Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.11.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.11.1910, Blaðsíða 2
214 Þjóbviutnn XXIV. 54.—55. •Xsv-tit Vti Danmörb. ii','’ . 4^-’s©pt. þ. á. voru tvö hundruð ár liðin ,iBÍðan er danski stjarnfræðingurinn YJte RÖmer andaðist. — Hann var fæddur 25, sept. 1644, en dó 19. sept. 1710, og varð hann frægur maður, er hann reikn- aðf At ljóshraðann, þ. e. uppgötvaði, að Ijósið þyrfti ákveðinn tíma. til að fara á- kveðna vegalengd, og hefir danska vís- indafélagið, með tilstyrk Carlsbergssjóðs- ins, til minningar um nefnt tvö hundruð ára afmæli, gefið út rit hans „adversaría“, en því miður glataðist megnið að hand- ritum hans við brunann mikla í Kaup- mannahöfn 1728. iö f 28. okt. þ. á. andaðistíKaupmanna- höfn P. Knudsen, borgmeistari, einn af Jtelztu foringjum jafnaðarmanna í Dan- mörku. B: HaDn var fæddur í UaDders 1848, og lærði þar glófa-gjörð, en kom 19 ára gam- .all til Kaupmannahafnar, og var orðinn ,einn í aðal-stjórn jafnaðarmannaflokksins, áður en haDn varð þrítugur. — Þinamaður var hann 1890—1991, og síðan frá 1903, unz hann varð einn af borgmeisturum Kaupmannahafnar í nóv. 1909. — Ibæj- arstjórn Kaupmannahafnar var hann í fyrsta skipti kosinn 1897. Hafði hann lengi þjáðst af hjartasjúk- dómi, og fókk nokkra bót þess meins á síðastl. sumri, en þó að eÍDS í svip. ísleDzkir þingmenn kynntust honum í Danmerkurförinni, og fengu þá til hans hlýjan huga. Jarðarför huns fór fram 30. okt. síð- astl., og héldu ýmsir «f helztu foringjnm jainaðarmanna ræður við það tækifæri. SeÍDt í okt. þ. á. var í Kaupmanna- höfn stolið gulli, og demÖDtum, sem var urn 20 þús. króna virði, og var enn eigi uppvíst, hver eða hverir, að glæpnum væru valdir, rr siðast fróttist. Árið, sem le.ð, létust alls 620 menn at slysförum í Danmörku, og er það mjög svipeð því, er var næstu árin á undan (árið 19'8: 621, og 1907: 630). ðíoregur. Bæjarstjórnin í Kristjaníu hefir ný skeð skipað tvo kvennmenn, sem lögreglu- þjóna, og er það í fyrsta skipti, er kon- um er falinn sá starfi. Norskur kaupmaður, Öyen að Dafni, er andaðist í síðastl. ágústmánuði, gaf Þránd- heimsbæjarfélagi 300 þús. króna, til stuðn- ings ýrais konar líknarstarfsemi. 15. des. næstk. verður háskóla-hátíð í Kristjaníu i minnÍDgu þess, að þá eru liðin hundrað ár, síðan er sagnfræðingur- inn P. A. Munch fæddist (f 25. maí 1863). ^víþjóð. Skipa-útgerðarmaður í Stokkhólmi, Johnsson konsúil, gaf ný skeð 250 þús. króna til almennings þarfa, og á að verja nokkru af fónu til stuðnings verztunar- skóla, en nokkru, til þess að launa há- nkólakennara, er kenni iandfræði við há- skólann í Stokkhólmi. — — —- Bretland. Þegar Játvarður konungur andaðist, varð hié á ágreininginum milli efri og neðri málstofunnar á Bretlandi, með því að stjórnmálaflokkarnir vildu eigi, að Oeorg konungur þyrfti að hafa afskipti af því rnáli þegar i byrjun ríkisstjórnar sinnar. — Á hinn bóginn var þá skipuð átta manna þingnefnd, til að íhuga málið, og er nú mælt, að tillögur hennar muni fara i þá átt. r.ð bvert landiinna um BÍg: England, Wales, Skotland og írlaDd, skuli hafa þing fyrir sig, þar sem sérmálum hvers um sig er til lykta ráðið, en eiga öll í sameiningu alls herja-þing í Lund- Úduid, þar sem sameigÍDleg mál þeirra og brezka ríkisins í heild sinni, eru útkljáð. — Sagt er. að Bedmond. einn af aðal- foringjum íra, hafi tjáð Ira mundu geta orðið þessu samþykka. John Morley, eino af helztu stjórn- málamönnum frjálslynda flokbsins á Bret- landi, sem gegnt hefir ráðaDeytinu, sem ráðherra Indlands, hefir nú beðizt lausnar, enda kominn á áttræðisaldur- — Hann var og tvívegis í ráðaneyti Oladstone’s. Belg-ía. Þjóðbankinn í Brússel sendi ný skeð útbúi sínu í Antwerpen poka, er í voru 100 þús. franka í seðlum, og hafði einhver leikið það, að skipta um í pokaDum á leiðinni, svo að í honum var að eins pappír, er á áfangastaðinn kom. 