Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1911, Page 3
XXY, 23.
Þjóðviljinn.
S1
Forskriv selY Deres KlædeYarer
direkte fra Fabrik. Stor Besparelee. Enhver kan faa tilsendt nortofrit mod Efterkrav
4 IVttr. 130 Ctm. ferecLt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet fin-
nlds Klæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun ÍO Iitr.
(2;50 pr. Meter). Eller 3J/4 IVItr*. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og
graanietret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun
14- I4r. 50 0re. Store svære uldno Sove- og Rejsetæpper 5 Kr. Store svære
uldne Hestedækkener 4 Kr. 50 0re. Er Varerne ikke efter 0nske tagés de tilbage
Aarhus Klœdevœveri, Aarhus, DanmarK.
til Charlottenburg-sýningarinnar i Kaupmanna-
höfn, hefur vakið þar all-mikla eftirtekt.
í Berlinga tiðindunum dönsku er og farið
mjög loflegum orðum um hana.
Itautasteinn
Jóv.s Sigurðssonar. Bautasteinn Jóns Sigurðs-
sonar verður afhjúpaður að Rafnsovri i Arnar-
flrði 17. júni þ. á.
Skjöldur með andlitsmynd Jóns Sigurðsson-
ar er greyptur inn í bautastoininn, og hefur hr.
Einar Jónsson rayndasmiður gjört myndina.
Jafnframt því er bautasteinninn verður af-
hjúpaður, verður og að Rafnseyri haldinn þjóð-
minningárdagur.
REYKJAVÍK 1S. maí 1911.
Tíðin mjög hagstæð að undan förnu.
Ný skeð er byrjað að starfa að íþróttavell-
inum, sem verður hér á Melunum, og or gert
ráð fyrir að hann vorði fullgjör fyrir hvitasunn-
una.
10. þ. m. voru gefin saman i hjónaband hér
í dómkirkjunni: ungfrú Svafa Þórhallsdóttir,
biskups Bjarnasonar og Halldór Vilhjálmsson,
forstjóii bændaskólans á Hvanneyri.
Brúðhjónin eru bræðrabörn.
„Botnía11 lagði af stað héðan til útlanda 11.
þ. m. Með skipinu tóku sér far ungu bjónin,
sem getið er hér næst á undan, og ætla þau að
ferðast eitthvað í Dannmörku og í Sviþjóð.
Enn fremur sigldi og með skipinu Guðm.
meistari Finnbogason, —- ætlar að vera við
1000 ára hátíðabaldið i Normanndíinu.
Alþm. Gunnar Ólafsson fór og með skip-
inu til Vastmanneyja.
Jarðarför Arna heitins leturgrafara Gísia-
sonai' fór fram hér í bænum 16. þ. m:
Strandbáturinn „Austri“ kom hingað fyrstu
strandferðina 7. þ. m., — hafði tafizt af haf-
ísnum á Bskifirði.
Meðal farþega hingað með „Austra11 voru
kaupmennirnir Rolf Jóhansen á Reyðarfirði og
Guðm. Jónasson á Búðum.
„Austri" lagði af stað héðan 9. þ. m. —
8. þ. m. minntist hjálpræðisherinn þess, að
iiðin voru þá sextán ár, síðan er hann hóf starf
sitt hér á landi.
Bauð hann ýmsnm af borgurum bæjarins, að
vera viðstaddir minningarhátíðahaldið, og flutti
núverandi foringi hjálpræðishersins þar ræðu.
A fundi bæjarstjórnarinnar 27. f. m. var sam-
þykkt, að leigja laxveiðina í Elliða-ánum í ár
fyrir 850 sterlingspunda. —
Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í
bænum: ungfrú Anna Claessen (landsgjaldkera)
og Ólafur verzlunarstjóri Briem í Viðey.
„Flora“, norska eimskipið frá Bergen, sem
er væntanlegt hingað, norðan og vestan um land,
13. júní næstk,, og héðan á þá að fara aftur 16.
júní, hefur auglýst, að burtförinni héðan verði
frestað til 18. júuí, og er það gert til hagræðis
þeim, er sækja aldarafmæli Jóns Sigurðssonar
(,,forseta-hátiðahaldið“).
A íþróttavellinum á Melunum, jsem getið er
hér að framan, verður háð „íþróttamót ung-
mennafélaganna11 (17.—24. júní þ. á.)
Þar er og ráðgert, að háð verði „Íslandsglím-
an“ |— glfmt um Islandsbeltið, verðlaunagrip
Gréttis félagsins á Akureyri.
