Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1914, Side 7
XXVII]., 1-2. ÞJOÐVILJINN. r 'dóttir, bóuda Halldórssonar irá Kleifum; eignuðust þau 6 börn og eru 5 þeirra á lifi. Einar sál. var maður fremur lágur vexti, fjörmaður mikill, léttur á fæti og glaður í lund, tápmikill og fylginn sér við alia vinau. Trúþneigður, eins og hann átti ætt til, vitisæll mjög, átti marga góða qg einlæga vini, hreinskilinn, ein- arður og ljúfmannlegur iframkomu, vil.di ■allt aumt þæta og græða eptir megni. Ástríkur faðir og eigiumaður og hugljúfi hjúa sinna. Veitti stóru og fólksmörgu heimili forstöðu yfir 40 ár. Mestan hluta æfi sinnar mátti hann heita heilsuhra.uat,- ur, nema hvað hann síðustu ár sin var alveg farinn að lífs og sálarkröptum og genginn i algerðan barndóm. I æsku hafði bann notið meiri menntunar en þá 'var títt um uoga menn, kom honum það að góðu í hinum margbreyttu opinberu störfum, er hlóðust á hann í sveit sinni. Að upplagi hafði hann ali-góðar gáfur, enda átti hann ,ætt $ð rekja tri mikilla gáfumanna, svo se*n var móðurafi hans o. fi. Hreppstjóri var hann nærfellt 40 ár. Árið 1872 var hann kosým i hreppsnefnd Ogurhrepps, og var í henni fyrstu 8 árin eptir að sú skipun komst á, sáttanefndar- maður var hann í fjöldamörg ár, sömu- leiðis bólusetjari. Einnig var hann mörg ár sýslunefndarmaður Ogurhrepps. Oann- íg gegndi hann um fjölda mörg ár með trúmennsku og samvizkusemi öllum þeim opinberu störfum fyrir Ögurhrepp, sem alþýðumönnum eru á hendur falin, og á öndvereum brúskaparárum sínum á Hvíta- nesi var hann aðal-maðurinn í öllum sveitarmálum. Þetta var og eðlilegt því hann var um langan aldur lang-mennt- aðasti bóndinn í sveitinni, og auk þess vinsæll mjög af öllum sveitungum sínum, er þá sóttu hann mjög að ráðurn í hví- vetna. Lengstum. var hann einn mesti bóndinn í svert sinni og því einn af beztu gjaldendunum til almennra þarfa. Hann var hinn mesti atorkumaður á heimili sínu, en jafnskjótt og honum féll verk rir hendi, var hann kominn að bókinni ■og notaði oft hvíldartima sína frá bú- skaparönnunum til bókalesturs, si'r til fróðleiks og skemmtunar, var hann bóka- vinur mikill og all-fjöllesinn. Þegar hann kom að Hvítanesi, voru öll hús fafiín og túnið í mestu niðurníðslu, byggði hann upp mjög myndarlegan bæ, eptir því sem þá tíðkaðist, og húsaði upp öU peningshús og hlöður. Enn fremur græddi hann út talsvart túnið og birti það vel, svo töðufallið jókst að mun í hans tíð. öarðrækt hafði hann talsverða með góð- um árangri, var þvi einn af þeirn allra „Skandia rSuimótorinn“ (Lysekils mótorinn) er af véifróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum. ,»SKANl)IA“ er endingarbsztur allra mótoraj og hefir gengið daglega í meira en 10 ár án viðgeiða „SKANI)IA“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri olíu, án vatnsinnsprautunar, tekur HtiðJ pláss og hrisstir ekki bátinn. „SKANDIA“ drífur bezt og gefur allt að 60% yfiikrapt. Biðjið um hinn nýja, stóra islenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0OSSON. Kabenhavn, K. bændum samtíðar sinnar í þessu byggð- arlagi og sótna stéttar sinnar. Gat hann því með ánægju í elli sinni litið yfir langt og vel unnið æfistarf. Blessuð sé minning þessa merka manns. —n. 28. okt. þ. á. (1913) andaðist að Vill- ingaholti í Flóa 1 Arnessýslu ekkjan Ing- veldur Eiriksdóttir, komin hátt á níræð- isaldur. Hún var seinni kona Gísla heitins Gíslasonar, hreppstjóra og dannebrogs- manns í Bitru, og bjuggu þau hjónin þar góðu búí i nær hálfa öld. Börn þeirra hjónanna eru: 1. Kristín, gipt Jóni bónda Gestssyni í Villingaholti. 