Lögberg - 27.11.1889, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.11.1889, Blaðsíða 2
3£ ö g b c v g. ---- MID VIKUI' 27. NtíV. 1889. ----------- Útgefendur: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Árni F'ritSriksson, Einar Hjörleifsson, Olafur |>órgcirsson, SigurSur J. Jóhannesson. -A.!lar upplýsingar viSvikjandi verSi á aug- lýsingum í Logbergi gcta menn fcngiS á skrifstofu blaSsins. JECve nær sem kaupendur Lögbf.rgs skipta um bústaS, eru þeir vinsamlagast beSnir aS senda s k r i f 1 e g t skeyti um það til skrifi stofu blaSsins. 'KTtan á öll brjef, sem útgefendum LoG- Bergs eru skrifuS viSvíkjandi blaSinu, astti aS skrifa : The Löghcrg Printing Co. 35 Lon\bard Str., Winrppeg. ÚR BKJEFI frá lir. Eiríki Magnússynl til vinar á Islandr, sem látið hafði uppi, að hann skyldi ekki, hvern- ig það væri rjett hugsað, að landssjóður, er hann lcysti til sín seðla sem póstávísanir hefðu verið gefnar út fyrir, borgaði l.vað ofan í samt sína eigin eign. Jeg skal nú reyna að leysa úr efa Jnnum, um pað- „að landssjóð- i.r borgi hvað ofan í annað slna eigin eign“, er hann leysir inn, fyrir ríkismynt ávísana upphæðir einstakra manna úr póstávísana-sjóði í Reykjavík, sem er partur af ríkis- sjóði Dana. Til pess, að gera svó bjart yfir pessu atriði sem mjer er unnt, verð jeg að fara aptur í tímann fyrir handan 188(5, áður enn bankinn var opnaður. I-»á gekk ríkismynt ein 5 landi. t>á lögðu ávlsendur inn (‘ingóngu ríkismynt. fyrir ávísanir á ríkissjóð. £>egar ávísaðir peningar nú söfnuðust fyrir í póstávísanasjóði, ílutti póstmeistari pá eptir hendinni í landssjóð, og lagði pá par inn eins og geymzlufje pess sjóðs; petta fje geymdi landssjóður fyrir ríkissjóð, pví hann (ríkissjóðurinn) átti pað írá pví augnabliki að gjald- keri lians, póstmeistarinn, hafði gefið út fyrir pað ríkissjóðs eigin ávísun á sjálfan sig. Landssjóður geymdi pað, pangað tii hann og ríkissjóð- ur jöfnuðu reikninga-viðskipti sín, í lok hvers fínanzárs. Lerigra purf- um við ekki að rekja petta at- riði. Ilvað vcröur nú 1886? I>á gefur land-sjóður út seðla í fyrsta skipti í sögu islands. JÞessir seölar eru hans eigin eign. t>ví — 1., gefvr hann þá vt sjálfur gegn ve.ði (notar til pess útlánastofuna sína, sem nefnd er iandsbanki), og tilskilur sjer bæði endurborgun láns- upphæðarinnar, og vöxtu, eða leigur af seðilláninu um leið. Enginn getur tekið vöxtu, eða leigur af Jiðru, en pvf, sem hann á; enginn getur heimtað sjer endurgoldið svo sem eigin eign, annað en pað, sem liann á. Enda er hjer engum öðr- um ebranda til að dreifu en lands- r> sjóði. Um petta verður eigi præzt af skvnsemi, allra sízt, pegar pess er gætt, — 2., að skyldi bankinn falla. pá verður landssjóður nð leysa til sín seðlana, með fullu ákvæðis- verði, hver sem handlmfi kann að vera. Slíka kvöð geta engin lög sett nokkrum, nema eiganda. En nú er pessi eign landssjóðs af einkennilegu tægi. Eptir iögun- um eru seðlarnir lögeyrir í landi, sem gengur með fullu ákvæðisverði í alla innlenda 0: .,íslenzka“ (eins og lögin segja) sjóði, og í innlend verzJunarviðskipti manna. Hjer eru laoanna