Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 5
XXVI., 18.- 19. ÞJOÐVILJIISN. 73 :*-- »ísafold« er að fárast yfir því í síðasta nr. sinu (24. apríl síðastl.), að vér — í fregnmiðanum, sem prentaður er hér að framan — kölluðum samkomu- lagið nýju bandamannanna: »innlimun- ar-verkið«. En vér höfðum í þessu efni engan lygnari fyrir oss, en »ísafold« sjálfa, sem mest og bezt hefir titlað »sambands- laga-uppkastið« á fyr greindan hátt, og farið um það ýmsum öðrum enn þá svæsnari orðum. Alveg er það og að ástæðulausu, er »Tsafold« bríxlar oss um ranghermi, enda treystist hún eigi, til að rökstyðja. þau ummæli sín á neinn hátt. En að því er snertir ummæli hennar, um »allar hinar mörgu raddir, er fagn- að liafi« samkomulaginu, þá á hún það enn eptir, að nefna nokkurn þeirra á nafn. Það er og alkunnugt bragð þeirra, er afla vilja sér fylgis, að láta þá hvað drýgindalegast yfir fylginu, er allra minnst kveður að þvi. Væntanlega blekkir það því engan. „Málsmetandi menn“ í faðmlögum. —o— Nú oru þá Heimastj.m. hsettir að heimts Björn gamla Jónsson settan á Iílepp. Aptur á móti er Björn sjálfur nú, með þeirra samþykki, *ð koma sér fyrir í öðrum, jafntryggum stað — hjá þeim sjálfum í „Landssjóðssamábyrgðinni11. Til. frekari trygging»r eiga líka allir nánustu vinir hans og vandamenn að verða honurn s»m- ferða þangað og ílendast þar, ef guð lofar. H.ætt er nú við því, að flestum þyki þessi vistaskipti fremur óeðlileg*) enda hafa málsaðiljar sjálfir gizkað á það. Ef þessi nýi brseðingur, sem kallaður er, ætti að þykja nokkurri skepnu ætur, hafa bæði frumefnin f bonum séð fram á það, að þau yrðu að gjöra einhverja grein fyrir efnasamsetningunni. Til þess að leiða menn í allan sannleika, hefir því Jón alfræðingur verið fenginn, og Einar skáldsagnahöfundur með hon- um til þess að taka af öll tvímæli. Það er líka sjáandi til þeirra, hvors í sinni grein í ísaf. og Rvikinni. Fljótt á litið »ru greinarnar svo líkar, að ætla mætti, að höfundarnir væru orðnir hvor öðrum persónulega innlimaðir og yrðu ekki að skildir. Það er auðséð, að lýsið og tólkin eru farin að renna æðimikið saman í pottinum. T. d. eru nú flokksmenn Jóns — og þá auðvitað aðallega hann j sjálfur — ekki lengur einir um það, að vera I „málsmetandi11, „merkustu" og „mætustu“ menn ! og „beztu kraptar þjóíarinnar11, heldur eru hinir nýju vinir hans orðnir það líka. Aðurhefirhann veitt þeim aðrar nafnbætur, en það sannast hér bókstaflega, að gleymt er þegar glaypt er. Samt mun varla logið nafni Jóns undir þá grein, þar sem hann er fjórum sinnum talinn með niálsmetandi mönnum. Og það vill líka til, að Einar „heldur“ enn þá og honum „finnst“ og hann „þykist“ mega „búast við því“ að það „ætti að mega eiga von á“ „að svo megi að orði kveða“, „að miklar líkur virðist til“, „að nærri höggvi fullri vissu um það“, „að úr samkomu- lagi geti orðið“, „eða því sem næst“. Þessir hamsar af aðal-einkennum þessara tveggja máls- metandi manna eru því óhráðnir enn þá. En ástæður þeirra fyrir samsteypunni eru nokkurn veginn hinar sömu. — Ein aðal-ástæðan er stýluð sem syndajátning hinna „málsmetandi“ af báðum flokkum. Jón fer nú ekki lengra en það, að játa, að hingað til hafi hann og fleiri *) nema auðvitað Ingólfi, sem Isafold kallar „málgagn einfeldninnar11, og sera enn helir slegist í förina. Málæði hans verður engu gegnt hér> þvi ómæt eru ómaga orð. barist í pólitíkinni „með öllu því ofstæki og öfgum, sem fjandskap fylgir11. En Einar sígur svo á með hægðinni, að hann flytur mönnnm þann gleðiboðskap, að nú (loksins!) sé hann og aðrir „málsmetandi11 „farnir að hugsa um þetta æsingalaust11 — „hugsa um það mað það eitt fyrir augum, hvað þjóðinni sé fyrjr beztu11. A tungu E. H. mundi þetta óneitanlega höggva nærri þvi, að bregða sjálfum sér um að hafa hugsað allt öðruvísi síðustu árin — með öðrum orðum að hregða sjálfum sér um landráð. Yér, sem ekki teljumst til hinna nýtilkomnu „máls- metandi manna11, getum auðvitað ekki skrifað undir þessa syndajátningu, og eigum jafnvel, þótt