Lögberg - 07.03.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.03.1894, Blaðsíða 1
LöGBRRG er gefið út fívern miCvikudag og laugardag af ThE LöGBERG PRINTING & PUBI.ISHING CO. Skrifstoia: Atgreiðsl JStofa: 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. Kostar $'2,00 um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 6 cent. Logberg is published every Wednesday aad Snturday by TlIR LÖGBERG PklNTING & PUBLISHINGCO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. Subscription price: $2,00 a year payable ■n advance. Single copies 5 c. 7. Ar. } Winnipeg, Manitoba, niiðvikutlaginn 7. niarz 1894 Nr. 17. FRJETTIR CANADA. Konur, sem nýlega fóru á fuud Sir Oliver Mowats til þess að rr.æla fram með kosningarrjetti kvenna, fengu f>au svör, að Mowat byggist ekki við að lifa Jrað, að konur fengju kosningarrjett, en liann byggist fast- lega við, að f>ví máli mundi fram- gengt verða áður en allir pessir gest- ir sínir væru andaðir. Haultain, stjórnarformaður Terrí- tóríanna, lyfsti yfir J>ví á fundi í Oal- gary nú í vikunni, að engar tilraunir, sem gerðar kynnu að verðatil f>ess að fá hann til að breyta skólalögunum (kaþólskum mönnum í vil) mun hafa neinn árangur. BANDARIKIN. t>rjátíu iðnaðarstofnanir tóku af nyju til starfa í Bandaríkjunum í síð- ustu viku og að e;ns tveim var lokað. t>að væri vottur um að farið væri að rætast fram úr fjármálavandræðunum, ef ekki kæmi jafnframt sú fregn, að verkalaun hefðu verið færð niður í 13 verksmiðjum. Viðskipta-ástandið virð- ist lítið færast I lag. Malarar í West Superior, Wis., sem mala árlega um 15 mill. bushela af hveiti, eru að biðja congressinn að nema tollinn af hveiti frá Manitoba og Terrítóríunum. Þeir vilja fyrir hvern mun fá (Janada-hveitið, og aömuleiðÍB markað fyrir mjöl sitt hjer í landi. t>eir halda pví fram, að pað mundi verða hagur fyrir verzlun beggja land- anna, og ekki gera liveiti-bændum í Minnesota og Dakota-rikjunum neitt, tjón. Nokkrir monn undir forustu Wal- ters Wellemanns, blaðamanns í Chi- cago, aetla að leggja af stað frá New T ork í miðjum pessum mánuði í ferð til Norðurheimskantsins. Þeir hugsa sjer að komast til heimskautsins á is- um nú í vor og koma aptur með liaust- inu. Dað gengur fremur örðugt með Wilsons frumvarpið i öldungadeild Bandaríkja-conSressins. Meðal breyt- inga peirra sem gerðar hafa verið í nefnd peirri er um frumvarpið fjallar par er, að 40 centa tolli sje lialdið á tonni af járni og 15 prct tolli á ull. Búizt er við, að málið verði útkljáð í deildinni í pessari viku. ítlOnd. Rosebery lávarður hefur form- lega undirgengizt, að mynda nytt ráðaneyti, og er liann að f>ví pessa dagana. Eptir síðustu fregnum eru allar horfur á f>ví, að honum muni takast að halda eindregnu fylgi frjáls- lynda tlokkrins. Jafnvvl I.abouchere hefur lVst yfir þvi, að hann ætli ekki að snúast í gegn hinum nyja stjórn- arformanni. Ur Argyle-byggð' cr fátt um nyungar. Lipurð og frið- ur hvilir yfir öllu heimilis og fjelags- lífi þrátt fyrir peningaskort til skulda- lúkninga, og mismunandi skoðanir á vissum fjtílagsmálum, sem á dagskrá hafa