Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1911, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1911, Qupperneq 4
16 Þjóbviljinn. XXY, 4.-5. um, að vetrinum. Eru þar tekin til um- ræðu ýms þau mál, er varða menning þjóðfélaganna, og sórstaklega þau mál, er fjalla um menning og þroska hins íslenzka þjóðfélags austan hafs og vestan. Á fund- um þes9um flytja erindi margir hinna mestu merkismanna Yestur-íslendinga. Aðgangur er ókeypis, og umræðuefnið á- vallt auglýst fyrir fram í „Heimskringlu14, og stundum í „Lögbergi“. Félag þetta hefur unnið sór álit og hylli allra frjáls- hugsandi manna, en náttuglur ailar forð- ast það, því aðalstefna félagsins er að kveikja „meira ljós“ og skærra og lýsa inn í sem flest heimili. 15. des. f. á. var haldinn fundur í félagi þessu til að ræða um fyrirkomu- lag kirkjumála. Málshefjandi var sira Guðm. Arnason unitaraprestur í Winni- peg. Mælti hann eindregið með aðskiln- aði ríkis og kirkju, og taldi það vera ráðið til að efia sannan, og vel verkandi kristindóm. Studdu ýmsir mál hans. En einn var sá af fundarmönnum, sem hélt því fram, að ríkið ætti að kosta kirkj- una, þvi kristindómurinn væri ein af göfugustu tilraunum mannanna til að efla siðgæði, og auka manngöfgi. Maður sá, er þá skoðun bar fram, var síra Rögn- valdur Pótursson unitara prestur, einn hinn mesti vitmaður meðal beztu íslendinga, frjálslyndur og gætinn. Hann taldi ríkið eiga að kosta óháða kennslu í trúfræði og heimspeki, og öllum prestaefnum væri gjört að skyldu að kynna sér allar nýj- ustu niðurstöður vísindanna. — Jeg held þið heima á íslandi, ættuð að athuga vel þessa tillögu síra Rögnv. áður en þið gjörið gagngjörða breytingu á kirkjumál- um yðar og áður en þið ákveðið stofn- svið hins væntanlega háskóla. Meining síra Rögnv. var, að þó ríkið kosti kirkj- una, ætti hver jsöfnuður að vera frjáls að sinni trúarjátningu. Rikið ætti að vera skyldugt að sjá söfnuðinum fyrir kirkju, og launum hverjum þeim presti, er söfnuðurinn kysi. Þetta taldi hann sannarlegt trúbragðafrelsi. Mér finnst þessi tiilaga sr. Rögnv. að mörgu hin hyggilegasta, því undirstaða sannrar trúar hlýtur að vera sú, að hver einstaklingur fái að beita óhindraður hæfi- leikum sínum, til að efla trúrækni og trúa hverju, er sannfæring þeirra býður. og að hver einstaklingur finni það í verkinu, að ríkið virði, og haldi verndarhendi yfir hvers persónurétti til ■ að fylgja sann- færing sinni. Meðan jeg var heima á íslandi, hafði jeg þá skoðun, að skilnaður ríkis og kirkju væri aðal-ráðið til við- reisnar trú og siðgæði. Síðan jeg kom hór vestur, og sá nfrísöfnuðuðinn“ ís- lenzka auglit til auglitis og virti fyrir mér aðferð þeirra^og áhrif á þjóðflokk vorn, hefi eg hallast meira frá fríkirkju- hugmynd Vestur-íslendinga, og mór virt- ist heillavænlegra mundi verða, ef hall- ast væri að áður sagðri skoðun síra R. P. — því söfnuðirnir hér hafa ient um of í valdakeppni, og sú stefna, að kappið um völdin sé eitt aðalatriðið, er barizt er fyr- ir, hún hefúr án efa hrint mörgum frá safnaðarlífinu, og mun gjöra framvegis. Það er svo lítið brot Vestur-ísl., er í kirkju- félögunum unir, en á því tel jeg engan efa, að ef enginn félagsskapur er til að ylja trú og siðgæði, eða aðeins félagsskap- ur, sem menn eru í af vana eða vináttu við aðra, þá hefur það íll áhrif, bæði nú og mun hafa er fram i sækir, á þjóðlíf vort, þvi ef hinum ungu er ekkert kennt