Lögberg - 03.10.1888, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.10.1888, Blaðsíða 2
ö q b t r g. MIDVIKUD. 3. OKT. 1888. ÚTGEFENDUR: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Árni Friöriksson, Einar HjörleifBson, Ólafur Þórgeirsson, Sigurður J. Jóhannesson. Allar upplýsingar viðvíkjandi verði á auglýsingum í „Lögbergi" geta menn fengið á skrifstofu blaðsins. Hve nœr sem kaupendur Lögbergs skipta um bústað, eru peir vinsamiegast beðnir, að senda skriflegt skeyti um j>að til skrifstofu blaðsins. Utan á öll brjef, sem útgefendum „Lög- bergs“ eru skrifuð víðvíkjandi blaðinu, eet.ti að skrifa : The Lögberg Printing Co. 35 Lombard Str., Winnipeg, Man „þj ÓÐVILJIN N“. það var einu sinni spámaður, sem hjct Bíleam. Hann átti og œtlaði að bölva ísraelslýS fyrir Balak, konung Móabítanna. En það atvikaðist svo, að rjett- lætið fjekk yfirhönd yfir anda- gipt Bíleams, og í stað ]tcss að bölva Isrælslýð blessaði spáinað- urinn hann kröptuglega. Þjóðviljinn á Isafirði er frá- leitt gæddur jafnmikilli spádóms- gáfu og andagipt eins og Bileam heitinn. En að hinu leytinu á hann sammerkt við spáinanninn frá Evfrat í því, að siundum þegar hann ætlar að rífa af sjer ónot, þá snúast þau upp í fagurgala. þannig hefur farið fyrir hon- um 11. ágúst síðastl. Fyrsta grein- in í því blaði—greinin heitir „Lög- bergs-piltamir“—byrjar svona: „Ekki ber því að neita. Skollans slóttugir eru þeir, en ekki*) svo ó-prvttnir') með meðnlin, þessir vest- urfara postulnr sumir hverjir, eins og t. a. m. greinarhöfundurinn i 24. tölub. „Lögbergs." Þjóffviljinn hefur rjett að mæla. Lögberg er ekki óprúttið með meðulin, hvað sem „slóttugheitun- um“ kann að líða. Hefði Þjóffviljinn verið gædd- ur annari eins spádómsgáfu og andagipt eins og Bíleam, þá hefði hann látið sjer þessa bending að kenningu verða, og annaðhvort hætt alveg við að segja nokkuð um Ijöghtrg, eða þá snúið alveg við blaðinu, eins og Bíleam gerði svo drengilega. En það gerir ÞjóffvUjinn ekki. Síðar í greininni ber hann „Lög- fcert/s-piltunum" það á brýn að þeir hafi farið að skrökva því upp, að danska stjórnín eigi engan þátt í útfhitningumnn. K þessari skreytni „Lögberge-piltanim" segir Pjóffvilj- inn að standi svo, að danska stjórn- ín sje langöfiugasti útflutninga- ngentinn á íslandi, „mun duglegri en bæði Sigfús og Sigmundur samanlagðir", En „Lögltergu-piltam- ir“ geti ekkí þolað það að missa aðalagentinn. það er ekki laust við að þessi ónot Þjóffviljans sjeu fremur á- stæðulítil. Fyrst og fremst höfum vjer aldrei tekið agentana á ís- landi að neinu leyti að oss—af þeirri eínföldu ástæðu að Lögberg hefur aldreí fyrir útflutningunum luirizt. Lögberg hefur þvert á móti nýnt Ijóslega frarn á, þyer hœtta *) Leturbrcytíngin er ck.ki í Þjóðviljr un um. felist í því fyrir þá landa, sem hingað#eru komnir, ef innflutning- arnir hingað til lands skyldu verða mjög miklir framvegis frá íslandi, nema allrar varúðar sje gætt, og svo vel búið í haginn fyrir ný- komna menn, sem framast eru föng á. Vjer höfum auðvitað haldið því fram, að þegar einhverjir geta ekki lifað á Islandi á annan