Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1915, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1915, Qupperneq 4
76 ÞóU±) V IL J i JN ix XXiX, 21 —22. Signrður Signrðsson frá ”Vigur ytirdómslögmaður Aðalstræti 26 A Isafirði Talsími 43 Heima kl. 4—6 e. h. Danska varðskipið kvatt heim. Verða Danir viðriðnir striðið? Danska varðskipið „Islands Falk“ fékk símskeyti frá Danmörku, að kvöldi mánu- dagsins 3. maí þ. á., — boðið að bregða við tafarlaust og halda til Bergen í Nor- egi, og bíða þar síðan nánari fyrirskipana. Skipið brá þegar við, tók kol í Viðey, og lagði síðan af stað þaðan kl. 4 að- faranóttina 4. maí síðastl. Svo brátt bar þetta allt að, að ekki gaf yíirmaðurinn á varðslcipinu sér tíma til þess að kveðja ráðherrann, eða gera honum aðvart um burtför sína. Ekki vita menn hér, hvað valdið hefur heim-kvaðningu varðskipsins, en sýnilegt þó, að Danir þykjast nú þurfa að hafa allt þegar við höndina. Að líkindum búast þeir þá við þvi, að geta orðið viðriðnir norðurálfu-ófrið- inn, er minnst vonum varir. Ef til vill krefjast Bretar eða ein- hverir bandamanna þeirra þess, að Danir leyfi herskipum þeirra frjálsa leið um „Beltin“ og „Eyrarsund“, þ. e. taki þegar burt neðansjávar tundurvélarnar, er þeir kvað hafa þar til varnar. En slíkum tilmælum vilja Þjóðverjar þá auðvitað sizt að þeir sinni, og þá eigi að vita, hvað í skerst. Víst er um það, að Danir þykjast nú þurfa á öllu sínu að halda, og verður nú fróðlegt að frétta um þetta nánar. Ekki ætti einn eða neinn að láta eig henda það — þótt sannleikurinn komi honum mjög: ílla —, að heita þá fyrirþráttunum, eða reyna þó með ýmÍBkonar vöflum eða vífilengjum, að gera það sem va/asamast. sem satt er. Þeim sárnar það, er satt vita sig sagt hafa, er svo er að farið, og fyrir hina — borgar það sig þá ekki. Eu svo hefur þoim þó farið „þremenningun* um“ (Einari, Guðmundi og Sveini — alþingis- mönnum), shr. ,,ísafold“ 7. maí þ. A. Þeir reyna þar að gera það va/asamt, sem segir i „þingmanna vottorðinu“, sem birt er hér framar { blaðinu. Sannleikurinn er og verður þó sannur. Hér er spurningin fyrst: Geta menn gengið að nokkru, sem eigi fullnægir „fyrirvaranum“? — Bagði hr. Sv. Björnsson og margsinnis A flokk- stjórnarfundinum; Úr þesBu vildi hann og, hvað eptir annað, að skorið væri með atkvæðagreiðslu. Frekara svo eigi hér um að sinni. "/. ’iö • Sk. Th. Vátryggið eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. 11.) tynr eldsvoða í brunabótafélaginn „ Getieral” stofnsett 1886. Aðal-umboðsmaður fyrir ísland: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyrir Norður-lsafjarðar- sýslu er Jón Hróbjai tsson verzlunarstjóri. Tvö búnaðar- eða bænda-námsskeið, voru nýlega haldin á norðurlandi, annað á Blönduósi, en hitt að Hólum í Hjaltadal. Hið helzta er þar gerðist var þetta: a) Búnadai ndmsskeidid d Blönduósi sóttu alls um 120 og flest þar þó 200. Af hálfu Landbúnaðarfélagsins héldu þar fyrirlestra: Jón H. J?or- bergsson og Sig. alþm. og ráðanaut- ur Sigurðsson, en af hálfu Ræktun- arfélags Norðurlands: Jakob Líndal. Sýslubúfræðingur Húnvetninga, hr. Sigurður Pálmason flutti þar og fyr- irlestra. A kvöldin ræddu menn og ýms nauðsynjamál, svo sem um heydsetn- ingu og fordagœzlu, um samvinnu- félagsskap og um stofnun grashýla o. fl. Voru menn yfirleitt mótfallnir gras- býlafrumvarpi síðasta Alþingis, en vildu þó, að þingið tæki nýbýla- málið til íhugunar. b) Búnadarnámsskeidid ad Hólum í Hjaltadal var haldið 22.