Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1912, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1912, Side 2
2 ÞJÓÐVILJINN. XXVI., 1.--2. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnat 60 arkir) 3 kr. 50 a., erleedis 4 kr. 50 a. og í Ameríku do)].: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. öllu saman sem ísleuzku útilegumanna- llfi- [Pramh.] X. NB. I niðurlagi greinarinnar í næsta blaði verða þessar leikpersónur bornar lítið eitt saman við það sem menn vita um Eyvind og Höilu og æíi þeirra. Símfregnir frá Kina. Mongólíið brýst undan. Borgara-styrjöld i landi. —o— Að því er kemur til atburðanna í Kíjia, hafa ný skeð borizt liingað sím- fregnir þess efnis: að Mongóliið hafi brotizt undan Kína, að borgara-styrjöld megi teljast byrjuð, enda hafi Yuan Shi Kai snúizt gegn lýðveld- inu, og að í borginni Sbanghai hafi lýðveldið beðið leegri hluta. Mongólíið er afar-stórt landflæmi milli Siberíu, að norðan, Mandsjiírísins, að aust- an, og Kína, að sunnan, og eru íbúar hátt. á þriðju milljón manna. Enda þótt Mongólíið liggi álíka sunn- arlega eins og Ítalía, þá er loptslagið þar mjög kalt, og hráslagalegt, enda landið hálendi. — Ibúarnir eru Tatarar, Mon- gólar og Kínverjar, og er aðal-atvinnu- vegurinn kvikfjárrækt, og þess jafn vel dæmi, að stöku efnamenn eiga 20 þús. hesta, enda stór flæmi alveg óbyggð. Landsmönnum hefir einatt samið lítt við Kínverja, enda meira lotið yfírráðum þeirra að nafninu til, en í raun og veru og hafa nú sætt tækifærinu, til að losna alveg. I veraldarsögunni gætir Mongóla fyrst að mun á dögum Dshengis Kan’s (f. 1155, en d. 1227). — Hann sameinaði Mongóla, er áður lutu ýmsum höfðingjum, gerði Kína-keisara sér skattskyldan, og braut, undir sig fjölda þjóða, með báli og brandi, og er mælt, að alls hafi fimm millj. manna látið lífið í styrjöldum hans, og fjöldi blómlegra héraða lagðist í eyði, og er hann því ein af meiri háttar ólreskjuniim í veraldarsögunni, þó að hann að visu gerði ýmislegt á seinni rikisstjórnarárum sínum. til að siða Mon- góla, — léti t. d. taka upp bókstafa- gerð, er áður var óþekkt, o. fl. Að því er snertir Yuan Shi Kai, er símfregnin segir að nú hafi snúist gegn nýstofnaða lýðveldinu í Kína, hefir hans áður getið verið i sambandi við atburð- ina i Kína. — Það var hann, sem keisara- ættin sneri sér til, er lýðveldishreifingin hótst, og vildi gera, eða gerði að yfir- ráðherra. — Var og um eitt skeiðið mælt, að helztu foringjaruppreisnarmannahefðu viljað, að hann tæki að sér forystu lýð- veldisins. bað, að hann hefir nú smuzt gegn j lýðveldinu, getur því að öllum líkindum ! gert borgara-styrjöldina mjög langvinna, og alóvíst þvi enn, hvort lýðveldið nær að festa rætur í Kína. Borgin Shanghai, sem símfregnin segir að smíizt hafi gegn lýðveldinu, eða lýð- veldismenn beðið lægri hluta, stendur við ána Wusung, er rennur í fljótið j Jantsekiang, og er einhver stærsta verzl- j unarborgin í Austur-Asíu, — íbúar 651 j þús. (árið 1904), og hefir borgin tekið J aðal-framförunum, síðan er Norðurálfu- mönnum var leyfð þar verrzlun (árið 1843),- var áður mjög lítilfjörlegur bær. Tíðindin í Kína. Lýðveldishreifingin þar. —o — II. Til viðbótar þvi, er þegar er getið, að því er kemur til lýðveldis-byltingar- innar í Kína, skal enn fremur minnzt þessara atburða: Mikill styrkur var það uppreisnar- mönnum, að þeir náðu á sitt, vald vopna- verksmiðjunni í Hankan, og annari í Haníang, og geta því byrgt sig að vopn- um, er þörf gerist. Mælt er, að nánustu ættingjar, og venzlamenn keisara kenni Chung prinz — eða ríkisstjórn hans — um það, hversu komið er, og hafi því jafn vel skorað á hann — að fyrirfara sér(!)