Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.02.1915, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.02.1915, Blaðsíða 3
Xi^X., 9.-10. ÞJ0Ð VILj IJN N. 31 Hér er því rétt spor stigið! Mörg sporin svipuð, þuría hér og á eptir að fara! Leikhúsið. Syndh annaia heitir hið nýja leikrit Einars Hjörleifssonar, er Liikfélagið tók fyrir að sýna næst á eptir Galdra-Lofti. Mun almenningur bráðum eiga kost á að sjá þetta leikrit á prenti, og skal að eins mjög stutt sagt frá aðal-efninu. Þorgeir Sigurdsson ritstjóri i Eeykja- vík og kona hans unnast mjög, en það leyndarmál hvílir á samvizku Þorgeirs, að hann á Hafnar-árum sínum hafði átt vingott við stúlku, er varð þunguð af hans völdum og fyrirfór sér. Þetta þorir hann ekki að segja konu sinni, þótt hann langi til, því að hann þykist vita að það yrði snapi hennar ofraun. — Vinur Þor- geirs er Grimur málafiutningsmaður, og veit hann leyndarmálið. Vináttan fer út um þúfur út úr landsmálum, þar sem Þorgeir vill ekki í biaði sinu fylgja Grimi að málum, aðal-styrktarmanni blaðsins, en berst á móti honum. Grimur gloprar nú í reiði sinni út úr sér leyndarmáli Þorgeirs við konu sína. — Hún er í öf- undarblöndnum kunningsskap við konu Þorgeirs, þekkir skoðanír hennar á þeim málum. sem hér er um að ræða, álítur nú hið bezta tækifæri til þess að lækka metnað hennar og fer rakieiðis og segir lienni frá öllu saman, undir vináttu yfir- skyni. — Þetta fær afskaplega á konu Þorgeirs og liggur við að þetta verði hjónaskilnaðarefni. En allt mildast þó fyrir fortölur ömmu konunnar, sem á við hana iangt samtal í siðasta þætti og minn ir hana á dyggðir og sannleiksást bónda hennar og á það, að hið háleitasta hlut- verk, sem nokkrum gæti hlotnast, sé það að bera með þolmmæði »syndir annara«. Til þess að sýna sannleiksást Þorgeirs og óvináttuefnið við Grím, ver höfundur miklum krapti í öðrum þætti, svo að sá þáttur verður nærri sjálfstæð heild og myndar nýja þungamiðju í leikinn. — Vill Grímur veita miklum peningastraum inn í landið og vinna það til, að selja útlendum milijónara Þingvöll, en það skiptir leiðum þeirra Þorgeirs. — Hvað þetta verður að miklu aðal-atriði, hefur verið fundið leiknum til foráttu, sem heild, og má vera að aðal-byggingin hefði mátt vera meira samfelld. En annars er leikurinn létt og lipurt ritaður, sem höf. er lagið, og vel fallinn fyrir leik- sviðið. Enda má segja, að leikfélagið hafi sjaldan sýnt öllu fullkomnari tök á leik en einmitt á þessum. AUt gengur svo létt og óþvingað yfir leiksviðið að mesta ánægia er að sjá. — Annars virðist það opt vera þakklátast meðal óþroskaðra áhorfenda, er leikendur „sleppa 8ér“, sem kallað er, en venjulega verður þetta þá sama sem að sleppa rétt- um tökum á hlutverkinu að meira eða minna leyti. — Þunginn í þessum leik hvilir einkum á þeim Jens Haage Arna Eiríkssyni og frúnum Stefaniu og Efemiu. Tókst þeim öllum mætavel. I einu af hinum minni hlutverkum var nýr leikandi jungfrú Dag- ný, dóttir Árna Eiríkssonar. Vakti hún athygli með mjög svo laglegum leik. — Auðsjáanlega eru íslenzku leikntin vin- sælust hjá almenningi, eptir aðsókn að dæma, sem og bæði er rétt og eðlilegt. Er þakkarvert, ef framhald yrði á þvi, að vér fengjum að sjá eitt eða tvö vel boðleg íslenzk leikrit á vetri eins og nú undanfarið. H. íbúar Reykjavíkur. (Fjölgunm hægfara.) Samkvæmt manntalinu, er tekið var hér i bænum í nóvembermánuði síðastl.. voru íbúarnir í höfuðstaðnum orðnir þá alls 13,771 að tölu. Alls er það 417 mönnum fleira, en í nómombermánuði árið áður (1913), — íbfiarnir þá að eins 13354 Fjölgunin því engan veginn svo mik- il, sem æskilegt hefði verið og vænta mátti, ef eigi hefði það tvennt fylgzt að, sem mörgum mun enn mjög minmsstætt vera: 1. ad liðna árið var að mun eitt af veik- inda-árunum (lungnabólga