Lögberg - 19.05.1894, Blaðsíða 1
LöGBERG er gefið út hvern miðvikudag og
laugardag af
THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISIIING CO.
Skrifstota: Atgreiðsl ustoia:
148 Princess Str., Winnipeg Man.
Kostar $2,00 um árið (á íslandi 6 kr.
borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent.
Logbkkg is puidisbed every Wednesday and
baturaay by
Thk Lögberg PRINTING & PUBLISHING co
at 148 Princess Str., Winnipeg Man.
S ubscription price: $2,00 a year payable
ia advance.
Single copies 5 c.
7. Ar. |
Winnipeg, Manitoba, laugardaginn 19. niaí 1894
{ Nr. 38.
ROYAL *
CROWN
» SOAP
Kóngs-Kórónu-Sápan er ósvikin
hún skaðar hvorki höndurnar,
andlitið eða fínustu dúka,
ullardúkar hlaupa ekki
ef hún er brúkuð.
tessi er til-
búin af
The Royal Soap Co., Wini\ipeg.
A. FriQriksson, mælir með henni við
landa sina.
Sápan er í punds stykkjum.
Umfram allt reynið hana.
FRJETTIR
CANADi.
Kngisprettu-plága vofir yfir Ont-
ario. Allmikið tjón varð par af þeira
ófögnuði í fyrra, en menn eru hrædd-
ir um að það verði miklu meira í ár.
Við plægingar í einni sveitinni koma
ungar engisprettur upp millíónum
saman.____________________
Ontarioþingið hefur verið rofið,
og eiga nyjar kosningar að fara fram
26. júní næstkomandi.
Vegna kolaskortsins, er stafar af
verkfalli I kolanáinum Bandaríkjanna,
liefur Grand Trunk járnbrautarfjelag-
ið auglyst, að pað flytji ekki fyrst um
sinn vörur, nema pær sem rojög mik-
ið liggur á með. Af sömu orsökum
hefur og fjelagið orðið að loka verk-
stæðum sínum, og verður par ekki
tekið til starfa fyrr en eptir tvær til
þrjár vikur.
Mr. Laurier lijelt merkilega
pólitiska ræðu I Pembroke á mánu-
daginn, og hjelt pví par fram, að að-
almálið, sem fyrir landsmönnum lægi,
væri málið um skattaálögurnar. Eng-
in stjórn hefði rjett til að taka neitt
af pví er almenningur ynni sjer inn
fram yfir það sem þyrfti til pess að
standast kostnað stjórnarinnar til
landsþarfa. Pað væri þetta prinsíp,
sem frjálslyndi flokkurinn berðist fyr-
ir. Stefna apturhaldsflokksins væri
þessu mjög ólík. Stjórnin í Ottawa
leggði skatta á fólk í því skyni að
taka peninga úr vösum sumra manna
og flytja þá 1 vasa annara. „Þetta
kalla jeg að ræna menn,“ sagði ræðu-
maður, „en þeir kalla það tollvernd.“
Laurier benti á það, á hve veikum
fæti eða hitt þó heldur, verksmið ju-
iðnaðurinn stæði lijer í landinu, þessi
iðnaður, sem stjórnin er að styrkja
með þungum álögum á almenning, og
tók það til dæmis að Drummond sena-
tor, gjaldkeri apturhaldsflokksins í
Quebec, fengi $60.000 um árið í kaup
fyrir að vera framkvæmdarstjóri fyrir
sykurhreinsunar sambandið (sugar
combine), meira en landstjórinri yfir
Canada eða forseti Bandsrlkjanna.
Ef tollverndin hefði gert eins mikið
fyrir bændurna eins og hún hefði gert
fyrir suma verksmiðjueigendurna, þá
kvaðst Laurier skilja það, að sumir
bændur hikuðu sig við að hverfa frá
henni, en þar sem liún liefði sllk áhrif
á landbúnaðinn, sem hún vitanlega
hefði, þá sagðist hann ekki skilja í
því, að þeir hikuðu sig eitt augnablik
B4NDARIHIN.
#500,000 tjón er talið að hafi
orðið af ofsaveðri með regni, sem
gekk yfir Minnesota og vesturhlut-
ann af Visconsin á þriðjudagskveldið.
Er það eitthvert hið mesta regn,
sem menn vita til að komið hafi í
norðvesturrikjunum. Víða varð vöxt-
ur I ám svo mikill að bryr brotnuðu
ocr flutu burt. Nokkrir menn misstu
llfið.
