Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.07.1913, Blaðsíða 2
112 í>j;oðviljinn: XXVII ,29.-30. Kosningiu því enn eigi gild, og því kosið í þriðja skiptið, og hlaut þá kosn- ingu: Dr. Valtý) með 12 atkv. Skrifarar í deildinni voru kosnir: síra Eggeit Pálsson 22 atkv. Jón sagnfr. Jónsson 11 — Hinn síðari, eptir að varpað hafði verið hlutskipti milli hans og Jóhannes- ar Jóhannessonar, er og hafði hlotið 11 atkv. C. Efri deild. Þar fóru kosningar á þessa leið: torseti: Stef. skólastj. Stefánsson 11 atkv. lyrri vara-forseti: Gudjón Gudlaugsson Annar vara-forseti: síra Einat Jónsson. Skrifarai deildarinnar voru kosnir: Steingr. Jónsson og síra fíjörn Þorláksson. Þá má enn geta þess, að á fundi sameinaðs alþingis, þingsetningardaginn, var einn maður kosinn til efri deildar (í þingsæti síra Jens neitins Pálssonar þar). Atkvæðin féllu þannig, að kosinn var Hákon Kristófersson (með 19 atkv.) Næstur honum hlaut Magnús Kr istjáns- son, þm. Akureyrar, 18 atkv. Þá var og kosin svo nef'nd Kjörhréfa- nefnd, þ. e. 5 manna nefnd, er ætlað er, að rannsaka kjörbréf, er síðar kunna fram að koma á þinginu (sbr. ef þingmaður deyr, eða afsalar sér þingmennsku, eða missir kjörgengi, svo að kosið er að nýju). , I nefndina voru kosnir: fíjörn Þorláks- son, Gudjón Gudlaugsson, Jóli. Jóhannes- son, Kr. Jónsson, og Ólafur fíriem. Nýtt ófriðarbál á Balkanskaganum. Nýtt ófriðarbál er nú nýlega blossað upp á Balkanskaganum. I-að er ágreiningurinn um skiptinguna á herfanginu — þ. e. landskikunum, er sambandsþjóðirnar náðu frá Tyrkjum—, sem nýja ófriðnum veldui. Agreiningurinn eigi hvað sízt um vesturhluta Makedoníu, er báðir vilja hreppa, Búlgarar og Serbir, — sem og um borgina Saloniki o. fi. Magnaðist ágreiningurinn svo dag frá degi, að þar kom að lokum, að Biilgarar réðu á Serbi, »g (Irikki, fyrirvara- laust, og urðu harðar orustur í grennd við borgina Yskup, að því er segir i símskeyti frá Kaupmannahöfn 1. júlí þ. á. Síðari fregnir skýra og frá mannskœd- urn orustum, og ad fíúlgarar hafi ftemur farid halloka i vopna viðskiptunum. Mælt er, að Nicolaj, Kússa keisari, hati viljað stilta til friðar, áður en ófriðurinn bófst, og að ágreiningsmálin væru lögð í sína gerð, en því hafa Búlgarar eigi viljað sirma. „F’íina-ta.kaxi". Gjöf reykvíkskra kvenna til Alþing-is. Þingið gerir sér vanvirðu. Marga hefir að undanförnu hneixlad það, að danski f'áninn skuli æ hafa verið látinn blakta á alþingishúsinu, er þing- fundir voru þar haldnir. „Fána-takan“, 12. júní síðastl., sbr. I 24. nr. blaðs vors þ. á., olli því þá og, [ að ýmsar konur i Reykjavík, er eigi hafa síður fundið til þess, en aðrir, ad sjá œ danska fánann blaktandi á alþingis- húsinu, sem fyr segir, tóku sig þá og til, eptir atburðina 12. júní þ. á., og létu búa til all-mikla veifu, í litum lands vors, þ. e. bláa, með ísaumuðu orðinu „Alþingi", með hvítum stöfum. Veifu þessa ásettu þær sór að gefa Alþingi, svo að hún yrði dregin á stöng alþineishússins, er fundir væru haldnir, eða þingið vildi að öðru leyti sýna ein- hverja viðhöfn. Kusu þær síðan fjórar konur úr sínum hóp (þ. e. kvennaskólaforstöðukonu Ingi- björgu H. fíjarnason, ungfrú lngu Láru Lái usdóttur og frúrnar títeinunni fíjarna- son og 'Iheódóru Ihoroddsen), til þess að koma gjöfinni á framfæri, og létu séi þá eigi hvad sizt annt urn, að veifan væri komin í hendur Alþingis svo timanlega, að notuð gæti orðið sjálfan þingsetning- ardaginn, 1. júlí þ. á. En þegar til afhendingarinnar kom, þá fór málið nií þegar að vandast, þar sem bæði forseti sameinaðs Alþingis (hr. Jón Magnússon) og hr. Jón Ólafsson, er á síðasta þingi hafði kjörinn verið forseti neðri deildar milli þinga, mæltust mjög eindregid undan því, að taka á sig þann vanda, að veita veifunni móttöku(!!) „Dannebrog“ blakti þvi enn að vanda á alþingishúsinu