Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.07.1913, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.07.1913, Blaðsíða 6
124 Þ.TOÐVILJJNN. XXVII, 31.-32. Prestakallið veitist frá fardögum 1913. Um- sóknarfrestur er til 18. ágúst þ. á. „Reykjavíkin“. Hr. Björn Pálsson, er gegnt bafði ritstjóra- tórfunum, hvað blaðið „Reykjavik“ snertir. lét af því starfi eigi alls fyrir löngu, og tók cand. jur. Kr. Linnet þá við ritstjórninni. Pólitisku birgðirnar virðist blaðið þó enn fá frá hr. Jóui Ólafssyni alþm., sem að undan förnu. Stúlka drukknar í Fnjóská. 29. júní þ. á. tókst svo slysalega til, að kvenn- maður frá Veigastöðum, Sesselja Halldórsdóttir að naini, drukknaði í Fnjóská. Stúlkan var ein á ferð, og hefur losnað við hestinn i ánni. Verksmiðju-íyrirtæki í vændum. Ensk blöð geta þess, að brezkt auðféiag: „The Nitrogen Products and Carbide Company“ ráð- geri, að kaupa Dettifoss, er talinn sé hafa 410 þús. hesta-öfl, og ætii þá, að reisa rerksmiðjur, þar í grenndinni, og framleiða áburðar- og sprengi- efni. Félag þetta hefur að undan förnu að mestu haft starfsvið sitt i Suður Ameriku (i Peru, og í Chilí), en krað og hafa keypt fossa í Noregi, og látið reisa þar verksmiðju. Nú er eptir að vita, hvort nokkuð verður úr þessu fyrirhugaða fyrirtæki þess héi á landi. óveitt prestakall. Bestþing í Borgarljarðnrpró/astsdœmi. Hvanneyrar- og Bæajrsóknir, og er samein- ing verður á komið, lika Lundar- og Fitjasóknir. Heimatekjur: 1. Eptirgjald eptir prestssetrið Hest kr. 150,00 2. Arður af laxveiði i Grimsá . . — 200,00 3. Prestsmata....................— 192,00 Samtals kr. 542,00 Lán htílir á prestakallinu til íbúðarhúsbygg- ingar tekið 1901, og þá 3000 kr., sem áraxtast og alborgast með G°/0 í 28 ár. Prestakallið veitist frá fardögöm 1914. Um- sóknarfrestur er til 18. ágúst þ. á. Slysí'arir. Maður hrapar- og bíður bana. 12. þ. m. (júlí) tókst svo óheppilega til, að maður nokkur Þorkell Hreinsson að nafni, tré- smiður, er átti heima í Lindargötu nr. 34 hér i bænum (Rvík), hrapaði, úr 5 álna hæð, eða þar um, við smíði á nýju frystihúsi, sem Sláturfélag- ið er að láta reisa. Meiddist hann svo stórkostlega, að hann and- aðist aðfara nóttina 14. þ. m. (júli). Hann lætur eptir sig ekkju, Elinu Magnús- dóttur að nafni. Jarðarför hans fór fram 21. þ. m. Mannalát. —O— t Síra Benedikt Eyjólfsson í Bjarnanesi. Látinn er — eigi alls fyrir löngu — síra tíenedikt Eyjólfkson, prestur að Bjarna- nesi í Hornafirði í Austur-Skaptafells- sýslu. Hann var fæddur að Stuðlum í Reyð- arfirði í Suður-Múlasýslu 1. nóv. 1863, og voru foreldrar hans: Eyjólfur bóndiÞor- steinsson og Guðrún Jónsdóttir, er þá bjuggu að Stuðlum. Stúdentsprófi lauk bann í lærða skól- anum í Reykjavík ánð 1887, og tveim árum síðar guðfræðisprófi á prestaskól- anum. Árið 1890 vígðist hann til Berufjarðar, en fékk veitingu fyrir Bjarnanesi árið 1906. Síra Benedikt hafði legið all-lengi, áður en hann andaðist. 9. júní þ. á. andaðist enn fremur í IsafjarÖarkaupstað unglingspilturinn tíjörn Þóutarson, tæplega tvítugur. Hann var soiiur Þórðar skósmiðs Ás- geirssonar á ísafirði. Björn heitinn hafði legið veikur hátt á þriðja mánuð, áður en hann andaðíst. f I öndverðum júnímánuði þ. á. and- aðist Einai hreppstjóri Hálfdánarson á Hvítanesi í Ögurhreppi í Norður-ísafjarð- arsýslu bróðir Helga heitins Hálfdánar- sonar lectors. Helztu æfi-atriða Einars sáluga Hálf- dánarsonar verður getið í blaði voru, áður en langt um líður. 4. júní þ. á. andaðist að Króksfjarðar- nesi í íteykhólasveit í Barðastrandarsýslu húsfrú Þuiídur Gudrún Runólfsdóttir. Hún var kona Ólafs hreppstjóra Egg- ertssonar, og bjuggu þau hjónin áður lengi að Valshamri. Látin er og 11. júní þ. á. prestsekkj- an Vaígerdu) Jónsdóttir. . Hún var ekkja síra Brands heitins Tómassonar, og dvaldi síðast að Kolla- fjarðarnesi, hjá syni sínum, og andaðist þar. Nýlega andaðist í Akureyrarkaupstað tíaldinn Jónsson, *r áður bjó að Bakka í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýsiu. Hann var 66 ára að aldri, og dvaldi síðast á Akureyri, hjá Zóphoniasi, syni sínum. Baldvin sálugi var jarðaður að Tjörn í Svarfaðardal, — mun