Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 7
XXVIII., 5ö.—57. ÞJOÐYILJINN. 201 fjölmenn ætt og merkileg eptii vora daga, sem nú lifum. Hér eru börnin öll talin eptir aldri, með hliðsjón af prestsþjón- ustubók Dýrafjarðarþinga, ættartölubók- um og dagbókum mínnm. 1. Bjarni Kristján, fæddur 14. sept. 1850, dó strax. 2. Bjarni Kristján, f. 6. okt. 1851, varð 20. okt. 1874 fyrri maður Gnðrúnar Jónsdóttur í Ytri-Lambadal, Arnfinns- -sonar frá Hallsteinsnesi, Arnfinnsson- ar. Þau áttu tvo sóriu. Bjarni Knstj- án drukknaði af bákarlaskipi 17. sept. 1880. 3. Gfuðni, f. 14 okt. 1852, húsmaður á ísafirði, giptur Kristínu Pálsdóttur frá Stapadal, Snæbjörnssonar í Duf- ansdal, Páll í Stapadal var bróðir Markúsar kaupmanns á Geirseyn; þau eiga mörg börn. 4. Þorgerður, f. 8. desember 1853, gipt- ist ekki, dó á barnssæng á Sæbóli á Ingjaldssandi 24. sept 1887. Þessi systkin öll voru fædd í Rana, en þau sem eptir koma eru fædd á Læk. 5. Sveinn Þorsteinn, f. 13. marz 1855, bóndi á Bakka i Neðri-Hjarðardal, dó í Hnífsdal 29 marz Í902, átti fyrr 1. nóv. 1883 Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Fremri-Hjarðardal, hún dó eptir tvíburafæðingu, sem báðir dóu iíka, 1885. Svo átti hann 26. okt. 1892 Ólöfu Sigmundsdóttur 'úr Alviðru; voru þau systkinabörn. Ólöf dó 29. maí 1905. Áttu 4 börn. 6. Guðfinna, f. 1856, átti fyrr, 16. okt. 1882, ÞorkelÁrnason úr Önundarfirði, sem dó 16. júní 1884; áttu 2 börn. Svo átti hún Jens á Grundum, Þórð- arson frá Tungu í Skutilsfirði, Sig- urðssonar. Jens drukknaði 13. april 1899; áttu börn. 7. Guðrún, f. 17. okt. 1856, gipt. 19. okt. 1880 Auðuni Jónssyni frá Lambá- dal, Arnfinnssonar, barnlaus. 8. Jónína Hallbjörg, f. 14. febr. 1859, dó 14. nóv. 1861. 9. Björg, f. 29. maí 1860, húsfrú Valdi- mars Þorvarðssonar fiá Balika Hnífs- dal, Sigurðssonar, eiga mörg börn. 10. Guðmundur Olafur, f. 5. okt. 1861, tómthúsmaður á Flateyri, dó 20. maí 1901, giptur 16. okt. 1894 Sigríði Júliönu Sighvátsdóttur Borgfirðings frá Höfða í Dýrafirði; áttu tvær dætur. 11. Guðbjörg, f. 23. janúar 1863, ógipt, barnlaus. 12. Helga Dagbjört, f. 21. nóv. 1864, gipt 18. okt. 1899 Sigurði Olafssyni frá Skriðnafelli á Barðasrrönd, Bjarna- sonar frá Núpáalstungu. Sigurður féll út af þilskipi og drukknaði á hafi úti 25. maí 1908; áttu 3 börn. 13. Guðný, f. 29. okt. 1865, húsfrú Jón- asar á Bakka í Hnífsdai, Þorvarðs- sonar, Sigurðssonar, bróður Yaldimars, sem á Björg systur hennar; þau eiga börn. 14. Jónas Hallgrímur, f. 9. apríl 1867, fór til Glouchester í Bandafylkjunum 1888, giptist þar íslenzkri konu. 28. ág. 1914. bighv. Gr. tíorgfii dingm. Reykjítvi k. -- 16. nóv. 1914. Væg írost og stillviðri daglega, fyrstu vikura af þ. m., og fór þó ögn að blota 6.—7. þ’ m. Tombólu (eða „hlutaveltu'1, sem svo er og nefnd) héldu Goodtemplarar hér í bænum að kvöidi sunnudágsins 8. þ. m. Ágóðinn rann í útbréiðstíísjóð * Goódtemþlar- reglunnar. f 3. þ. m. andaðist hér í bæiium húsfreyjan Þuríður Guðmundsdóttir. Hún var kona Kristins trésmiðs Jónssonar; er nú lifir hana, ásamt fimm börnum þéirra hjónanna. „Botnia“ kom híngað, frá Isafirði og Vestfjörð- 4rtn, að morgni 30. f. m* (okt.) Meðal farþegja, er hingað komu með skipinu, var Pétur kaupmaður Oddsson í Bolungarvík. Þrí-mastrað seglskip, „Danmark11 að' r.afni, kom hingað um mánaðarmótin síðustu (31 okt. þ. á ). með sænskan viðarfarm til hlutafélags- ins „Völundur“ hér f