Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1914, Blaðsíða 4
44
ÞJOÐVILJINN
XXVIII, 12,—13.
IJ t 1 ö íi d .
Helztu tíðindin, er borizt hafa ný
skeð frá útlöndum, eru:
Danmörk.
Að kvöldi 4. febr. þ. á. var, í ráð-
húsi Kaupmannahafnar, haldin viðhafn-
armikil sorgarhátíð, til minningar um
Jacobsen sáluga bruggara, og var þar
margt stórmenna Dana saman komið. —
f Látinn er í Kaupmannahöfn (í
febr. þ. á.) A. C. Larsen, bókavörður og
nthöfundur.
60 ára afmæJi átti Privatbankinn í
Kaupmannahöfn 1. febr. þ. á.; — bank-
inn byrjaði upprunalega með að eins 20
þús. ríkisdala hlutafé, en siðasta árið
vár viðskipta-velta bankans þó um 600
millj. kr., og hluthafar fengu 7 °/0 af fé
sinu. —
f 2. febr. þ. á. andaðist í Kaup-
mannahöfn listmálarinn Ingeborg Seide-
lín. —
Vinnumaður á Mors veitti ný sKeð
(^ febr. þ. á,) banatilræði ungri stúlku,
freklega tvítugri, er eigi vildi taka bón-
orði hans, — seerði hana á höfði, og á
annan höndinni.
Vinnumaðurinn reyndi síðan, að skjóta
sjálfan sig, en mistókst, og tók því það
ráðið, að hann hengdi sig.
Svíþjóð.
Eins og íslenzk blöð hafa getið, sóttu
ný skeð 30 þús. bænda, úr ýmsum hér-
uðum Svíþjóðar, fund Gustafs konungs,
til þess að tjá honum áhyggjur sínar,
út af landvarnarmálinu, er þeir töldu
nauðsynlegt, að komið væn sem allra
bráðast í viðunandi horf.
Konungur tjáöi sig þeim að öllu sam-
þykkan, og kvaðst i þvi máli í engu
vilja þoka trá því, er hernaðar- eða sér-
fróðir menn teldu nauðsynlegt.
En með því að ummæli konungs fóru
hér í aðra átt, en ráðherrar konungs,
Staaff-ráðaneytið, fylgir fram, þar sem
það vill að vísu auka hervarnirnar nokk-
uð, en þó engan veginn fara svo langt,
sem konungur lýsti sinn vilja, urðu þær
málalyktirnar, að ráðaneytið, er hefur
þó afl atkvæða í báðum deildum þings-
ins, beiddist lausnar.
Konungur fal síðan G. L. de Geer,
fríherra, landshöfðingja í Kristiansstad,
að mynda nýtt mðaneyti, en eigi hafði
það þó enn lánazt, er síðustu blöð bár-
ust frá útlöndum.
Vandræðin mun það og hafa aukið
að mun, að ýmsir meðal Svia kunna
því illa, að konungur gripi þannig fram
fyrir höndurnar á ráðaneytinu, er ábyrgð
ber þó á stjórnarathöfninni.
Að vísu þyrpist til Stokkhólms fjöldi
stúdenta, frá hinum þrem háskólaborg-
unum i Svíþjóð (Uppsölum, Lundi, og
Gautaborg), er tóku í strenginn með
bændum, og vottuðu konungi aðdáun og
hollustu sina. — En á hinn bóginn fóru
þá og 34 þús. verkamanna í skrúðgöngu
um göturnar í Stokkhólmi, og vottuðu
Staaff-ráðaneytmu samhugasinn, — kváðu
verkmannastéttina eigi geta risið undir
þyngri álögum til hersins, enda væri og
mest um það vert, að auka bróðurkær-
leikann milli þjóðernanna.
_____ I
Bretland.
Þing Breta hó£st 10. febr. þ. á., og er !
þess vænzt, að „irsku heimastjórnarlög- |
in“ verði nú samþykkt í neðri málstof-
unni í þriðja skipti, og verði þá að lög-
um, hvað sem lávarðadeildin segir.
íhaldsmenn heimta að vísu all-ákaft,
að nýjar þingkosningar verði látnar fram
fara, áður en málinu sé til lykta ráðið,
I en það telur Asquith-ráðaneytið á hmn
I bóginn eigi geta komið til neinna mála, j
! þar sem það væri brigðmælgi við írsku j
þingmennina.
Þá verða og að þessu sinni rædd á I
| þinginu lögin um skilnað ríkis og kirkju j
í Wales, er lengi hafa á dagskrá verið,
sem og breyting kosningarlaganna —
þá og jafnframt um kosningar- og kjör-
gengisrétt kvenna —, og að lokum land-
búnaðarlaga nýmælin, sem kennd eru
við Lloyd George, og blað vort mun
hafa drepið á. —
Belgía.