staðið og standa enn. Heilbrigði góð. Tíðin góð. Engin tilfinnanleg þurð á neinum lifsþægindum utan eða innan húss, svo nokkurt orð sjc ágcrt, enda hafa yngri búendurnirog ógipta fólkið notað sjer öll þessi lífsþægindi með skemmtisamkomum, dansi, söng og hljóðfæraslætti. Bændur eru að mestu hættir að tala um skuldabasl, síðan allflestirskuldheimtumenn hættu að framfylgja kröfum sínum þangað til á næsta hausti, og eru þeir nú góðrar vonar um að þeir tærist ekki upp nje fjúki út I geyminn fyrir „þrælslega meðferð okurkarla“, sem höfundurinn að „samtali Jóns Og Bjarna“ einkennir lánveitendur með. Bændur hittast hjer allopt, og eru jafnan glaðir og vongóðir um betri tíma; bera sig sundur og saman um þau atriði sem peim virðist horfa til umbóta í hinum ymsu greinum bún- aðarins. Svo er það ekki ósjaldan að þeir hafi blöðin til umtalsefnis, því síðan við losnuðum undan hlóðarstein- inum á íslandi og urðum fyrir því happi að samlagast amerikönsku æsku- fjöri og andlegum áhuga, virðist eins og sje farið að rjúka úr svolitlum neista af því sem kallað er praktisk hugsun, svo við erum farnir að bregða ymsum blaðagreinum á okkar fátæk- legu andans vog. Til dæmis eru þeir menn óðum að fjölga, Sem fá skilning á því að ritgerðir Heimskringlu um kristindómsmál og pólitík eru allt annað en drengilegar. E>eir sjá þar enga aðra hugsjón ráða fyrir rithætt- inum en nákvæma viðleitni til aðsæra sem allra mest tilfinningar þeirra sem fylgja lúterskum kiistindómi, og villa mcnn með ymsum krókum og öðruin flækjuin frá fy lgi við frjálslyndu stjórnina hjer I Manitoba (sbr. llyans og Haneys peningakröfu-málið); en þessi vopn eru svo útslitin og sljó I höndum Hkr., að næsta ótrúlegt þyk- ir, að þau hrekinokkurn vel hugsandi mann út frá stefnu sinni. En hvað sem um þessa baráttu blaðsins mætti segja, þá er eitt víst, og það er, að vopnin knyja okkur áfram til þess að skoða þessi tvö stórmál sem okkar eigin mál og eru að því leyti ágætt stafrof fyrir skilningsfræðina. Ef þetta, sem hjer er sagt að framati, er ekki óhlutdrægur og rjettur skilning- ur, þá höfum við enn ekki lært staf- rofið. Degar jeg byrjaði að skrifa línur þessar var það ætlun mín, að senda Lögbergi aðeins þær litlu frjettir, sem hjeðan væri að fá í þennan svipin.i, en enga dóma um vissar blaðagreinar; en til þess að frjettin um stefnufestu manna við þessi áminnstu tvö, jeg má segja, aðalmál, sem eru, ekki einasta hverjum einstakling heldur þjóðar- lieildinni til blessunar og framfara, — yrði sem gleðilegust fyrir lesendurna og heiðarlegust fyrir hlutaðeigendur, þurfti lauslega að benda á þær tál- snörur sem lagðar eru fyrir trúna á þessum málum. Lögberg, sem með lofsverðri elju fullnægir skyldu sinni sem heiðarlegt blað, að berjast fyrir heill og heiðri þjóðar sinnar, hlytur að sjá þann virðingar og þakklætis- vott, sem það á skilið, koma fram I staðföstu fylgi almennings með hinum þýðingarmestu málum blaðsins og rit- stjórans. Grein Mr. Jórts Olafssonar um Ást. I Arg. byggð þykir góð, og svo laus við alla hlutdrægni, sem framast getur orðið, blátt áfram þrædd svo nærri