og tleiri kvillar, sem mörgum kippti burt, er ella hefði mátt að mun lengra lífs vænta), og 2. ad liðna árið var þá og eigi síður, en að sínu leytinu í enn frekari mæli, eitt í tölu örðugleika-áranna, vegna norðurálfu-ófriðarins (peningar og nauðsynjar flestar í mjög háu verði, — o. fl. o. fl., sem móti blés). Því miður eru horfurnar á nýbyrjaða árinu, að því er til síðara atriðisins kem- ur, enn engu glæsilegri. Yonum þá að framtíðin, er úr réttist, bæti það þá upp — þeim mun betur. Seint á árinu nýliðna komu út í Kaup- mannahöfn: Bréf og minnisblöð („Me- moranda") P. Uldall’s, er var verjandi Struensee greifa og Caroline Mathilde drottningar, árið 1772. Struensee var frá lífi dæmdur, og síð- an af lífi tekinn, sem kunnugt er, ásamt vini hans, Brandt greifa, og er þareinn af svör tustu blettunum í sögu Dana, þótt ófagrir séu eigi all-fáir. En Caroline Mathilde, drottning, and- aðist í útlegð suður í Hannover, í höll- inni Celle, 10. maí 1775. í bréfunum og minnisblöðunum, sem getið er hér að ofan, segir nú frá sam- ræðum Uldall’s við ákærðu o. fl. o. fl. Bókin þvi einkar fróðleg og eiguleg. Yerðið er 5 kr. Frá Vestur-íslendingum. ---COK-- Gooiitumplfttíi-Btúkunar. „Hekla“ og „Skuld'* í Winnipeg, minntust þess, með s*ms»ti. á ný- áisdngskvöldið, »ð lögin, um bdnii gegn aðllntn- ingi áíengis, gengu þá að lullu og öllu, í gildi héf k landi (þ. e. á íslandi). Seint á árinu, sem leið, gorði bóluveikin v&rt við sig í Selkirk, — 24 monn alls, or þar sj'kt- UBt. — „Hoimskringla" getui- þess 24. dos. siðastl., að Sumnrliði gullsmiður Sumai liðason, er býr í Thuiston-sveitinni f Calíforn{u bafi þá nýlega verið gerður heiðursfélagi i „Luther Burbank"- íélaginu í Calíforníu, fyrir visindalegar búskap- ar-aðferðir, og hafi engum íslendingi fyr 'hlotn- i azt sá heiður. Sumarliði, gullsmiður, er nú 81 árs. Dóttir hans, miss Dora Sutnarliðason, er skóla- kennari þar í héraðinu, en Franklfn, sonur hans, stundar um þessar mundir háskóla-nám. Við sveita- og bæja-kosningarnar, er fram fóru í Manitoba seint á liðna árinu, unnu „vin- bannsmenn", þ. e. þeir, er banna vilja áfengis sölu, á 15 stöðum, en „brennivinsmenn" á 8 ÍNlendingar og Skandínnvar, efndu til sam- söngs, or fór fram í „Grace“-kirkjunni í Winni- peg 8. des. siðastl., — sungu þa>- ýms islonak, sænsk og norsk lög, og þótti vel tnkast. Agóðinn rann i „þjóðræknissjóöinn" — sjóð, sem ætlaður er til stuðnings þeim, er sér nána eiga í ófr’ðnum o. s. frv. Hr. Elías Maguússon, formaður og útvegseigandi í Bolung- arvík (í Norður-ísafjarðarsýslu) kom hing- að suður á vélbátnum „May", laugar- daginn 20. febr. þ. á., og voru þeir sjö á skipinu alls. Komu þeir félagar hingað suður í erindagjörðum, að stunda fiskiveiðar frá Sandgerði (i Gullbringusýslu), yfir vetrar- vertíðina og dvöldu tæpan vikutíma hér í bænum, áður en þeir lögðu af stað héð- an, suður að Sandgerði, föstudaginn 26. febr. síðastl. Hr. Elías Magnússon, sonur Magnús- ar heitins Jónssonar, er lengi bjó að Breiðabóli í Ytri-Skálavík (í Norður-Isa- fjarðarsýslu), er sjógarpur mikill og dugn- aðarmaður. Fyrir fám árum brá hann sér héðan til Canada, ásamt fjölskyldu sinm, og ætlaði þá að setjast þar að, en undi þá eigi hag sinum þar vestra, er til kom, og kom þvi heim aptur og settist að í Bolungarvík, — á fornstöðvunum, og hjá fyrri kunningjahópnum, sein buðu hann þá velkominn heim aptur. Úrval af Ijóðmælum danska skáldsins Chr. ítichardt’s kom út í Kaupmanna- höfn litlu fyrir jólin í vetur (1914). Gyldendals-bókaverzlunin hefur kostað útgáfuna. Ljóðmælin eru í tveim bindum, — 295-(-322 bls. að stærð. Chr. Richardt, sem var eitt af helztu ljóðskáldum Dana, á öldinni sem leiö, var fæddur í Kaupmannahöfn 25. maí 1831 og dó 18. des. 1892.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.