Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1911, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.09.1911, Qupperneq 2
170 Þjóbviuinn. XXV., 43. að eg hafi séð hann, en varla talað við hann orð, — man eigi í svipinn, hvort eg hefi nokkurg sinni gert það. Nú síðast (sbr. „Ingó]fa 5. sept. þ. á.); fer hann að breiða út þá lygi, að eg muni hafa farið til Hull, í stað þess að fara til Rouen, og hnýtir þar við ýmsum lítils- virðandi ummælum í minn garð, eins og fyrri daginn1). Ekki hefir piltur þessi nokkuru sinni r^ynt mig að neinum ósannindum, — og samt leyfir hann sór þetta. Mér getur nú eigi skilizt annað — þar sem hann og er systursonur núver- andi ráðherrafrúar —, en að hann telji sig gera ráðherranum þæat verk með því að vera að þessum eltingum við mig. Vill nú ekki ráðherrann segja pilt- aumingjanum, að hann ætlist eiíri til þess af honum, að hann sé sífellt að þessu narti, og — launi honum það engu. Eða á eg að líta svo á, sem þetta sé ráðherranum þægt verk, og gert að hans vilja? Rvík b/9 1911. Sk. lli. Skýrsla um gagnfræðaskólann á Akureyri, Ekóia-árið 1910-1911. — Akureyri 1911. — 64 bls. 8vo. í skýrslu þessari er prentuð ræða, er skólameistari Stefán Stefánsson flutti við setningu skólans haustið 1910, á þrítug- asta afmæli hans, og enn fremur ræða, er hann flutti við skóla-uppsögnina á ný liðnu vori (30. maí þ. á.). — Tjáir hann sig þar „áhyggjufullan um hag og fram- tíð þessarar litlu og fátæku þjóðar“, og telur sig „sjá blikur á lopti all-ískyggi- legar, og bakka í hafi“,endahafi „traust“ sitt „til þeirrar kynslóðar, er nú ræður lögum og lofum í landinu því miður veiklazt hin síðustu árin“. — Hvað þess- um ábyggjum skólameistarans veldur, getur hann eigi frekar um — hvort það er vonleysi um sambandslaga-„uppkastiðu, eða eitthvað annað —, en vonandi nær hann brátt aptur gleði sinni, og verður konungkjörinn með haustinu(!) Auk ýmislegs, sem vant er að geta um í skólaskýrslum, þá eru og í skýrsl- unni skýrslur um söfn skólans (bókasafn- ið, náttúrugripasafnið og áhaldasafnið), sera og um sjóðstofnanir, er skólann snerta; en þeir eru: prentsmiðjusjóðurinn, nem- endasjóðurinn, sjúkrasjóðurinn, skólasjóð- urinn og minningarsjóður Jóns A. Hjalta- líns skólameÍ9tara. Þá er og skýrt frá skólalífinu (félög- um pilta og fundahöldum, skemmtunum. íþróttum o. fl.), og frá „heimavistarrélag- inu, eða sammötuneytinu, er 44nemend- ur höfðu í tæpa 8 mánuði, og varð kostn- ) T. d. nú siðast gefið í skyn að Sk. Th. hafi „gert sér far um að leynast undir (lularnefni eða nafnlamtu í útlöndum — sbr. síðasta fregnmiða „TngóJfs“. Th. Th. aðurinn á mann, fyrir fæði, ljós, hita og þjónustu, 85 aur. á dag, en þó svo, að tvær stúlkur, er tóku þátt i því, borguðu sjöttungi minna. Yfirleitt er skólaskýrslan mjög glögg, og fróðleg, og vel frá henni gengið. Ritstjóri „Lögréttu“ lýstur opinber lygari. —o— Út af grein, sem birtist i „Tiögréttu11 6. sept. þ. á., þar sem segir, að eg hafi eigi búið á „Hotel de la Poste11 í Rouen, þá er ritstjóri „Lögréttu11, monsér Þorsteinn Gíslason hér með lýstut opinber ósannindamaður, eða lygari. Jeg bfó þar í herberginu nr. 78, og læt mér nægja, að vísa tii reiknings frá hótellinu, sem er til sýnis á „skrifstofu sjálfstæðismanna11, og hefi jeg fleiri í vörzlum mínum, rétt af tilviljun, þvi að maður er eigi við því búinn, að þurfa að halda sliku dóti saman. Aður en eg fór frá Rouen, kom eg við hjá umboðsmanni Oook’s ferðamanna leiðheinanda þar, og