Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Síða 1
r
1.—2. tbl.
Reykjávík 12. janúar 1914.
XXVIII. árir.
Fánamáls-nefndin.
(Reynt aö stinga þjóðinni svefnþorn.)
Að því er til fánamálsins kemur, hef-
ur það gjörzt sögulegt, síðan blað vort
var síðast á ferðinni, að ráðherrann hef-
ur (31. des. síðastl.) skipað fimm manna
nefnd, til að íhuga gerð fánans m. m.
I nefndinni er:
1. Oudm. landlæknir Björnsson.
2. Jón sagnfr. Jónsson.
3. Matthías fornmenjav. Þórdarson.
4. (J lafui ntstjóri fíjörnsson.
5. Þórannn málari Þorláksson.
Að því er skipun nefndarinnar snertir,
íætur „Lögrétta11 (1. janúar þ. á.) þess
getið, að í henni séu „menn frá öllum
stjórnmálaflokkum landsins.“(!)
Á svipaðan hátt farast „ísafold11 orð
(31. des. f. á.), nema hvað blaðið bætir
því þó við, að „engan“ nefndarmannanna
„beri þó að skoða, sem fulltrúa flokkanna,
er bundið geti þá með tillögum sínum“.
En hér er eigi svo rétt, eða einlægn-
islega, skýrt frá, sem vera ætti, því að: !
1° Lá hefur „bændaflokkurinn" alls
eigi fengið nemn flokksmanna sinna
í nefndina, og
2° verða mennirnir, sem í nefndinni
eru, eins og „ísafold“ kannast við,
alls eigi skoðaðir, sem fulltrúar
þingflokkanna, — eða svo er því
að minnsta kosti um þann sjálfstæð-
ismanninn háttað (Ólaf ritstj. Björns-
son), eem í nefndínni er.
En þar sem nefndin — sem aldrei
sfeyldi verið hafa — var á annað borð
skipuð, hetði það verið lang-eOlilegast,
ad i hana hefdi verid kvaddur sinn þing-
madurinn úr hverjum, fjögi a, þingfokk-
anna, sem á sidasta Alþingi voru, og
ráðherrann þá sjálfur verið formaður
hennar.
í stað þessa kveður ráðherrann á hinn
bóginn að eins tvo þmgmenn í nefnd-
ina, — annan úr „sambands“- en hinn
úr „heimastjórnar“-flokknum.
Hann sparkar þannig — á „fínan“
hátt, þ. e. án þess mikið eigi á að bera,
en þó svo, að skilið verði —, bæði í
„bænda“- og sjálfstæðis-flokks-þingmenn-
ina.
Og hvor er svo tilgangurinn með
nefndarskipuninni.
Hann er sá, — að reyna að stmga
þjóðinni svefnþorn, reyna að dtaga huga
hennar i svipinn frá fánamáls-afr ekurn
rádherrans, og þá eigi hvað sízt núna,
svona rétt á undan þingkosningunum.
Allir flokkar eru dú, í bróðerni, að
bræða málið með sér, — rólegir því piltar!
V a,tr-y ggið
eigur yðar (hús, húsgögn,
vörur o. fl.) f.vi'ii' eldsvoða
i brunabótafélaginu
„Genei-al”,
stofnsett 1885.
Aðal-umboðsmaður fyrir
Isiand:
Sig. Thoroddsen
adjunkt.
Umboðsmaðui- i'ii- Norð-
ur-Ísaíjarðarsýslu er Jón
Hróbjartsson verzlunar-
stjóri. Duglegur nmboðs-
maður óskast fyrir Yestur-
Isafjarðarsýslu.
K arrpend i ir-
„Þjóðviljans", sen. breyta um bústaði,
Bru vinsamlega beðnir að gera atgreiðsl-
unni aðvart.
Þessi ósannindin áréttar „Lögrétta“
síðan — sbr.: „menn frá öllum stjórn-
málastefnum landsins“(!), ætlar almenn- i
ingi eigi ad greina þad frá hinu, ef fullr
trúar allra þingflokkanna vœru seztir á
rádstefnu, er hver ynni þá í samvinnu
við sinn flokk.