vjebönd dregin kringum gangvídd (cirkúlatión) seðlanna. t>eir eru pví löglega gjaldgengir pen- ingar innan pessara vjebanda; en hrergi annarstaðar. jsvo iandssjóð- ur befur tiú tvennan gjaldeyrj: tak- tnarkaðan (= 'seðla), ótakmarkaðan mynt). Af pessu leiðir að seðil- hafar geta löglega hagnýtt sjer seðlana að eins innan peirra tak- marka, sein lög setja gangsviði peirra; eru pví takmarkaðir, enn ekki „absolut“ eigendur peirra. t>ó að pví allir seðlar landssjóðs væru í höndum landsmanna, pá er lands- sjóður eigi að síður frumeigandi peirra, en landsmenn að eins af- nota eigendur (usufructuarii). t>etta styrkist enn frernur af pví, að lands- sjóður hafði frá byrjun, eins og liatin hefur enn, ekki einungis laga- heimild, heldur skýlausan laga-rjett, til að fynrbjóða nokkrum seðilhafa að nota seðlana vpp á landssjóðs ábyrgð utan pess gangsviðs, sem lög marka peim; og að auglýsa, að hver sem móti bryti banninu, bæri sjálfur alla ábyrgð athafnar sinnar. Slíkur rjettur ber engum nema eig- anda. Að stjórn hans hefur van- rækt petta, sannar að eins hirða- leysi hennar eða annað verra. En hvað varð? Menn voru látnir brjóta lög, og fara með seðlana út fyrir gangsvið peirra, og leggja pá inn í póstá- vísanasjóð ríkissjóðs í Reykjavík. Ríkissjóður gaf út, gegn seðlainn- legginu, ávísun á sjálfan sig. Nú var hann orðinn, de, facto, eigandi seðlanna, að upphæð, er svaraði á- vísun eða ávísunum hans. Hann hafði, fyrir sitt leyti, helgað sjer pessa seðla, svo sem löglegt ávís- unar-andvirði. Pá kemur eptirtektar-vert stig. Fjármálaráðgjafi Dana er látinn fara með ísland verr, en pó pað væri innlimað skattland Danmörku. Hann segir póstmeistara að fara með seðl- ar.a úr ríkissjóði og leggja pá inn í landssjóð, rjett eins og farið var með ríkismynt fyrir 1886; rjett eins osr seðlarnir væru sama sem ríkis- n mynt! Landssjóður er látinn taka við peim; enn ekk.i svo sem rlkismynt, 0: geymslufje fyrir ríkissjóð, heldur eins og ÁVÍSTJN á sjálfan sig, er hann gengst undir að greiða ríkissjóði í gulli. Póstávísunin á ríkissjóð hef- ur pannig enga aðra pýðingu, en pá aðútvega ríkissjóði sem allra snöggv- ast factiskt eignarhald á seðlunum, til að geta selt pá aptur landsjóði fyrir gull. En eiginlega ávlsunin, hver er hún pá? og á hvern er eiginlega ávisað? Síðari spurning- unni verður að svara fyrst. Þegar spurningin er, á hvern ávísun sje, pá verður eigi um pað práttað, að hún er ávalt á pann, sem SlÐAST BORGAR. Ilver borgar hjer síðast? — Landsjóður! — Hví? vegna pess, að eiginlega ávísunin er á hann. Þú spyrð, hvernig petta megi vera. pví horfir nú panuig við, að seðl- arnir eru komnir út fyrir gangsvið sitt, og eru pvl, á hinuin nýja reit peirra, orðnir einskis virði, og fact- iska eigandanum pví einskis virði líka. En, pegar seðlar landsjóðs eru pannig fallnir, pá eru peir, svo sem auðvitað, ekki peningar eða gangeyrir landsjóðs fratnar; heldur — vel að merkja — ÁVÍSUN á land- sjóð, pví pá á hann (liafi allt far- ið að lögum) að leysa pá inn gegn fullu ákvæðisverði. Lögin segja reyudar „ef bankinn yrði lacrður niður, eða framkvæindir bank- ans hætti