hænum. Skipið hafði alls 15 daga ferð hingað, frá Svíþjóð, er telja má alveg óvanalega góða ferð seglskips, ekki sízt um þenna tíma ársins. „Sterling“ lagði af stað héðan til útlanda, suður um land. 31. f, m. (okt.) Nokkrir Vestmanneyingar, er hér höfðu verið staddir (Jón verzlunarstjóri Hendriksson, Þorst. kaupmaður Jónsson o. fl) tóku sér far héðan, með skipinu til Vestmanneyja. f 4. þ. :u. andaðist hér í hænnm Jóhann kaupmaður Jóhannesson, eptir örstutta legu. Kona hans Sigurhjörg Guðnadóttir, var dáin fáum v;kum é undan honum, shr. 46.—47. nr. hlaðs vors þ. á. Eitt harn eiga þau hjónin á lífi, dreng, Oskar Jóhannsson að nafni, sem enn er á unga aldri. jóhanu sálugi var fæddur að læk í Ölfusi (i Árnessýt lu) ‘23. júlí 1870 og því maður á brsta aldursskeiði: að eins frekra 44 ára að aldri. Um höfðinglega gjöf hans, til stofnunar „Gam- almennahælis", sem tengi mun halda nafni haDS og konu hans á lopti, var getið i síðasta nr. blaðs vors. Jóhannn heitinn var kosinn i bæiarstjórn Reykjarvíkur á öndveröu yfirstandandi ári. Hann var stakur atorku- og dugnaðar-maður, greindur vel, og margt vel um hann. Bæði hæjarfélaginu, og landinu í beild sinni, er því noiki) eptirsjá að aonum, sem og ýmsum er kynni höfðu haft af bonum, eða hann hafði vel verið. Mikið inein er það ýmsum, að Bretar eru nú nýlega farnir að banna öllum farþegum, er eigi eru þeirra eigin þjóðernis, að stfga fæti á tandi í Leith (á Skotlandi). Menn verða þvf að hýraet í skipunum allan timann. sem við er staðið í Leith. Samsætið, sem Einari skáldi Benediktssyni var haldið á fimmtugs-afmæli hans, lauga-dagipn 31. okt. þ. á., var haldið á hótel Reykjavík. Þar mælti meistari Guðm. Finnbogason fyrir minni Einars skálds Benediktssonar, on Klemenz landritari Jónsson fyrir minni frúar hans, Sóngféiagið „Þrestir11, í Hafnarfirði, hélt söng- skemtun í Goodtomplarhúsinu i Hatnárfirði að kvöldi laugardagsins 7. þ. m. Mælt er. að danska varðskipið, „Islands Falk“, fari alls eigi til Danmerkur í vetnr, — hefur þó einatt verið vant, að skreppa þangað að undaníörnu, er á leið árið, og vera þá hurtu héðan um tveggja mánaða tíma, eða þá þar um. Það mun vera það, að sigliogarleiðin um Norðursjóinn nú er teppt — shr. hér fratnar í þessu nr. blaðs vors —, sero veldur þv{ að varð- skipinu er þá og ætlað, að halda hér kvrru fyrir í vetur. Ágætasta skautasvell, glært, og spegil-slétt og -fagurt. var á „Tjörninni'1 hér í bænum fyrstu vikuna í þ. m., eða enn réttar: frá 2.-6. þ. m. Veðrið var og yndislegasta haustveður, sem hugssat getur, sí-f'elld stillviðri, að heita rnátti, og ftostið mjög vægt, — fór og að lokum að blota, og isinn að lina, síðasta daginn, er hér að ofan er getíð (þ. e. 6. þ. m.) Synd væri og að segja, að unga fólkið og að visu bæði ungir og gamlir, notuðu þá og eigi skauta-svellið og góða veðrið, sem beztgat orðið, — „Tjörnin“ eigi sjaldan svört af fólki, og það jafn vel allt fram að, ef eigi fram yfir háttatímann. Gas-ljóskerin beggja megin við Tjörnina eru og æ til unaðar mesta og prýðis. „Skálhoít11, er kom hingað frá útlöndum 29. f. m„ og tara átti aptur néðan til útlanda í fyrstu vikunni í þ. m. (nóv.), fékk þásímskeyti — eða réttara sagt afgreiðslumaður „sameinaða gufuskipafélagsins —, að fara hvergi að svo stöddu, en halda hér kyrru fyrir, unz gerð væri ný ráðstöfun, og siglingarleiðm til Kaupmanna- hafnar talin því hættulaus, sem óvíst er nú að vísn, hvenær getur