Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.12.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.12.1910, Blaðsíða 2
222 ÞJÓÐVILJINN. aðanna við Miðjarðarhafið að norðanverðu. Ekki sizt kvað það vera mjög akemmti- legt, að sigla upp eptir ánni Nil, frá Al- exandríu, borg við Miðjarðarhafið, og aila leið til Khartum, sem er syðsta borgin í Egyptalandi, þar sem hvíta og bláa Nil mætast. — Útsýnið beggja megin Níl mjög fagurt. — Borgin Khartum kvað og liggja á mjög fögrum stað, og nýlega var Englendinginum Gnrdon reist þar líkneski. — Hann er þar sýndur ríðandi úlfalda, sem stendur á háum palli. — En G-ordon féll í Khartum 26. janúar 1885, er áhangendur „madhíans"1 (eða fals-spá- mannsins, svo sem hann og var nefndur) náðu borginni. — — — Síam. t Aðfaranóttina 23. okt. þ. á. andað- ist í höll sinni í Bangkok konungurinn í Síam, Chulalongkorn að nafni. Hann var fæddur 1853, en kom til ríkis 1868, að föður sínum. Mongkut konungi, látnum. — Hann efldi mjög menntun í riku sínu, kom á fót skólurn, og studdi iðnað og verzlun. — Var hann einkum hlynntur því, að verzlunarviðskipti ykjustvið smá- þjóðirnar, Dani og Belgja, en ótt.aðist á- gengni stórþjóðanna, enda voru Frakkar og Bretar nábúar hans. réðu löndum, er næst lágu, og óvingaðist tvivegis svo með honum og Frökkum, að til vopnaviðskipta kom (1893 og 1904). Til ríkis er nú kominn sonur hans, Mahavajiravudt. Eptir hugsunarhættinura, sem ríkjandi er í Síara, þá er konungurinn eigi að eins stjórnandi þar, heldur og eigandi lands, þegna, og eigna þeirra. — — — Kína. Stjórnin í Kina hefir nýskeð fengið fimmtíu milljónir dollara að láni hjá Banda- mönnum. Nýlega hefir stjórnin i Kína skipað einskonar þing („senatu) og eru þing- menn allir útnefndir af keisaranum. Aðal-ætlunarverk þings þess á að vera það, að leggja á ráðin um það, hversu þingbundinni stjórnarskipun verði heppi- legast komið á fót í Kína. Báðgert kvað nú og vera, að byggt verði veglegt þinghús í Peking, aðseturs- etað keisarans. Rússland. Mælt er, að Rús9ar hafi í huga að grafa skipaskurð, er sameini Baltiska hafið, og Kaspiska hafið við Svartahafið, svo- að jafn vel stærstu herskipum verði fært, að fara þar á milli. Yegalengdin, sem skipaskurðarinn á að ná yfir, er talin 1525 enskar mílur, og er gert ráð fyrir, að kostnaðurinn nemi 67 milljónum dollara, eða nær 250 millj. króna. Árnar, sem á leiðinni eru, verða not- aðar, sem unnt er, breikkaðar og dýpkaðar. Brezka Columbía í borginni Victoria í brezku Colum- bíu — sem er brezk uýlenda í Norður- Ameriku, milli Klettafjallanna og Kyrra- hafsins — varð eldsvoði mikill 26. okt. síðastl., og brann mikið af miðbænum til kaldra kola, sem og skip, sem á höfn- inni voru. Eignatjónið er metið 2 raillj. dollara. Canada. 21. okt. þ. á. kom til Quebec herskip. sem Canada menn hafa nýlega keypt. Það er fyrsta herskipið, sem Canada- menn hafa eignazt, og var því mikið um dýrðir, er skipið kom til Quebec. 12. des. næstk. á í fylkinu Saskatc- hewan að fara fram atkvæðagreiðsla um vínbann, bæði í bæjarfélögum þar, og í sveitum. — — — Mexico. Slys varð þar í kolanámu í okt. þ. á. — Þar urðu 150 nienn inni luktir, og Dáðust að eins sex með lífi (kínverskir verkamenn), er vildi það til lifs, að klett- ur hafði oltið fyrir munnann á námu- göngunum. — Höfðu þeir verið þarinni- luktir í 5 sólarhringa, og voru mjög að fram komnir. — Kuba. Fellibjdur olli þar miklu tjóni í okt — í fjórum vestlægustu fylkjunum kvað uppskera hafa eyðilagzt að mestu. Veðrinu fylgdi afskapleg rigning, og