Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1911, Blaðsíða 1
Veröjnrgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. 50 aur. erlendts 4 kr. 50 aur.,r og í Ameriku dott.: 1.50. Borgist ýyrir júnlmánað- mrlok. ÞJÓÐVILJINN. =|= Tu TTUGASTI OG FIMMTI ÁBGANGUB. --■ _«—RITSTJORI SKÚLI THORODDSEN. =»<aft-—>— | Uppsogn skrifleg, ógild | nerna komið sé til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- I mánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni I horgi skuld sína fyrir hlaðið. M 4.-5. Beybjavík. 30. JAN. íe ii. Jj 11 ö ii d. —O— Þessar eru helztar útlendar fréttir, sem siðaet hafa borizt. Danmörk. Heilsa Albertis er sögð ágæt. Áður var altalað, að hann væri mjög tauga- veiklaður og hefði sykursýki, en nú er það álit lækna, að hann geti lifað út hegn- ingartímann, sem eru átta ár, að frádregn- um 16 mánuðum. Hann er nú að eins 59 ára gamall. Undirréttardómi vildi hann eigi áfrýja og var því fluttur með eimskipi til hegningarhússins i Horsens j og fæst þar við að prjóna, að sögn. ý dáin er nýlega skáldkonan írú Elfride Filiger, 78 ára að aldri. Noregur. 100 ára gömul kerling greiddi ný- lega atkvæði við bæjarstjórnarkosningu í Kristjaníu. íbúar í Kristjaníu voru 1. des. síðastl. 243,801 eða 16,174 fleiri en 1900, en frá 1890—1900 óx íbúatalan um 74,500. Bæjarstjórnin í Kristjaníu hefir ný skeð veitt fó til að reyna kvennmenn sem lögreglustjóra. Svíþjóð. Eimskipið Cederic frá Landskrona, sem var á ferð frá Hull til Gefle rakst á grunn 16. des. síðaetl. og sökk á 4 mín- útum. 3 vitfirringar vörpuðu sér í sjóinn og drukknuðu, báti hvolfdi með 6 á, 3 dóu af þreytu áður á land kom, en að eins 3 komust Jífs af. Bretland. Þing Breta hefst 31. jaD. næetk. Flokka- skipun er örlítið breytt frá þvi áður var; stjórnarfylgendur eru 398, en andstæð- ÍDgar 272. Voðalegt slys varð í Prætorianámun- um við Bolton 21. des. síðastl. og biðu 352 menn bana. Var þegar efnt til sam- ekota og söfnuðuet 1 millj. kr. á fyrsta deginum. 7. febr. 1912 eru 100 ár liðinfráfæð- ingu skóldsÍDe Charles Dickens og er þegar farið að ráðgera hátíðaböld. 17. des. siðastl. geyeaði afskaplegasti stormur, sem komið hefir í 80 ár. í grennd við WorthÍDg slöngvuðust skip all-langt á land upp. Höllin Crickhowell, sem reist var af normanna baróninum Paunoefort og tekin af Cromwell gjör- eyddist. Fjöldi manna hefir beðið bana hér og þar. Ofvöxtur mikill hlaupið i Thames. Þýzkaland. i Þýzki stjórnfræðingurinn dr. Wilhelm | M. Meyer dó Dýlega i Meran, 58 ára að aldri. Hpnn hefur skrifað mörg alþýðu- rit um stjórnfræði. f 24. des. síðastl. andaðist Ballestrem greifi, 76 ára að aldri. Hann var forseti rikisþingsins frá 1898—1906 og var einn af helztu mönnum kaþólska flokksins. Auðmaðurinn Ándrew Carnegie hefur gefið 5. milljónir i sjóð fyrir þýzka björg- unarmeno. f 7. des. síðastl. andaðist í Berlín mál- arinn Ludwig Knaus, 81 ára að aldri. Prakkland. Járnbrautarslys varð nýskeð við Arbanats og hlutu 3 menn bana. Ritstjórar tveir, Matín og Hutin að nafni, háðu nýlega einvígi út af orða- sennu á þÍDgi. Hlaut. Hutin sár á brjósti og handíegg. 