Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 2
70 ÞJÓÐVIL.TINN. XXVI., 18.—19. En samkvæmt tillögum bandamannanna á tsland að aíhenda Dön- um, og- „innlimaÍS |>eim um aldur og æfi utanríkismál sín, og hermá l, og engar eru breytinga-tillögur þeirra þess eðlis, að fullveldi lands- ins sé borgnara, en þótt »sambandsl aga-uppkastið« væri samþykkt óbreytt. 0g þó bætist það hér ofan á, að i leyni-skjali, sem sagt er, að tveir menn úr hvorum flokknum hafi ritað undir, tjá allir sig fúsa til þess, að ganga enn lengra til samkomulags, — ef á þurfi að halda, og Danir fari að ygla sig(!) Frá einu miðlunar-atriði sinu ætla þeir þó hvergi að hopa, — en það fer í þá áttina, að hafa ráðherra í Kaupmannahöfn, er launaður sé af íslenzku fé, og leyft sé, að mega skyggnast inn danska í ríkisráðið. Undir leyni-skjalið kvað hafa skrifað: Björn Jónsson, Hannes Hafstein, Sig. Hjörleifsson og Jón Olafsson. Á undan kosningunum á síðastl. hausti lofuðu »heimastjórnarmennirnir« mjög hátíðlega, að hreifa eigi við sambandsmálinu, — unnu það þá sér til sigurs. Það loforð ætla þeir sér nú þegar að svikja. (lott er slíkum merkismönnum(!) að trúa(!) Að öðru leyti verður skýrt nánar frá máli þessu í næsta nr. »Þjóðv.«, — nú í vikulokin. Nú ríður á. að þjóðin sé vel vakandi. Verum nú allir samtaka, að kveða þegar ósómann niður! ast til sigurs, — fá kröfum vorum fram- gengt, eins og þær eru. Situr það og mjög í]la á mönnum, sem til sjálfstæðisflokksins hafa talizt, að vera að reyna að telja kjark úr þjóð- inni, og láta, sem hún sé — þreytt orðiu. Á hverju er að þreytast? Ekki ræðir um annað, en að hafa uppburði, eða einurð á því, að ympra á kröfum vorum öðru hvoru, unz þeim fæst fullnægt. Alþingi 1909 kom þeim, sem kunn- ugt er, í laga-búninginn, svo að ekki þarf það, að eyða neinum tíma frá þing- inu, er teljandi sé, að endurnýja þær öðru hvoru. Vér ætlum því, að það fari viðar, sem hér í höfuðstaðnum, að það verði eitthvað annað, en gleði, sem það vekur, að nokkrir menn úr sjálfstæðisflokknum skuli nú hafa ákveðið, að skorast undan merkjum. Sjálfsagt fer, sem í fregnmiða »I>jóðv.« segir, að tíðindin þykja: „Mikil og ill!“ III. Af breytingartillögunum við »upp- kastið«, sem prentaðar eru í þessu nr. blaðs vors, geta menn — haíi þeir »upp- kastið sjálft í höndum1) — kynnt sér það, að hverju þær stefna. Eins og fregnmiðinn ber með sér, eru það »heimastjórnarmennirnir«, sem hina hafa teymt með sér, — fengið þá til þess, að afneita öllum kröfum sjálf- stæðisstefnunnar, eða þá því sem næst. Að því er hermálin, og utanríkismálin snertir, verða þau — eins og í »uppkast- inu« — falin Dönum óuppsegjanlega, um aldur og æfi, og við öðrum agnúum, sem á »uppkastinu« voru, og »ísafold« hamaðist mest á móti, verður heldur eigi hróflað. Þó skal þess getið, að eptir tillögum ‘) „UppkaBtið*1 er prentað orðrétt í 23. nr. „Þjóðv.“ 1S08, og breytingartillögur minni blut- ans i fylgiblaði með 24. nr. „Þjóðv.“ s. k. »sambræðinganna« á að taka inn í »upp- kastið«: 1. ákvæði um það, að Island sé sjálf- stœtt riki, sem verður þó lýgi, sbr. hið fyrgreinda: nm hermál- in og utanríkismálin.5) 2. ákvæði þess efnis, að ekki megi reisa neina herkastala, né gera víggirtar hafnir, né skipa setuliði á íslandi, nema íslenzk stjórnar- völd samþykki, og er það í sam- ræmi við kröfur minni hlutans (Sk. Th.) í millilandanefndinni. 