að fullu“. En pað pýðir ekkert, hvað lög segja, pegar verið er að eyðileggja landsjóð og land íslendinga. Svar landstjórans og peirra parna heima (vitorðsmanu- anna) verður eitthvað í pessa átt, ef pað nær nokkurri átt: „Bankinn er 1 rauninni feldur með hverri póst- skipsferð. I>ví, ef landsjóður neit- aði að leysa inn til sín seðlana, sein ávísað er með einhverri ferð pegar tniklu væri ávlsað, pá parf ríkissjóður ekki annað en fara með pá í bankann og krefjast, að hann leysi pá inn. Þetta. getur hann nú ekki. t>á krefst ríkissjóður opin- berlega, að landsjóður leysi inn seðlana, eða með öðruin orðum að hinn gjald-prota banki „hætti að fullu“. t>á verður landsjóður neydd- ur til að leysa alla seðla sína inn. t>á kemur pað ekki til orða, hvort Jjandhafi seðla hafi komizt að peim löglega eða ólöglega. Landsjóður er skyldur að leysa pá alla inn orða- og eptirspurnarlaust. Aðferð- in við landsjóð er pví, í stuttu máli, petta: „Hjerna kem eg með seðla (sem ávísun hefur verið gefin út á á ríkissjóð) til að láta landsjóð leysa inn. Geri hann sem hann vill, að leysa pá inn eða ekki. Neiti hann að leysa pá inn, pá fellum við bankann, og neyðum landsjóð til að leysa inn alla seðla slna, ef honum pvkir pað sætara“. (pað kemur ekki rökleiðslu pessari við, að pað yrði bæði sætara og sælla ef vitlega væri með farið). Lög- leysa er petta frá byrjun. En lög- brotsmenri komast af með hana að lokum, og landsjóður situr við skað- ann. Nú sjerðu, að pað eru ávísaðir seðlar landsjóðs, sem eru eiginlega ávísunin í pessu fínanz spili. Sú sem póstmeistan gefur út er að- eins hrekkiaseðill, sem ekkert pýð- ir nema að vjela landsjóð í skuld, sem hann átti akirei i að komast Niðurstaðan hjer er pá pessi: þegar seðlar landt.ssjóðs eru fallnir, og pað eru peir undir eins og peir eru komnir 1 póstávísanasjóð ríkis- ins, þá verða þeir úr peningum landssjóðs að ávísun á landssjóð eptir bankalögunum; af þvl að þeir ,eru landssjóðs eigin eign. Kaupir hann pví, hvað eptir annað, hvað o’ní samt, sína eigin eign. I>ó við nú gjörum, röksemdafærslu vegna, að seðlarnir sjeu einhvers annars eign, pað er að segja, pá Dana, pví engum öðrum eiganda er til að dreifa, pá verður niður- staðan alveg hin sama, svo lengi sem sá lagastafur stendur, að lands- sjóður eigi að leysa til síu seðla sína að lokum, er peir eru fallnir eða bankinn getur ekki leyst pá inn. Það verður pví ekki haggað á nokkurn hátt við peirri setningu, að landssjóður er látinn pannig kaupa eigineign hvað o'nl samt fyr- ir eiyin peninya (mynt). Þessu ráðlagi kemur pað ekki hið minnsta við, að landssjóður geti sett seðlana aptur á vöxtu; pvi pað getur hann (og gerir í sumum tilfellum), án pess, að nota pá fyrst til að búa sjer á hendur óðfluga vaxandi skuld við ríkissjóð Dana. Seðlarnir streyma stöðugt inn til hans í borgun skyldna og skatta landsmanna. Ilann lánar pá stöðugt út gegn fasteignar-veði aptur. Til pessa parf hann engrar hjálpar frá svikamillu pústávís&uanna. Þvi seðl- arnir koma inn til hans, lmort sem er, ekki einungis fyrir ekkert, held- ur l borgun á vtistandandi skuld- um hans. 1000 