að hugsa um trú og siðgæði og tilgang lífs- ins og tilverunnar, skapar það með börn- unum kærulausa þjóð, og þröogsýna, 9em ekki sér rit fyrir röðina á dollarnum. Ef til vill þykir þetta gamaldags-hugsunarháttr ur, en hann er rótfastur hjá mér og reynzl- an mun sýna, að haon er meira en hugar- vingl. Jeg vildi óska þú tækir þetta mál til umræðu í blaði þínu herra ritstjóri, og vektir athygli hins nýkjörna frjálshugs- andi biskups Islands á þessari skoðun sr. Rögnv. Péturssonar, sem jeg hef laus- lega lýst í þessum fáu línum. Verzlunarfréttir. —o— SALTFISKUR. Málfiskur hefir fallið i verði. Fyrir góða velverkaða vöru fæst varla yfir 62 kr. Fyrir bezta hnakka- kýldan fisk 70 kr. og milli fisk hnakkak. 64 kr. Smáfiskur er aptur um 62 kr., ísa 52 kr., málfiskur úr salti 40 kr., Ward- fískur 48 kr., langa 62 kr., keila 40 kr., upsi óseljanlegur. Verðið er miðað við góða velverkaða vöru. Lakari vöru verð- ur að selja með afslætti. 48 Þetta sagði hann í þeim róm, að auðsætt var, að honum virtist það eigi koma sér minnstu vitund við. „Hún fær 50 þús. sterlingspunda i heimanmund, og maðurinn hennar 10 þús. sterlingspund“. „Svo!“ svaraði Hallur. Frú Gregory gekk fram og aptur í herberginu, og hagræddi ýmsu, tók bók upp af gólfinu o. s. frv. Þegar faðir hennar deyr, fær hún og all-mikla peD- inga“, mælti barónsfrúin enn fremur. „Já; það imynda eg mér!“ Hallur sagði þetta geispandi, og brá móður hans mjög. „Hún er ágæt stúlka“, mælti barónsfrúin í alvar- legum róm. „Já, sannarlega er hún það!“ „Og vel menntuð!“ mælti barónsfrúin enn fremur. „Já, það er hún sannarlega!“ „Og rík verður hún!“ „Það er líklegt!" Barónsfrúnni féll það ílla, hve tómlega hann tók þessu. „Viltu þá ekki kvongast henni?“ „Kvongast henni? Jeg? Hann missti pipuna á gólfið, og málrómurinn bar með sór, að hann varsvofor- viða, að barónsfrúin varð hissa. „Hví ekki?“ „Hallur hugsaði sig ögn um. — Átti hann að segja já, eða nei? „Hún vill mig ekki!“ mælti hann. Móðir hans gat eigi að sér gert að brosa, er hún heyrði, hve veik röddin var. 52 sjálfur, en hvaða ráð hann átti að hafa til |þess, vissi hann ekki. Hr. Ratray var fyrirmyod hans. „Hann byrjaði verzlun í lítilli búðarkytru“, sagði Ralph við sjálfan sig, búðirkytru, ssm eigi var stærri, en svo, að væri lánið með, gæti eg fengið mér aðra eins“. „Og nú er Ratray orðino bæiarfulltrúi“, ságði Rdph enn fremur við sjálfan sig, og á „landauer“-vagn“. En hærra, en það, gat B iwmar-fjölskyldan eigi hugs- að sér, að komizt yrði. Eídu sinni heyrðist kallað i búð Ritrays: „Bowm- ar — hvar er Bnwmar? Nú, þarna! Ratray vill tala við yður!“ Ralph missti á gólfið bókapakka, sem hann hélt á, og varð nátölur. Að þurfa að tala við húsbóndann, var eigi góðs viti. Hann hitti svo á, að Ratray sat við skrifborðið sitt, og leit hann upp, er Ralph kom inn, en hélt þó áfram að skrifa, „Jæja! Bowmar!“ sagði hann að lokum, er hann hafði lokið við bréfið. „Mér hefu- verið sagt, að þér kunnið hraðritun? Er það rétt?“ „Já, stórkaupmaður minn! Níutíu orð á míoútunni!“ „Já, en getið þér þá lesið það, sem þér skrifið sjálf- ur, svo að eigi verði úr misskilningur?“ Samtalið lauk svo, að Ralph varð skrifari Ratray,s. Hálfum mánuði síðar kom9t Rahl af tilviljun á snoðir um samsærið. „Bowmar! Þekkið þér Cirnette-húsið?“ spurði Rat- ray einn morguninn. „Já, það geri eg“, svaraði Ralph.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.