Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN 52. tbl. Reykjavík 31. október 1913. I XXVll. árg. Ný bók. Mna) Hjörleifsson: Fráýmsumhliðum, sögur. 156 bh. 8*o Kostnaðarin.: Sig. Kristjánsson. ítvík 1913. í þessu kveri eru 5 smásögur. — A vegamótum heitir fyrsta sagan. Hún þyk- ir mér einna bragðdaufust, og er þar þó vel lýst þreytu og sárindum manns, iem einu smni hafði viljað vel og ætlað sér mikið, meðan hann var ungur og ódrep- inn, en þótt síðan minna gaman að guð- spjöllum sannlsikans, þegar of mikill varð í þeim bardaginn. En konan hans er ekki hrædd við bardagann, ogþolirekki að hann sé það heldur, og skáldið er að sýna mönnum málið „frá báðum hliðum", þ. e. beggja þeirra hjóna. Næsta sagan er Marjas, og er þar ólíku saman að jafna. Jeg hafði lesið þá sögu áður, og fundist til um, og enn þykir mér hún bezt af þessum segum. Það er þessi sívakandi góðmennsku-glettni söguritarans, við sjálfan sig, strák-kett- hnginn, sem þá var á milli vita, oghitt fólkið reyndar líka, sem verpur á söguna svo lystilegum blæ. Og svo er hún svo sennileg og eðlileg, sem mesi má verða. Það þekkja allir, sem alist hafa upp í sveit. Það er snilld, að gjöra lesendum samband heimilisfólksins innbyrðis svo ljóst, sem þar er gjört, eingöngu af frásögn og at- hugunum krakkans. En alvarlogur og „fílósófiskur" eptirmáli við söguna er dá- litið hjáleitur, þótt það kunni að vera vel athugað, sem þar er sagt. Þriðja sagan, VistasMpti, hefir líka birzt áður og er lika ágæt. Hún er ekki jafn spilandi skemmtileg og hin, en hún lýsir jafn glöggum skilningi á afstöðu einstæðings-drengsins og annara sögu- manna. Það þekkist, þetta fólk: Þórð- ur gamli, sem er góður, þótt hann sé agalegur; Jón, sem er góður, þegar hann er fullur; Ragnhildur, bam allt af er góð og Þorgerður, sem er það þegar hún má til og meðan það er til nokkurs. Aptur á móti er Anderson nýr og ferskur, en um hann er 4. sagan. Hann er fæddur íslendingur, en hefir hrakist til Vesturheims, ódrengilega leikinn af frænda sínum einum. Kemur svo aptur tvíelleftur, eða vel það, veraldarvanur og vikingslegur, málugur og orðvíss. Hann boðar nýjan sið og hegnir fynr gamlar syndir, hefir endaskipti á öllu og tekur ekki einungis frá frænda sínum konu- efni hans og mannaforráð, heldur og vit ©g vilja, eða því sem næst. Þessi saga er dálítið frábrugðin flestu öðru, er E. V&tryggið eigur yðar (hiis*, hásgögn, vörur o. fl.) tyrir eldsvoða i tornnabótafélaginn „Greneral", stoínsett 1885, Aðal-umboðsmaður f^-rir Island: Sig". Thoroddsen adjunlit. Umboðsmaður fyrir Norð- ur-ísafjarðarísýslu er Jón llróbjartsson verzlunar- stjóri. Dnglegur umboðs- maður ósliast tyrir Vestur- Isaf jarÖarsýsln. H. hefir skrifað. Það er svo mikið kast á henni. En hún er euki verri fyrir það. Þar mættu fleiri á eptir fara, þannig, að ekki blési nema lir einni átt, og henni •terkri. í siðustu sögunni er líka meiri krapt- úr, en hinum fyrri, þótt litil sé. Það er eins og höf. sé að sækja sig að því leyti, og er það vel. Smásögurnar eru löngum það, sem honum lætur bezt, og þessar eru góðar, þótt þær séu „frá ýmsum hliðum". A. B. í rússneska þmginu („dumunni", sem