orðið*) Þetta, stafar af siglingarhættunni, sem nú er um Norðursjóinn, eins óg nánar er vikið að á öðrum stað'ífþessu nr. blaðs vors. '3 „Flora“j'kom hingað, norðan og vestan um land, að morgni 5. þ. m' Með skipinu var aragrúi farþegja, — hatt á annað hundrað, að sagt er, mest verkafólk, er nú er að koma heim úr sumarvinnunni o. fl. Nafngreinda. af farþegjunum, höfum vér séð: skipherrana: Hjalta Jónsson og Kolhein Þor" steinsson, som og Eggert kaupmann Jónsson á Hofsós og frá hans, Berg kaupmann Rósinkranz- son á Flatéyri og Marino Hafstein (fyr sýslu- mann), er kom norðan frá Þórshöfn. „Botnía“ fór héðan til útlanda 2. þ. m., — farin héðan, áður en fregnirnar um nýju sigliqg- arhættuna, eða sig'linga-teppuna, um Norðursjó- inn voru hingað komnar. Alþýðufyrirlestur flutti Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi, i Iðnaðarmannahwsinu hér í bænum, sunnudaginn 8. þ, m. t’yrirlesturiun hljóðaði um „ísland og ófrið- inn", og var vel sóttur, enda skörulegur, og á- heyrilegur, sem vænta mátti. Bæjarfulltrúako9ningar fara nú hráðlega fram hór í bænum, raeð því að þrjú sætin eru nú ó- skipuð 1 bæjarstjórninni: Jóhann kaupmaður Jó- hannesson dáinn, eins og getið er hér að framan, Pétur Guðmundsson alfarinn úr bænum (seztur að í Bolungarvíkurverzlunarstað i Norður-ísafiarð- arsýslu), og borgarstjórinn (Knud Zímsen) telur það eigi við eiga, að hann sé einn í tölu kjörnu bæjarfulltrúanna, — skipar formanns sætið í brej- arstjórninni, hvort sem er. Maðurinn, sem innbrotið framdi J sölubúð Jes konsúls Zímsen’s, og Júlíus Jensson heitir, þótt annað þættist í fyrstu heita, hefur nú og játað á sig annan innbrotsþjófnað, — hafði áður brot- izt inn í sölubúð „Godtbaabs“-vezlunar, og stolið þar ýmsu smávegis dóti. Hann er 19 ára að aldri, en eigi 16, eins og honum fyrst sagðist frá. Hann kvað og hafa kynnt sig mjög vel, þar sem hann hefir áður verið. Jarðarför Jóhanns hæjarfulltrúa Jóhannsaon- ar, sbr. blað vort hér að framan, á fram að fara þriðjudaginn 17. þ. m. Nýtt leikrit, eptir hr. Einar Hjörleifsson, er nú í ráði, að lefkfélagið fari bráðuni að æfa, — sem og „Galdra Lopt“ Jóhanns Sigurjónssonar, er sýnd verða svo hæði á leiksviðinu í vetur. „Sjálfstæðisfélagið11 hélt fund í Goodtemplar- húsinu hér í bænum laugardaginu 7. þ. m. (nóv.) Alþm. S.veinn yfirdómslögmaður Björnsson skýrðí þar frá Ameríkuförinni, með „Hermod'1. „Ceres“ kom hingað frá útlöndum laugardag- inn 14. þ. úi., órúin talsVert á eþtir áætluninni. A leiðinni til Vestmanneyja hafði skipið hreppt versta veður, svo að skolazt hafði í sjóinn ýmis- legt, sem á þilfari var. Aukakosningarnar í bæjarstjórnina hér i bæn- úin fara fram laugardaginn 5. des. næstk, Nokkru fyr, þ. e. mánudaginn 30. þ. m er kosið í niðurjöfnunarnefndina. í dag (sunnudaginn 16. þ. m.) er messað í síðasta skipti í Garðakirkju á Alptanesi. Kirkjan, sem reist hefur verið í Hafnarfirði, kemur i hennar stað eptirleiðis. *) Eptir það, er ofan letrað var skrifað, harst þó nýtt simskeyti, frá stjórn „sameinaða félags- ins“ í Kaupmannahöfn, dags. 6. nóv. þ. á, þar aem skipherranum á „Skálholti“ var boðið að hætta þó á það, að léggja af stað héðan til út- landa, — rættist þá tíjótt betur úr, en á horfðist, og færi betur, að „Skálholti11 gengi nú ferðin til Kaupmaunahafnar slysalaut, eða það riætti sór þá eigi leDgra, en til Færeyja, eða Leith.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.