Þar hefur nú ný skeð verið efnt til
fjársamskota, til að reisa Leopold kon-
ungi minnisvarða, og mun þá mega tslja 1
það víst, að líkneskinu verði staður ætl- {
aður í Brussel, höfuðborginni.
Portugal.
Róstusamt enn æ öðru'hvoru í Lissa-
bon, og viöar í Portugal, einkum í norð-
urhóruðunum.
4. febr. siðastl. stöðvaði lögregluliðið
mannfjölda, er stefndi til bústaðar lýð-
veldisforsetans. og var þá varpað sex
sprengikúlum, eða vítisvélum, sem eigi
virðast þó hafa valdið manndrápum.
Á hinn bóginn var sama daginn varp-
að sprengivél í borginni Oporto, og biðu
þar þrír menn bana. —
Aðfaranóttina 4. febr. síðastl. gerðu
járnbrautarþjónar að mun óskunda í
Lissabon, — vörpuðu sprengivélum, er
særðu eigi allfáa, og ollu að mun eigna-
tjóni.
Vera má að vísu, að í símskeyta-
fregnunum sé blandað saman atburðum,
— eða tvennt gert úr einu. að því ei !.
tiJ óspektanna í Lissabon kemur.
Tyrkir eru enn í óða önn, að reyna
að búa her sinn sem bezt, og er mælt,
að Krupp’s-verksmiðjan í Essen hafi nú
ný skeð heitið þeim 40 millj. rígsmarka
að láni (þ. e. 35—36 millj. kr.), enda
kaupi þeir þá þegar fallbyssur, og ýms
hergögn önnur, í Essen.
Þýzkaland.
Mælt er, að Vilhjálmur keisari ætli
á komanda vori að heimsækja Victor
Emanuel, Itala konung, er hann bregð-
ur sér til sumarbústaðar síns á Korfu. —
19 ára gamall piltur í Berlín, gest-
gjafa sonur, tók ný skeð peningakistu
karls föður síns, og bjóst síðan til varn-
ar í lystihúsi, í húsagarðinum, er karl-
inn kvaddi lögregluþjóna sór til aðstoð-
ar.
Varðist drengurinn þaðan um hríð,
og lét skotin dynja í sifellu, unz skot-
færi þraut að lokum, — skaut þá og
síðustu kúlunni í höfuð sér, og var því
nær dauða en lifi, er hann náðist. -—
1. mai næstk. hefst í Berlín sýnmg
ýmsra listaverka, og búist við, að eigi
verði henni lokið, fyr en í sept. þ. á.
Rússland.
Þar urðu ráðherra-skipti í febr. þ. á.,
— forsætisráéherrann, Kokootzev að nafni,
leystur frá embætti, epfir að hafa gegnt
því á þriðja ár að mun, þ. e. síðan Stoly-
pin, forsætisráðherra, var myrtur.
Goremykín heitir sá, er nii er yhr-
ráðherra orðinn, — var áður yfirráðherra
um hríð, þ. e. áður en Stolypín tók við
völdum.
Bandarikin.
Fulltrúadeild sambandsþingsins var,
er síðast fréttist, að ræða um breytingu
á innflutningalögunum í þá átt, að krefj-
ast þess, að hver innflytjandi fullnægði
ákveðnu þekkingarskilyrði, — líklega þá
áskilið, að hver innflytjandi hafl vottorð
þar að lútandi meðferðis, svo sem að
hann hafi sótt alþýðuskóla, eða því um
líkt.
100 þús. dollara verðlaunum er nú
heitið, sé farið í flugvél á 90 dögum um-
hverfis jörðina, meðan er heimssýningin
í San Francisco stendur yfir, þ. e. San
Francisco, komið við í tilteknum lönd-
um, og borgum — þar á meðal á Græn-
landi og íslandi —, og að lokum til
San Francisco aptur, áður en 90 dag-
arnir eru liðnir.
Balkanskaginn.
Brytt hefur að mun á óánægju, í
garð Ferdínand’s keisara, á ýmsumstöð-
um í Bfilgaríu, og orðið að grípa til her-
liðs, til þess að bæla niður óevrðir, t. d.
í Janíbolí, Vratza o. s. frv.
Mælt er, að keisari vogi sér og eigi
út fyrir húsdyr, eða þá eigi lengra, en
út í hallargarðinn, og er fjöldi hermanna
einatt látinn gæta öryggis hans. —
Mexiko.
Stjórnin í Mexico befur nú nýlega
samið við frakkneska verkfræðinga um
víggirðingar umhverfis Vera Cruz, er
kosti alls 100 millj pesos. —
17 mexikanskir liðsforingjar, er dvöldu
í París, til að læra þar, að stýra flug-
vélum, voru nýlega kvaddir heim skyndi-
lega, þar sem þeirra myndi þar bráð-
lega brýn þörf.