•j* 11. þ. m. andaðist hér í bænum Þorsteinn
Jónsson, faðir Jónathans Þorsteinssonar, hús-
gagnasala.
Jarðarför hans á fram að fara 19. þ. m.
7. þ. m. héldu hjónin Hjörtur trésmiður Hjart-
arson og Sigríður Guðfinna Hafliðadóttir silfur-
brúðkaup sitt hér 1 bænum.
Hjörtur er einn í stjórn trésmíðafélagsins
„Völundur11, og er nú 53 að aldri, en konan 49
ára, og eiga þau þrjú börn á lífi (tvo syni og
eina dóttur).
Eigi er enn ákveðið, hvar lfkneski Jóns Sig-
urðssonar verði látið standa hér í bænum, en
tiáð hefir bæjarstjórnin sig því mótfallna, að það
sé á Austurvelli, oða á Lækjartorginu.
Austurvöllur hefði þó óneitanlega verið mjög
vel valinn staður.
Verzlunarskólanum hér f bænum var slitið
1. þ. m.
Þar hafa í vetur alls verið 85 nemendur, og
var þeim skipt í þrjár deildir.
í efstu deildinni voru 19, en í mið-deildinni
39, og 27 í yngstu deild.
153
'get eg hvorki fumdið upphaf nó enda.“ — Og nú er
meira, en vika, siðan hann lagði af stað!“
„Holla-vegurinn er í Lundúnum!“ mælti Eleanor,
hugsandi. „En hvernig vissuð þér, að honum var annt
.um málið?“
„Hverjum, jungfrú?“
„Þeim, sem brifið hefur skrifað! Og hver hefur
ekrifað bréfið?“
„Þeð stóð ekkert nafn undir því, jungfrú!“ svaraði
Emily.
„Það er þó, vænti jeg, ekki hann bróðir þinn,
sem hefur skrifað það?“
„Nei! Það var ekki skriptin hans á því, jungfrú!“
svaraði Emily.
„Yoru þetta þá tíðíndin?“
„Nei! Að eins nokkuð af þeim, jungfrú!“ svaraði
Emily, „og ekki aðal-tíðindin, því að fyrir bálf-tíma
fékk jeg þetta brél!“
Um leið og hún mælti þetta fékk hún henni annað
bréf.
„Bréfið er stýlað til mín, jungfrú!“ mælti hún, „og
nú getið þér lesið það!“
Eleanor las:
„Kæra Emily! Biddu ungfrú Ratray að koma að
merkja-staurunum á krossgötunn’, sém er fjórðung
úr raílu frá Wybunbury kirkju. Farið með járn-
brautinni til Manchester, og raeð járnbraut þaðan til
Crewe, en síðan í vagni. Fimratudagskvöld kl. 10
stundvíslega! Hún verður að vcra ein! Merkileg
tiðindi!
Roderi'ck Kenwood.“
150
„Hann getur þó reynt það!“ svaraði jeg, „og gerir
það, því að hann elskar yður heitar, en nokkur annar,
ekki sizt nú, síðan er faðir yðar hvarf!“
„Og hverju svaraði hún, Emily!“ spurði Kenwood.
„Hún sagði ekkert!“ mælti Emily, „og nú verðið
þér að koma með mér til hennar!“
„Eq Emily, jeg —“
„Yiljið þér þá ekki hjálpa henni?“
„Jú! Af alefli!“
„Ætlið þór þá að biða þess, að hún komi hingað,
krjúpandi á knjánum?“
„Nei, en gerum ráð fyrir, að hún vísi mór á dyr!“
„Hvað gerir það þá til?“
Jæja, Emily! Jeg kem með yður! Visi hún mér á
dyr, standa sakirnar eigi ver, en nú! Og aldrei gleymi
eg yður þessu, Emily!“
Þau urðu nú samferða til heimilis ungfrúarinnar.
Kenwood var rnaður, er tók öllu stillilega, sem
mætti honum. — En hann varð þó að játa, að hann.
hafði aldrei fyr færzt likt í fang.
Hann var að velta því fyiir sér á leiðinni, hvern-
ig Eleanor myndí taka sór.
Af sinni bálfu ásetti hann sér, að minnast eigi að
fyrra bragði einu orði á ástamál.
Hvað Oruston snerti, hugði hann sig mundu sjá
við honum, þar sem Roachley væri dáinn.
Þegar Emily vísaði Kenwood inn til Eleanor,
hneigði hann sig, án þess að rótta herrai hendina, og
mælti:
„Stúlkao, sem hjá yður er, sagði, /að þér vilduð
njóta liðsinnis míns, til þess að —“