Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1914, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1914, Page 3
XX'VIIl., 12—13. h.HíÐVTL JINN. 43 reyndar öllu, hvetju fram var fylgt á þinginu, — þess eigi gœtt, sem skyldi, að stefnu mannsins í aðal-þjóðmálun- um — þ. e. „dönsku stefnunni“, sem avo hefur nefnd verið —, var þó SVO háttað, að kjördæmið gat hún eigi hækkað, en hlaut miklu fremur, að lækka það, í augum állra annara. Metnaðurinn héraðinu því eigi til góðs, en til ills: — varð það. og gat eigi annað, en orðið, af þvi að menn litu eigi, sem skylt var fyrst af öllu, og eingöngu, á það, hver stefnan í aðal- málunum var.5) Svona lítum vér og líklega all-fiestir ajálfstæðismanna — á málið. En hverfum þá að kosningunum, sem nú standa fyrir dyrum. í kjöri verða í Eyjafirði að þessu sinni, =»em fyrri daginn: H. Hafstein, ráðherra, og Stefán bóndi Stefánsson í Fagraskógi. Fer þai þá og að 1 kindum, sem fyr, að Eyfirðingar standast enn eigi „gyllta borðann11 og embættistignina, en kjósa hr. H. Hafstein enn að nýju á þingið. Að bví er Stefán í Fagraskógi snertir, sem — á síðasta Alþingi — var í „bænda- •flokknum“, verður að segja, sem er, að þó að hann hafi, sem fleiri, verið áður oinn í „Uppkasts“-mapna hópnum, þá er haniji þó einn hinna nauða fáu í þeirri sveit, sem hr. H. Hafstein hefur þó eigi einatt getað fengið til að fylgja sér, gegn- um þykkt og þunnt, að hverju því, er hann — i það eða það skiptið — taldi „dönsku stefnunni“ hentast. Nægir í því efni að minna t. d. á botnvörpungasekta-málið o. fl., þar sem Stefán í Fagraskógi skarst þó úr leik, og greiddi atkvæði sem sjálfstæðismaður. Annars verða þeir H. Hafstein og Stefán í Fagraskógi eigi einir í kjöri í Eyjatirði að þessu sinm, þar sem tvö önnur þingmannaefnt hafa og þegar gefið ■ig þar fram, þ. e. Kristján H. Benja- mínsson, bóndi að Tjörnum og Jón rit- .stjóri Stefánsson. Af þeim er það um hinn fyr greinda að segja, að hann er, sem kunnugt er, sjálfstœdisstefnunni fylgjandi, og nýtur því og að sjálfsögðu beztu meðmæla blaðs vors. En þar sem eigi heyrist, að í Eyja- fjarðarsýslu verði í kjöri, a.f sjálfstæðis- inanna hálfu, nema hr. Kr. H. Benjamíns- son aleinn, teldum vér Eyfirðinga gera hyggilegast, ef þeir — auk hans — kysu þá Stefán í Fagraskógi, — þ- e. þá ann- ann þingmanmnn úr sjálfstæðis- en hitin úi bænda-flokknum. Að því er þessu næst kemur til Aust- ur-Skaptafellssýslu, þá er fullyrt, að a) Eyfiríki metnfiðurinn (•em og metnaður ^hvers kjördsemis, aem er) átti & hinn bóginn, að vera í þv\ lólginn, áö liafa elgi að þingmanni annan, en þann, er 'óSrum — og helzt öllum — »ar færari, einlægafi, og ithugnmeiri, ? því, ai lylgja ce því einu tram, er sannast var, rfettast, oq giifugast (þ. e. þjóðarsjAlfstæðinu þá fyrst af Öllu), og pví þjófíerninu, og hjördœminu, happasttl- ast. •/, ’14. Sk. Th. þar verði tveir í kjöri, þ. e. núverandi þingmaður k jördæmisins, hr. Þorleifur Jónsson í Hólum og cand. theol. Sigurd- ur Sigurdsson í Flatey á Mýrum. Fylgir hinn fyrgreindi (hr. Þorl. Jóns- son) stefnu vor sjálfstæðismanna í lands- málum. sem kunnugt er, en hinn síðar- nefndi kvað vera „sambands“- (eða stjórn- ar)-flokksmaður. Yæntanlega má telja það alveg vist, að Austur-SkaptfeUingfim þyki alls engin ástæða til þess, að fara nú að skipta um þingmann, og eigi hr. Þorleifur Jónsson því endurkosninguna alveg hár-vísa. Kopnioga-skrifstofurnar. Notið skrifstofu Sjálfsttrðis- iiianiia. Allir, þrir, þingflokkarnir (þ. e. sjálf- stæðis- „heimastjórnar“- og „sambands“- flokksmer.nirnir), er frambjódendur œtla sér ad hafa hér í höfudstadnum (Rvík), við þingkosningarnar 11. apríl næstk., hafa nú nýlega opnað kosninga-skrif- stofur sínar, — virðulegum