Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1911, Blaðsíða 1
Yerif drgangsins (minnst, j 60 arhir) 3 b\ 50 aur. j trUndis 4br. 50 aur., og ( Ameríkn doll.: 1.50. Borqist ýyrir júnlmánaö- arlók. ÞJOÐVILJINN. - ~[= Tdttuoasti oq fimmti ákqasqdb. —- 1. . ■ ■ —— -J—RIT STJORl SKÚLI THORODDSEN. = *as£—- M 49. || ReYKJAVÍK 28. OKTOBF.R. | Uppsögn skri/kg ógild | ncma koniið s'e til útgcf- I anda fyrir 30. dagjúní- j mánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni | borgi tkuld sína iyrir \ blaðið. 1911. U Stefnumunurinn. Amiars vegar (lanskur innlimunar- og ihaldsflokkui*. Hins vegar íslenzkur sjálfstæðis- og franifaraflokkur. —o— Danir fengu mi 11 i 1 aiulaneí'n<Iarmenn- ina, alla nema einn, til þess að ganga að innlimunarfrumvarpinu, sem þjóðin hratt syo rækilega frá sér 1908, þótt því væri haldið að henni hæði með íllu og góðu, bæði með hótunum og fagurgala. Danir eru enn sama sinnis og þá, um það, að meina oss að verða sjálfstæð þjóð, og þeir sem enn, sem fyrri veita þeim að þessu máh, eru »Heimastjórnar«menn. Samkvæmt þessari afstöðu í aðal- málinu er auðvitað afstaðan i ýmsum öðrum málum, sem því eru náskyldust. Danir meta að engu hinn sögulega rétt yorn til sjálfstæðis. >Heimastjórnar«- menn hafa tekið í sama streng, með því ^að vefengja og óvirða hin sögulegu gögn vor í þessu máli, syo sem gamla sátt- mála. Danir töku það að «ér upp á sitt eindæmi, fyrir löngu síðan að gjöra á- kvæði um ríkisréttarstöðu Islands, og kölluðu lög, — Stöðulögin alræmdu. Þeir halda fram gildi þeirra, þótt aldrei hafi þar til komið lögfullt samþykki íslend- inga sjálfra, heldur þvert á móti, mót- mæli, gömul og ný. »Heimastjórnar«- menn gjalda jákvæði sitt til þessa, með því að þegja þegar Stöðulögunum er mót- mælt, þeir vilja ekki styggja Dani með því að taka þátt í þeim mótmælum. Danir standast ekki reiðari, en ef minnst er á það, að vér fáum sérstakan fána. »Heimastjórnar«menn hjálpa þeim einnig hér eptir mætti, bæði með því að veifa Dannebrog sýknt og heilagt, og með því að berjast gegn lögleiðingu ís- lenzka fánans. Danir þykjast eiga landhelgina. hér við land með okkur — telja hana með öðrum orðum til sameiginlegu málanna. Sjálfir hafa þeir sagt — í Stöðulögunum — að íslendingar ættu ekkert að þurfa að leggja i kostnað til þeirra mála, en þó -eru þeir svo ósvífnir, að vilja láta oss greiða sér stórfé fyrir landhelgisvörzluna — eins og hún er nú líka merkileg. >Heimastjómar«mennirnir segja glaðir já og amen við þessari ójafnaðar-áseilni og láta sem þeir viti ekki að Danir fá þessa gæzlu marg-borgaða, þar sem þeir fá að veiða í laiulhelginni. Danir níða og ofsækja hvern þann / dag kjósa Islendingarnir Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl. I)anir Lárus H. Bjarnason og Jón Jónsson og hálí'-Danir Guðmund Finnbogason og Halldór Daníelsson. mann, íslenzkan eða erlendan, sem leyfir sér að hafa annan skilning á þessum málum og öðrum slíkum en þeir og >Heimastjómar«menn hafa, og nú hefir verið lýst. »Heimastjórnarmenn hemia þetta eptir þeim, eins og annað, og jeta dönsku blöðin og »heimastjórnar«blöðin íslenzku hvor eptir öðrum níðið. Einna freklegast hafa þau þó veizt að viðskipta- ráðunaut vorum. Dönum er sem só, eins og gefur að skilja, meinílla við það, að vér komumst nokkuð á framfæri í út- löndum, og þeim er því allt um æði að kæfa þenna sjálfstæðisvísi vorn og til þess hefir ekki staðið á