Á einum stað í Minnesota reif
vindurinn upp langan stúf af North-
ern Pacific brautinni, þeytti honum
upp í loptið og dreifði honum I smá-
molum um landið umhverfis.
Afarmikill eldsvoði varð í Boston
á þriðjudaginn; 190 hús brunnu og
1000 manns urðu heimilislaus.
Dorpið Kunkel í Ohio,'sem hafði
um 300 íbúa, sópaðist svo að segja
með öllu burt af fellibyl á fimmtu-
daginn. Nokkrir menn misstu lífið, og
30 særðust, þar af sumir ólæknandi.
ÍITLÖND.
Ilroðalegt járnbrautarslys vildi
til í San Salvador nú í vikunni. 300
manna misstu þar lífið.
Svo virðist, sem uppreistinni í Bra-
zilíu sje ekki lokið, þrátt fyrir allt og
allt. Nú í vikunni kom sú fregn fiá
Brazilíu, að bardagi hefði verið háður
af stjórnarliði og uppreistarmönnum,
að stjórnarliðið hefði beðið ósigur og
að 140 hafi fallið af því.
Róstusöm jarðarför var lialdin á
einum stað á írlandi nú í vikunni.
Oraníumenn stóðu fyrir útförinni, og
kaþólskur múgur rjeð á líkfylgdina.
Óraníumenn börðu frá sjer og varð
þar hinn harðasti aðgangur. Skamm-
bissur og barefli voru viðhöfð frá báð-
um hliðum, og áður en lögreglulið
kom til að skakka leikinn hafði einn
maður venð skotinn til bana Og ymsir
særðir alvarlega. Lögregluliðið tvíst-
raði bardagamönnunum og tók fasta
14 menn, er stóðu þar sem orustan
var snörpust. En meðan það var á
leiðinni til fangelsisins með menn
þessa veitti múgurinn því atlögu og
reyndi að ná mönnunum, sem tekuir
höfðu ver’ð fastir. Lögreglumenn-
irnir vörðust og skaut þá skríllinn á
þá. Lögregluliðið fjekk þá aukinn
mannkrapt, fleiri ófriðaseggir voru
teknir höndum og múgurinn tvístr-
aðist.
Erkibiskuparnir og 31 biskupar
á Englandi liafa gefið út mótmæla-
yfirlysing gegn afnámi þjóðkirkjunn-
ar í Wales, sem frjálslyndi flokkur-
inn hefur tekið upp á prógramm sitt.
Voðalegir jarðskjálptar hafa kom-
ið í sambandslyðveldinu Venezela í
Suður Amcríku. Merída, höfuðstað-
urinn í ríkinu Los Andes, hefur hrun-
ið, og varð þar afp.rmikið manntjón,
7000—8000 manna farizt, af 12,000,
sem í bænum bjuggu. Alls halda
menn, að um 20,000 manna í Venezu-
ela bafi farizt í jarðskjálftunum, en
annars eru fregnirnar enn ófullkomn-
ar.—í Skotlandi varð vart við jarð-
skjálpta á fimmtudaginn.
Nokkrir tignir menn á Egipta-
landi hafa að sögn höfðað sakamál
gega Perdinand de Lesseps og öðrum
gömlum stjórnendum Suezskurðarfje-
lagsins, fyrir að liafa dregið undir sig
fje, sem þeim hefði verið í hendur
fengið til að láta grafa skurðinn. Er
sagt, að þar sje um nokkrar millíónir
að ræða, og jafnframt fylgir það sög-
unni, að jafnmikið muni kveða að
þessu máli eins og I’anama-hneyksl-
inu mikla.
Islancls frjettir.
Rvík 24. marz 1894.
Inflóenzasóttin er nú í mikilli
rjenun hjer I bænum, eptir 3 vikna
tíma, en margir þó rúmfaatir enn og
enn fleiri lasburða. Um 20 manns
hafa dáið hjer f sókn. Sóttin hagar
sjer líkt hjer um nærsveitirnar allt er
til spyrzt. Fimmtán lík uppi stand-
andi í gær í Garðaprestakalli á Álpta-
nesi. Nafnkendir engir dáið áður ó-
nefndir, nema ögmundur bóndi Sig-
urðsson í Tjarnarkoti í Njarðvík (frá
Barkarstöðum), valinkunnur sæmdar-
maður og dugnaðar.