sannleikanum, sem hægt er. «n auðvitað eru þeir menn til, á stangli hingað og þangað, sem ómögulega geta fengið annað út úr llfinu en hörmungar og dauða, hafa enga hugg- andi von, og mála öll llfsskilyrðin með svo biksvörtum litum, að ekkert sannleiksljós getur komiztþar að; og þessum mönnum hlytur greinin að vera stórinikið hncyksli, þar sem hinn heiðraði höfundur þeirrar greinar lít- ur yfir allt búskaparstjáið með vonar- augum og sjer bóndann ungan fjör- ugan og heilsusterkan með öfluga brú á lífinu fá uppfyllingu alls þess, sem hann skynsamlega óskar og von- ar til ánægju og velliðunar. En það mun ekkert ofsagt I J>ví, að hann hef- ur par spilað á þá nótu, sem hæst hef- ur hljómað og mun framvegis liljóma hæst I hjörtum íslenzkra bænda við bústörfin hjer I Ameríku. Ileimskringlu greinin „Um fólks flutninga frá íslandi‘% er vinsæl hjer vetra. Hún þykir samvizkusamlega samin og væri vel, ef landar okkar á fslandi fylgdu þeirri bendingu, sem greinin gefur. Samkoma var haldin I kirkjunni 24. f. m. til arðs fyrir FreÍsis-söfnuð. Aðalskemmtun var söngur, og er á orði að hann hafi verið með þeim beztu söngvum, sem hjer hafi gefizt á samkomum. Söngtíokknum til hvíld- ar hjeldu nokkrir menn tölur. Veit- ingar miklar og góðar. Saman koinu fyrir aðgöngu #27,60 og auk Jiess nokkrir doll. I frjálsum samskotum. í gær voru gefin saman I hjóna- band af innlendum presti I Glenboro Ásmundur Jónsson af Tjörnnesi I Dingeyjarsyslu og Sigríður Friðfinns- dóttir úr Reykjadal I sömu syslu. Brúðkaupsgildi þeirra kvað eiga að fara fram I Bru skólahúsi á morgun. Kaup. Lög. og Hkr. Duluth, 15. febr. 1894. Fyrir raunalegt slys, sem vildi til á mánudaginn 12. þ. m., urðum við, hinir fáu íslendingar hjer, að sjá á bak einum af okkar yngri og efni- legri mönnum, Helga Jónssyrn. Dað verður ekki sagt með neinni vissu, hvernig slysið vildi til, blöðunum hjer bar ekki saman, og enginn mun hafa verið sjónarvottur að þvl. Dað frek- asta, sem við vitum, er J>að, að Ilelgi sálugi var við vinnu sína við fólks- lyptivjel (passenger elevator) I einni af byggingutn bæjarins, og að þenn- an dag var hann, eptir því sem fyrir hann var lagt, að festa vörulyptivjel (freight elevator) neðan I hina vjelina, með því að hann átti að flytja hús- gögn nokkur upp á loft I bygging- unni. Hann mun liafa verið staddur I neðri vjelinni, en sú efri, fyrir ein- hverjar orsakir, fallið ofan á hann, og liann þannig klemmzt á milli þeirra. Degar að var komið var hann með- vitundarlaus, og varð læknirinn, sem þegar var sóttur, þess fljótt áskynja, að hann hefði marizt innvortis. Hann var fluttur á spítalann og síðar um kveldið fjekk liann fulla rænu, en ekki gat hann neitt munað eptir, hvernig slysið hefði atvikazt. Að alit sem hugsazt gat, hafi ver- ið gert til að bæta lionum, þarf ekki að taka fram, en allt kom fyrir eitt, þvl á föstudagsmorguninn, 16. febr. kl. 6.30, aiidaðist hann. Jarðarförin fór fram á laugar- daginn kl. 1 e. m. undir umsjón bróð- ur hans, Kristjáns Jónssonar, I viður- vist margra vina lians Og vandamanna ásamt nokkrum innlendum málsmet- andi