—27. marz þ. á. Fyrirlestra fluttu þar, auk skóla- stjórans og kennaranna, sömu menn- irmr af hálfu Lanabúnaðarfélagsins og Ræktunarfélagsins, sem á Blöndu- ósi, og enn fremur Jónas læknir Kristjánsson á Sauðárkrók. Búnaðarnámsskeiðið var fremur ílla sótt — að eins þar um 50 manns —, og olli því hríðarbylur. Á kvöldfundum ræddu menn þar og um alþýðumenntunina, um bjarg- ráðasjóðinn, um giptingar, um heim- ilisiðnað, um lestur bóka o. fl. „Forsikringslæren i Hovedtræk11 (þ. e.: aðal-atriði ábyrgðar-fræðinnar) er nafnið á mjög fróðlegri og einkar áríð- andi bók, sem út kom í Danmörku í vet- ur er leið. Bókin er í tveim bindum, og höf- undarnir eru ábyrgðarfélaga-forstjórarnir G-amborg og Chr. Magnussen og cand. polit. Chr. Thorsen. Ræðir þar um allar tegundir ábyrgða, sem til eru, eða þó almennast notaðar, t. d. um ábyrgð gegn eldsvoða og inn- brotsþjófnaði, sem og um lífsábyrgð, sjó- ábyrgð, ábyrgð á búpeningi o. fl. o. fl. Byrjað er og þegar að nota bókina sem kennslubók í einum verzlunarmanna- skólanumí Danmörku (Kjöbmandsskolen), ef eigi í fleiri skólum þar. Skúli S. Thoroddsen cand. jur. Póstgötu 6 Isafirði Tekur að sér öll venjuleg málaflutn- ingsstörf. Veitir lögfræðislegar leiðbeir:- ingar o. s. frv. f Guðjón úi*siniður Sigurðsson I 18.—19. nr. blaðs vors þ. á. var stuttlega getið atvikanna við hið svip- lega og afar-sorglega fráfall Gudjóns heit- ins Sigutdssonar úrsmiðs, er var annar þeirra, er bana biðu við húsbrunana miklu hór i höfuðstaðnum, aðfaranóttina 26. apríl síða8tl. Gruðjón heitinn Sigurðsson var fædd- ur að Eystri-Garðsauka (í Rangárvalla- Býslu) 16. ágúst 1864, og var því að eins frekra fimmtíu ára að aldri, er hann and- aðist. — Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og Katrn Isleilsdóttir, er þá bjuggu að Eystri-Garðsauka, en síðar að Stórólfshvoli, og ólst Guðjón upp hjá þeim, og vandist þar snemma allri al- gengri sveitavinnu, og þótti þá brátt afar- tápmikill og ötull, að hvaða verki sem gengið var. Sjóróðra tók hann og þegar á ung- lingsárunum að stunda og gjöiðist þá brátt mjög líklegt lormannsefni. Árið 1890 sigldi hann til Kaupmanna- hafnar, og var þar tvö ár við úrsmíða- nám og settist síðan að á Eyrarbakka sem úrsmiður, er hann kom heim úr siglingunni, en fluttist þó þaðan til Reykja- víkur 1896, — fann sig betur geta neytt kraptanna þar. I Reykjavík stundaði hann síðan iðn sína, úrsmíðina, til dánardægurs, og rak þó einatt jatn framt mjög arðsama verzl- un með úr og skrautgripi ýmis konar o. fl. Árið 1903 reisti hann stórhýsið „Ing- ólfshvol11, á horninu milli Pósthússtrætis og Hafnarstrætis og þótti þá mörgum í stórt ráðist, enda kostaði húsið hann alls nær 80 þús. króna (virt 78 þús.). Guðjón heitinn var einn í tölu ötulustu borgaranna í höfuðstaðnum og bænum því mikill mannskaði að honum, ekki eldri manni. Hann var maður einarður, áræðinn og trygglyndur, og glaðvær og skernmt/- inn í hóp kunningja sinna. — Mjög hafði hann unað af hestum, er hann einatt átti mjög góða, og fór mjög vel með, enda eltu þeir hann og, er þeir sáu hann. Guðjón var einatt ókvæntur, en lætur þó eptir sig son, á sjötta ári, er Gunnar heitir, og reyndist hann honum sem góð- ur faðir. Jarðarför hans fór fram hér í bænum föstudaginn 7. maí þ. á. í viðurvist fjöl- mennis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.