kr. pannig fengnar eru hreinn gróði. Kn 1000 kr. í seðlum gegn 1000 kr. skuld í gulli við ríkissjóð, er landssjóði formlega sama sem Kúll, en í raun og veru sama sem 1000 kr. skuld af allra ónotalegasta tægi; pví að með- an hann getur borgað, eru pað 1000 kr. I gulli út úr landi, en síðan skuld sem liann getur með engu öðru móti borgað en pví, annað- hvort að láta fasta-tillags innstæð- una ganga í hana, eða taka lán til að borga hana með, og leggja síð- an skatta 4 fólkið, að fá lánið borgað. Hins vegar lánar hann út seðJapúsundina, sem hann fjekk fyrir gull-skuldar púsundina, gegn veði og afborgun, segjum á tíu árum. Á peim tíma getur pessi hríngsól- andi seðlapúsund hæglega verið bú- in að skapa landssjóði 30,000 kr. gull-skuld við ríkissjóð, pó hún bærist svikamillunni ekki optar en prisvar á ári. Svikamillulaust hefði landssjóður á sama tíma grcett á pessari sömu seðlapúsund 30,000 kr. nuk vaxtanna sein hann verður að borga ríkissjóði að lokum. ÍSLENZKAR ÞJÓDSÖGUR. ft/TÍrlestur haldinn í Winnipeg 18. nóv. 1889 af Friðrik J. Bergmattn: Mínir herrar og frúr! ísland er sægirt land. Flestir af oss hafa alið æsku sína við hafið. Og marg- ur íslendingur her undarlegan kærleik í brjósti til þess. Þeim, sem lengi hafa alið aldnr sinn við hafið, finnst þeir vera í einhverjum andlegum skyldugleika við það. Þegar þeir hugsa til þess, að það sjeu litlar sem engar líkur til þess, að þeir fái að sjá það nokkurn tíma aptur, finna þeir söknuð í hjarta sínu eins og einhver óumræðilega kær ást- vinur ætti í hlut. Ilafið kveður einlægt liinn sama söng. Það veltist eiliflega móti sjálfu sjer, eins og skáld eiit hefur komizt að orði. Ilver bylgjan rfs annari hærra, hver stórsjórinn seilist öðrum lengra, en fell- ur svo aflvana niður í sína cigin gröf. Og þó hafið geti sogað eitthvað til sín, sem ofan á því flýtur, þá er það jafn- hungrað samt. Það ferðast kring um löndin með alla sýna ókyrrð og enda- lausu þrá. Það er eins og það beri ver- aldargátuna á brjósti sjer og finnist hún svo þung, að það verði að emja og stynja. Þegar það er kyrrt, vaggar það henni, eins og móðir óspöku barni, sem henni er annt um að sofi sem lengst. Kn hvað blítt sem honni er vaggað, og hve mjúkur koddi, sein henni er feng. inn, sefur hún ekki lengi samt. Óspektar- ormurinn nagar hjartarætur hennar. Ver- aldargátan biundar aldrei lengi, enda cr liafið sjaldan lengi kyrrt í einu. Ilún lenn r það með halanum og froðufeilir, hún ríður hæstu ölduhryggjunum eins og versta galdra-gýgr. Og það vill til, opt og einatt, að hún verður þeim að grandi, sem eru á ferð milli landa. Já, mikið og voldugt er liafið, stynj- andi af einhverjum sársauka, sem eng- inn skilur og enginn hefur fundið orð til að nefna, — með þetta sorganna barn á brjósti sjer. Litlir og veikburða eru mennirnir í samanburði við það. Þeir eru að glingra við sinásteinana í fjör- unni eins og börn að leik. Þeir virðast eiga ákaflega annríkt og eru á sífeldu flugi og ferð. Úr steinum sínum bj’ggja þeir hús og hallir, — í risavöxnum stýl, eptir þvi, sem þeir sjálflr álita, — hvern Babels-turninn á fætur