hátt en þann að vera öðrum til byrði— eða ef til vill á engan hátt, eins og raun hefur á orðið með allmarga menn á síðastliðnum árum—þá sje það fremur illa til fallið að vinna á móti því af alefli að þessir menn geti komist þangað, sem þeim er innanhandar að hafa sóma- samlega ofan af fyrir sjer og sín- um. Og vjer höfum haldið því fram að það sje óhyggilegt að loka augunum fyrir allri þeirri eymd, sem nú á sjer stað á íslandi, al- veg eins og það væri miður gæti- legt að láta aptur augun, þegar leið manns lægi fremst frammi á gjáarbarmi. Svo höfum vjer og reynt eptir megni að taka mál- stað þeirra landa, sem vestur eru komnir, þegar níðzt hefur verið á þeim. þeir koma hingað, svo að segja hver einasti maður, örsnauð- ir af ættjörðinni. þeir vinna hjer baki brotnu, að svo miklu leyti, sem heilsa þeirra leyfir, og þeir fara, margir hverjir, að senda peninga heim til íslands, þegar er þeir komast höndunum undir. Aptur á móti fá þeir sjaldnast opinberlega frá Islandi aðrar þakk- ir en skammir, lygasögur um að þeir sjeu hjer í niðurlægingu, háð fyrir það, að þeir vinni hjer að auðvirðilegustu vinnu og þar fram eptir götunum. Lögberg hefur ver- ið að rcyna uð benda á að slíkt væri ekki sem allra sanngjamast nje tilhlýðilegast. Enn fremur er það, að þegar það hefur verið borið á borð fyrir fyrir alþýðu rnanna á íslandi, og það af mönnum, sem álitn- ir eru að hafa mikla menntun, að land það, sem íslendingar byggia hjer vestan hafs, sje eyðimörlc ein, þá höfum vjer getíð í skyn svo ótvíræðilega sem vjer höfum getað, að slíkt væri hauga-lygi. það furðar sig víst enginn á því, sem veit, að í Dakota, Manitoba og víða í Norðvestur-territóríun- um er einhver sá frjósamasti jarð- vegur, sem til er í heiminum. Vjer höfum því ekki lagt ann- að til útflutninga-málsins en það, sem Þjóðviljinn var skyldugur til að gera, eins og hvert annað ís- lenzkt blað, sem vildi stuðla að því að sannleikurinn yrði ofan á, þar sem Islendingar eiga í hlut. Og þess vegna er það nokkuð fjarstætt, að gera oss getsakir um að vjer „skrökvum" nokkru, hvort heldur viðvlkjandi döpgku stjórn- inni eða öðruin, af því aö vjer þolum ekki að missa vesturfara- agenta. En hinu höfum vjer skýrt frá, að þegar vesturfarar koma hingað, þá er það ekki danska stjómin, sem þeir einkum og sjerstaklega kvarta undan. Og oss furðar alls ekkert á því. það er skoðun vor, að dönsku stjórninni sje ekki einni að kecna um útflutningana og við þá skoðun munum vjgr standa, þangað til vjer sannfær- umst um að hún sje röng. þá skulum vjer líka þegar lýsa því yfir, að hún hafi breytzt. þegar Þjóffvi/jinn hefur sýnt oss fram á það jneð rökum, að það sje danska stjórnin, sem sepdir hafís- inn upp til íslands á hverju ári, þá skal þess sannarlega verða get- ið í Lögbergi, svo framarlega sem það verður þá ekki hrunið. Ekki skal þess heldur látið ógetið í blaði voru, ef Þjóffviljinn getur sannað oss það, að það sje dönsku stjóminni að kenna, hvernig ís- lendingipn tekst að fara með stofnanir sínar, þegar svo vill til að þeir fá komið þeim á fót, t. d. Möðmvallskólann, sem átti að verða