mönnum, sem kynnzt höfðu hin- um látna. Rev. C. C. Salter gengdi prestsverkum. Helgi sál. var fæddur 8. ágúst 1862, á Bæ I Borgarfjarðarsyslu. Dar ólst hann u]>p hjá foreldrum sínum og fluttist síðanmeð þeim að Sveinatungu I Myrasyslu 1876, þardvaldi hann þar til 1882, að hann fór á búnaðarskól- ann I Ólafsdal og stundaði þar bú- fræði I tvö ár og útskrifaðist með góð- um vitnisburði 1881. Frá 1884 til 1888, er hann fór til Ameri’ku, var haun við jarðyrkju á sumrum en bók nám á vetrurn, ásamt því sem hann lærði hinn svokallaða „útlenda vefn- að“, og inun ltann hafa vcrið orðinn vel að sjer I þeirri grein, því sl.'asta veturinn sem liann var heitna, ko’n hann, fyrstur manna, á fót hiuni nyju vefnaðar aðferð á Lundum I Myra- syslu. Eins og áður er sagt, flutti hann til Ameríku um suinarið 1888 og settist að I Duluth það sama haust Veturnaj'OO og '91 naut hann privat kennslu hjá Sigurði Sigvaldasyni, sem þágekk á skóla I Minneapolis. Eptir það flutti hann aptur til Dulutii og var þar þangað til hann dó á 32 aldursári. Helgi sál. var mjög vandaður I allri umgengni; kostaði kapps um að leysa verk sín vel og dyggilega af hendi, og kotn jafnan fram sem trúr og skyldurækinn þjónn. Hann var nokkuð vina vandur og lagði alls ekki lag sitt við neina þá, sem hann ekki þekkti; en því tryggari var liann vin- um sínutn. Ilann hafði talsvert mik’a mennta fysn, enda var hann otðinn sæmilega vel að sjer I ymsum mcnnta greinum. Heldur fáskiptinn I marg- menni. en hafði aptur mikið yndi af alvat legum samræðum I góðu næði. Hann skildi fullkomlega vel þyðingu llfsins og tók sjer sómatilfinninguua fyrir leiðarvísi. Vinir og ættingjar lcita árangurslaust að manni I htð auða skarð. Jón Sigvaldson. Móðir mín. Dá vissi' jeg fyrst hvað tregi erog tár, Sem tungu heptir,— brjósti veitir sár, Er flutt mjer var sú feigðar-saga liörð, Að franiar ei ]>ig sæi’ eg hjer á jörð; — Er flutt mjer var hiu sára sorgar- fregn, — Sem sálu mína og lijarta nísti I f?eí?n — Að þú hefðir háð þitt hinnsta stríð Svo harla fjarri þeim, sem þú varst bltð. Jeg veit, hver var þín hinnsta hjart- ans þrá, Hugljúf móðir, — börnin þín að sjá; Jeg veit þau orð, er siðast sagðir þú, Sem sorgleg mjer I eyrum liljóma nú. Nú er mjer Ijóst, hvað átt jeg hefi bezt, Iiver unni mjer og hjálpaði mjer mest, Sem stríddi, svo jeg fengi ró og frið, Og fúsast veitti mjer I þrautum lið. Dað var enginn, enginn nema þú, Elsku móðir,—glóggt jeg sje það nú— Nú sje jeg, fyrst að vinafár eg er, Dvl enginn móður elsku til mín ber. Djer þakka’ eg móðir, fyrir trú cg tryggði Á traustum grunni var þín hugsun byggð. Dú stríddir vel, unz stríðið endað var, Og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvll þig, þú varst þreytt, Dinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þlna gröf, um mörg ókomin ár, Ótal munu falla þakkar-tár. J. Magnús Bjarnason. Kraptaverk. Mountain feb. 26. 