Lögberg - 02.05.1894, Blaðsíða 1
LöGBEKG er gefið út hvern miðvikudag og
laugardag af
The Lögberg PRINTING & rUBLISHING co.
Skrifstola: Atgreiðs) ustoía: r.cr.tirr.iðj"
143 Princess Str., Winnipeg Man.
Kostar $2,oo um árið (á íslandi 6 kr.
borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent.
Lögbekg is published every Wednesday and
Saturday by
TlIE LÖGBERG PRINTING & rUBLISHING co
at 148 Princess Str., Winnipeg Man.
S ubscription price: $2,00 a year payable
in advance.
Single copies 5 c.
7. Ar.
1
Wiimipeg, Manitoba, miðvikudaginu 2. maí 1894
f
Nr. 33.
Halldór H. Oddson.
*
Nú er burt úr söngva sveit
sá sem fagran pryddi reit,
sá sem öflugt æsku-fjör
ætíð hafði’ í sinni för,
sa sem alla æfi var
öndvegshöldur gleðinnar,
skeytti lítt um lirós og hól
en horfði stöðugt móti sól.
Hafinn yfir þref og f>jark
preytti flug 4 hætra mark.
Hvar í ferð sem hann var með
hógvær gleði lögum rjeð.
Ljek liann kátt á lífsins streng
ljett og dátt sem hörpu streng.
Nú er pögnuð harpan hans,
harpan pessa glaða manns.
Eins og pyður árdags hlær,
eins og geisli’ er n.ót jss hlær,
eins og draumur unaðs-vær,
eins og rós, sem fögur grær,
allt eins var hann okkur kær
ótal mönnum nær og fjær.
L júpt pvl syrgir byggð og bær,
bana-frjettin hart oss slær.
Hvað er yndi heimsins allt?
Hjer er opt svo dimmt og kalt.
Pann sem leggur ljós og yl
lífsins „purfamönnum“ til,
hann jeg kalla mikinn mann,
markmið göfugt sjer hann fann,
langt um hærra’ en gull og gjöld,
guði kærra’ en tign og völd.
W. H.
FRJETTIR
CTWlli.
Skriða mikil fjell á föstudaginn
nálægt St. Alban, Quebec. Hjer um
bil mílu breitt og fjögra mílna langt
svæði færðist úr stað og stíflaði alveg
St. Anne-ána. E>egar vatnið fjekk
framrás, var kraptur pess orðinn afar
mikill og reif par af ánni uokkrar bryr.
10 manns misstu lífið.
Á laugardaginn kviknaði í viðar-
köstum Ontario og Western fjelags-
ins í Rat Portage, og varð af afarmik-
ið bál. Kestirnir náðu yfir margar
ekrur og fórust með öllu. Tjónið er
metið á $125,000, en viðurinn var vá-
tryggður fyrir $80,000 að eins.
Nefnd sú sem rannsaka á reikn-
inga Ottawa-stjórnarinnar komst að
pví í síðustu viku, að eitt málafærslu-
manna-fjelag hefur 4 pessu ári feugið
frá stjórninni $19,248, og á 9 árum
hafa peir fjelagar fengið alls fyrir
verk pað sem peir hafa unnið fyrir
stjórnina $122,442. Auk pess liafa
aðrir málafærslumenn fengið svo að
segja eina millíón dollara -—- $950,-
822 — fyrir verk, sem einn af nefnd-
armönnunum sagði, að löglærðir em-
bættismenn stjórnarinnar liefðu að
mestu getað unnið. I>essum mála-
færslumönnum hefur gengið betur
með fjárkröfur sfnar en Manitoba-
mönnum hefur gengið að fá viðgerð á
St. Andrews-ssrengjunum.
B4NDARIKIX.
Coxey er kominn með liðsafla sinn
til Washington, en miklu er hann
minni, en hann hjóst við fyrir nokkru
síðan, 350 menn að eins, og eru peir
liörmulega útleiknir eptir ferðalagið.
Ekkert mein var peim gert af yíir-
völdunum. Svo eru ymsar hersveitir
4 ferðinni, og telst mönnum svo til,
sem allursá mannsöfnuður muni nema
7,054 mönnum, og í ýmsum ríkjum
eru menn um pað bil að lcggja af
stað.
Allófriðlegar horfur eru fyrir
Great Northern járnhrautarfjelaginu.
