Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Qupperneq 4
4 XXVIII., 1.-2. ÞJCÐVILJINN. sýndi, að þau höfðu ásett sér að deyja saman. En lögreglumaðurinn var kvaentur og lætur eptir sig konu og fimm börn. t Aðfaranóttina 16. nóv. f. á. and- aðist Carl Bonde, forseti neðri málstofu sænska, þingsins. — Kona hans hafði um ! hríð verið veik, og andaðist greinda nótt, j og varð honum þá svo mikið um, er hann I sá lík hennar, að hann hné niður, og | var þegar örendur. 6arl Bonde var 63 ára, en kona hans tveim árum yngri. Bretland. Ymsir brezkir kaupmenn héldu fund með sér í Lundúnum í nóv. f. á., og saínþykktu þar mótmæli gegn hinum sí og æ vaxandi útgjöldum til flotans. t Látinn er 7. nóv. f. á. Alfred Rus- ael Wallace, 91 árs að aldri, nafnkunnur ráttúrufræðingur og vísindamaður. Hann fór, á yngri árum sínum, land- könnunar-ferðir til Afríku, og ferðaðist þar þó að vísu fremur sem náttúrufræð- ingur. B.it hans, um ýms náttúrufræðisleg efni, gáfu tilefni til þess, að Dai win kom fram með hinar nafnfrægu kenmngar sinar um uppruna tegundanna. A seinni æfi-árum sínum fékkst WaL- lace. og töluvert við rannsókn „dular- fullra fyrirbrigða11, og gerðist þá öflugur stuðningsmaður „spiritismans11. Mælt er, að Qeotg konungur, og drottn- ing hans, muni í öndverðum apríl næstk. bregða sér til Parísar, enda heimsótti Poíncaté, frakkneski lýðveldisforsetinn, þau Konungshjónin i vor, er leið. Frakkland. Banki í París sendi nýlega 100 þús. franka í gulli (gull-stengur) til annars banka á Frakklandi, og var fénu stolið á leiðinni (úr póstvagninumj. Kokovzov, forsætisráðherra Rússa, brá sér í nóv. f. á. til Parísarborgar, — er- indið óefað, að tryggja enn betur vin- fengið við Frakka. 5. nóv. þ. á. varð járnbrautarslys við Melun, millí Parísar og Fontainebleau.;— í»ar tíndu 40 menn lífi. og eigi all-fáir hlutu og meiðsli. f 22. nóv. f. á. andaðist í París stjórn- málamaðurinn Edouatd Lockt oy, fæddur 1840. — Hann var einn i röð fremri stjórnmálamanna á Frakklandi, og þrí- vegis ráðherra. Lockroy hefir og ritað ýmislegt sagn- fræðilegs efnis o. fl. r f ; Spánn. Ráðuneytis-formaður er þar nýlega orðinn Eduard Dato, áður forseti full- trúadeildarinnar. Hann tók við stjórninni af Romanones, sem var úr frjálslynda flokknum. En Dato er úr fiokki ihaldsmanna, og verður þvi að haga stjórn sinni að öllu, sem þeim er að skapi, eða sem Mawta, aðal-foringi þeirra, vill vera láta. AuHturriki og Ungverjalandi. ítalskur stjórnleysingi, Bonati að nafni, var nýlega tekinn fastur í Tyrol — grun- aður um að hafa, ásamt fleiri mönnum, ætlað að myrða Lranz Jósep keisara. Nokkrir ungverskir og frakkneskir auðmenn stofnuðu i fyrra hlutafélag í því skyni, að koma á fót spilabanka — eins og í Monte Carlo — á Margethen- eyjunni í Dóná, skammt frá Buda-Pest. — Segjast þeir nú hafa greitt Lukacs, þá- verandi stjórnarformanni, 1millj. króna, og hann þá skuldbundið sig, sem og hvern eptirmanna sinna, til að sjá um, að þeir fengju leyfið, til að stofna spíla- bankann, er. nú héfir Tisza greifi, nú- verandi stjórnarformaður, synjað þeim leyfisins. , Lukacs tjáist á hinn bóginn hafa greitt féð i kosningarsjóð, og horfir nú til mála- ferla út af öllu saman. Kaupmaður nokkur í Coblau, Timat að nafni, og kona hans, réðu sér nýlega bana á þann hátt. að hann skaut kiilu gegnum hjarta sér, og gekk hún í gegn- um lungu konunnar, er hallazt hafði upp að honum. Fjárhagsleg vandræði kvað hafa vald- ið þessu tiltæki hjónanna. Búlgaría. I höllinni i Sofía fannst nýlega bréf til Fetdinands keisara, þar sem honum er hótað dauða, ef hann hverfi aptur heim úr utanför sinni. En íerdinand keisari var þá staddur í Vínarborg, — hafði brugðið sér þangað á fund Franz Jósep keisara, til að leita hans ásjár, þykist, sem og varð, hafa orðið býsna hart úti í fnðarskilmálunum. Tyrkland. f 15. nóv. f. á. andaðist tyrkneski stjórnmáiamaðurinn Kiamil pascha, nær 88 ára að aldri. — Hann var um hríð stórvezír. þ. e. formaður ráðaneytisins á ; Tyrklandi, meðan Balkan-ófriðurinn stóð yfir, en hrundið að lokum frá völdum af Envet bey, er hann ætlaði að afsala til Búigara helmingi Adrianopel-borgar. Meðan Abdul Hamid var soldán, var hann og nokkrum sinnum formaður stjórn- arinnar. Kiamil pascha andaðist í borginni Larnaca á eyjunni Kypros. Eimskipafélag ísiands. Eptii'tekt skal vakin á því, að þeir sem vilja koma fram með breytinga- eða viðanka-tillðgur við laga- írumvarp bráðabirgðastjórnarinnar, verða að liafa skilað slíkuin tillögum til einhvers úr bráðabirgðastjórninni eða á skrifstofu Eimskipaféiagsins fyrir þ. 12. þ. m. Tiliögur, sem seinna koma, geta eigi komið undir atkvæði á stofnfundinum. Frá 12. til 16. þ. m. að báðum dögum meðtöldum, fá hluthafar, sem borgað hafa hlutafé sitt, eða umboðs- menn þeirra, afhenta aðgönguiniða og atkvæðaseðla fyrir stofnfundinn. Mngiiin verður veittur aðgangur að stotn- fundinuni nema hann hafi aðgöngumiða. Stofnfundurinn verðnr haldinn í iðnaðarmannahúsinu þ. 17. þ. m. og hefst á liádegi. Skrifstofa félagsins er í Austurstræti nr. 7 (beint á móti ísafoldarprentsmiðju) og er opin frá þvi í dag á liverjum virkum degi frá kl. 12 -2 og 5 — 7 e. h. Reykjavík 6. janúar 1914. < Bráðabirgðastjórnin

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.