I>að mun áreiðanlegt vera, að
sóttin hefur í þetta sinn borizt hingað
til lands frá Khöfn með gufuskipinu
„Vaagen“ (Wathnes),er kom til Seyð-
isfjarðar 8. janúar. Hún er að lík-
indum nú komin um land allt nema
Vestfirðingafjórðung.
Vestmannetjum 12. marz 1894:
Veðrátta hefur yfir höfuð verið ákaflega
stormasöm, einkum í febrúarmánuði;
þá gengu næstum sífelldir suðvestan-
og vestan-stormar. Mesta aflaleysi
hefur hjer verið í allan vetur, því r.á-
lega enginn fiskur hefur verið fyrir,
þá sjaldan gefið liefur á sjó, og eigi
er neitt æti farið að ganga, nema hjer
varð á dögunum vart við hafsíld og
svo nefnt mjóa seiði, en alls ekki við
loðnu.
Landeyingar komust hingað út 3.
þ. m. og færðu með sjer megna kvef-
sótt, sein þegar hefur gengið yfir alla
eyna, og mun nú vera búin að tína
upp megnið af fólki. Svo eru veik-
indin almenn, að í dag fór hjer einn
smábátur á sjó, og er þó rjett gott
sjóveður. Sótt þessi virðist eigi vera
nærri eins illkynjuð eins og sú, sem
gekk hjer 1890. Margir liggja að
eins 2 daga, aptur aðrir í viku, og
hætt er mönnum við að slá niður apt-
ur, ef þeir fara óvarlega með ^ig.
Ai; stu it-S k a i'Ta fei.lssVslu (Nesj-
um) 18. febrúar 1894: I>ar eð í minna
lagi hefur verið eytt af heyjurn enn
handa útipeningi (hrossum Og sauð-
fje), er vonandi að allir komist af með
hey,þótt nokkuð verði hart hjer eptir;
auðvitað er allt komið undir því,
hvernig vorið verður, því í mjög hörð-
um vorum er nærri ótrúlegt, hvað
upp gengur af lieyjum.
Skepnuhöld eru vlst I betra lagi
og fjenaður í allgóðu standi. Bráða-
pestin h6fur lítið gert vart við sig í
vetur,að einskind og kind hrokkið upp
af; nema einum á bæ hjer í sveitinni
hefur allmargt farið úr henni; í fyrra
vetur var lítið um liana líka, en mörg
ár þar á undan drap hún unnvörpum
á mörgum bæjum bjer.
Skömmu eptir að Papósskipið
koin, gjörði influensa vart við sig í
hjeraðinu. Sótt þessi var svo bráð, að
á mörgum bæjutn lagðist rjett að
segja allt heimilisfólkið í einu, og
sumstaðar var um tíma (1—2 daga)
varla svo mikið af flakkfæru fólki, að
hægt yrði að gegna griputn, og nærri
allir urðu lasnir, þótt þeir mættu til
að dragast á fótum. Veikin varð
mannskæðust 1 Lóni, þar dóu 5 úr
henni, flest aldrað fólk. Ein af þeim
var Sigriður Arnadóttir í Volaseli,
te ngdamóðir Sveins bónda Bjarnason-
ar þar, bróðir sjera Jóns í Winnipeg;
hjer í sveitinni dóu 2 gamlar konur.
Veikin er í rjenun og flestir eða allir
í apturbata, þótt nokkrir liggi enn,
bæði bjer og I Lóni.
Viðbætir 22. febr.: í dag kom
austanpóstur og eptir því er segir í
brjefum er með honum komu hefur
influensan orðið rnjög skæð á Hjer-
aði; 12. þ. m. „standa uppi milli 40
og 50 lík hjer á Hjeraðinu, margt af
því ungir ocr hraustir menn. í Fljóts-
dalnura 2 bændur nydauðir: Ólafur
Stefánsson I Ilainborg og Sæbjörn
Egilsson á Hrafnkelsstöðum, segir í
einu brjefi þaðan. Með póstinum
frjettist líka það slys, að á Eiðum
brann fjósið snemma I þessum mán-
uði, og brunnu þar 4 nautgripir inni,
2 kyr naut og kálfur, en 3 kúnum
varð með herkjum náð út; eldurinn
hafði eitthvað lítilleefa komizt I eld-
húsið, en ekki svo mikið að þar var
hægt að kæfa hann, og hefði vindur-
inn staðið öðru vísi, hefði líkleora all-
ur bærinn brunnið.
Rvík, 31. marz 1894.