27. des. var bankastjóri bídd i Paris tekinn fastur. Hafði svikið bankann um 3 millj. franka. • t 5. des. andaðist Robert Philip Louis Eugene Ferdinand, prÍDz af Chatres, f 9. nóv. 1840, er afi hans Louis Philippe var konungur. Hann var liðsforÍDgi í liði ítala 1859 í ófriðnum gegn Austurríki. Nýlega hefur skáldsagnarhöfundinum Charles Perrault verið reist likneski í hallargarðinum í Tuillerie. 11. des. siðastl. voru liðin 100 ár frá fæðingu skáldsins Alfreds Musset. * Bússland. Nýskeð varð uppvist um byltÍDga- samsæri, sem náði yfir allt Rússland og hafa mörg hundruð manna verið hDeppt í varðhald, einkum i Moskwa og Kiew. Sakamál hefur verið höfðað gegn 5 ritstjórum í Pétursborg, vegna birtingar þingræðukafla, sem vnr mjög nærgöng- ull í garð keisarans. SprengÍDg varð nýskeð í fallbyssu- verksmiðju í Kolpina og fengu 3 menn bana, en 34 urðu sárir, sumir þeirra hörmulega limlestir. Stjórnin hefur falið prófessor Amand Adamson að búa til afar-stórt líkneski — 40 fet á hæð. Efst er kona, er tákn- ar RússlaDd, og hefur skjöld í annari hendi, en lárviðargrein , hinni. Á stall- inum eru sýndir viðburðir úr sögu Riissa. f I des. síðastl. andaðist gyðingur- inn Giinsbourgb barón, milljónaraæringur, þ5 ára að aldri. Hanfi hefur gert mik- ið til að hindra réttartröðkun gyðinga þar i landi. í þorpinu Volos60V, skammt frá Pétursborg, sýktust 22 altarisgöngugestir og dóu 4 kvalafullum dauða, með þvi að meðhjálparina hafði byrlað eiturika- leikinn. Austurriki. 22. des. fannst i körfu á tröppu einni limlest lík kvennmaDns. Komst upp að það var sanraastúlka, Louise Weiss, er geynit hafði ýmsa veiðmæta muni og var myrt til fjár af unnusta hennar. Italía. Alþjóðasýning á munum, er konur hafa gert, hófst í Tuiíd 4. des. siðastl. og tóku flest lönd i Evrópu þátt í henni. Páfinn hefur látið það boð út ganga að hann telji árið 1911 sorgarár, og veiti því eigi fleiri en einum áheyrn í senn og einstökum mönnum sjaldnar en verið hefur. Talsverðir vatnavextir hafa verið í ánum, sem renna í Po og gert mikið tjón. Portugal. Vatnavextir hafa víða valdið miklum skaða, mikið af féDaði farizt og vofir huDgursneyð yfir á mörgum stöðurn. Manuel kóngur er enn þá kyr í Eng- landi, er dú vita penningalaus og hefur ekki getað borgað þjónum sínum i þrjá mánuði. Kolera hefur gengið í borginni Madeira. Lög hafa verið samþykkt á aðfaDgadag jóla um jafnrétti skilgetinna og óskilgetinna bam8. — EnDfremur lög um borgaralega skirn. Grikkland. Þar er nú lokið rannsókn gegn 20 liðsforingjum og urðu þeir uppvisir að að því að hafa dregið eér.600 þús. dröchmur. Jarðskjálptar hafa gengið í héruðun- um frá Patræ til Pyrgos. Fjártjónið hef- nr verið geysimikið. í Lechæna hrundu nær öll hús. Grikkir hafa keypt 2 amerísk herskip. Sviss. Lýðveldisforseti er þar nýkosinn M. E. Ruohet. Bandaríkin. Kapt. Bartlett, sem áður var i förum með Peary, ráðgerir nú ferð til suður- pólsins á næsta hausti. Auðmaðurinnn Andrew Carnegíe hef- ur gefið 10 millj. dollara til stofnunar alþjóðasjóðs, er vinna á að eflingu þjóða- friðarins. Taft forseti bélt nýskeð ræðu og taldi þar óþárft að auka landher Bandamanna meir, kvað sjóherinn nægan til að verja rikið. I Cinoinnati hafa orðið miklir hús- brunar og er skaðinn metinn 10 millj. dollara. EnDÍremur hefur orðið 2 millj. dollara skaði að húsbrunum í borginni Chioago.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.