hafa kosið sér legstað þar, með því að kona hans hafði verið þar jörðuð. Reykjavík. —o— 22. júlí 1913. Tíðin hlj’inda lítil, og fremur kalsar í veðri, enda og rigninga-suddi æ annað veiíið. Trúlofuð eru ný skeð hér í bænum ungfrú Katrín Norðmann, og Einar Indriðason, revisors Einarssonar. Blaðið færir ungu bjóna-efnunum beztu heilla- ósk sína. ý 9. þ. m. andaðist hér í bænum Guðm. Á- mundason, bróðir Ólafs kaupmanns Amundason- ar, og þeirra systkina. Hann var 69 ára að aldri, og hafði éður ver- ið bóndi að Urriðafossi. Guðm. sélugi lætur eptir sig konu og börn. Jarðarför hans fór fram hér i bænum 17. þ. m. Almennur fundur var haldinn í Bárubúðinni hér í bænum að jkvöldi 12. þ. m., til þess að ræða um vænlegustu ráðin, til að efla heimilis- iðnaðinn hér á landi. Hr. Matthías fornmenjavörður Þórðarson hóf umræðurnar um málið á fundinum. Tvö þýzk skemmtiferðamannaskip — „Gross- er Kurfurst" frá Bremen, og „Victoria Luise“ frá Hamborg — komu hingað ný skeð, hið fyrrsv aðfaranóttina 12. þ. m., og hið siðar nefnda dag- inn eptir. Með skipum þessum, sem bæði voru hér og á ferðinni í iyrra, var mesti sægur ferðamanna. Skipherrarnir buðu alþingismönnum út á skip- in 13 þ. m., — sem og bæjarbúum eigi all- fáum. „Botnía kom hingað, norðan og vestan um, land, 11. þ. m. Með skipinu var eigi all-fátt farþegia, þar á meðal Vestur-Islendingarnir: Jón Vopni —tvö bcrn hans, og systir — og Jón Stefánsson, spítalalæknir í Winnipeg. Ennfremur Herman Thanning, formaður guð- spekifélagsins í Danmörku, er flutt hafði fyrir- lestur á hingað-leiðinni, á Akureyri. Frá Bolungarvíkurverzlunarstað kom sira Pálli Sigurðsson, Pétur kaupmaður Oddsson, og J. Sigríður, dóttir hans, Sig. Sigurðsson, frá Yrti-- búðum o. fl. Hr. Herman Thanning sem getið er hér a5’ framan, flutti fyrirlestur í Bárubúð hér í bæn- um, um guðspekileg efni (,,theosofi“), að kvöldi, 14. þ. m. ý Dáinn er ný skeð (9. þ. m.) hér i bænuux: Asgeir sonur Asgeirs konsúis Sigurðssonar, — piltur á seytjánda árinu. Hann hafði gengið í almenna menntaskólann, um bríð, en orðið að hætta námi, veikinda vegna, og var bana-meinið hjartasjúkdómur. Jrrðarför hans fór fram 16. þ. m. — Sira. Kristinn Danielsson á Útskálum bélt húskveð- juna, en síra Jóhann Þorkelsson likræðuna f; dómkirkjunni. 12. þ. m. giptust hér í bænum — vorugefini saman í borgaralegt hjónaband —: Friðrikka Valdimarsdóttir og Pétur læknir Thoroddsen. Blaöið færir ungu hjónunum beztu heillaósk- ir sínar. Hr. Karl Kuchler, er ritað hefur ýmislegt unrn islenzkar bókmenntir, hefur dvalið hér um kril, ásamt dóttur sinni, Magdalene að nafni, sem er 18 ára að aldri. Leitt er það, er útlendir ferðamenn, er heim— sækja oss, hitta á jafn kalt sumar, sem nú hef- ur verið hér syðra. Ekki er það og síður leitt, vegna Vestur-ís- lendinganna, er heimsótt hafa gamlar slóðir í, sumar. „Botnía“ lagði af stað héðan til útlanda aðls kvöldi 15. þ. m. Með skipinu fór fjöldi farþegja, þar ámeðal: Emíl Scbou, bankastjóri, og fjölskylda hans, og- er hann nú alfarinn héðan, — hefur og verið heilsutæpur um hrið, *g ráðgprði að leggjast utn. tíma inn á berklaveikishæli erlendis. Ennfremur: Síra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur, og frú hans, er ætluðu að bregða sér til Danmerkur, oa Svíþjóðar, og jafnvel ti 1,. Þýzkalands. Þá sigidi ogmeð „Botníu“ hr. Courmont, frakkn- eski háskólakennarinn, sem hér hefur dvalið tvo . undan farna vetur, og er það þriggja ára her-- varnarskyldn, sem að honum kallar. Þá fóru og með skipinu Vestur-íslendingarn- ir: J. Vopni, og börn hans tvö (Jón og Amora), sem og Kristbjörg, systir hans, — enn fremur bræðurnir Sveinn og Th. Thorvaldsson frá Winni- peg o. fl. 15. þ. m. voru hér í dómkirkjunni gefin sam- an í hjónaband: ungfrú Áslaug Agústsdóttir, heitins factors Benediktssonar á ísafirði, og síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur. Sigldu síðan samdægurs með „Botniu" eina og getið er hér að framan. Sænskur blaðamaður Lars Larson að nafni,. kom hingað með „Botnfu“ síðast, og ætlar að- dvelja hér til 2. ág. þ. á., að því er segir i' „ísafold".

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.