Lögberg


Lögberg - 26.02.1890, Qupperneq 3

Lögberg - 26.02.1890, Qupperneq 3
LÖCBERG, MIDVIKUDAGINN 26. FEBRÚAR 1890 3 JONATAN. Útdr&ttur úr bók eptir Max 0'Itcll. Hvlldardags- skinhelgin stendur 1 eins miklum blómaj i Austurríkj- unum i Ameríku eins og á Eng- landi og Skotlandi. Jeg var staddur i Jaoksonville einn sunnudag, hafBi komiB þang- aB til aB sjá muni frá suBurhluta hnattarins, sem þá voru sVndir þar, og i einni vissri deild langaði mig til að kaupa fáeina skrítna smá- muni. „Jeg get ekki selt yður þá i dag“, sagði deildarstjórinn, eptir að hann liafði hrósað vörum sínum á hvert reipi. „Ekki? Hvers vegna?“ „Vegna þess að það er sunnu- dagur — jeg get tekiB pá frá handa jBur —- en þjer verðið aB kaupa pá á morgnn“. Sliku er búizt við að menn muni dást að. Dað er sannarlega uppbyggi- legt, að sjá liáværa, skítuga, guð- lastandi hópinn, sem safnast saman á sunnudagskveldum fyrir utan Ma- dison Square garðinn í New York, þegar sex daga kappganga er i vændum. Frá þvi klukkan sex eða sjð um kveldið keppist hver við annan fyrir utan hliðið að veðja og blóta. En gangan sjálf byrjar ekki fyrr en einni mlnútu eptir miðncetti. * Englendingar hafa fundið upp mörg væg orðatiltæki, til þess að komast hjájþvl að leggja guðs nafn við hjegóma; sumir menn halda, að þvi er mjer skilst, að guð muni ekki taka neina tungu til greina nema ensku, og þess vegna leyfa þeir sjer að segja Mon Dieu eða Mein Gott.*) í þessu efni eru Ameríkumenn Englendingum jafn-snjallir. I>eir hafa fundið upp orðatiltækið Great Scott. * Eitt er aðdáanlegt við allar helztu trúarbragðadeildirnar í Am- eriku; það er það, hve þjóðlegar þær eru. Þegar jeg heyri sagt, að trúar- brögðin sjeu svarinn óvinur fram- faranna, einkum lyðstjómar-fyrirkomu- lagsins, þá hugsa jeg til Amerfku og segi við sjálfan mig: „Þetta er ósatt“. Allt frá erkibiskupunum og nið- ur að hinnm ómenntuðustu prjedik- urum, sem boða hina og aðra smá- isma, er enginn prestur til í Amer- iku, sem mundi dirfast að segja söfnuði sinum, að frelsið sje ekki hans dyrmætasta og helgasta eign, °g að þjóðstjórnin sje ekki það aðdáanlegastaJ—- það eina mögu- lega — stjórnarfy ri rkom u lag fyrir Ameríko. X Frakklandi** láta margir sig trúarbrögðin litlu skipta; en margir þykjast líka vintrúaðir, án þess að vera það, og gera það af pólitískum ástæðum, Jeg er viss um, að ef xannsökuð væra hjörtu manna á Frakklandi, þá mundi þar finnast miklu minna af trúleysi, heldur en í mörgum öðrum lðndum. Það er eins og konungssinnar hafi slegið eign sinni á trúarbrögðin, og svo finnst öðrum þeir s/ni með því þjóðstjórnar-hug sinn að kollvarpa trú konungssinna. Menn líta á trú- rækinn mann fremur eins og póli- tískan fjandmann heldur en sem mótstöðumann í trfiarbragða-málefn- Aim. Þannig stendur á því, að svo ~mikið ber á trúleysi á Frakklandi. Jbess ber jafnframt að geta, að fjöldi af konungssinnum gera sjer upp guðhræðslu og fara reglulega til kirkju til þess að mótinæla með ■því lyðveldinu, og að það er af- sakanlegt hjá inörgUm ljfðveldis- mönnum, aö þeir skoða þetta trúar- bragða-tran sem fjandskapar-vott gegn stjórnarfyrirkomulagi því sem *) Ouö minn á frönsku og ensku. ■**) Ilöfundurinp ef franskur. þeim liggur á lijarta. Þetta ástand er hörmulegt. fað er báðum málspörtum að kenn». X Englandi og i Ameríku á sng- in deila sjer stað viðvíkjandi stjorri- arfyrirkomulaginu, og þar rekstrú- arbrögðin sig ekki á frelsið og tam- fariruar, heldur búa þau í frið og eindrægni saman við þjóðstjóhina, eins og sæmir þeirri trú, sembyð- ur fyrst og fremst þetta: „Ilskið hver annan“. * Stórborgirnar í Anieríku eru ekki sú verulega Ameríka. Ti þess að ,'fá rjetta