Lögberg - 12.05.1894, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.05.1894, Blaðsíða 4
.4 (jOGBEUG, LAUGARDAGINN 12. MAÍ ia94. UR BÆNUM -OG- GRENDINNI. Fermingá morgun í ísl. lútersku lcirkjuniii í hádegisguðspjónustunni og allarisganga að kveldinu. Nybyggð viðbót við St. Boniface- spftalann var opnuð á fimmtudaginn í viðurvist mikils manngrúa. Capt. Jónas Bergmann kom norð- an frá Selkirk í fyrradag. Hann sagði ís farinn að losna á suðurhluta Winni- pegvatns. Sjera Björn B. Jónsson ætlar til Selkirk f dag, og úr peirri ferð ætlar hann norður til Nyja íslands í næstu viku. Samningar milli strætavagna-fje- laganna voru fullgerðir á fimmtudag- inn, og hestavagnarnir ganga nú ekki lengur um bæinn. I. 0.0. F., M. U., heldur f und á N orth West Hall, Cor. Ross & ísabel Str’s, miðvikudaginn 16. maí næstk. kl. 7. Kolbeinn S. Thoiidarson, P. S. 732 Pacific Ave. Úr Argylenylendunni er oss skrif- að 7. f>. m.: „Sjera Bjt'rn B. Jónsson flntti ágæta ræðu í skólahúsinu að Brú í gær, eptir beiðni Fríkirkjusafn- aðar, fyrir troðfullu húsi. Hann skírði og pá 3 börn.— Sáning gengur ágæt- lega, nema hvað víða er of votlent enn, af pvf að regnskúrir hafa gengið við og við. Kvöldskem mtuii. Stúkan „Loyal Geysir“, I. O. O. F., M. U. heldur samkomu á North- \Yest Hall (sal. Guðm. Jónssonar) á miðvikudagskveldið 16. maí. Skemmt- anir verða hinar allra beztu: Dr. Ó. Steþhensen og Albeit Jónsson syngja „Friðþjófur og Björn“; Sig. Helga- sop syngur solo. Hinn nafnkunn spilagosi Mr. Walley syngur gaman- söngva; Tea-Pot. Quartette kemur fram á sviðið; ágæt string-hljóhfæra ofthestra; stutt leikrit verður einnig leikið, auk annara skemmtana. Við erum sannfærðir um að það verður húsfyllir. Komið þvf f tíma, svo þið náið í sæti innarlega í salnum. Sam- koman verður sett kl. 8. e. h. Inn- gangur 25 cents. Forstöðunefndin. Leigur af peningum. (Niðurl. frá 3. bls.) Látum nú framleiðandann hafa tekið öll verkfæri og hestapar til láns með því verði sem jeg hef sett í greininni í 23. blaði Lög. þ. á. alls $850,00 með vanalegri leigu 10 prct. og tveggja og þriggja ára afborgun eins og frest- ur er vanalegast gefinn. Auðvitað er það stórt í ráðist, en jeg ætlast til að það, að eins, sje gert með þeirrifyrir- hyggju að lántakandi sja annaðhvort búinD að plægja nálægt 100 ekrum eða í öilu falli eigi full ráð yfir svo miklu af góðu hveitilandi að hann geti árlega sáð hveiti í 80 ekrur, eins og allur fjöldinn af hveitiyrkjubændum hjer vestra hefur nú orðið ráð með. Sem sagt, bændur hafa fengið til jafn- aðar í næstl. 11 ár auk alls kostnaðar $2,50 cts. upp úr hverri ekru árlega og af 80 ekrum............$200,00 Degarjegbæti þar við rentu þeirri er jeg reikna bóndanum (sjá 23. bl. Lögb.) af skuldinni $850,00................... 136,00 £>á kemur fram allurárlegurá- vínningur af bústofninum... .$336,00 Dað er sama sem 40 prc., sem aðfullu borgar skuldina $850,00 með rentum með 3 ára uppskeru. Flestir búend- ur munu hafa eitthvað af gripum með fram hveitiyrkjunni svo þeir þurfi að skulda nálegt $100,00 fyrlr sláttuvjel o y hrífu og leiðir það mig til þess að skoða arðinn af gripaeigninni. Ein k/r gefur kálf. sem með þriggjamán- aða mjólkurgjöf (60 pt. n/mjólk, 660 pt. undanrenning) ætti að kosta.......................$10,00 Mjólk 1660 pt. og 1 pd. smjörs úr hverjum 10 pt. er, að frádr. 