aðal-menntastofnunin fyrir alþýðumenn á Islandi. Svona gæt- um vjer tínt æði margt til, sem ekki er ómögulegt að kunni að hafa einhver áhrif á útflutning- ana, en sem Þjóffviljinn hefur ekki enn fært oss órækar sann- anir fyrir, að sje dönsku stjóm- inni að kenna. það er síður en svo að stjórn- ar-ólagið á íslandi dyljist oss. það dylst fráleitt neinum heilvita manni, sem verður það að vegi að líta á það. það em lítil lík- indi til að landsmönnum verði betur stjórnað frá Kaupmannahöfn heldur en t. d. frá Reykjavík. Og hatí maður litið í kring um sig í Ameríku, þá virðist manni nokkuð einkennilegur allur sá mikli skari af hálærðum embætt- ismönnum, sein álitinn er óhjá- kvæmilegur til þess að stjórna þessum sjötíu þúsundum, sem hýr- ast á íslandi. Vjer efumst ekki um að það mætti nota til ein- hvers gagns afganginn, sem yrði af embættislaununum, ef þessi út- gjaldagrein væri ekki látin nema meiru en því, sem landið minnst gæti komizt af með. En vjer leyfurn oss að halda, þangað til Þjóffviljinn fœrir oss betur heim sanninn, að það sje þó ekki þetta, sem einkum og sjerstaklcga rekur menn til Am- eríku frá íslandi. Menn fara frá íslandi nú, fyrst og fremst af því, að þar er hallæri af náttúr. unnar völdum. Og margir fara þaðan jafnframt vegna þess, að þar gengur allt á trjefótum, af því að hvert einasta opinbert mál er í ólagi, af því að leiðtogar lýðsins standa í rauninni alveg vita-ráðalausir og dettur ekki í hug nokkur skupaður hlutur af viti, sem að minnsta leyti geti bætt úr vandræðunum og dregið landslýðinn upp úr feninu, sem hann er kominn ofan í. Viðvíkj- andi því atriði þarf ekki annað en benda á það, að það eina mál, sem nú er barizt fyrir að marki í landinu, er stjómarskrármálið— einmitt það mál, sem leiðtogar lýðsins eni algerlega sannfærðir um að þeir fái ekki framgengt, fyr en ef til vill eptir mörg, mörg ár. Menn fara auðvitað af því að lítið er að fá á íslandi. En menn fara jafnframt, og ekki síður, af því að menn kunna ekki að hagnýta sjer þetta litla, sem til er á fslandi. það er kom- inn einhver sá óaldar- og óráðs- bragur á heinm á íslandi, að það er eins og niönnum verði þar allt til falls og flest til sknmmar. Hvernig* segja ekki blöðin sjálf, að farið hafi með verzlunarfjelög- in, sem íslendingar hafa verið að mynda! Hvernig hefur ekki farið með Möðruvalla skólann! Eða er þetta dönsku stjórninni að kenna? Og tökum dæmi, sem er yngra en bæði verzlunarfjelögin og stofn- un Möðruvallaskólans. Vjer eig- um við landsbankann. það varfyr- ir nokkrum árum álitið, að íslend- inga skorti ekkert nema peninga; með þeim hjeldu inenn að mætti gera landið s' o dæmalaust gott, og landsmcnn svo dæmalaust auðuga Svo kom bankinn. Vjcr höfum auðvitað ekki nægar sannanir í höndunum fyrir áhrifum bankans á efnahag manna. En sögumar, sem af þeim berast hingað vest- pp lipeði mpnnjegp. pg í þijefum, þær eru allt annað en glæsilegar. Eptir þeim sögum er það síður en svo, að bankinn hati gert lands- menn auðugri. Hann hefur auðvit- að gefið þeim kost á að fá pen- inga undir hendui’, en svo hefur peningunum verið illa varið, og litlar