liðsinni »Heima- stjómar« manna. Þetta era nú að eins nokkur dæmi, en meira þarf ekki með. Hvar sem danskir og íslenzkir hagsmunir, dönsk og íslenzk stjórnmálastefna, rekast á, þar eru »Heimastjórnarmennimir ætíð boðmr og búnir að halda fram hagsmunum og skoðunum Dana. Sjálfstæðismenn halda aptur á móti fram hagsmunum og réttindum Islend- inga. ^ Sjálfstæðisfiokkurinn er ísienzki flokk- urinnj — »Heimastjórnar«flokkurinn er danski flokkurinn. Það er ekki ófyrirsynja sagt, sem ein- um Dana, sem hér er búsettur, varð að erði hér á dögunum: »Yi Danske stemmer paa Laras Bjamason og Jún Júnsson«, sagði hann. I ínnanlandsmálum verður vart við svipaðan mun á afstöðu flokkanna. Þetta kemur glöggast fram þegar litið er á stjórnarskrábreytingu þá, er síð- asta þing samþykkti, Þar var eilíf togstreita um það milli flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi hvervetna að koma inn sem frjálslegust- um ákvæðum, t. d. má nefna stónnikla og sjálfsagða rýmkunn á kosningarréttin- inum. Heimastjórnarflokkurinn þæfðist þar alstaðar fyrir, og tókst loks að skapa það sem þeir kalla »fast íhaldsa.fl« í þinginu, til þess að vega upp á móti réttarbótunum, með því að gjöra, skipun I efrideildar svo ófrjálslega, að við það er lítt unandi. Frv. er, eins og það nú liggur fyrir, miðlunarfrumvarp, þannig til orðið, að hvorirtveggja hafa slakað til. Þótt nú Sjálfstæðismönnum þætti mikið fyrir því, að gjöra þessar tilslakanir í íhaldsáttina, svo mikið, að sumir þeirna greiddu frv. eigi atkvæði sitt á síðasta þingi —, þá hafa þeir nú flestir, ef ekki allir,. lýst vfir því, að þeir muni samþykkja það óbreyt-t á næsta þingi vegna réttar- bóta þeirra, er þeim hefur tekist að fela í því, og þá fyrst og fremst- þe'rrar, að> þar er sleginn varnagli við þvi, að unnt verði að smeygja eða þröngva á oss neinum sambandslaga-innlimunarfj ötri framvegis að þjóðinm fornspurðri. Það* skal eigi fullyrt hér, þótt eigi kynni að vera ástæðulaust að getasér þess til, það ' sé einmitt þetta ákvæði, sem gjörir Heima- stjórnarmenn hikandi í því, að samþykkja stjórnarskrárfrv. óbreytt — að löngun- in sé svo rík hjá þeim til þess, að inn- lima oss í hið samsafnaða danska ríki, að þeir svífist eigi að nauðga sambands- lagaóburðinum upp á þjóðina, hvenær sem þeir komast í meiri hluta á þingi. þvert ofan í yfirlýstan vilja mikils meiri hluta hennar. En víst er um það, að það er eígi áform þess flokks, að sam- þykkja frv. óbreytt á næsta þingi, þótfc sumir þeirra manna séu svo klókir að verjast allra frétta um það efni. Það sem þeir einkum finna að frv. er það, að þeim hafi eigi tekist að gera það nógu ófrjálslegt. Þeir era t. d. ókvæða. út af því, að vinnuhjú skuli fá kosningarrétt., og reyna að hræða menn með þeirri grýlu, að sá nýi kjósendaflokkur muni alveg gleypa hina eidri kjósendur. Það mun nú vera sannarlegt, að tala. þeirra er eigi nema — einn fimmtándi hluti af núverandi kjósendafjölda lands- ins, svo að það er vonandi, að Heima- stjómarmenn jeti nú ofan í sig þessi staðlausu gífuryrði, en það, að vilja refsa mönnum i'yrir það, að vera á vist, með mannréttindamissi, er gott sýnishom af réttsýni þessa stjórnmálaflokks. Hér ætti ekki að þurfa frekar vitn- anna við. »Heimastjómar«menn eru í- halds- og ófrelsis megin. Sjálfstæðis- menn era frelsis og mannréttina megin. i Það ætti ekki að vera vandi fyrir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.