En við ekkert slikt á fánamáls-
nefndin, sem nú er sezt á laggirnar,
neitt skylt.
Að þvi er til sjálfstæðisflokksins kem-
ur, má í þessu tilliti geta þess, að á flokk-
stjórnarfundi, að kvöldi 29. des. síðastl.,
var þvi blátt áfram neitad, adflokk-
urinn tœki, sem slikur, á nokkurn hátt
þátt i nefndarstörfunum.
Um þetta segir svo, í gjörðabók flokk-
stjómarinnar:
„Ólafur Björnsson skýrði frá því, að rið-
herra H. Hafstein hefði mælzt til, að hann
tæki sæti i 6 manna nefnd, sem bann hefði
i hyjfgju að skipa, til að ihugn gerð isl. fáíj-
ans, sbr. konungsúrekurð 22. nóv. þ. á.
Ót af þessu var ályktað, að flokksstjórnin
liti svo á, sem ekki sé rétt, að sjálfstæðis-
flokkurinn, sem slikur, taki þátt i umrædd-
um nefndarstörfum, með því, að hafa full-
trúa í nefndinni, enda engin slík málaleitan
komið frá landsstjórninni til flokksstjórnar-
innar,“
Ályktun þessi — sem var samhuga
álit allra flokkstjórnarmannanna, nema
eins — sýnir það þá skýrt og glöggt,
hvernig flokksstjórn sjálfstæðismanna leit
á málið.
f Sopliie,
ekkjudrottning Svía.
Ný frétt er hingað lát Sophie, ekkju
Oscar’s II., Svia konungs.
Hún andaðist rétt fyrir áramótin, 30.
des. síðastl., enda farin að mun að eldast,
fædd 9 júlí 1836.
Faðir hennar var Wilhelm, hertogi í
Nassau, og giptist hún 6. júní 1867 Oscaii
Svía-prinz, er riki tók 1872, sem kon-
ungur Svia og Norðmanna.
Mann sinn, Oscar II., missti hún 8.
des 1907, og hefur því verið ekkja þau
árin, sem síðan eru liðin.
Hún var talin hjálpfús við bágstadda,
en lét sér þó annast um þá, er við sjúk-
dóm áttu að stríða, og er við hana kennt
„Sophiahemmet“ í Stokkhólmi, sem er
sjúkrastofnun, þar sem hjúkrunarkonum
er ætlað að menntast, eða afla sér þekk-
ingar í hjúkrunarkvenna-starfinu.
Gullbrúðkaups hennar og mannsins
hennar sáluga, minntist sænska þjóðin 6.
júní 1907, þ. e. nær réttum 6 mánuðum
áður en Oscar II. andaðist.
Börn þeirra hjónanna eru:
1. Gustaf V, Svía konungur, kvænt-
ur Victoriu frá Baden.
2. Oscar, er tók sér nafnið Bernadotte,
og afsalaði sér, og afkomendum
sínum, öllu tilkalli til ríkiserfða,
er hann kvæntist Ebbu Munck, ó-
konungborinni konu.
3. Karl, kvæntur Ingíbjörgu, dóttur
Fridriks VIII., Dana konungs.
4. Eugen, nafnkunnur listmálari.
Mjög var hún frásneidd því, að blanda
sér í stjórnmál, en hefir þó að líkindum,
eigi síður en maður hennar, fundið sárt
til, er ágreiningurinn varð við Noreg, og
skilnaður ríkjanna að fullu (árið 1906).
Noregnr — Færeyjar.
(Eldsvoði — Manntjón).
Jólafögnuðurinn hefur — því miður —
orðið eigi fáum heimilunum að mun enda-
sleppari, en skyldi.
Samkvæmt símfregn, er borizt hefur:
Kviknadi — 27. des. síðastl. — i
verksmidjuþyrpingu i Bergen (í Nor-
egi).
Þar brann fjöldi húsa.
Ijártjón skiptir niillj. króna.
Þá kom og önnur voða-fregnin frá
Færeyjum, og er þaðan símað:
25 sjómenn drukknudu vid Fœr-
eyjar 27. des. sidastl.