey! Hér ræðir eigi um ágizkanir, heldur um hitt hvað gjörzt hafi“. Verjandi: Er yður kunnugt um, að bróðir yðar sé sýkD, að því er dauða dr. Lana’s snertir?“ TJngfrú Morton: ,.Já!“ Verjandi: „Hvernig vitið þér það?“ Ungfrk Morton: „Það veit eg af þvi, að eg veit, að dr. Lana er ekki dáinn!“ Nú varð hríð ókyrrð í dómsalnum, svo að það drógst, að gagnspurningar yrðu lagðar fyrir vitnið. Verjandf. „Og á hverju byggið þér það, að dr. Lana sé^ekki dáinn, ungfrú Morton?" Ungfrú Morton: „Á þvi, að jeg hefi fengið bréffrá honum, sem dagsett er siðan, en sagt er, að hann hafi látizt“. Verjandi: „Hafið þér bréfið?“ Ungfrú Morion: „ Já, en mér er illa við, að sýna það.“ Verjandi: „Hafið þér þá umslagið?“ Ungýrú Morton: „Já, það er hóma!“ Verjandi: Og hver er póststimpillinn?“ Ungfrú Morton: „Hann er frá Liverpool!“ Verjandi: „En dagsetning bréfsins?“ Ungfrú Morton: „22 júní!“ Verjandi: „Það var deginum eptir það, er talið er að hann hafi látizt! Eruð þér fús til þess, að vinna eið að því, ungfrú MontoD, að haus hönd sé bréfinu?u Ungirú Morton: „Já!“ Verjandi: „Jeg er þess albúinn, dómari, að leiða sex vitni, er geta staðfest, að bréf þetta er ritað með eigin liendi dr. Lana’sÁ Dómarinn: „Þá verða þau að mæta á morguD'.“ 25 Þetta eru í stuttu máli atvikÍD, sem fólkinu varð skrafdrjúgt um. Það, að ókunuugt var um ætt og uppruna læknis- ins, að hann hafði verið einkennilegur maður, að ákærði var hátt settur í þjóðfélaginu, sem og trúlofunin, og það sem úr henni varð, áður en glæpurinn var framinn, — allt þatta hjálpaðist að, tii þess að gera sorgarleik þenna að því málefni, sem vakti athygli allrar þjóðarinnar. Um land allfc var talað um sögu „svarta læknisins" í Bishops Crossing,, og komið með hinar og þessar ágizk- anir, fcil þess að skýra málið. Engum dafct þó í hug, að gizka á það, sem vakti almenua undrun manDa fyrsta daginn, er rannsóknÍD fór fram, og þá ekki síður daginn þar á eptir. Meðan er eg skrifa þetta, hefi eg fyrir framan mig Lance9ter-blaðið, þar sem mikið er um máliðritað. —En eg verð að Iáfca mér nægja, að gefa ágrip af því, er að rnálinu lýtur, unz að því kemur, er framburður ungfrú Pr. Moiton varpaði nýju, og einkennilegu, ljósi yfir málið, seinni hluta fyrsta dagsins, er rannsóknin fór fram. Parlock Carr, sækjandi sakarinnar, hafði komið ár sinni mjög vel fyrir borð, að því er sókn málsins snerti og er á daginn leið, varð það æ ljósara og Ijósara, hve örðugt starf verjandinn, Humphrey, átti fyrir höndum. Yms vitni voru leidd, sem báru það, að þau hefðu heyrfc hr. Morfcon vera stórorðan í garð Iækuis, og vera mjög æstan út af því, hve smánarlega honum hafði far- izt við systur hans. Frú Madding endurtók skýrslu sína, að því er snerti það, að hún hefði séð hr. Morton fara til læknisius seint wtn nóttina, og annað vitni skýrði frá því, að ábærða

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.