Meðal dáinna í pessari influenza
hríð skal emi geta Porleiks bókbind-
ara Arngrlmssonar í Hafnarfirði, er
ljezt 14. þ. mán., 79 ára, og merkis-
konunnar Guðnyjar Jónsdóttur, konu
hins þjóðkunna, atorkumikla bænda-
öldungs Pjeturs Ottesen á Ytra-hóltni
á Akranesi; hún andaðist 19. þ. m.,
76 ára að aldri, eptir 57 ára hjúskap
og búskap.
Aflabkögð. Hjer hefir reitzt
nokkuð upp á síðkastið, vestur á
Boliasviði, af mögrum eptirlegufiski.
Suður I Garðsjó sagður nógur fiskur
fyrir, nylega genginn, en umhleyp-
ingar og veikindin hafa bannað sjó-
sókn. Af þilskipunum hjeðan, er út
komust loks úr páskunum við illan
leik, fyrir veikindunum, hefur e’tf
komið aptur (Agnes), með veikan
mann, en lítinn afla, enda varla gefið
að liggja neitt.
Influenzasóttin mun nú vera
um garð genginn að miklu leyti hjer
um nærsveitirnar. Lengra að frjett
ist eigi, sakir óvanalegs samgöngu
leysis, er sjálfsagt stafar af veikind
unum.
Barðastr sýslu (vestanv. 8.
febr.): Um hátíðirnar og fram undii
þrettánda var storma og úrfellasamt I
meira lagi, en ávallt mjög hlytt, svo
að úrkoman var regn. Eptir nyárið
var suma daga 4—5 gr. hiti á R.
Mestur stormur var annan dag jóla,
aftaka-suðaustan-rok, með mjög mik-
illi bleytu-hríð um morguninn og
kveldið. Rak þá út apturhafís þann,
er fyllt hafði hjer alla firði fyrir jólin
Frá því fyrir þrettánda og fram í
fyrstu viku þorra var blítt og stillt
veður, með litlu frosti og stundum
(11 og 12.) allt að 5 gr. hiti. Pá kom
allhart norðanveður í rúma viku, með
töluverðu frosti, liæstu -f- 11 gr.
Núna um umliðna helgi, föstuinn-
ganginn, setti niður allmikinn snjó af
útsuðri og bleytti, svo nú er liaglaust
fyrst á vetrinum. Hefur nú í nokkra
daga verið rosaveður og sífelldur snjó-
gangur, og lítur enn út fyrir líkt
veðurlag.
Bráðapest hefur lítið gert vart
við sig. Að eins á einum bæ hefur
farizt í henni milli 10 og 20 fjár;
annarstaðar eigi svo teljandi sje, að
því er frjetzt hefur. Fáeinir fóru f
h&karlalegn í kyrrviðrinu eptir þrett-
ándann, og öfluðu dável.
Heilsufar fólks er nú farið að
skána. E>ó stinga ymsir kvillar sjer
enn niður á stöku bæjuro, helzttauga-
veiki. í henni lá um tíma hjeraðs-
læknir D. Sch. Thorsteinsson.
Rvík 7. apríl 1894.
Mannalat. Hinn 28. f. m., 4. í
páskurn, Ijezt Ámi Jónsson póstur
á Flóðatanga í Stafholtstungum —
Stykkishólmspóstur frá Arnarholti —
af slysförum, drukknaði ofan um ís á
Norðurá, við Haugahyl, skammt fyrir
neðan Arnarholt.
Af Vestfjörðum hefur frjetzt lát
Jakobs bónda Rósinkranssonar (frá
Æðey) í Ögri, úr taugaveiki, cr þar
hefur gengið I vetur við djúpið. Hann
var nefndarbÓDdi, á finimtugsaldri,
fjáður vel.
I fyrri nótt missti Helgi verzlun-
arstjóri Jónsson í Borgarnesi konu
síua, Kristínu Eggertsdóttur (Waage),
frá mörgum börnum, góða konu og
vel að sjer. Hún dó úr eptirkö3tum
inflúenzaveikinnar.
Úr Skagafirði skrifað 15. marz:
E>essir menn liafa andazt í syslunni:
Pjetur Pálmason, hálfáttræður, mjög
merkur bóndi, á Álfgeirsvöllum, vin-
sæll osr vinfastur oj vandaður, o^r
Jætur hann eptir sig ekkju og mjö^r
efnileg börn uppkomin; meðal þeirra
er Pálmi, pöutunarfjelagsstjóri á
Sjávarborg, og Halldóra, kona Ólafs
Briems umboðsmanns.
