Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1915, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1915, Síða 5
XXIX., ‘2i.—22. ÞJ OÐ VILJ iMxV. 77 Frá því í dag eru menn beðnir að senda allar pantanir um C&ÍllG PörfeCtÍOD D1Ó10F9. — fyrir báta og verksmiðjur — til undirritaðs Reykjavík 16. apiíl 1916. 0. Ellingsen, aðal-umboðsmaður á íslandi. Beztu, léttustu, einföldustu og ódýrustu mótorar, sem bingað flytjast. Eru sérlega hentugir fyrir opin skip. Þeir eru eigi meiri fvrirferðar en einn maður, en spara 3 eða 4 menn. Mótorinn gerir bátinn eigi nema fáum pundum þyngn. Mótorarnir eru knúðir með steinoliu, en settir á stað með bensini. — Verksmiðjan smíðar einnig ijósgasmótora. Mótorarnir eru settir kaldir á stað; kveikt með öruggri rafkveikju, sem þolir vatn. Munið að þetta er heimsins stærsta verksmiðja, sem smiðar tvígengisvélar. Umboð í Hornafirði hefur hr. alþm. borl. Jónsson Hólum Homafirði. í Vestmannaeyjum hefur hr. konsúll Gísti Johnsen. — í Stykkishólmi hefur hr. kaupmaður Sæmundur Halldórsson. — á Patreksflrði hefur hr. aonsúll P. A. Olafsson. Umboðsmenn í öðrum kauptúnum óskast. 0. Ellingsen. Beylpil Lik Havsteen’s amtmanns ílutt utan, til líkbrennslu. Sorgar-athöfn á heimili og í kirkju. Aður en Júlíus amtmaður Havsteen andaðist, hafði hann gert þá ráðstöfun, að lík hans skyldi brennt, og flutt þá í því skyni til líkbrennslu. Líkið var því sent utan með „Botníu“, er lagði af stað héðan að kvöldi 7. maí þ. á., en húskveðja haldin þó áður, sama daginn, á heimili hins tátna, og likið síðan borið í dómkirkjuna og ræða hald- in þar. Á sorgarheimilinu hófst húskveðjan kl. 2 e. h., og stýrðu nokkrir menn úr félaginu „17. júní“ þar söngnum, en Jón prófessor Helgason hélt ræðuna. Nokkrir kunningjar amtmannsins (M. Stephensen, Tr. Gunnarsson, Sighvatur Bjarnason, Jón rithöf. Olafsson og kon- súlarnir Kr. 0. Þorgrimsson og Klingen- berg) báru líkið í kirkjuua, en út úr kirkjunni var það borið af sex lögfræð- ingum (H. Hafstein, Klemenz landritara, Jóni Magnússyni, Halld. Daníelssyni, L. . H. Bjarnason og Páli Einarssyni), er i sýslumenn (eða bæjarfógetar) höfðu verið | í amtmannstíð hans. Dómkirkjan, er verið hafði svartklædd | við jarðarför Guðjóns heitins úrsmiðs, ! einum tveimur tímum áður, hafði nú i verið svipt svarta sorgarskrúðanum, en var á hinn bóginn enn fagurlega ljósuð, og var hvorttveggja gert eptir beinni ráðstöfun amtmannsins. í dómkirkjunni var fyrst sunginn sálm- urinn: „Að kveðja heim, sem kristnum ber“, en síðan nam dómkirkjupresturinn, síra Jóhann Þorkelsson, staðar við höfða- gafl kistunnar, sem var hvitmáluð og með gyltum (eða gullnum) doppum hér og hvar1), og flutti líkræðuna. Að líkræðunni lokinni var síðan sung- inn sálmurinn: „Góður engill guðs oss leiðir“, en að því loknu, og áður en kist- an var hafin út úr kirkjunni, gekk dóm- kirkjuprestunnn að kistunni og kastaði á hana rekunum, sem svo er nefnt. •I • ..........Jf.»K 1) Kranzar voru engir á kistunni, — féð á hinn bóginn gelið ( blórnsveigasjóð Þorbjargar Sveinsdóttur, og var það ( samræmi við ráðstöf- un amtmannsins. Frá kirkjudyrunum og ofan á bæjar- bryggjuna (steinbryggjuna) skiptust 12 alþingismenn síðan á um að bera kist- una, 6 og 6 í senn, og fylgdi öll lík- fylgdin, sem var að mun fjölmenn, líkinu þangað. En þar var til taks bátur, dreginn af vélbát, er flutti líkkistuna síðan, sem og nánustu aðstandendur hins látna, út i „Botníu“. Á lúðra var eigi leikið, né önnur við- höfn höfð, en sagt hefur verið, — allt yfirleitt haft sem óbrotnast, og mun það hafa verið að beinni ráðstöfun amtmanns- ins sjálfs. „Krig og Fred“ (þ. e. stríð og friður) er danski titillinn á bók Leo Tolstoi’s, sem nýlega er komin út í Danmörku, á kostnað Gyldendalsbókaverzlunannnar í Kaupmannahöfn. Bókin er alls 1030 bls., og kostar í kápu 6 kr. 50 a., en í bandi 7 kr. og í skrautbandi 8 kr. 25 a. Fjöldi Islendinga kannast við Tolstoi og hafa mætur á honum, og því er bók- arinnar hér getið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.