1. nóv. þ. á. varð járnbrautarslys, og meiddust 30, manns en einn beið bana. Frakkland. Breytingar urðu ný skeð all-miklar, að því er skipun ráðaneytisins snertir, en Bríand er þó forsætisráðherra, sem fyr. Svissaraland. StjórnleysÍDginn Luchení, er 10. febrúar 1898 myrti Elísaheth, keisarafrú í Aust- urriki, og setið hefir í faDgelsi í Sviss- aralandi, fannst 19. okt. þ. á. örendur í faDgaklefanum, hafði fyrirfarið sór á þann hátt, að hann hafði hengt sig. f Dáinn er ný skeð í bænum Heiden í Appenzell Henrí Dunant. - Hann var fæddur í Q-enf 1828, og tók, sem herlæknir, þátt í ófriðinum milli Austurríkismanna og Sardiníu 1859. — Fékk haDn þá megn- an viðbjóð á öllurn hryllingum ófriðarins og tók því af alefli að starfa að því, að settar væru alþjóðlegar reglur um hjúkrun veikra og særðra i ófriði, og fékk því loks til leiðar komið, að fulltrúar fjörutíu rikja áttu fund með sér, er hófst í Genf 26 okt. 1863, þar sem settar voru reglur um ofangreint efni, og félagið „rauði krossinn“ stofnað. HaDn átti við fremur þrÖDgan hag að búa, udz d'ild fyrgreinds félags í Péturs- borg gekk.-t fyrir því árið 1896, að hann fékk nokkur • ptirlaun. — Árið 1901 voru honum og veitt verðlaun úr Nóbels-sjóði Fó ánafnaði haDn í arfleiðslusbrá sinni til líknarstarfsemi í Noregi, og í Genf. Portugal, Mælt er, að ýmsir kristmunbar, er burt hefir verið vÍ9að úr Portugal, hafi sezt að í Ungverjalandi. Franco, er var forsætisráðherra í tíð Karls konungs, er myrtur var í febrúar 1908, var nýlega tekinn fastur. — HaDn hafði, er hann var stjórnarforseti. gefið' út fjölda tilskipana, er fóru í bága við stjórnarskipuDÍna, og önnur lög landsins, og er mælt. að bann hafi þá einnig ætlað að grípa til ríkisfjár, til þess að greíða tveggja milljón franka sbuld konnngs. Út af þessum óiöglegu tiltektum Franeo’s er rannsóknin sprottin. — Haim er þó látinn laus ú>' varðhaldi, meðþvíaðhann setti eina milljón franka að veði, enda kvað hann vera mjög ríkur maður. 18. liðstoringjar, er voru óánægðir yfir því, að þeir hefðu verið ýmsum störfum sviptir, voru ný skeð settir í varðhald, með því að grunur lék á um samsæri gðgn lýðveldisstjórninni af þeirra hálfu. Sagt er, að nýtt fjör og lif hafi færzt i verzlun, og iðDað, síðan er lýðveldis- stjórnin kom til sögunnar. — — — Spánn. Yerkfall, all-fjölmennt, í Kataloníu, og víðar. Uppreisn i borginni Barcelona, og urðu eigi all-fáir sárir í þeim róstum. Lýðveldishugur vex óðum á Spáni, og skipaði CöwtaZe/ffls-ráðaneytið ný skeð að taka Andree háskólakennara Ovejro fastan, sem og fleiri af foringjum lýðveldismanna, og var herrétti falið, að íjalla um mál þeirra. — Hafa þessar ráðstafanir stjórn- arinnar vakið megna óánægju, og búist við alvarlegum róstum, er minnst varir.. Ítalía. Likneski brezka leikritaskáldsins Shake- speare’s var nýlega reist í borginni Verona. í okt. þ. á. olli hvirfilbylur mjög miklu tjóni á eyjunni Ischía. — Eyja þessi er í grennd við Neapel, tíu kílómetra undan landi, og eru eyjarskeggjar alls uro 27 þús. að tölu. Gekk sjór á land í borg- inni Casamicciola (íbúar þar um 4 þús.). — í borg þessari, sem er annáluð fyrir náttúrufegurð, hrundi fjöldi húsa, og nam því efnatjónið all-miklu. í Amalfí gekk og sjór á land, og flutti stór björg upp í borgarstrætin. — Hrundi þar tjöldi húsa, og fjártjón varð mikið. — Bóndi, sem kom akandi á vagni sínum kastaðist af veðrinu í einni svipan, ásamt vagninum, og múlmsnanum, út í á þar i grenndinni. — Tvö hundruð til tvö hundr- uð Og fimmtíu menD kvað hafa farizt. Yeðrið olli og all-rniklu fjáftjóni í borginni Neapel. Skriður miklar féllu úr eldfjallinu Yesu- víu9, skemmdu járnbrautir, og urðu nokkr-- um mönrum að bana. í Cetara féll og skriða á bæinn, og lækur, sem rennur gegnum borgina, floði yfir bakka sína. — Þrjú hundruð manna kvað hafa látizt, auk þess er nokkrir hlutu og meiðsli. — — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.