öðrum. En á meðan á byggingunni steudur verða )>eir opt ósáttir og grýta opt hver annan af hinum mesta grimmdar hug. Þá hefur sú undra sjón opt sjezt, að hafið, þessi óútreiknanlega stærð náttúrunnar, hefur velt sjer inn yflr ströndina, þar sem þessar risavöxnu byggingar mannsandans gnæfðu til himins i sinni eigin innbyrl- ing, og umturnað þar öllu eptir eigin geðþótta, svo að mennirnir hafa n&um- ast þekkt aptur handaverk sjálfra sín. Það hefur ef til vill vakið ofurlítinn snefil af auðmýktar tilfinning hjá þeim rjett í svipinn; en brátt hafa þeir tekið að byggja á ný, og brátt hafa þeir tekið að dást að verkum handa sinna; en þá hefur hafið komið aptur, með storminn fyrir vagnstjóra og brimgarðana fyrir ennisband, og mÍDnt vesalings menmna ofur áþreifanlega á það, hvílíkir smæl- ingjar þeir sjeu og hve margar af bj’gg- ingum þeirra sjeu reistar á sandi. Það er opt og tíðum ofur auðmýkjandi, hefur mjer fundizt, að vera maður. Þegar maðurinn stendur augliti til aug- litis andspænis náttúrunni umhverfis sig. vill opt verða fremur lítið úr lionum. í Jiöndum náttúruaflanna er hann eins og fys eða leiksoppur og þar er eins og það sje að eins af náð og misk- unnsemi að hann fær að standa á fót- unum og ekki á liöfðinu. Naumast er þessi tilfinning nokkurn tíma eins sterk og þegar maður ferðast um hafið. Síð- ast þegar jeg ferðaðist yfir Atlantshaf- ið, man jeg, hve gagntekinn jeg varð af óumræðilegri lotning fyrir hafinu og nærri því að segja fyrirlitning fyrir mönnunum og )eirra afllausa káki, þegar gufuskipsbollinn, sem jeg ásamt fleirum hundruðum manns, fluut á, hentist af einum hylgjuhrygg á annan eins og eitt- hvert barnaglingur. Enginn kennari, sem jeg hef þekkt, hefur komizt í hálf- kvisti við hafið með að brýna fyrir manni þá kristilegu dyggð, sem kallast auðmýkt. — Mjer fannst jeg sjá allt mannkynið vera komið út á þetta ógur- lega, bylgjandi haf, — allar þessar mörgu millíónir sálna vera komnar út á þessa smá-prammu, sem nefndir eru með þeim algenga sjálfsþótta, sem mönnunum er svo tamur, gvfuskip. Hafið ljek sjor að þeim öllum, hampaði þeim á öldu- hryggjum sínum, Bkipti sjer ekkert af því þótt farþegjarnir sætu með öndina í hálsinum, náfölir eins og þeir sæju dauðann húka á borðstokknum. Og mjer fannst eins og þeir, sem mestir stór- bokkar eru á landi, mundu hjer kikna mest. Mjer fannst sem haflð mundi hafa skemmtan af því að skjóta öllum ofurhugum og skrumurum sem mestum skelk í bringu. Mjer kom þá einnig til hugar að lieimspekingarnir, sem þykjast hafa leyst úr öllum spurnÍDgum tilver- unnar með speki sinni, mundu máske hafa orðið hoknir í hnjáliðunum hjer, og sagt með Shakespeare: „Það eru til hlutir milli himins og jarðnr, sem speki vora liefur ekki einu sinni dreymt uin“. Því það leyndardómsfyllsta í ailri nátt- úrunni er liafið. Það er og verður mönn- unum sífekl gáta, og þess vegna er það engin furða, þótt hinar miklu gátur til- verunnar, sem mennirnir eru sífelt nð bisa við, hafi fyr og síðar á tímum ver- ið settar í eitthvert samband við hafið- Þegar maður er staddur úti á hafi, hefur maður einhverja ósjálfráða til- finningu af að standa augliti til aug- litis við veraldargátuna. Að minnsta kosti hefur mjer ætíð fundizt það, og |.