Skrúfumennirnir hafa neitað að leggja
málið í gerð, og pað var aðtins með
hörkubrögðum, að ekki varð bardagi
mikill á aðalstöðvum fjelagsins í St.
Paul á mánudaginn.
Fellibylur lenti á skó’.ahúsi ná-
lægt Kansas City, Mo , 4 mimudaginn.
19 börn misstu lifið, og auk pess er
sagt, að mörg hafi skaðazt.
ÍTLÖSD.
Kóleran heldur áfram að breiðast
út í Lissabon; 128 manns syktust par
at henni 4 laugardaginn. Hún liefur
og gert vart við sig víðar í Portugal.
Courtenay lávarður var fyrir
nokkru settur af brezku stjórninni til
að ’ rannsaka ástandið f fátækrahúsi
einu, sem haldið er uppi af almenn-
ingsfje í Newton Abbott á Englandi.
Fáa mun hafa grunað, að annað eins
og hann hefur komizt par að mundi
viðgangast í lok 19 aldarinnar.
,,Spennitreyjur“ eru par stöðugt not-
aðar á aumingjana, afgamlir karlar og
kerlingar eru nakin sett í pær og svo
bundin við járnrútm Fiin áttræð kona
hafði dáið 5 dögum eptir að hún hafði
verið í treyjunni, og bundin var hún
pangað til einni klukKustund áður en
hún dó. Eina konu fann lávarðurinn
par með óhreininda-skorpu utan á sjer
allri, allt hárið hafði verið rakað af
höfði hennar, og neglurnar á fingrum
og tám voru orðnar eins og klær,
priggja pumlunga langar að meðal-
tali. Á annari konu, sem var mátt-
laus, roru neglurnar orðnar sv-o lang.
ar, að pær liöfðu sært hörundið. í
kofa einum úti f garðinum fannst
brjáluð kona; hún hnipraði sig saman
par í e’nu horninu; Ijótar skrámur
voru á andliti hennar, og svo að segja
nakin var hún. Nær pvf daglega
höfðu drengir í barnadeild fátækra-
hússins kastað í hana steinum, og
snjókúlum á vetrum, og hafði sonur
forstöðumannsins verið fyrirliðinn.
Kváðust sumir drengirnir hafa kastað
í liana grjótinu til pess að heyra liana
blóta. í vitfirrincfadeildinni höfðu
daglega átt sjer stað bardagar, og
sannanir voru boðnar fyrir stöku sið-
leysi í stofnan pessari.
Aptur voru voðalegir jarðskjálpt-
ar 4 Grikklandi á föstudags-
kveldið. í Apenuborg kom mjög
harður kippur, sem stóð 15 sekúndur,
en ekki varð par tjón mikið. I>ar á
móti hefur pað orðið víða úti um
landið. Bærinn Atlanti, með 3000
íbúum, hrundi svo að segja gersam-
lega. I>eba er og alveg hrunin, ekk-
ert einasta hús stendur par eptir. í
Íaraíu varð minna tjón; pó lirundi par
mikið af húsum, par á meðal partur af
hetrunarhúsi og fórust par um G0
sakamenn. Ymsir fleiri hæir stór-
skemmdust, og hundruðum satnan
hafa íjölskyldur orðið að ílyja út á
víðavang og hafast par við skylislaus-
ar og matarlausar. Á undan pessum
sfðasta jarðskjálpta liöfðu 300 manns
misst Hfið í jarðskjálptum peim, sem
áður hefur verið getið um hjer í blað-
inu. Hve margir liafa farizt á föstu-
daginn, vita menn enn ekki.
Brjef til Clevelamls.
Fyrir rúmri viku komu 35,000
manna saman torg í Boston. Fund-
ar-tilefnið var pað, að foringjar fyrir
nefnd, er atvinnulausir verkamenn
voru að senda með bænarskrá til
Washington, ætluðu að halda ræður.
Af pessum manngrúa var eftirfarandi
brjef sampykkt með afarmikluin sam-
pykkis-látum, og gefur pað allgóða
bendicg um, í hverju skapi veika-
mannalyðurinn í Banuaríkjunum er
um pessar mundir.
Boston 22. apríl.
Til Clevelands forseta, í aðsetri fram-
kvæmdarstjórnarinnar í' Washing-
ton; I). C.