2. Eiríkur, trésmiður, í Einarshöfn. 3. Sigurgrimur, í Ameríku, og 4. Ástgeir, í Villingaholti. Ingveldur sáluga dvaldi síðustu árin í Villingaholti hjá börnum sinum þar. í sama mánuði, þ. e. október þ. á., andaðist í ísafjarðarkaupstað húsfreyjan Maria Magnúsdóttir, dugnaðar-og mynd- ar-kona. Maður hennar, er lifir hana, er JúH- us húsmaður Símonarson á ísatírði. Maria sáluga hafði þjáðzt af mjög langvarandi heilsuleysi, áður en hún and- aðist. f 8. nóv. þ. á. (1913) andaðist að Hólmavík i Strandasýslu húsfrú Ingibjörg Magnúsdóttir. Maður hermar, er lifir hana, er Guð- jón alþm. Guðlaugsson. Ingibjörg sáluga var dugnaðar- og atgjörvis-kona. Hún var frekra 66 ára að aldri, er er hún andaðist. Gott vhö. í samfleytt 30 ár hefi eg þjáðst af kvalafullri magaveiki, sem virtist alólækD- anleg. — Hafði eg loks leitað til eigi færri, en 6 lækna, notað meðul frá hveij- um einstökum þeirra um all-Iangt tímabil, en allt reyndist það árangurslaua. Tók eg þá að nota hinn ágæta bitter Valdemars Pete^sen's, KÍDa-lifselexirinn, og er eg hafði brúkað úr tveim flöskum, varð eg þegar var bata, og er eg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa mín orðin svo rniklum mun betri, að eg gat neytt almennrar fæðu, án þess mér yrði íllt af. Og nú ber það að eins stöku sinnutn við, að eg verði veikinnar nokkuð var, og taki eg mér þá bitter-inntöku, fer svo þegar á öðrum degi, að jeg kenni mér ekki meins. Jeg vil því ráða sérhverjum, er af sams konar sjúkdómi þjáist, að nota bitter þenna, og mun þá ekki iðra þess. Vertrnméti. Skagaflrði 20. marf 1911. Björn Jónsson 121 árs varð elzti kvennmaðurinn á Þýzka- landi 15. okt. síðastl. Embættisbækurnar sýna hana fædda lð. okt. 1792, — vafl þvi alls enginn utri ahlur hounar. Fíeykjfivík. —o— 12. jan. 1914. Fannkomur all-miklar, og kuldar, fyrstu daga nýbyrjaða ársins, unz stórfeldan blota gerði þó á þrettándanum (6. þ. m.), er að mun grynnkaði á fönninni. fyrstu í Ögurhreppi, sem stunduðu garð- rækt að mun. Ifann var áhugamaðúr í öllum félagsmálum og vildi efla allar framfarir, sem til bóta l’itu. Var einn af aðal-stofnendrrm búnaðarfélags Ggnr- hrepps, og þegar sonur hans, Yernharð- ur, hafði iokið búnaðarnámi, byrjaði hann strax á túnsléttun, þó á sjötugsaldri væri. Mátti því telja hann einn af nýtustu Ilitt og þetta. Kona nokkur, sem heima k í Vestur-Priss- landi, eignaðist ný skeð (8. nóv. síðastl.) — þri- tugasta bartiið. Bæði móðurinn og barninu heilsast mjög vel. Mjög fágætt er það, óefað, að kona hafi fyr eignazt jafn mikinn b. rna-fjölda. 100 kr. gáfu Oddfólagar hér í bæuum til gtaðnings sjúklingum á Vífilsstöðum, fyrirjólin, — hafa og á undanförnum árum gefið árlega fé í sama skyni „Hermanna-glettur“, og „Misskilnlngur" vorn nöfnin á leikunum, sem námsmenn almenna menntaskólans léku i Goodtemplarahúsinu, milli jóla og nýárs. Agóðinn rann í „Bræðra-sjóðin“ sem svo er nofndur,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.