ó lang-mest þegar jeg í síðasta sinni fór yfir hafið. Jeg hef aldrei fundið jafn- mikið til þess, hve ákaflega skammt menn- irnir eru á leið komnir í því að skilja sína eigin tilveru og sum af hinum ein- földustu spurijmálum, sem standa í sam- band' við hana. Það var eins og jeg sæi margýgi sitja á hverjum ölduhrygg og vera að henda gaman að heimsku mannanna. Og þetta var orðið svo rót- gróið í huga mínum, að þegar við loks- ins fórum að nálgast land og yzti odd- inn af austurströud Ameríku fór smám saman að verða sýnilegur, fannst mjer sem eiuliver sphínjc mundi húka þar og horfa til hafs. Það var eins og land- löngunin, sem áður hafði verið mjög sterk hjá mjer, ætlaði að hverfa, þang- að til jeg var búinn að átta mig á því, að veraldargátuna getur enginn flúið, hvort heldur hann er staddur á sjó eða landi. Mannsandinn hnejgist ósjálfrátt að hinu ósklljanlega, eða rjettara sagt að því, sem hann hefur enn ekki skilið. Þaö dregur hann að sjer, með ómótstœði- legu segulafli. Ilver gátan rís upp á fætur annari fyrir hinni andlegu sjón mannsins og manar hann til að gefa sjer einhverja úrlausn. Hið merkileg- asta er, að það eru ekki einungis hinir menntuðu, það eru ekki einungis stór- menni-n í andans heimi, sem þetta segul- afl hins óskiljanlega nær til, heldur eru )>að einnig smámennin, alþýða manna, menn eins og þú og jeg, minn tilheyr- andi, sem komizt geta í klær þess. Þessi glíma mannsandans við hið ó- skiljanlega kemur ekki einungis fram t verkum heimspekinganna og skáld- anna, þeiira manna, sem slfellt eru á á ferð uppi á fjallabrúnum mannlegrar hugsuna"-; hún kemur einnig fram í lífi þeirra, sem búa í dalverpum mannlífs- ins og klæddir eru í vaðmál og ganga með skotthúfu á höfði. Einnig þeir^ sem lægst standa í menntunarlegu til- liti og að öllum ytri ástæðum, eru, hver á sinn hátt, að hugsa um veraldargát- una og úrlausn hennar. Til þess að viðurkenna þann saDnleika, þarf ekki annað en virða fyrir sjer þjóðsögur og æfintýii hinna ýmsu ianda. Þjóðsögurn- hafa myndazt í afkimum landauna, þar sem menntunin hefur verið minnst og hugsunarhátturinn hefur fengið minnst- an þroska, þar sem iífið hefur verið ó- brotnast og á sínu frumlegasta stigi. Samt sem áður hafa þeir, sem mestir andans meiin liafa verið, liver á sinni fósturjörð, lagt hina mestu rækt við þjóðsögur lunds síns og þótzt þar finna gullnámu frumlegra hugmynda um ýms af hinum dýpstu spursmálum lífsins- Og það hefur ekki sjaldan viljað til, þegar l.jóðsögur og æfintýri eins lands hafa verið dregin fram af þjóðlífsdjúp- inu, að miklum hluta þeirrar þjóðar hef- ur fundizt, að hann finna þar aptur sina týndu æsku. Menn hafa þá opt fundið til þess, að hugsanir barnanna geta ósjaldan verið sannleikanum nær en hugsanir hinna fullorðnu, — speking- anna, er spinna sinn kóngulóar vef af smásmuglegum hártogunum meðan fjöld- inn bíður sárþyrstur eptir einu frels- andi svari. Það, að þjóðsögur eins landa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.