hefi í höndum seðil, sem hann teiknaði á leiðbeiningar, að því er ferðina frá Rouen til Lundúna snerti. En fyr má nú vera pólitisk heipt og ósvífni, en það, sem hér kemur i ijós. Sjá nú eigi íslendingar, hve svívirðilegum vopnum er vegið in eð V Vottorðin, sém „Lögrétta11 birtir eru öll hér með lýst ósönn, og gæti danski konsúllinn i Rouen óefað fengið að sjá nafn mitt, sem og stöðu mína (alþingisforseti) í bókinni niðri í hótellinu (til vínstri handar er inn er gengið), bókinni yfir komna ferðamenn, þar sem veitinga- maðurinn fékk bæði nafnspjald mitt, og las skil- ríki frakkneska konsúlsins i Reykjavík, eem eg hafði meðferðis. En hvað segja menn um ráðherrann, sem fer — þvert ofan í yfirlýsingu sjálfs míns, sbr30.— 31. nr. „Þjóðv.11 þ. á. — að hlaupa eptir ósönnu slúðri í mér óvinveittum blöðum, og lætur svo birta mér til hnjóðs alósönnog óábyggileg vottorð? Rvík 6. sept. 1911. Skúli Tlioroddsen. Úr verzlunar-skýrsluflum. —o— I. Nýlega eru „verslunarskýrslur íslands“ fyrir árið 1909 komnar á prent, og skul- um vér nú, alrnenningi til fróðleiks, í þessu, og r.æsta nr. blaðs vors tína upp úr þeim örfá korn. Að því er verzlunar-magnið snertir, námu aðfluttar vurur greint ár alls: 10,765,628 kr. og eru vörurnar taldar komnar frá þessum löndum: a, Frá Dantnörku b, - Bretlandi . c, — Noregi . . d, — Sviþjóð e, — Þýzkalandr f, — öðrum löndum 5,419,796 kr. 3,105,856 - 1,146,114 — 90,245 — 621,639 — 381,978 - Vörur, sem útfluttar hafa V9rið, numu á hinn bóginn alls 12,852,825 kr., og eru þær taldar út fluttar til þessara landa: a, Til Danmerkur b, — Bretlands . c, — Noregs . . d, — Svíþjóðar . e, — Þýzkalands f, — Spánar . . g, — Ítalíu . . h, — annara landa . . 5,368,494 kr. . . 3,388,778 — . . 741,433 — . . 39,271 —■ . . 329,214 — . . 1,928,093 — . . 598,283 — . . 459,259 - Að því er til þess kemur, hverra teg- unda útfluttu vörurnar voru, stafa þær frá þessum atvinnugreinum: a, Frá fiskiveiðunum . . 6,601,439 kr. b, — hvalaveiðunum . . 1,586,757 — c, — veiði, ýmis konar . 58,534 — d, — landbúnaðinura . . 3,235,998 — e, — ýmislegu .... 2,252,097 — Að útfluttu vörurnar nema töluvert meira, en aðfluttu vörurnar, stafar með- fram að all-miklu leyti af hvalaveiðunum. Árið 1909 yar tala verzlananna hér á láandi alls 427. Af verzlunum þessum er talið að verið hafi: a, Innlendar veizlanir . . . 352 b, Útlendar —„— ... 46 c, Sveita-verzlanir .... 29 Þvi miður sýna verzlunar-skýrs'urnar eigi, hve mikið af verzluninni hefir ver- ið í höndum útlendu og innlendu veizl- ananna, hvorra um sig, en enginn vafi er þó á því, að verzlunin er óðum að komast æ meira og meira i hendur lands- manna sjálfra. Konur, sem verzlun ráku, eru árið 1909 taldar að hafa verið alls 22 að tölu. Skip, sem komu til landsins árið 1909, voru að tölu, og að smálestatali, sem hér segir: I. Seglskip: Tala: Smálestir: a, íslenzk .... . 3 . . 247 b, dönsk .... . 18 . . 2061 norsk . . . . . 26 . . 3255 II. (íufuskip: Tala: Smálestir: a, íslenzk . . . . 19 . . 4,888 b, dönsk .... . 88 . . 49,819 c, norsk .... . 152 . . 54,106 a, annara þjóðerna . 12 . . 2,117 í verzlunar-skýrslunum er talið, að árið 1909 hafi að og frá landinu verið fluttar alls 145 milljónir tvipunda (kilo), eða að smálestatali: a, aðfluttar . . . 103,066 smálestir b, útfluttar . . . 41,560 — I verzlunar-skýrslunum er réttilega bent á það, að það, að skip, sem hingað koma frá útlöndum, verða þrásinnis að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.