Við fyrsta álit kann yfirvöldum
pjóðarinnar að synast einfaldast, að
e'ga við allslausa atvinnuleysingja,
sem eru að brjótast yfir landið til
kapítólsins, á pann hátt,' að „bæla pá
niður 4 einhvern straDgan og alvar-
legan hátt“. Það er skoðun hlaðsics
Army and Navy Register, sem skorar
á yður, að nota fasta herliðið til pess
að vernda yður sjálfan, congre3sinn
og byggingar pjóðarinnar gegu peim
samborgurum yðar, sem minna láni
eiga að fagna. J>að er gamall siður,
að nota kúlurnar óspart til pess að
halda í skefjum vaxandi löngun
hungraðra manna eptir mat og vinnu.
Ekkert lyðveldi getur fylgt peim sið
lengi og haldið áfram að lifa. Við
erum að senda nefnd manna setn full-
trúa fyrir hinar mörgu púsundir at-
vinnulausra manna í Nyja Englands
ríkjunum á pessum neyðartímum. Ef
til vill hafa fátæklingar hvergi pjáðst
afskaplegar en í Boston. Oss mundi
pykja íyrir pví, ef sendimönnum vor-
um yrði íleygt í fangelsi eða peir yrðu
drepnir eptir yfirvalda-skipan, meðan
peir væru að nota sjer pann rjett til
að bera fram bænir sínar, sem stjórn-
arskráin heimilar peim. l>að mundi
ekki styrkja almennings friðinn, sem
pegar hefur veikzt af mörgum óvæn-
legum ástæðum. Sannleikurinn er
sá, að áður en friður og spekt kemst
aptur á, verður að koma betra lagi á
auðmagnið. Vera má, að pjer hafið
ekki gert yður grein fyrir, að
ástandið sje alvarlegt. Ilvenær
hafa borgarar Bandaríkjanna pjáðst
svona af hungri áður? Er ekki auð-
urinn nógu mikill. Óp pjóðarinnar
stafar af of tnikhi auðinagni. Látum
oss ekki lengur vera börn í pessuefni.
Það verður að skipta auðnum betur.
Viljið pjer aðstoða okkur við að
stofnsetja iðnaðar rjettindi fólksins?
Þjer getið stutt pær ráðstafanir, sem
miða til pess að fólkið fái aptur í
hendur pann auð, sem svikinn hefur
verið af pví með einokun og einka-
rjettindum. Þjer getið stuðlað að
pví, að mönnui.um verði sjeð fyrir
liæfilegu fæði, meðan peir eru í Was-
hington, og að peim verði gefið tæki-
færi til að leggja fram bænarskrár
sínar í reglubundnum flokk. Vjer
sem sitjum heima atvinnulausir og
látum oss annt um ferð peirra, erum
margar púsundir að tölu, og híðum
með athygli eptir aðgerðum yðar.
Morrison I. Swift.
Brú, 30. apríl 1894.
Herra ritstjóri!
Nú er allur snjór horfinn og
bændur, sem hafa hálendi og hall-
fleytta akra, byrjaðir á hveitiyrkju-
störfum. Láglendir og flatléndir akr-
ar of blautir enn. Ilitar og blíðviðri
nú, og jörð farin að „Iitkast“.
Skurðurinn, sem að tilhlutun
Green waystj órn ari nn ar var grafinn
fyrir Cypress líiver í sumar sem leið,
gerir allc pað gagn, sem bændurháðu
um, að verja flóann ílæði, og pykir
pað mikilsvert.
Skemmtisamkoma fór fram í Brú
skólahúsi 23. p. m., til arðs fyrir Frí-
kirkjusöfnuð. V ar hún fyrirhuguð á
sumardaginn fyrsta, en stórhriðarbyl-
urinn mikli kúgaði okkur til að sitja
lieima pann dag. — Skemmtanir voru
bæði margbreyttar og góðar, og varð
pó prógrammið r,f langt fyrir daginn,
svo menn misstu af ymsu, par á meðal
kappræðu milli Björns Jónssonar og
Skapta Arasonar „um pólitiskt kvenn-
frelsi“, og af ræðu Sig. Christophers-
sonar „um ástand og háttu Færey-
inga“.
Þeir sein töluðu voru: Skapti
Arason, forseti samkomunnar, Sig.