Hinn 2. febr. frú Helga E>or-
valdsdóttir í Rjettarholti, ekkja Ara
sál. læknis Arasan á Flugumýri, og
var hún hið eina af hinutn nafukuunu
börnum Porv. próf. Böðvarsonar, er
er nú lifði. Húa var höfðings- og
atgerfiskona, eins og hún átti kyn tit.
Hinn 6. marz konan Halldóra
Porfinnsdóttir á Krossi í Óslandshlíð,
62 ára gömul; og hinn 7. marz Helga
Dorkelsdóttir á Svaðastöðu n, eiuuicr
62 ára.
Hinn 10. marz merkisbóudir.n
Jóhannes Dorfinnsson á Reykjum í
Hjaltadal, 61 árs.
Gufubátukinn „Eiín“ byrjaði
ferðir sínar 3. þ. m., viku fyr en áætl-
un ætlast til. Hún fór þaun dag suð-
ur I Keflavík, með talsverðan ílutn-
ing og nokkra farþega, og hafði auk
þess I eptirdragi 7 róðrarskip suður,
til fiskiveiða þar með mönnuin og á-
höfn. Daginn eptir fór húa upp í
Borgarues, með vörur fyrir Brydes
verzlun, en af þeim varð ekki kcmið
i land nema öriitlu sakir mannleysis
— þar lá nær hvert mannsbarn í in-
flúenza — og kom hún með flutning-
inn suður aptur í gærmorgun. Stór-
viðri hafði og tálmað nokkuð.
Hósbruni. Aðfarauóít 30. f. m.
brann vörubúðarhús, gamalt og gott,
ullstórt, á Búðum, „Norskahúsið-‘,
eigu Eyjólfs kaupmanns Dorkelsson-
ar í Reykjavík, til kaldra ko'.a, á 2
klukkustundum; varð dálitlu bjargað
if íslenzkum vörum, en öðru eio-'.
Húsið var vátryggt og vörurnar að
nokkru leyti.
Infliíensa-sóttin. Hún var
komiu vestur í Stykkishólm og Olafs-
vík, er póstar voru þir 4 ferð fyrir
aokkrum dögum, og lítið eitt farin að
berast inn I Suður-D iliua úr Stykkis-
hólmi. Dar (í Sth.) lagði hún nær
hvert mannsbarn I rúmið á sköminu
bragði, eins og hjer. Uin Myrar og
Borgarfjörð hefur hún geysað kring-
um mátiaða mótin síðustu og er þar
enn bysnatnögnuð sumstaðar; skepn-
ur orðið að standa málþola dögum
saman á sumutn bæjum, af því að
eDginn hefur getað skreiðzt á fótuin.
f upp-lireppa Borgarfjarðar (Reyk-
holtsdal o. fl.) var hún ekki komin á
helginni sem leið.
Að norðan heyrist hennar ekki
getið, og mun hún ekki hafa verið
lengra komin en I Dingeyjarsyslu, or
póstferð fjell síðan; í gær komu
póstarnir hingað að norðan og vestan.
Aflabiiögð. Hjer var hinn fyrtti
góði afladagur í gær á þessari vertíð,
30—50 í hlut nokkuð almennt. Illað-
fiski I fyrra dag lijá Álptnesingum og
Hafnfirðingum; líklega eins I gær.
áömuleiðis byrjaður góður alli lengra
suður með sjó alla leið.
Austanfjalls inesta aflaleysi allt
til þessa, eða rjettara sagt gæftaleysi,
sem kemur í sama stað niður. Mikilí
bjargarskortur þar manna á meðal,
þeirra sem reitt hafa sig á sjóinn, sem
eigi hefur brugðizt þar mjög mörg
ár undanfarin.
Rvík, 11. apríl 1894.
Aflabrögð. Hjer hofur aflazt
mætavel frá því um daginn, þangi ð
til I gær, að talsvert dró úr því apuir,
einkuin misfiski mikið. Fiskur allt
af magur.
Ilafnfirðingar og Álptnesingar
fóru að fiska á Biúninni, sem kölluð
er, 3. þ. m., og fiskuðu síðan mætavel
þar nokkra daga, þar til laugardag 7.
þá mjög lítið, en mánudag 9. aptur
bezti afli þar. Dá daga (7.) fóru þeir
að fiska grunnt á Sviði prýðisvel;
Álptnesingar hlóðu þar á mánud,
(upp að 70 í hlut) sunnarlega, en
Hafnfirðingar, sem rerutil Sviðs noið-
arlega, fiskuðu litið.