6J pt. 160 pd. á 12-£ cts... 20,75 Mjólkurafgangur af kálfsfóðr- inu 940 potta á 1 c......... 9,40 40,15 Kostnaðurinn er: Fóður 3 tonn heyá$2,50 $7,50 Hirðing á kúnni og fl... 4,50 Mjólkurílát............. 1,65 Hirðingá mjólkog smjör gjörð................... 5,50 19^5 K/rin kostar $30,00 og gefur í árl. gróða.................. 21,00 Dað er sama sem 70 prct. Degar nú. þessa mikla ávinnings er gætt, er ekki rjett að telja það ,,okuraðferð“ að héimta 10 prct., sem er ^ partur af ávinning bóndans af hverju dollars virði sem hann leggur í hveitiiæktina og partur í gripa- rækt, en renta hækkar ekki upp í 12 prct. nema því að eins að lántakandi hafi ekki staðið í borgunarskilum í á- kveðnum gjalddaga, og að því geng- ur hann sjáandi um leið og hann und- irskrifar skuldanótuna. „Drælsleg meðferð“ á bændum er of stórt orð, ef það á við lánveit- endur, fyrir það, að þeir tryggja sjer með veði í lifandi peningi þær eign- ir, sem hafa reynst þeim jafnótryggar, í mörgum stöðum, eins og útistand- andi lán hafa reynst, en það gera þeir ekki fyrr en eptir að lántakandi er búinn að kynna sig að vanskilum og ef til vill að einhverju af mörgu fleiru, sem getur verið efni til þess að gera lánveitanda vonlítinn um að borgun- arskil geti nokkurn tíma fengist, og veðið taka þeir svo ekki til opinberrar uppboðssölu fyrr en þeir sjá, að lán- takandi árlega eykur skuldirnar í stað þess að borga þær. Detta er hreint ekki sagt með hliðsjón til nokkurra sjerstakra landa minna, enda er það mjög sjaldgæft, ef það annars er til,að þeir hafi hleypt sjer út á þá hálku að lánveitendur hafi neyðst til að beita þessari aðferð, eins og bezt s/nir sig á því hrósi, sem þeir svo mörgum sinnutn hafa fengið í innlendum blöðum fyrir áreiðan- legleik í loforðum, en mjer virðist að hlutdrægnislaus skoðun á málinu geti naumast farið þegjandi fram hjá þess- um atriðum. Jeg er annars með þvi, að ef þessir umtöluðu menn eiga með rjettu einkennis nafnið „okrarar“ (í daglegu máli okurkarlar) þá yrði það b/sna almennt og hversdagslegt við- urnefni, ekki síður okkar íslendinga en annara þjóða manna í þessu landi, því til dæmis er það kunnugt, að landar hafa, ekki siður en annara þjóða menn, leigt akra sína fyrir J part uppskerunnar, áður en nokkur kostnaður er frádreginn, t. d. ein ekra gefur 17 bush. hveitis, þar af tekur eigandinn 5| bush., en leigumaður hefur eptir ll^, sem er § bush. minna en það, sem hann þarf til að mæta kostnaði. Miklu færri en vilja fá sáð- lönd til leigu móti því að borga $2,00 í peningum fyrir hverja ekru. í næstl. 5 ár hefur meðal uppskera byggðar- innar verið 15 bush. af ekru, sem með 50 centa verði er sama sem $7,50 eða 50 centum minna af hverri ekru en það, sem leigumaður þarf að fá til þess að mæta öllum kostnaði. En eigi að síður er hagur framleiðandans ekki svo lítill, þar sem hann hefur vissa at- vinnu og háa leigu fyrir öll áhöld, $254,00 þegar 12 bush. eru af ekru á hans eigin landi (sbr. 6. bl. Lögbergs þ. á.), en sje hann leigumaður, fær hann eptir þessu síðara dæmi $40,00 minna eða $214,00. Auðvitað eru „undanþágulögin“ frá seinasta þingi samin af okkur „vitrustu og beztu mönnum“, en að eina í því skyni að þóknast þeim flokki manns sem er lang fjölmennastur af þeim sem stunda eina og sömu at- vinnugrein, og væri óskandi að þessi lög gæti verið þeim trygging fyrir langri stjórnarstöðu. Dað er og næsta líklegt, þar sem þau hepta ekki þarfir bóndans og svipta hann heldur ekki frjálsræði til þess að afla sjer þeirra, móti tryggingu í öllum eignum sín- um, svo lögin eru frá því sjónarmið, með öllu þ/ðingarlaus. Aðeins eru * VORID « 1894. The Blue Store BLÁ stjarna. 