hugmynd um lindið, verða menn að fara og sjá þessi hundruð — mjer liggur viðaðsegja þúsund — af blótnlegum snábæj um, sem þjóta upp með h'erjum deginum á þessu feykilega negin- lands-flæmi. Jeg kom of seint til Aneríku og fór þaðan of snemma, tl þess að fá að njóta fegurðar nátlúrunn- ar þar og dást að henni. Trjen voru í sinu dtfrlega laufskrúii, Ind- íána-sumarið var ny-liðið, op skóg- arnir voru berir og móleitir, og sljett- urnar eins. En það gerir ekkert til: mig hryllir við útsynisljsingum og jeg hefði ekki verið fær um að rita um náttúrufegurð Ameriku, eins og hún á skilið. Mjer þjkir meira vert um menn en um ár, klettaog trje. Jeg get ekki lyst nittúrunni, og það er mannleg náttúra, sem mjer þykir rnest um vert. New York-bær stendnr á eyju hjer um bil 0 mílna largri, hálfrar milu breiðri sunnanverðri og hjer um 2^ mílu breiðri norðanverðri. Eyjan er eins og tunga í Jögun. X korti líkist bærinn mest hun- angsköku: tólf stórar slagæðar liggja frá norðri til suðurs, og þvert á þeim standa meir en 100 stræti; þannig myndast aragrúi af „blocks“, sem svo eru kallaðar. Strætin eru öll númi.ruð, nema í eiginlegu borginni; þar hafa þau sjerstök nöfn. Annars heita strætin 1. stræti, Austur eða Yestur, 2. stræti, 125 stræti, og s.-o frv. Stóru slagæðarnar eru kallaðar „Avenues“ 1., 2., 3., upp að 11. Svo er auk þess Broadway, sem liggur þvert i gegnum bæinn. Það liggur í augum uppi, að ekkert er auðveldara en að finna hús, sem er á því og því stræti. og hefur það og það númer: þegar komið er fram hjá svo og svo mörgum strætum. svo og svo mörg- um „blokkum“, þá er maður kom- inn þangað sem ferð manns er lieit- ið, án þess liætt hafi verið við því að maður liefði getað villzt. En að muna, hvar kunningjar mínir áttu heima, það ætlaði alveg að gera mig ærðan: 103, Austur 15 str.; 44, Austur 26. str.; 16, Austur 48. str.; 14, Vestur 50. str.; 154 Vestur 72. str.; 400, 5. Avenue; o. s. frv. Menn geta gert sjer í hug- arlund, í hver einstök vandræði ves- alings útlendingurinn er kominn ept- ir fáeina daga, þegar slíkir örðug- leikar mæta honuin og hann þarf að heimsækja fjölda manns. Þegar mjer varð litið á New Yorkar-menn, gangandi eptir strætun- um með þessum alvarlega, ígrund- andi svip sem þeir hafa, þá sagði jeg við sjálfan mig: Aumingja menn- irnir eru að reyna að halda hús- númerum föstum í huganum, og eru allt af að liafa þau upp fyrir sjer aptur og aptur. í New York skyggnast menn árangurslaust um eptir minningar- mörkum í þeim skilningi, sem það orð er við haft í Norðurálfunni. Þar eru stórkostleg hús, fáeinar snotrar kirkjur, en ekkert sem mönn- um verður starsjfnt á. í bezta liluta bæjarins eru húsin úr móleitum steini og með ensku lagi. 1 þeim hlutum bæjarins, þar sem mann- mergðin ef mikil, eru húsin úr rauðuin múrsteini með grænuin gluggahlerum að utan. Strætin eru óttalega illa stein- lögð. Frá gluggum mínum, sein sneru út að Madison Square, synd- ust vagnarnir bopyiast Upp og nið- ur eins og bátar í sjógangi. Drykkju- rútar liafa orðið að hætta að drekka. Þeir gátu ekki komizt heim frá drykkjustofunum. Það cr ekki New York sjálf, sein aðkomumanninum þykir mjög einkennileg, heldur það geysilega fjör og hraði, sem þar er á öllu. Fyrir ofan höfuðin á mönnum eru net af telegrafa og telefóna þráðum, á jörðunni er net af spor- vacma-brautum. Mönnum telst svo o til sem telegrafa-þræðirnir, sem eru uppi yfir höfðum manna í bænum, sjeu meir en 12,000 mílur á lengd: hjer um bil nóg til að ná hálfa leið kring um hnöttinn. Skrækirnir í gufubátunum, sem ganga milli New York og Brook- lin yfir Austurá og milli New York og Jersy City á Hudsons- ánni gera dag og nótt (þangað til kl. 1 að morgninum) skarkala, sem líkist orgi óarga dyra. Það er vein efnisins undir oki mannsins. Næstum því eptir hverju ein- asta stræti fara strætisvagnar með fárra mínútna millibili. Eptir Broad- way að eins fara meir en 300 vagnar. Vagnarnir eru furðulegir, eins og allt í Ameriku. Þeim er ætlað að flytja 24 menn inni (ofan á þeim eru engin sæti), en þeir eru smíðaðir þannig að fyrir kom- ast þar 60 manns og meira. í raun og veru gerir ekkert til, hvað fullir þeir eru — þar kemst æfin- lega einum meira fyrir. Vagnstjór- inn neitar aldrei neinum manni að stíga upp í vagninn. Metin hanga á grindunum við hliðina á öku- manni eða vagnstjóra, ef ómögu- legt er að ryðjast inn, og halda sjer í ólarspotta, sem upp er sett- ur í því skyni; menn geta varla náð andanum og eru í standandi vandræðum með að komast ofan í vasann tíl þess að ná þaðan 5 centunum, sem menn eiga að greiða strætisvagna-fjelaginu; en- vagnstjór- inn grenjar með sínu söngli gegn- urn nefið: „Flytjið þið ykkur fram, færið þið ykkur til“. Ef menn kunna ekki við þetta, þá eiga menn ekki annars úrkosta en að ganga. Leiguvagnar eru fáir. Það er engin furða, þegar þess er gætt að lægsta borgun fyrir leiguvagn er dollar eða hálfur annar dollar. Uppi yfir 3. Avenue og 6. Avenue er járnbraut sú, sem köll- uð er „The Elevated“. Hún hvílir á járnstólpum, og lestirnar eru jafnhátt efstu gluggum húsanna. Þó ótrúlegt sje, þá flytur fjelagið, sem á þessa járnbraut, 500,000 far- þega á liverjum degi. Menn liafa komið sjer saman um að allar þessar samgönguleiðir sjeu ónógar, og nú er farið að tala um járnbraut niðri í jörðinni. Bráð- um ferðast menn niðri í jörðinni, eptir jörðinni og í loptinu. Vesalings Herkúles, hvar stendur hann nú með það, að vera fremstur í flokki, eins og hann hefur hingað til verið talinn? Hann þolir ekki samanburð við Yankeeann. Strætin, sem eru illa stein- lögð og óhrein, eru hættuleg á vetrum. ökumenn halda ekkert í við hesta sína til þess að sneiða hjá fótgangandi mönnum, en reyna ekki heldur að látu þá verða undir hestunum. Þeir fara þannig með- alveg milli ökumanna í London, sem sneiða hjá fótgangandi mönnum, og ökuinanna í París, sem leitast við að aka yfir þá. * Mannmörgu borgarhlutarnir, eins og kínverski parturinn, ítalski parl- urinn, Gyðinga parturinn, með leigu- húsum sínurn, þar sem fátækling- unum er saman þjapjiað, tninna menn á sumar af lysingum Dantes: það er niðurganga eða rjettara sagt uppganga í lielvíti. Jeg fór einn dag um þessa parta með embættis- manni úr heilbrygðisstjórninni. Jeg ætla að hlífa lesendunum við þeiin áhrifum, sem sá dagur hafði á mig. Það var voðalegt. Lyðurinn samanstendur af afhraki frá öllum þjóðum, og enginn getur liugsað sjer neitt óhreinna nje dónalegra. Rjett lijá þessum óttalegu ó- þrifum er fimmta Avenue, með sín- um höllum, sem fullar eru af auð- æfum jarðarinnar. Það er gamla sagan í stóru bæjunum. Því er eins varið í New York eins og í London, að þar eru hundruð af kirkjum og drykkju- stofum: Það er sama ógöfuga eng- ilsaxneska samblandið af bifliu og bjór, af því er andanum og vín- andanum heyrir til. New York er að líkindum sá bær heimsins, þar sem flestar þjóðir eru saman komnar. Til þess þjer getið fengið nokkra hugmynd um það efni, skal jeg geta þess, að þar eru gefin út frjettablöð á ensku frönsku, þyzku, rússnesku, ítölsku, spönsku, sa?nsku, hollenzku, ung- versku, kínversku og hebresku. Mjer barst einu sinni prentuð auglysing um fund, sem Vinnu- riddararnir ætluðu að halda. Aug- lysingin var prentuð á sex tungu- málum. * Boston er alveir enskur bær, húsin snotur og sterkleg. Skemmti- garður fyrir almenning er í miðj- um