Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1913, Blaðsíða 3
XXVII., 56. ÞJOÐVILJINN, 211 síðsm er 7Guðlaugur''heitinnJ3Guðmundsson téll Irá. "2. Einargprófessor Arnórsson'Tog 8. Páll borgarstjóri Einarsson. Eitthvað hefur kvisazt, um undirskriptajsöfn. un, i ’Eyjafjarðarsýslu, og á Akureyri, þ. e. til «tuðnings hinum fyrst greinda. Frá Keflvikingam. (Steinkirkja i vændum í Keflavík) Nokkru fyrir aldamóttin síðustu höfðu Kefl- víkingar, þ. e. íbúarnir í Ksflavíkurverzlunar- *tað i Gullbringusýslu, safnað eigi all-litlu fé, til að reisa kirkju þar i verzlurarstaðnum, og var >á enda svo langt komið áleiðis, að reist ihafði verið þar timburkirkja, og smíði hennar ail-vel á veg komið, en þá gerði afskapa-rok, er eyðilagðí allt verið, — feykti kirkjnni um koll, og viðunum i ýmsar áttir. Óhapp þetta kippti að mun úr áhaga manna i bili. en uú er i ráði, að reist verði vegleg, og vönduð, steinkirkja í Keflavík, og gert ráð fyrir, að hún kosti alis 12 þús. króna. Hr. Olavsen, sem er eigandi aðal-verzlunar- ipnar í Keflavík, leggur iram helminginn, þ. e. þús, króna, til kirkjubyggingarinnar og hefur ■enda heit:ð þvi, að leggja mun meira fé fram, «f sú verði n.unin á, að kirkjan kosti meira, en tólf þús. krónur. ÍTr sýslunum austan íjalls. Meðal-heyafla — segir blaðið „Suðurland11 — i uppsveitunum austan Hellisheiðar siðastl. sum- ar, en heyfeoginn minni í lágsveitunum. Á hinn bóginn nýttust heyin að mun betur i lágsveitunum, en í uppsveitunum. Garð-uppskera varð almennt í lakara meðal- iagi, ekki sízt hvað jarðeplin snerti, nema í görð- um, þar sem jörðin er sendiu. Miklu fleira fé segir blaðið nú selt uafa verið austan fjalls, en í fyrra. Stafar það eigi að eins af því, að heyfengur- inn, er nú minni, en þá, heldur og af því, hve verðið er nú hátt, og féð vænna, en almennt gérist, enda í fyrra í minna lagi lógað, vegna mikils neyfengs, er þá var. Barnaveikin, — hettusóttin. Hvorttveggja hefur nú ný skeð stungið sér ■niður i höfuðstað vorum. Barnaveikin þó víðast fremur væg, þar sem hepnar enn hefur vart orðið. En báðar geta tekið af gamanið. og því ósk- andi, að eigi breiðist þær út. Um Vestur-lslendinga- byggðirnar í Ameríku ætlar síra Friðrik Friðriksson að verða á ferða- lagi í vetur. Hann sigldi nú ný skeð til útlanda, — brá sér til Englands (15. nóv. þ. á.), með islenzka botnverpinginum „Eggert Ólafssyni11, og fer síðan þaðan til Vesturheims. Ferðiu í því skyni gjör, að leiðbeina mönum þar vestra, að því er snertir „kristileg ungmenna- félögu, stofunn þeirra, starfsemi o. fl. í)r verstöðunum austan Héllisheidar. Lítið þar um aflabrögðin í haust. — Róið þó frá Stokkseyri 6. nóv. síðastl., og fengust þar aá 12 í hlut af smá-seiðum, og fáeinar fsur, og löng- ur, að því er segir í „Suðurlandi11. Ung stúlka fyrirfer sér. >(Kastar sór, i æði, út uni glngga) 17. nóv. þ. á. um kl. 2. e. h., tókst svo sorg- •lega til, að ung stúlka, er átti heirna i svo nefndu BaldurshÚBÍ, í Bergstaðastrætinu f Reykjavik, /kastaði sér — í vitörrings kvala-æði — út um glugga, á þriðja lopti í húsinu, og datt ofan á götuna, og heið nokkru sfðar bana af byltunni. Stúlka þessi hét Dýrleif Guðmundsdóttir, og ■vrr sonar-dóttir síra Gaðmundar heitins Bjarna- sonar, er síðast var prestur að Borg, í Mýrasýslu, en áður að Melum í Leirársveit í Borgarfjarðar- ;sýslu. „Skandia mótorínn“ (Lysekils mótorinn) er af vélfróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum. „SKANDIA“ er endingarbeztur allra mótoraj og henr gengið daglega í meira en 10 ár án viðgerða „SKAND1A“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri olíu, án vatnsinnsprautunar, tekur lítið pláss og hrisstir ekki bátinn. „SKANDIA“ drífur bezt og gefur allt að 50"/,, yfirkrapt. Biðjið um hinn nýja, stóra íslenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0GSSON.