434 Main Street, - - Winnípeg. N/komið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fvrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn tíma hefur sjeðst Winnipeg. Dið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Dið getið ekki trúað þvf nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið inn og skoðið okkar: Karlmanna alfatnad, Karlmanna buxur, Unglinga alfatnad, Drengja alfatnad og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá lfða að heimsækja okkur og sannfærast. #Tumb cptir Btabnum. Merkf: BLA STJARNA. 434 MAIN STREET- A. CHEVRTER. þau ágæt vernd þeirra, að líkindum örfáu manna, sem hafa freistingu til þess að ná sem allra mestu lánsfje án þess að gefa veð fyrir því, og hafa daufa tilfinningu fyrir fullkomnum borgunarskilum, og svo frv. Ef lög- in eiga að vernda bændur fyrir „okur- aðferð“ lánveitenda, þá s/nist heldur ekki ósanngjarnt að þau verndi við- skiptamenn bænda fyrir „okuraðferð“ þeirra, og svo koll af kolli í öllu við- skiptalífi manna; j>ví jafnvel þó land- búnaðurinn eða jarðyrkjan sje aðal gjaldmiðill landsins þá er vitanlegt að allir menn eru jafnir að því leyti að hafa sama frelsi og sömu borgara- leg rjettindi til þess að afla sjer vel- megunar á hvern þann heiðarlegan hátt sem hverjum einstakling gegnir bezt, og þvf að eins eru lögin miðuð við „fullkomið og viðurkennt mann- frelsi“ að þau sjeu óhlutdræg Og skerði ekki um of rjettindi einnar at- vinnugreinar til þess sjerstaklega að hlúa sem bezt að annari. Bru P. O. 7. maí 1894. Jón Ólafsson. Seymoiir Hise, [IlarRBt Squars ^ wlnqlpBg. (Andspænis Markaðnum). Allar nýjustu endurbætur. Keyrsla ókeypis til og frá vagnstoðvum. Aðbúnaður hinn bezti. John Baird, eigandi, Rafurmagns lækninga stofnun Professor W. E. Bergman læknar með rafurmagni og nuddi gigt, líkamsvisn- un og hárlos á höfðum. Hann nem- ur einnig burtu /ms 1/ti á andliti hálsi, handleggjum, og öðrum lík- amspörtum, svo sem móðurmerki, hár hrukkur, freknur ofl. Kvennfólk ætti að leita til hans. Telophone 557. 182 s/ndi mikla uppgerðar-kurteisi —- hendur þeirra voru tengdar saman, hringuiinn var settur á fingur Júönnu, presturinn blessaði yfir þau, og svo var þeirri athöfn lokið. Allt af meðan á þessu stóð, var eins og Leonard væri í draumi. Honum fannst eins og liann væri nú gefinn saman í reglulegt hjónaband; honum kom enda í bug, þegar hanD leit á yndisleik falsbrúðar- innar við hlið sjer, að hlutskipti sitt hefði getað orð- ið verra. Svo bar allt í einu við atvik, sem kom houum til að gera sjer grein fyrir, hveraig ástatt var. Presturinn hafði engan busta til þess að stökkva með vígða vatninu, og leit í kringum sig til þess að finna eitthvað annað, er nota mætti. „Hjerna, takið þjer við þessu“, sagði Pereira með ruddalegum hlátri og þreif þrælasvipu með þremur ólum út úr höndunum á manni, s«m hjá honum stóð, og rjetti hana að Francisco. Hann tók við svipunni, sem var blóðstorkin, dýfði henni niður í skálina og stökkti helgu dropunum á þau — drop- um af blóði og vatni. Júanna sá það og skalf, og Leonard vaknaði af draumi sínum; skrípaleikurinn v&r á enda, og nú varð hann að reyna að sleppa. „Dá er þetta nú búið, Dom Antonio“, sagði hann, „°g jeg held, að jeg hafi heyrt frúna hvísla því að mjer, að við skyldum nú kveðja yður með yðar leyfi. Báturinn minn — “ „Hvaða vitleysa, þjer verðið hjer í nótt,“ sagði Pereira. 