bænum, og er það dyrleg sjón á kveldin. Það er mesti lærdóms-bærinn í Bandaríkjunum, ein af aðalstöðvum þekkingarinnar í heiminum. Ekkert er skemmtilegra til, en að heyra íbúa stórborganna í Ame- ríku setja hverjir út á aðra. Það má næstum því svo að orði kveða að mannfjelagið í öllum þessum borgum sje enn í barnæsku sinni, en í hverri um sig gera menn lit- ið úr fólkinu í hinum borgunum. í Boston segja menn t. d. að allir Chicago-menn sjeu svínaslátrarar og flesksaltarar. í Chicago muntu fá að heyra, að í Boston sjeu engir nema spjátrungar og oflátungar. Enskan, sem töluð er í Bost- on, er lireinni en það mál, sem heyrist nokkurs staðar annars staðar í norðurríkjunum. Málrómurinn er ekki eins harður, fólkið talar ekki eins fram um nefið og málið er ekki eins „vurry, vurry Amurrican“. Allar skrítlur, sem sagðar eru í Ameríku viðvíkjandi Boston, eru skop um Boston-menn fyrir það, hve mjög þeir þykjast af bæ sín- um sem miðdepli alheimsins. Þessi saga er ein af þeim mörgu hundruðum, sem jeg hef lieyrt: Karlmaður í Boston hefur misst konu sína. Jafnskjótt og búið er að leggja telefón milli Boston og liimnáríkis, hringir ekkjumaðurinn og hrópar: „Hollo!“ „Hello!“ heyrist frá liinum end- anum. „Ert það þú, Artcmisia?“ „Já, góði minn.“ „Jæja, elskan mín, og livernig kanntu svo við þig þarna uppi?“ „Ó, það er ljómandi skemmti- legt, auðvitað — en það er ekki Boston ?“ í Boston, og annars staðar í Massacliusetts-ríkinu, sem Boston er höfuðstaðurinn í, hafa liinir frægustu rithöfundar Ameríku átt lieiina. Long- fellow bjó þar; Whittier, Lowell og Holmes búa þar enn. Howells og Henry James eru Boston-menn, að jeg held. * Philadelphia, sem áður var höf- uðstaðar Bandaríkjanna, hefur 8 eða 0 hundruð þúsund íbúa, og er byggð eins og New York í rjetthyrndum fer- hyrningum. Ráðhúsið þar er feg- urst liús í Ameríku, að undanskildu Capítólinu í Washington. Lystigarður er þar svo ljómandi fagur, að jeg get ekki líkt honum við neitt, nema ef það skyldi vera við Boulogne- skóginn í París. Trjágöng garðsins samanlögð eru hjer um bil 60 míl- ur á lengd. Hafi maður sjeð New' York eða annríkis-bæina vestur í landi fyrr en Philadelphiu, þá finnst manni þar allt fremur hægfara» jafnvel tilbreytingarlítið. Þetta er kvekara-bær; kyrrð er á strætunum og fólkið er hófsamt og rólegt, en þrátt fyrir það er bærinn fullur af allskonar iðnaðar- verkstöðum. INNFLUTNINGUR. I því skyni að tíýta sem mest aö mögulee't er fyrir því að auðu löndin í MANITOBA FYLKI byggist, óskar undirritaSur eptir aðstoð við að útbreiða upplýsingar viðvíkjandi landinu frá öllum sveitastjómum og íbúum fylkisins, sem hafa hug á að fá vini sína til að setjast hjer aö. þessar upp- lýsingar fá menn, cf menn snúa sjer til stjórnardeildar inntíutn- ngsmálanna. Látið vini yðar fá vitneskju um hina MIKLU K0STI FYLKISINS. Augnamið stjómarinnur er með öllum leyfilegum meðulum að draga SJERSTAKLEGA að fólk, SEM LEGCUR STUND Á AKURYRKJU, og sem lagt geti sinn skerf til að byggja ’fylkið upp, jafnframt því sem það tryggir sjálfu sjer þægileg heimili. Ekkert land getur tek- ði þessu fylki fram að Með LANDGÆDUM, HINNI MIKLU JÁRNBRAUTA-VIDBÓT, sem menn bráðum yerða aðnjótandi, opnast nú ÁKJÓSASLEfillSTlI KÝLEPiDU-SVÆDI og verða hin góðu lönd þar til sölu með OG VÆGU VERDI AUDVELDUM BORGUNAR-SKILMÁLUM. Aldrei getur orðið of kröptuglega brýnt fyrir mönnum, scm eru að streyma inn í fylkið, hve mikill hagur er við að setjast að í slíkum hjeruðum, í stað þess að fara til fjarlægari staða langt frá járnbrautum. THOS. GREENWAY ráðherra akuryrkju- og innflutningsmála, WlNNII'EG, MANITOBA.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.