Cbristophersson og Arni Sveinsson.—
Tvö snotur kvæði fluttu peir B. Jóns-
son og Sigb. Jóhannsson. Ræðu flutti
J. Olafsson. B. Jónsson las leikrit,
samið af bróður hans Kr. Jónssyni
skáldi, „Misskilningur“. Sveinb.
Hjaltalín ljek meykerlingu „kvæði á
ensku“. Báðir pessir menn náðu til-
ganginum, að lesa og leika svo vel
sem purfti til pess að vekja glaðværð
og hlátra.
Að síðustu kom fram J. Ól. með
skrytlu, sem hann sjálfur hafði fært 1
letur, en sem ekki náði som bezt til-
gangi sínum fyrir pá skuld, að hann
las hana ekki eins vel og purfti, keppt-
ist of mikið við lesturinn sökum tíma-
leysis og náði ekki lestrarípróitinni.
Söngfiokkur byggðarinnar lagði
allt sitt fram til pess að ssðja setn
bezt unaðs- og fegurðartilfinningu
samkoinugestanna og fórst pað ágæt-
lega.
Yfir höfuð að tala pykir samkom-
an ein af peim allra beztu, sem hjer
hafa haldnar verið.—Inn komu $18 05.
Innlendur prestur í Glenboro gaf
saman í hjónaband fyrir skömmu
Hanncs Sigurðsson og Guðrúnu
Björcsdóttur Björnssonar frá Gras-
hóli í Þingeyjarsyslu. Hannes er
efnaður búandi hjer í byggðinni.
Herra E. G. hefur unnið fyrir
góðri rúsínu í næsta blaði.
Jóx Ólafssox.
Gekk i gildruna
Saga eptir Charles Ðickens.
Framh.
„Með pví að jeg kalla himininn
og dómara alls mannkynsins til vitnis
um pað, að jeg er vinur yðar, og vin-
ur hinnar látnu systur yðar, pá grát-
bæni jeg yður nú hátíðlega, Mifs
Niner, að koma til pessa manns með
mjer, ftn pess að draga pað eitt
einasta augnablik!-4
Ef kerran hefði verið lengra frá
okkur, pá efast jeg um, að jeg hefði
getað komið stúlkunni af stað; en
leiðin var svo stutt, að við vorum
komin til kerrunnar áður en stúlkan
hafði náð sjer eptir fátið, sem á liana
kom við að vera knúð burt frá klett-
inum. Jeg var ekki fullar tvær mín-
útur par hjá hebni. Jeg sneri aptur
riangað, sem við höfðum setið, og
innan 5 mínútna naut jeg peirrar ó-
umræðilegu ánægjú, að sjá hana pað
an halda upp rið nokkurt, sem illa
hafði verið höggvið í klettinn. Hún
var að hálfu leyti studd og að hálfu
leyti borin upp eptirpví af duglegum
manni. Með pann mann við hlið sjer
vissi jeg að henni var óhætt livar sem
vera skyldi.
Jeg settist einn á klettinn, og
beiö pess að Mr. Slinkton kæmi aptur.
Rökkrið var að verða dimmra og
dimmra og skuggarnir voru orðnir
svartir,pegar hann kom fyrir höfðann;
hatturinn hanslijekk við eina nezluna,
og hann var %ð sljetta á sjer blauta
hárið með annari hcndinni, og leggja
gamla stiginn með hinni og vasa-
hárgreiðu.
„Er frænka mín ekki hjer, Mr.
Sampson?“ sagði hann og leit kring-
um sig.
„Það var svo að sjá, sem Miss
Niner fyndist hrollkalt eptir sólsetrið,
og hún er farin heim“.
Hann syndist verða liissa, eins og
hún væri ekki vön að gera neitt án
hans — jafnvel ekki að ráðast í slíkt
lítilræði upp á sitt eindæmi.
„Jeg fjekk Miss Niner til pess“,
sagði jeg til skyringar.
„Einmitt pað!“ sagðiliann. „Það
er auðvelt að fá hana til hvers sem
vcra skal — scm lienni er fyrir beztu.
Þakk’ jðurfyrir Mr. Simpson; pað er
betra fyrir hana að vera inni. Sann-
ast að segja var lengra tii haðstaðar-
ins en jeg hjelt“.
„Miss Niner er mjög heilsutæp“,
sagði jeg.