svo er nefnd) gerðist það ný skeð. að hægrimaðurinn Markoto minnti ráðherr- ana á það, að í sjötta boðorðinu stæði: „M skalt ekki stela!" Af þessu fírrtust ráðherrarnir svo mjög, að þeir komu sér saman um það, að mæta eigi á þingfundum, fyr en orðin hefðu verið afsökuð, og lofað hefði verið, að líkt skyldi eigi koma fyrir aptur. Líklega hefir þá og orðið, sem þeir óskuðu. Enda þótt Þjóðverjar ykju að mun útgjöldin til landhersins og til flotans á rikisþinginu siðasta, heyrast þó þegar ýmsar raddir i þá áttina, að þörf sé enn bráðlega eigi all-litillar viðbótar. Ný vopn þurfi handa stórskotaliðinu, °S útgjöldin til herskipastóls verði og enn að auka. Yfirleitt virðist brjálsemin einatt verða að því skapinu meiri, sem meira fé er . ausið í hernaðarhítina, — þ. e. fundið þá upp æ nýtt og nýtt, og öllum þá oin- att skylt talið, að „vera svo góðir" og „þjóðræknir", að ekki sé horft í neitt. Úr stjórnarskrár-umræðunuiu 1913. (K*fli úr þingrneðu Sk. Th.) „Umbóta-verur". (þ. e. i tyennBkonar akilniniei.) .... „Það, sem fyrir mönnum vakir, ad þvi er til skipunar efii deildar kemur, það er það, að menu vilja skapa þar eins konar íhalds-afl, gegn neðri deild, og ýmsum þykir, sem í frumvarpinu sé að mun of skammt farið í íhaldsáttina. En hv.iða rétt á þá ihaldiö á sér í politik? Hver madur ei sro gerdur, ad hann getur eigi annað, en kennt leiða. eda kvalar, er honum mætir eitthvað það, sem illt ei, eda Ijótt, í garð sjálfs hans, eða annara. Leiðinn, sársaukinn, kvölin, óánægjan — eða hvað, sem menn nú kalla það —, sem honum þannig vaknar, á þá að vera honum — og getur og eigi annað, en verið honum — hvöt til þess, ad htinda þvi brott, eða fá þvi kippt í annað, og betra, eða réttara horf sem leiðanum, kvölinni, eða óánægjunni, olli. Með öðrum orðum: Hver at' oss er svo gerður, eda skapaOur, að hann ber það æ í sér, að honum er ætlað, að vera umbótavera, — þ. e. ætlað, að kippa þvi * rétt horf sem rangt er, ó- heppilegt, eða ófullkomið, eins og hann og sí og œ á ad reia sjálfan sig, eigi síður, „reformerandi" (þ. e. umbætandi, — betrandi.) Benda má þá og á það, hver hætta það er einatt, sé eigi bœtt úi þvi edaþvi dstandi, sem rangt er, — hætta oss öll- um, og þá æ þvi fremur, er óánægjar er vöknuð, og það þótt að eins væri um kvöl, eða óánægju, eins manns að ræða, þar sem vér allii beium þad i oss, að vér eigum hvorki, að gera það, sem rangt er, né heldur láta það við gang- ast .... Þetta tvent, hið siðast greinda, vei"ð- ur þá og einatt, að marka ihaldinu í pólitík takmörkin. Allir vitum vér og, og finuum, að eigi ber oss, ad fresta þvi, sem gott er, hvad þá ad hindra þad, — né þá, að fresta eða hindra, að því sé breytt í rétt horf, sem rangt er . . . ." Fulltrúadeildin í frakkneska þinginu samþykkti ný skeð að heimta skyldi æ árlega auka-nefskatt af „piparsveinum", sem þrítugir eru, eða eldri, þ. e. láta þá borga 20°/0 bærri skattgjöld en aðra. A sama — eða þá svipuðu — vakti ritstjóri blaðs þessa (Sk. Th.) máls ífjár- laga-umræðunum á þinginu ný afstaðna (1913), og getur blað vort þess eftilvill síðar nánar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.