eða engar nienjar hafa sjezt eptir þá, þegar þeir hafa verið þrotnir. Og svo hafa lántakend- ur komizt í enn meira basl en áður, og stundum misst allar sín- ar eigur, og þá farið að hugsa til Ameríku. þetta, sem 'vjer hjer höfum nefnt, og ýmislegt fleira þessu líkt, sem vjer höfum ekki nefnt, stendur almenningi manna á ís- landi ólíkt nær en syndir dönsku stjómarinnar, hve miklar sein þær annars kunna að vera og vafa- laust eru. þess vegna þurfa það ekki að hafa verið neinir fúráffl- ingar, eins og ÞjóffviZjinn getur til, sem vjer höfum haft tal af, og sem ekki hafa tilnefnt dönsku stjórnina sem ástæðu fyrir útflutn- ingunum. það hafa verið svona ijettir og sljettir íslenzkir bónda- menn, menn, sem hafa fundið, livar skórinn kreppti að, menn, sem hafa verið svangir dag eptir dag með allri sinni fjölskyldu, menn, sem hafa ekki sjeð neinn veg til þess, að geta aflað börn- um sínum neinnar menntunar, menn, sem ekki hafa getað fengið hjá öðrum skuldir, sem þeir áttu hjá þeim, af því að allir þeirra skuldunautar voru komn- ir á höfuðið o. s. frv. En það voru auðvitað engir fornaldar synir nje frelsisins hetj- ur. það fólk var allt á þingvalla- fundinum í sumar, svo að vjer höfum ekki getað haft tal af því enn. Jhjggur brrkamaíi ur. Frá Brandon er oss skrifað 23. sept. síðastliðinn. „þegar vjer komum til New York í fyrra með Anchorlínunni, kom þar til vor landi vor herra F. B. Anderson, og áttum vjer tal við hann um ýmislegt hjer í álfunni; rjeði hann oss til að fara eigi neitt til Canada, og kvaðst vera svo kunnugur orðinn hjer vestra, að vjer mættuin trúa sjer til þess, að oss væri mun betra að vera kyrrir í New York, en fara lengra vestur. þar eð sumir voru þeir, sem höfðu ákvarðað sig vestur til Winnipeg og vildu fara að ráðum herra F., sem góðs landa, varð það úr að um 70 manns settust að í New York eða grendinni, og var oss sagt að þeir F. og Sigmundur Guðmunds- son hefðu útvegað þessa menn á verkstæði eitt þar, og jeg vissi til að það var sumt af því fólki, sein hafði borgað fargjaldið alla leið til Winnipeg, en settist um kyrt í New York, af því að því leizt eigi að fara lengra vestur, og fjekk það fólk einhvern ádrátt um einhyerja (endurborgun fargjalds- ins, hvorf sem það hefur fengið hana nokkum tíma eða aldrei. Jeg fyrir mitt leyti var á báð- um áttum, hvort jeg ætti að gera; að halda lengra, eða vera kyr eptir; en jeg iðrast nú ekki ept- ir því að jeg hjelt áfrain, eptir að jeg hef sjeð og heyrt þá út- reið, sem þeir landar fengu þar, er eptir urðu í New YíM’k, Hvaða erindi herra f. þefur haft til New York, í hvaða tilgangi hann rjeð löndum frá að fara vestur til Canada, eða hvers vegna hann vildi eigi að menn þekktu sig, eða sæju sig eiga tal við oss landa, í New York, það læt jeg ósagt, en hann kom þá eklrf fram þar í því skyni að Jeiðbeina löndum sínuin inn í Canada—svo mikið get jeg sagt og staðið við. Ef til vill hefur hann gert þetta i góðri meiningu; hann veit bezt um það sjálfur.