Hann brissti höfuðið og stundi
pungan. „Mjög, mjög, i.ijög svo
pað. Þjer kunnið að muna eptir, að
jeg hef sagt pað áður. Hún hefur
ekki styrkzt síðan. Raunalegi skugg-
inn, sem fjell ylir systur hennar svo
snemma á ævinni, synist vera að
safnast saman yfir höfði liennar,
allt af ditnmri, allt af dimmri og
dimmri, eða svo er pað fyrir mínuin
anglstarfullu augum. Elsku Margrjct,
elsku-Margrjet! Eu við verðum að
gera okkur góðar vonir“.
Ilandkerran, sem var fram undan
okkur, færðist burt með liinum ósæmi-
legasta hraða,pogar pess var gætt, að
fatlað gamalmenni var í henni, og var
að búa til hina óreglulegustu króka á
sandinum. Mr. Slin'kton tók eptir
pví, pegar hann hafði borið vasaklút-
inn upp að augunum á sjor, og segir:
„Eptir útlitinu að dætna veltur
vinur yðar út úr kerrunni, Mr. Samp-
sou“.
„Það virðist sannarlega mjöcr
líklegt“, sagði jeg.
„Þjónninn hlytur að vera drukk-
inn“.
„Þjónar gamalla manna drekka
sig stundum drukkna“, sagði jeg.
„Það er ljett að aka rnajórnum,
Mr. Sampson“.
„Já, pað er ljett að aka majórn-
um“, sagði jeg.
Um petta leyti var kerran liorfin
út í myrkrið,'og ljetti mjer mjög fyr-
ir brjósti við pað. Við gengum hvmr
við annars hlið spölkorn eptir sandin-
um og pögðum. Eptir stutta stund
tók hann til máls, og heyrðist enn á
röddinni í honum geðshræringin, sem
hann hafði komizt í út af heilsuleysi
frændkonu sinnar.
„Ætlið pjdfc að verða hjer leari,
Mr. Sampson?“' -
„Tsei-nei. ætla að fara í
kveld.“
,.Svo fijótt? En starfið kallar á
yður. Aðrir eins menn og Mr. Samp-
son liafa of mikla pyðingu fyrir aðia
til pess að pair geti komið pví við,
að liressa sig og skemmta sjer eins o-j
peir hafa pörf á.“
„Ekki veit jeg nú pað“, sagði
jeg. „En hvað sem pví líður, pá ætla
jeg að fara.“
„Til Lundúna? 4
„Já, til Lundúna.“
„Jeg fer pangað líka, skömmu á
eptir yður.“
Jeg vissi pað eins vel og hi^in.
En jeg gat ekkert um pað við hln."
Jeg sagði honum ekki fremur frá pví,
en frá varnar-vopninu, sem hægri
hónd míu hvildi á í vasa mínum, pegar
jeg gekk við hlið hans. Jeg sagði
honum ekki fremur frá pví, heldur en
hvernig á pví stóð, að jeg gekk ekki
sjávar-meginn við hann, pegar myrkr-
ið var dottið á/
Við hjeldum burt frá ströndinni
og leiðir okkar skildu. Við buðum
hvor öðrum góða nótt, og vorum
skildir, pegar liann sueri við og sagði:
„Mr. Sampson, má jeg spyrja
yður að einu? Vesalings Meltham,
seni við töluðum um — er hann ekki
dáinn enn?“
„Ekki var hann pað, pegar jeg
frjetti seinast af honuin; en hann er
of farinn til að geta lifað lengi, og
pað er engin von um, að hann geti
tekið aptur viðsínu gamla starfi.“
„Osköp er að heyra petta!“ sagði
hann með inikilli tilfinning. „Sorglect
sorglegt, sorglegt! Veröldin er ein
gröf!“ Og svo fór hann leiðar sinnar.
Það var ekki hans skuld, ef ver-
öldin var ekki ein gröf; en jeg hróp-
aði ekki pá hugsun mína 4 eptir hon-
um, ekki fremur en jeg minntist á
liitt, sem jeg er nybúinn að telja upp.
Ilann fór sinnar leiðar, og jeg fór
minnar leiðar með svo miklum hraða,
sem mjer var unnt Þetta bar við
eins og jeg lief áður sagt, f lok sept-
embermánaðar eði byrjur. október-
mánaðar. Næst sá jeg hann seint f
nóvember, og pað var líka í sfðasta
skiptið sctn hann bar fyrir mín aucru.
Framh. "