*, Kebenhavn, K. tiinn heimstrægi, eini ekta Kína-lífs-elexír trá Waídemar Petersen í Kaupmannahötn, fæst hvarvetna á islandi og kostar að eins 2 kr. tlaskan. Yarið yður á eptirlíkingum. öætið vel að lögverndunarvörumerkinu: Kín- verja með glas í hendi og firmamerkinu: Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn og á stútnum merkið: í grænu lakki. Meðan er stúlk* þessi var enn barnaðaldri, ^ hafði hún — þá að eins 18 ára — fengið berkla- veikina, og eptir það, er henni batnaði veikin, eptir nær tveggja ára lækninga tilraunir, gerðist hún þunglynd, og kenndi æ öðru hvoru kvala- | kasta, svo að við æði lá. j Hún hafði því — og það á beztu árum lífsisn, er mörgurn reynast —verið eitt af mæðn-stráum lffsins, og því sizt að furða, þó að sú hugsunin hafi þá og gripið hana æ annað veifið, að bezt. væri, að losna við lífið. I Reykjavík dvaldi hún hjá systur sinni, hús- frú Guðrúnu Guðmundsdóttur, i Be.rgstaðastræti, sem gipt er Magnúsi Sæmundssvni, söðlasmið. Hafði hún þar herbergi sér, á þriðja lopti í I húsinu, og hafði hún hlaupið þangað, og iokað að sér, hálf-tíma áður, en atburðurinn, er fyr getur, varð. Heyrðist sfðan, að brotin var rúða f herberg- inu, og á sama ugabragði sást hún hendast ofan á götuna, og falið þvf fimmtán álnir, eða þar um. Var svo að sjá i fyrstu, sem «igi hafði hún meiðzt að mun, nema hvað sár var á höfðinu, og læknirinn taldi hana viðbeinsbrotna. Á hinn bóginn hafði hún þó, er betur var að gætt, hlotið svo mikil innvortis meiðsli. að hún vur örend, áður en tveir kl. timar voru liðnir, eða þá þar um. Bfaðið „Vísir“ segir hana hafa verið skap-ílla, er læknirinn innti eptir liðan hennar, en gleym- ir þá, að geta þess — sem réttast hefði þó verið —, að af veikuin á eigi að ættlast til nein Það er kvölin, sem þeim leggur orðin í munn- inn, án þess við fái ráðið. Dýrleif heitin var eigi hálf-þrítug, að eins frekra 24 ára, er hún andaðist. ! Iðnskólinn á Akureyri. Iðnskólinn á Akureyri hófst að þessu sinni 20. okt. þ. á. Nemendur þar alls: freklega fimmtiu, Það er meiri nemanda-fjöldi, en verið hefur á iðnskólanum á Akureyri nokkru sinni fyr. Sildar-aflinn 1913. Samkvæmt skýrslu norska konsúlsins á Akur- eyri, sem birt var í blaðinu „Norðurland11 mjög ný skeð, telur hann: 1. Saltað hafa verið í ár nyrðra til, útflutnings alls . ........... 198,090 tn. 2. Kevpt af síldarbræðsluverksmiðj- unum alls . . . .............. 125,000 tn. Að þvi or snoctir síldina, sem söliuð vai,til útflutnings, telur hann: Norðmenn veitt hafa . "...........106,171 tn. íslendinga —„— i.............. 66,248 — Svíþjóð —....... 17,144 — Þjóðverja ............. 10,992 — Dani —....... 7,540 — Svo er að beyra, sem síldarbræðsluverksmiðj- urnar hafi fengið að mun minni sild, en þær vildu keypt hafa. Nýtt slátrunarhús. (Þriðja slátrunarhúsið á Húsavík) Á siðastl. sumri var byggt nýtt slátrunarhús i Húsavikurverzlunarstað, — vandað steinsteypu- hús. Slái-unarhúsin eru þá orðin þrjú alls á Húsa- vik Raflýsing ráðgerð á lsafirði. ístirðingar ráðgera nú, að koma á raflýsingu i kaupstaðnum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.