1894. lvonan mín var búin að vera veik I tlu ár. Meiri jiartinn af þeim tlma lá hún I rúminu meira og minna þjáð. Jeg leitaði ymsra lækna á þvl tíma- bili, en það koin fyrir mjög lítið. Dó sumir af þeitn læknutn, er jeg leitaði til, virtust geta linað þjáningarnar I bráð, mngnaðist sjúkdómur hennar samt stöðugt. f vor setn leið var hún oröiu svo þjáð, að hún gat ekki sofið fyrir kvölum og mjög lítið nærzt. Leitaði jeg þá til Dr. M. Halldórsou, og kom hanu að skoða hana og sagt i hann, að hún liefði meinsemd sem ekt i læknaðist nema með uppskurðt. Jeg flutti hana suður til Fark River, til Dr. M. IIaIldór3onar, 20. júní. Uppskurðurinn fór fr»m 22. s. n. Meinsemdin var eptir öllu llfiuu á henni. Fyrstu dagana á eptir var húu mjögveik, en svo fór henni sm itt og smátt að batna. 10. sept var hún orðin svo frlsk, að húu varð flutt heim 25 mílur, I einum áfánga og sat uppi í „buggy“. Hún var |>á farin að ganga með því að liún væri studd. í allan vetur hefur hún klæðst, og ge*.- ur nú gengið um allt húsið hjálpar- laust. k Dann tiraa, seni konan mln var í Fark River, stundaði Dr. Halldórsoii hana með svo mikilli • alúð og utn- hyggju að við konan mín og jeg, finnum skyltað votta houum opinbor- lega okkar virðingarfylsta þakklæti fyrir alla þá velvild og nftkvæmni, sem liann syndi henni rneðan hún dvaldi undir hans umsjón. Dað n un eflaust þykja skarð fyrir skildi ef Pr. M. Ilalldórsou flytur hjeðan. Deim mörgu Dakota-búum, setn hinn hefur læknað, og yfir það heila öllum hjer fyrir sunnan, mun finnast sárt að sjá honum á bak, ekki sízt. þar setn eng- inn læknir er I grendinni, sem hægt er að bera eins gott traust til. Jeg er viss um, að það mál vrði ekki látið afskiptalaust. Með virðing, Indriði Sigur?s:on. MANITOBA. fjekk Fvrstu Verðlaux (gullmeda- líu) fyrir hveiti á malarasýninguuni, setn haldin var I Lundúnaborg 1892 og var hveiti úr öllum heiminuin synt þar. En Manitoba er ekki að eins hið bezta hveitiland I h'imi, heldur ev þar einnig það bezta kvikfjáriæktar- land, sem auðið er að fá. Mamtoha er hið hentugasta svæði íyrir útflytjendur að setjast að I, því bæði er þar enn mikið af ótekn- um löndum, sem fást gefins, og upn- vaxandi blómlegir bæir, f>ar sem gott er fyrir karla og konur að fá atvinnu. í Ma xitoba eru hin miklu og fiskisælu veiðivötn, sem aldrei bregð- ast. í Manitoba eru járnbrautir mikl- ar og markaðir góðir. í Ma.mtoba eru ftgætir frískólar hvervetna fyrir æskulyðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum munu vera samtals um 4000 íslendingar. — í nflendunum: Argyle, Pipestone, Nyja íslandi, Álptavatns, Shoal Lake, Narrows og vesturströnd Manitoba atns, munu vera samtals um 4000 slendingar. í öðrum stöðum I fylk inu er ætlað að sjeu 600 íslendingar. í Manitoba ciga þvl heima um 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast þess að vera þangað komnir. í Maní- toba er rúm fyrir mörgum sinnum annað eins. Auk þess eru ( Norð vestur 7'etritoriunum og British Co- lumbia að minnsta kosti um 1400 ís- lendingar. íslenzkur umboðsm. ætið reiðu- búinn að leiðbeina Isl. innflytjendum. Skrifið eptir nfjustu upplysing- um, bókum, kortum, (allt ókevpis) til Hon. THOS. GREENWAY. Minister «f Agriculture »& Immigration. Wl.NMI’KU, M vMTOUA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.