183 „Dakk’ yður fyrir, jeg held ekki“, sagði Leo- nard. „Á morgun kann jeg að koma aptur, til þess að gera kaup við yður af annari tegund. Mjer hef- ur venð falið á hendur að útvega um fimmtíu, og get borgað vel, ef varan er eins og hún á að vera.“ Um leið og Leonard sagði þetta varð honum litið til austurs og sá hann þykka gufumekki stfga upp í loptið í hjer um bil hálfrar mílu fjarlægð. Loksins hafði verið kveikt í raka reyrnum. Mönnunum hafði tekizt það sem þeim var á hendi falið og innan skamms mátti eiga von á að logarnir sæjust; hann varð að fara og það skyndilega. „Jæja, ef þjer verðið að fara, þá verður það að vera svo“, svaraði Pereira, og Leonard tók eptir því, að það var eins og,honum ljetti, þegar hann sagði það. Hann vissi þá ekki, hvernig á því stóð. Á- stæðan var þessi: Júanna hafði sagt honum, að sá maður, sem keypti hana, mundi hljóta bana af því. Honum stóð hjátrúarfullur ótti af stúlkunni, og hann trúði henni; þess vegna þótti honum vænt um að kaupandinn skyldi fara, þvf að annars kynni að verða sagt, að hann hefði myrt hann til þess að halda bæði konunni og fjenu. Svo hann kvaddi Leonard og Leonard sneri sjer við til að fara, ásamt Otri og Jú- önnu, sem hann leiddi við hðnd sjer. Og nú hefði allt getað farið vel í það skipti, ef ekki hefði viljað til óheppilegt atvik af hendingu. Leonard ætlaði sjer að ganga í áttina til hliðsins við sundið, en ef liann skyldi ekki geta komizt á annan 186 góð, að komast að brúnni. Sóa og yðar fólk er þar“. Nú var Xavier korninn að honum. Hann hjó til hans af æði miklu, og Leonard komst undan högginu með því að stökkva aptur á bak. Tvisvar þaut hann þannig áfram og tvisvar hjó hann, en 1 hvórttveggja skiptið stökk Leonard aptur á bak í áttina til vindubrúarinnar, og var hún nú ekki nema tíu faðma frá honum. í fjórða skiptið kom Portú- galsmaðurinn að honum, og þá gat Englendingur- inn ekki farið eins að, þvl að múgurinn, sem fyrir aptan hann stóð, hepti för hans. Xavier þaut áfram og hjó svo hart, sem honum var unnt; Leonard sá glampa á stálið í tunglsljósinu og lypti upp sverði sfnu til þess að bera af sjer höggið. Höggið reið af eldneistar sáust eptir það og stálbrot fjellu glamr- andi til jarðar. Sverð Leonards hafði brotnað. „Haltu áfram að berjast, Baas,“ sagði Otur, „haltu áfram að berjast. Bæði sverðin eru brotin.“ Leonard leit upp. Dað var satt; portúgalski maðurinn var að fleygja brotna vopninu sfnu og þrífa til hnífs síns. Nú hafði Leonard engan hníf, og á því augnabliki datt honum ekki f hug skamm- bissan, sem hann hafði á sjer. En hann hjclt enn á sverðbrotinu, og með það stökk hann beint á Xavier, sem óð á móti honum. Deir rákust hvor á annan líkt og naut. Leonard hjó með sverðbrotinu, og sleppti því svo — það var ón/tt. En höggið hafði gert honum gagn, því að það hafði komið á hægri liöndina á Portúgalsmanninum, og gert hana inátt-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.