kjósendum bæjarins til leiðbeiningar og hægðar-auka. Skrifstofa Siálfstæðisnianna er í Templarasundi nr. 3. Þangad œtti kjósendum höfudstadarins þá eigi hvad sizt, ad verda mjög fjöl- farið. Ekki œtti annad ad heyrast, en ad höfudstadurinn gengi einatt allra fremst i fylkingai broddinum, er um sjálfstæð- ismál þjóðarinnar ræðir. Vissulega var Reykvíkingum — þ e. mjög miklum meiri hluta þeirra — sú skyldan og fyllilega Ijós við alþingiskosn- ingarnar 1908. Allt annad varð á hinn bóginn — því íniður — efst á baugi, við þing- kosningarnar 1911, er Reykvíkingar gerðu sér þá þann stór-vanzann, að hafna þing- mönnum (dr. Jóni Þorkelssyni og Magn- úsi tílöndahl), er mun meira gagn höfðn þó höfuðstaðnum uiinið, en nokkrir þingmenn hans, fyr eða síðar, —sbr. hafnarbyggingar-fúlguna til bæjarins úr landssjóði. Því midur hafa nú atvikin að vísu hagað því svo, að hvorugur þeirra (dr. Jón eða M. Bl.) verður í kjöri við kosn- ingarnar 11. apríi næstk. Þeir fá því uppreisnina síðar, og hljóta og báðir að fá hana. En ekkert gæti þeim — sem góðum og eindregnum sjálfstæðismönnum -— frá- leitt vepid kcerara, þótt hvorugur þeirra verði nú í kjöri, en ad lieykvikingas styddu þá, í þess stað, þingmannaefni sjálfstœd- isflokkstns (hr. Sigurd barnakennara Jóns- son og Svein yfirdómslögmann Bjömsson), sem allra-allra öflugast. Reykvikingar I Notid nú shifstofu sjálf stœdismannanna sem bezt. Skiptið með yður störfum, og heit- strengið þess, sem flestir, að nú skuli höfiiðstaðurinu aptnrunninn ll.april uæstk. Gleymid þvi eigi, að þeir, sem öðr- um fremur bera stórmáliu fvrir brjósti, og þá eigi hvað sízt þjóðarsjálfstæðið sjálft, þeir láta sér þá og eigi sídur, öðr- um fremur, annt um allan hag þjódai- innar yfirleitt. Þeir gleyma eigi smámálunum né smælingjunum i þjóðfélaginu. En hinn, sem er hirðulaus um hið þýðingarmesta, hvernig á að treysta hon- um, til að fylgja því þá fram, sem enn þýðingarminna er öllum? Skrifstofa sjálfstæðismanna veitir öll- um eindregnum sjálfstæðismönnum íegin- samlega leiðbeiningar. Hún þiggur og störf allra fegins hendi, hárra sem lágra. Látid hana þá eigi beidast lidsinnis ydai ad át angur slausu. Fniidarhald í Hafnarfirði. (Hr. Jóh. Jóh. býður sig ekki fram.) Fundur var haldinn í Hafnarfjarðar- kaupstað mánudaginn 2. marz þ. á., seipni hluta dagsins. Til fundarins hafði boðað Jóh. bæjar- fulltrúi og kaupmaður jóhannesson, og flutti hann þar fyrirlestur um veðdeild- arlögin, er siðasta Alþingi samþykkti, — hélt þar fram sömu skoðununum, sem hann hefur haldið fram á fundum hér í Reykjavík. Bankastjóri Björn Kr istjánsson var og staddur á fundinum og andmælti skoðun- um Jóhanns. Fundurinn var afar-fjölmennur, enda gizkað á, að hr. Jóh. Jóh. væri á þenna háttinn eitthvað að þreifa fyrir sér í kjör- dæminu. En hvað, sem hæft er í því, eða ekki hæft, hafði hann þó lýst því þar yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til þingmennsku i kjördæminu. I þorpinu Nörreballe, skammt frá kaupstaðnum Maribo á Lálandi, fundust ný skeð í jörðu 88 forngripir, er mjög mikils þykir um vert, og sem ætlað er, að stafa muni frá vikinga-öldinni. Meðal forngripa þessara voru eigi all-fáar silfurstengur, 4—5 þumlungar á lengd, 18 silfurpeningar, á stærð við 6- eyringa, og með einhverri áletran, lík- lega arabiskri. Enn fremur voru og, meðal forngrip- anna, seytján baugar, allir mjög fagrir, eða haglega smiðaðir. I grend við borgina Morentí í Rúm- eniu er nýlega kominn upp hver, er gýs sjóðheitu salt-vatni, og hefur því þegar skapazt 5—6 metra þykk saltskorpa um- hverfis hann. Ymsir erlendir vísindamenn hafa þeg- ar brugðið sér þangað, til þess að íhuga náttúru-afbrigði þessi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.