3. ákvæði um það, að ísl. ráðherra, búsettur í Kaupmannahöfn, og ábyrgð berandi fyrir alþingi, skuli gæta hagsmuna landsins, gagn- vart dönskum stjórnarvöldnm, að því er til sameiginlegu málanna kemur, og skuli hann eiga rétt til setu í ríkisráði Dana. Þetta munu nú taldar þær breyting- ar, sem mestur veigurinn er í — hitt allt hið óverulega. En að því er þenna tilvonandi Kaup- mannahafnar ráðherra þeirra snertir — og tilvonandi þó eigi, að því er vér vonum — þá má nærri geta, hve al- áhrifalaus maður það verður, innan um alla dönsku ráðherrana, og Islandi því að mestu, ef eigi öllu, eingöngu kostnað- arsamur bmagi. Ymislegt annað verður og alóbreytt, eins og í »uppkastinu« stendur, t. d. um landhelgina, og um jafnrétti þegnanna, þ. e. Dönum þá í sambandsmálinu tryggð- ur réttur, sem vér — eins og nú stend- ur — getur svipt þá, er vér viljum. Dómsforsetanum i hæstarétti einnig ætlað — eins og í »uppkastinu« — að skera úr, ef ágreiningur verður milli Dana og íslendinga um það, hvort mál sé sameiginlegt, eður eígi. Allt annað eptir þessu, — þ. e. sjálf- 2) Þar á meðal þá og um ísl. konsúla — sem nú er ísl. sérmál, eptir stöðulögunum —, og mjög mikils getur varðað landið, og verzl- unarsamninga við önnur lönd — sem nú má og skoða, sem ísl. sérmál, sbr. stöðulögin. stæðismennirnir(!), er hér um ræðir, tog- aðir, eða ginntir, til að ganga að »upp- kastinu« óbreyttu. Og svo finna blöðin ástæðu til þess, að fara um það fögrum orðum, hve gleðilegt það sé, að nú sé það »ættjarð- ar-ástin« ein, sem öllu hafi ráðið(!!). Að öðru leyti minnist »Þjóðv.« frek- ar á mál þetta síðar. T J I 1 ö xi d . —o— Þessi tíðindi hafa blaði voru ný skeð borizt frá útlöndum: Danmörk. Ameríski auðmaðurinn Andrew Carne- gie (fæddur í Skotlandi árið 1837), gaf Danmörku ný skeð 125 þús. dollara, til þess að stofna verðlaunasjóð, er beri nafn hans, og greiði þeim verðlaun, er öðrum fremur hafa skorað fram úr að hreysti, Sams konar sjóð gaf Carnegie Norð- mönnum og fyrir skömmu. f Aðfaranóttina 20. marz þ. á. and- aðist málarinn Jens Vige, tæpra 48 ára að aldri. Hann málaði héraða myndir, myndir af mönnum o. fl. Sameinaða gufuskipafélagið hólt ný- lega aðalfund sinn. Árið, sem leið (1911) hafði verið félag- inu hagkvæmt ár, — tekjurnar af 119 skipum fólagsins orðið alls brúttó 283 */4 millj. króna, en ái’sgróðinn numið 5 millj. 390 þús. Af ársgróðanum var 2 millj. 10 þús. varið, til að borga lán, en D/2 millj. lögð i varasjóð. 338 þús. gengu til stjórnar, og starfs- manna fólagsins, sem'hluti af ágóða («tan- tieme«), en hluthafar fengu 6°/0 af fé sínu. f 23 marz þ. á. andaðist Ferdínand Bauditz, blaðstjóri, 65 ára að aldri. Hann var um hríð riðinn við »Dag- bladet«, sem er hægrimannablað, en áður við háðblaðið »Punch«. Noregur. Aðfaranóttina 14. marz þ. á. brann stærsta síldarverksmiðjan í Noregi, »Nep- tun« að nafni og nam skaðinn hundruð- um þúsunda. Mikíll varð fögnuðurinn i Noregi, er það fréttist, að Amundsen hefði komizt alla leið til suðurpólsins. Yar i ráði, að stórþingið veitti honum 200 þús. króna heiðursgjöf, og 6 þús. króna árlega, sem prófessorslaun. Svíþjóð. Fóð, sem skotið var saman handa Aug. Strindberg, eins og nýlega var getið um í blaði voru, gaf hann allt fátækum, nema fé, sem honum barst frá leikhúsunum, er sýnt höfðu leikrit hans sjálfan hátíð- isdaginn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.