- Eins og getið er í fyrri kafla greinar þessarar, hafa bæði Rússar og Japanar reynt að hagnýta sér bágindi Kínverja. — Hafa Rússar krafist þess, að þeir lét.u af hendi við sig borgina Manshuli, sem eru aðal-tollstöðvarnar milli Siberíu og Mand- sjúríisins, en Japanar vilja fá lækkaðan tollinn að '2/., á japönskum varningi, er fluttur er með járnbrautinni frá Antung til Mukden; en hverju Kínverjar svara kröfum þessum, hefir enn eigi heyrzt. Aukið hefir það og eigi all-lítið á vandræðin. að herlið keisara hefir engan veginn reynzt sem tryggast, ogmáí því til- liti geta þess, að herflokkur, sem sendurvar norður í Mandsjúrí-ið, snerist, er þar kom, í lið með uppreisnarmönnum, drap lands- höfðingjann, og fjölskyldu hans, og um þiisund þarlendra manna. Stjórnin í Peking hefir nú aínumið hvers konar ritskoðun, og hefir það leitt til þess, að blöðín hafa óspart sagt stjórn- málamönnum í Kína til syndauna. Mælt er, að keisara-ættin hafi þegar komið talsverðu af fé sínu í erlenda banka til þess að það komist eigi í greipar upp- reisnarmanna, ef ílla fer. Þá hafa byltingamenn einnig náð borgunum Ningpo — skammt frá Hang- tshou-flóanum; íbúar um 250 þús. , og Kvingsan, og sumar fregnir segja enn fremur, að þeir hafi náð Peking (höfuð- borginni), eptir 12 kl.stunda bardaga. 8. nóv. síðastl. kvað stórborgin Kan- ton (íbúar nær milljón) einnig hafa lyst siq bháða, og fáni Kínverska keisara- dæmisins — drekinn — hafa verið dreg- inn þar niður af öllum opinberum stór- hýsum. I héraðinu Setzschwan hafa byltinga- menn myndað óháð lýðveldi, sem senni- legt er, að sameinist þó síðar öðrum hlut- um ríkisins, komist lýðveldið á fastan fót í Kína. I borginni Nanking kvað herlið stjórn- arinnarbafa framiðýms grimmdarverk, — leikið ílla, bæði konur, og börn, enda forðuðu um sjötíu þúsundir manna sér þá á fiótta burt úr borginni. Mælt er, að J u a n S h i K a i hafi ráð- j ið ættmennum keisara, að láta keisararm I afsala sér keisaratigninni, en fráleitt verð- j ur þó til þess bragðs tekið, fyr en í seinustu lög. Keisarinn, og nánustu ættmenni hans, voru, er síðast fréttist, í borginni Muk- den í Mandsjúrí-inu, enda á keisari þar veglega liöll, og þar eru forfeður nú- verandi keisara-ættar grafnir. I Mandsjúrí-inu hafa byltingamenn nýlega náð borginni Sang-San, en að öðru leyti er svo að sjá, sem þeir fari halloka fyrir herliði stjórnarinnar, sem nýlega kvað hafa náð aptur á sitt vald borgunum Wuchang og Hanyang. Barist var og í Kanton 29. nóv. síð- astl., og veitti byltingamönnum þá miður. Sumir segja, að Japanar styðji upp- reisnarmenn óbeinlínis að málum, og ætli sér að fá tækifæri, til að skerast í málin.. I ráði var, er síðast fréttist, að fuíl- trúar fjórtán fylkja, eða héraða, í Kína, er lýðveldi vilja koma á fót, ættu i því skyni fund með sér í borginni Shanghai. Að öðru leyti skal þess getið, að fregn- irnar, sem borizt hafa um atburðina í Kína, eru yfirleitt fremur sundurlausar, og í sumum greinum þá og ef til vill eigi sem ábyggilegastar. Frá bindindismönnum í Noregi barst ráðherranum á nýársdaginn samfagnaðar- símskeyti, sem í íslenzkri þýðingu er svo látandi: „Bindiiidisflokkurinn í No:egi, sem nú heldur þjóðfund, sendir hlýjustu heilla- óskír sínar í tilefni af því, að bannlögin öðlnst gildi. Arne FIalgjemu. Bindindismenn hér á landi munu og einhuga óska bindindishreifingunni í Nor- egi alls góðs gengis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.