við þingsetninguna, þ. e. 1. júlí þ. á. En bréfið, sem konurnar rituðu Al- þingi, og létu fylgja gjöfinni, er svo hljóð- andi: Undirritaðar konur leyfura oss, í nafni fjöl- raargra kvenna hér í bænum, og nágrenn- inu, að biðja hið háa Alþiugi, að þiggja með- fylgjandi veifu, með nafni Alþingis, i litum lands vors, og mundi það gleðja oss mjög, ef Alþingi vildi sýna oss þann sóma, að nota ve'funa á flaggstöng sinni. Reykjavík þ. 30. júní 19f3 Virðingarfyllst Sigríður tíjörnsdóttir Björg £>. Guðmundsdóttir Ingibjörg H. Bjarnason Ingileif Snæbjarnardóttir Inga Lára Lárusdóttir Guðrún Pétursdóttir Steinun H. Bjarnason Guðlaug Magnusdóttir Jóhanna Kr. Bjarnason Blísabet Sveinsdóttir Borghildur Björnsson Sigþrúður Guðmundsdóttir Anna Jensson Theódóra Thoioddsen Margrét Zoéga Til forseta sameinaðs Alþingis 1913/1913. Konurnar urðu því, sem fyr segir — þar sem gömlu forsetarnir reyndust eigi meiri hetjur, en greint var — að bíða þess, að alþingissetningunni 1. júli þ. á. væri lokið, og nýír þingforsetar kosnir. Tókst þeim þá og loks, að ná fundi ný kosnu þingforsetanna 1. júlí þ. á. síð- degis, og afhenda gjöfina. En ekki var máliriu lokið, þó að svona langt væri komið, því að eigi vildu nýju forsetarnir taka á sig þá ábyrgðina, að draga hana á stöng alþingishússins, fyr en leitað hefði verið áliis þingmanna á privat-þingfundi. A hinn bóginn var danski fáninn þó ekki dreginn á stöng alþingishússins, þótt þingfundir væru haldnir 2. og 3. júlí þ. á., en flaggstöngin þá látin vera — al~ fánalaus. Loks var svo — í neðri deildar saln- um — haldinn privat-fundur þingmanna, 3. júlí þ. á., og munu þar hafa mætt allir — eða þá nær allir — nema Ben. Sveinsson (þm. Norður-Þingeyinga), sem var forfallaður. A fundi þessum, er forseti sameinaðs þings (hr. Jón Magnússon) stýrði, var skýrt frá gjöf reykvíksku kvennanna, og bar hr. Lárus H. Bjarnason þar síðan fram svo látandi tillögu: „í’undurinn tekur, með þökkum. við gjöfinni, og ákveður, að nota veifuna fram- vegis, er þingfundir eru haldnir11. Um tillögu þessa urðu síðan eigi all- litlar umræður, og sérstaklega þótti ráð- herranum (hr. H. Hafstein) alls engin ástæða til þess, að breyta frá þvi, að nota „Dannebrog“, sem venja hefði verið. Taldi hann það eig'i vænlegt til sam- komulags við Dani, að þingið færi nú að „demonstrera“ þannig, — kvaðst og eigi trúa því um þingmenn, væri þeim það, sem látið væri, alvara, að vilja mikið, ef eigi allt til vmna, til að ná samkomu- lagi við Dani um sambandsmálið. Frændi hans (hr. Júl. Havsteen) mátti eigi heyra það nefnt, að veifan væri not- i uð, og sérstaklega hneixluðu hann orðin: | „með þökkum“(!) Dr. Valtýr vildi, að frestað væri allri í ályktun um inálið, unz heyrt, væri svar I dönsku stjórnarinnar, að því er „fána- I töku“ danska varðskips-yfirforingjans snerti. Sig. Eggerz taldi réttast, að draga hvorki fána, né veifu, á stöng, þótt fundir væru haldnir, og i sama strenginn tók Steingr. sýslumaður o. fl., — töldu það æ alhljóðbært í bænum, hvenær t'undir væru haldnir. .Jón Ólafsson fann það helzt að veif- | unni, að hún væri svo löng, að hún j myndi vefjast utan um flaggstöngina, eða j hanga niður, ef eigi væri því meiri stormur. Sk. I h. kvað úr því mega bæta, og ; bar upp þá viðauka-tillögu við aðal-til- ' löguna: „eða aðra rainni (veifu), er sörau gerð. ojr áletran, beri“. Aðal-tillöguna, með viðaukanum, er nú var getið, studdu, auk L. II. Bj., aðal- lega fíjarni frá Vogi, Sk. Th., og að nokkru og .Jósep Björnsson, en á hinn bóginn leyndi það sér þó eigi á ræðu- höldum annara, að þeir voru þó allur fjöldinn, er alls eigi vildu styggja Dani, eða „demonstreræ11 (þ. e sýna uppþots- anda, eða pvílíkt), eins og ráðherrann komst að orði. Við atkvæðagreiðsluna var tillaga dr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.