—Svona er nú sag- an frá New York, og mun jeg geta fært sönnur á mál mirf, ■ • Þjer getið látið þessa sögu koma í blað yðar, ef þjer viljið, cða útdrátt úr henni; en ef þ1. þrætir, skal jeg senda Lögbergi línu. Jeg vil segja satt, og skal gera það, hver sein í hlut á. Ef F. hefur gert þetta rjett, þá er ekkert um að tala; en hafi það rangt verið, þá er rjett að hann fái ofanígjöf, því jeg þykist viss um að landar hatí haft illt af þessu (sjá greinina í síðasta blaði IIeimskringlu eptir einn af þossum inönnum, Halldór Bjarnarson).“ þessi brjefkatíi þarf engra ann- ara athugasemda við en þeirrar, að þegar herra Frímann B. And- erson var í New York, og fekk því afstýrt að menn, sem keypt höfðu farbrjef til Winnipeg, færu lengra en til New York—]>á hafði hann föst lauti af Canada-stjórn til þess að vinna að inntíutningi til Canada. þaö þarf ekki að fjölju-ða um það, að hver maöur hafi rjett á að hafa sina skoðun um það, hvort betra sjc fyrir Islendinga að flytja til Canada eða Banda- ríkjanna. það liggur í augum uppi, að hver maður er frjáls að því að ætla um það atriði það, sem honum sýnist. það er ekki heldur nein sjerleg ástæða til þess að taka hart á því, þó að ráð herra F. B. Andersons gæfust illa í þetta skipti. því að öllum get- ur ytirsjezt. En að þykjast vera vakinn og sofinn í því að vinna að inn- flutningum til Canada, sníkja allhá laun út úr stjórninni fyrir það verk, og þykja það eitt að, að borgun hennar fyrir „vinnuna" sje of lítil, en fá því á sama tíma afstýrt að þeir menn, sein hingað hafa keypt farbrjef, fari lengra en til New York — það gera ekki aðrir menn en þeir, se.m vinna „eptir beztu samvizku*. á sama hátt eins og Frímann Ix Anderson. Sm ii-atli iigasem dir. Herra Frímann B. Anderson kvartar undan því, að mannorff sitt hafi verið skert í Lugbergi. Hann segir það ósatt. Útgefendur Lögbergs hafa látið mannorð hans. í friði, enda hefur þeiin ekki ver- ið kunnugt um að þar væri um sjerlega auðugan garð að gresja, svo að F. B. hefði þar svo mikið aflögu. því að F. B. kallar ]mð þó líklegast ekki að svipta ein- hvern mannorffi sínu, þegar fund- ið er að því, hvernig hann stend- ur í stöðu sinni sem embættás- maður, eða hvernig honum faittst ritstörf. Reyndar stingi það ekki í stúf við aðra þekkingu F. B. á íslenzku máli. * í 35. nr. Hcimskringlu segist herra Frímann B. Anderson lík- lega reyna áður laugt um líður að sýna, hvað satt sje í málinu (o: aðfinninguin Lögbergs við/ framniistöSu hans). Nú hefur hanie þegar ritað fulla 12 dálka í bkð sitt, og enn ekki hrakið eitt einasta orð af því, sein vjer höfurn sagt., Hvað skyldu dálkarnir verða marg— ir, áöur en hann kemst að eíit- inu? * He rra Frímann B. Anderson segir í 37. nr. blaðs sfns að álit hjerlendra ínanna sje sjer langt uni meira virði en álit „lanýis- manna" sinna. Hvernig stend.or á þvi? Er það af því að íslending- ar sjeu að hans áliti MV«> iniklu auðvirðilegri eða verri menn en hjerlendir menn? Eða cr það af' því að hann hafi heldur meirf VOn um að geta. haft framvegis eitt- hv*8 „upp úr“ hjerlendum mönn- um en löndum sfnuin, sem nii hafa ef t.U vill kynnzt honunr heldw til mikið? Einhver hlýtur ástæöau að veiu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.