fuku íbúðarhús eigi óvíða, eða bárust burt með vatnsrennsli. J Havana, höfuðborginni á Kuba, er skaðinn metinn ein milljón dollarar. Mæ!t er, að slíkt afskapaveður sem hér ræðir um, hafi aldrei komið á eyjunni Kuba. — — — Gyðingaland. Bóndi, sem var að grafa í landareign sinni, rakst ný skeð á grafhvelfiogu, og fann þar mjög vandaða likkistu úr harð- við. — Um þetta farast blaðinu „Heim- kringla“ orð á þessa leið: „Hann opnaði kistuna og fann í henni aðra kistu úr kristalla gleri. Þessa kistu braut hann upp og fann í henni skraut- búna koDu. Það er ein af drottningum fyrri alda. Þessi múmía hafði kórónu á höfði. Kórónan var alsett dýrmætum gimsteinum, og um hálsinn var perlu- festi og á brjóstunum voru þrjár aðrar festar. Við höfuð konunnar var kerta- stjaki og annar við fætur hennar, og voru þair báðir gerðir úr gulli. Hárið á þass- ari múmíu var laust og höfuðið bundið með dúkum, er báru þess vott, að drottn- ingin hafi rómversk verið, en skór henn- ar voru egypzkir að gerð.“ Landvarnarfélag'ið. Eptirfarandi tillaga var samþ í einu hljóði á fjölmennum fuadi i Landvarnarfélaginu 25. þ. m. „Fundurinn telur ákveöna skilnaðarstefnu þá réttu stefnu f sjálfstæðismáli þjóðarinnar, og XXIV., 56. að ísléndingum beri því, e'nstökum mönnum, flokkum og félögum er við stjórn- mál eða landsmál fást, að vinna eindregið að viðgangi hennar og efling hvers þess er miðar til að skilnaðartakmarkinu verði sem fyrst náð.“ Rvík. ‘26. nóv. 1910. Jón Iialdvinsson ritari félagsin3. B úpen i ngs-sýni ngar. Landbúnaðarfélagið hefur nýlega auglýst, að þeir, sem sækja vilja um um styrk til búpenings sýninga fyrir næstk. ár (1911), verði að senda umsókn sína fyrir 15. marz næst.k. Tliorkilií-s.jóðurinn. Á kostnað Thorkilfí-barnaskólasjóðsins er ný- lega komin á prent æfisaga stofnanda sjóðsins; Jóns Þorkelsscnar, reotorsf Skálholtsskóla(f 1759). Höfundur ævisögunnar er Jön Þorkelsson, landskjalaBafnsvörður, og er hún í tveim bindum alls 748 bls. Eign sjóðsins er nú orðin um 70 þús. króna og styrkir hann barnaskóla í Kjalanesþingi hinu forna. Meðal annars fær barnaskóli Reykjavíkur árlega um 1000 kr. styrk Úr sjóðnum. N autgri parækl unarfö I ag. Þeim, sem sækja vilja um styrk til naut- griparæktarfélaga, eiga að senda landbinaðar- félaginu umsókn sína fyrir Jok næstk. febrúar- mánaðar, að því er stjórn landbúnaðarfélagsins, hefur nýlega auglýst: i,'ornleil‘aíelagið. Fornleifafélagið hólt aðal-fund sinn í Presta- skólanum hér f bænum (Reykjavík) 29. nóv. síðastl. Búnaðarfblag íslands. Bíinaðarfélttg íslands heldur aðal-fund sinn 8. febr. næstk. Á fundinum verður gefin skýrsla um fram- kvæmdir félagsins. Kosnir verða og tveir fulltrúar, sem sæti eiga á búnaðarþinginu. Loks verða og bornar þar upp ýmsar tillög- ur, er starf félagsins varða. f Guðni Guðmuildsson, kaupmaður frá Flatey. Drukknaður á Brciðaflrði, 35 ára gainall, 26. septeinber 1910. Hvað kom til þú fórst svo fijótt? Varstu ekki i óða önnum enn sem fyr að gagnast mönnum, eða fannst þér nálgast nótt? rótt að liðnum æsku árum, aldurs þíns i blóma klárum hvarfstu skjótt Ónei! Það var annað mál, þú fékkst ekki’ að lifa lengur, líka allt of góður drengur að heyja stríð við hrekki’ og tál, — því var skipað þér að drekka — þrautalaust og frí við ekka — sigurskál. Fjölmargt gengur öfugt enn, þeir, sem vilja bjarga’ og bæta böl og skort, on engan græta falla tíðum fleiri í senn, allra lengsfc því lifa stundum loiðir öllum heims á grundum vorstu menn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.