undarlegt megi virðast, hálfbágt með að trúa þessum áburði á þá. Það skyldi þá vera ef þeir vildu endurtaka það, — helzt segja oss það þrisvar. Onnur aðalástæðan, sem þeim ber saman um, er þetta skerandi eymdar- og sultarvæl eptir /riði, sem þeir þykjast hafa heyrt til þjóðarinn- ar. - út af uppkastinu rei» „pólitískur fjand- skapur með öllu því ofstæki og öfgum, sem fjandskap fylgir", eins og meistari Jón svo vel að orði kemst. Einar segir lika, að „svo megi að orði kveða, að öll þjóðin stynji undir deilun- um um þetta mál“. Þess œtti nú þó ekki að þurfa, nú orðið, því að þjóðin friðaði sig sjálf 1908, með því, að molda óburðinn hálfkaraðan, svo verklega, að Heimastj.m. urðu að lofa því, sem þeir eru nú vitanlega að svíkja, að vekja ekki þann draug upp að sinni. Og nú halda þossir „íslands dæmalausir stórspekingar11 að það, sem mestan ófrið vakti nýgotið, muni verða blótað til árs og friðar apturgengið! — Nei. Auðvitað vill þjóðin frið. Hún vill hafa frið fyrir þeim „málsmetandi11, frið fyrir vitlausum og gagnslausum samninga-umbrotum við Dani, og allri nýrri innlimun. Auk þessara tveggja reginnagla vitleysunnar sem standa þversum gegnum báðar greinarnar, úir auðvitað og grúir af smærri hortittum, sömu tegundar, og skal fátt eitt taiið. Von var að Einari væri „ánægja11 — „að 134 „Eptir viku, ímynda eg mér, að eg geti leyft yður, að fara út!u mœlti hariD. „En þér, Hetty!u mæiti hann, og leit 4 hjúkrunar- konuna. „Þér gerist fölari dag frá degi! Þór verðið og að njóta úti-loptsins!* Hann skrifaði nú ráðleggingu á blað, og réð hjúkr- unarkonunni ennfremur, að hressa sig í góða veðrÍDU samdægurs. „GaDgið nú yður til hressingar!“ mælti sjúkling- urinn, er læknirinn var farinn. „Læknirinn segir það satt, að þér verðið fölari með degi hverjum!* „Jeg byrja á því í fyrra-málið!“ „Nei! Gerið það í dag! Hver veit, hvernig veðr- ið verður á morgun?* Hetty lét þá loks undan, er hin gekk svo hart að. En leikkonan hafði nú og sínar ástæður til þess, því að jatnskjótt og Hetty var farin, tók hún aptur blað- ið, og leitaði þar, unz hún rakst aptur á auglýsinguna, sem var svo hljóðandi: „Kona öeorg’s Warner’s er beðin, að setj* sig i samband við G. M., sem býr að Camden Hill, *r. 19. G. M. þarf að gefa henni mikilsvarðandi upplýsingar!11 Frú Hading las auglýsinguna nokkrum sinnum. „G. M. G. M.!“ mælti hún í hálfum hljóðum. „Hver getur þessi G. M. verið? Jeg þekki engan, sem á þá upphafs- bókstafi í nafninu slnu! En svara verð eg þó!“ Með miklum erfiðismunum, og með töluverðum sárs- anka, beygði hún sig ofan að borðinu, sem stóð fyrir framan legubekkinD, sem hún sat í, náði sér í pappírs- lappa, og skrifaði síðan, með skjálfandi hendi: G. M. verður að biða í 8 daga; en f»r þá skeyti frá þeim, er bún spyr eptir11. 12T endurminningin frá fortíðinni, sem eg flyt með mér inn í framtiðina“. Bréfið var undirritað: „Anna Studly“. XXII. KAPÍTULI. Ungfrú Middleman dvaldi eigi lengi í Bonn, er Anna var farin, en hvarf aptur til Lundúna. Keypti hún sór lystihús í þeim hluta borgarinnar, er Westend er nefndur, og lifði þar, sem rikidæmi henn- ar var samboðið. Opt hugsaði hún um það: „Hvað orðið væri af önnu“, og vakti það beiskar endurminningar hjá henni. Hún var þó komin á þá skoðun, að Anna hefði að eins viljað sér vel, en gerði sér enga von um, að sjá hana nokkuru sinni aptur, þar sem engu var svarað, þó að hún auglýsti í blaðinu „Times“, eins og þær höfðu talað um í gamla daga. Einhverju sinni, seinni hluta dags, er hún ók í vagni sínum, fann hún, að vagnhjólin lyptust ögn upp, og heyrði um leið, að rekið var upp voðalegt vein. Hún stökk þegar út úr vagninum. „Hvað er orðið að?“ mælti hún. Gamall maður, fátæklega til fara, var dreginn fram undan vagninum. „Hefir hann slasast?u „Ekki hefir hann orðið fyrir limlestingum, en hann er hnígÍDn í ómegin!“ mælti einn þjónanna. „En það var ekki vagnstjóranum að kenna! Maðurinn kom slangr- andi yfir götuna, eins og hann væri drukkinn*.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.