Lögberg - 30.05.1894, Blaðsíða 2
2.
LÖGBERG MIÐVIKUDAGINN 30. MAf 1394.
Söfllutfl.
GenS út að 148 Princess Str., Winnipeg Man
of T/.e I.ögberg Printing ór Publishing Co'y.
(Incorporated May 27, l89o).
Kitstjóri (Editor):
EINAR H/ÖRLEÍFSSON
Businkss managrr: B. T. BJORNSON.
AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar 1 eitt
skipti 25 cts. fyrir 30 orö eða 1 þuml.
dálkslengdar; 1 doll. um mánuSinn. Á stærri
auglýsingum eSa augl. um lengri tíma aí-
sláttur eptir samningi.
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda veröur aö til
kynna sknflega og geta um fyrverandi bú
staö jafnframt.
UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
TtyE LÓGBERC PRINTING & PUBLISK- CG.
P. O. Box 368, Winnipeg, Man.
UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:
F.BITOK LÖ«BER<i.
P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN.
__ miðvikuuaoinn 30. maí 1894. —
Hy Samkvœm iapc.aiögum er uppsögn
kaupanda á blað’ ógild, nema hann sé
skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna
heimilaskiftin, þá er þaö fyrir dómstól-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett-
vísum tilgang’.
jgy Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir blijðið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa til vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um það.
— Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu verði (af Bandaríkjamönnnm),
og frá íslandi eru íslenzkir pen-
ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
F. 0. Money Orders, eða peninga í Re
gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá
visanir, sem borgast eiga annarstaðar en
í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi
fyrir innköllun.
Suðausturbrautarmáli®.
Síðasta blað HeimskrÍDglu akýr-
ir frá fundi, sem haldinn var hjer í
bjenum á mánudaginn í síðustu viku
fyrir forgöngu nokkurra heldri bæjar-
búa til að ræða J>að mál. En ekki er
iaust við, að nokkuð ónákvæmt sje
frá skýrt í peirri grein.
Blaðið segir, að allir peir sem
h ifi látið til sín heyra á fundinum hafi
v >rið „meðmæltir pví, að stjórnin
v jitti umbeðinn styrk‘-,að undantekn-
u n tveim ráðherrunum, sem sóttu
fundinn, og Mr. II. M. Howell mála-
f erslurranni. Sannleikurinn ersá,að
að undanteknum forgöngumönnum
brautarfyrirtækisins ljetu menn ekki
up;ri neina skoðun um pað, hvað
styrkurinn ætti að vera hár, heldur
eingöngu um pað, að brautin væri
gignleg, sem auðvitað er ekki neitað
af nokkrum Winnipeg manni.
Svo segir og blaðið, að fylkið
eigi að fá „fullkomnasta veð“ fyrir
ábyrgðar-styrk sínum. Ef nokkuð er
meint á annað borð með pessu orða-
tiltæki „fullkomnasta veð“, pá fáum
vjer ekki skilið, að pað geti neitt
annað pýtt en fyrsta veð. Sannleik-
U'inn er sá, að stjórninni er að eins
boðinr, annar veðrjettur í eignum fje-
lagsins.
Ennfremur segir og Heimskringia,
að fjelagið skuldbindi sig til „niður-
færslu borðviðar og eldiviðar yfir
((200,000 fyrir allt fylkið á hverju
ári.lí Sannleikurinn er sá, að for-
göngumenn brautarfyrirtækisins hafa
látið í ijós að peir geti ekki skuld-
bundið sig til að halda viðarverðinu
lægra en pað nú er lengur en eitt ár.
Styrkur sá sem fjelagið fer fram
á að fá hjá fylkisstjórninni er ábyrgð
á leigum af $5,500 á miluna gegn öðr-
um veðrjetti, og $1.750 á míluna,
borgaða í peningum á nokkrum árum.
Gegn fyrsta veðrjetti í eigum sínum
getur fjelagið fengið annars staðar
$6100 á mílu hverja, og telst svo til,
sem fjelagið vilji fá $13,250 á míluna.
Nú er pví haldið fram af mönnum,
sem kunnugir eru járnbrautalagning-
um, að leggja megi pessa braut fyrir
$8,000 til $9,000 á míluna, og láti sú
ágizkun nærri lagi, pi virðist óneit-
anlega svo, sem fjelagið ætli sjer
pegar frá byrjun að liafa dágóðan hag.
Yfir höfuð eru menn sýnilega
farnir að rakna tibmeiri athucrunar o<r
varhygðar viðvíkjandi pessu brautar-
máli en að undauförnu. Jafnvel blað-
ið Nor’Wester, sem frá öndverðu hef-
ur verið á fjelagsins bandi, og gert
pað að ofsóknarefni gegn fylkisstjórn-
inni, hve hægt hún hefur iátið sjer
með að veita styrk pann sem um er
beðið, er farið að lægja seglin. A
föstudaginn var komst pað meðal
annars að orði á pessa leið:
„Vjer dirfumst eigi að segja,
hvað peir borgarar, sem láta sjer annt
um Suðausturbrautarmálið, ættu að
afráða að fara fram á se.n sanngjarn-
an og skynsamlegan samning milli
forgöngumannanna og fylkisins.
Margt verður að hugleiða og vega á
nákvæmum metaskálum áður en menn
geta komizt að niðurstöðu um pað
efni; og pað, að hugleitt er með still-
ingu pað sem rannsaka parf, í stað
pess að komast að ákveðinni niður-
stöðu á augabragði, er merki poss, að
með fjölgandi árum og vaxandi
reynslu eru menn farnir að rækja pá
dyggð, sem kölluð er gætni, Stuðli
brautin að eins að byggingu landsins,
getur pað verið vafamál, hvort járn-
braut frá Winnipeg til Skógarvatns
yrði nógu dýrmæt tilpess að með pví
væri pað rjettlætt, að fylkið legði
fram styrk pann sem um hefur verið
beðið. t>að er eitt hið fyrsta, sem
athuga verður vandlega. t>að getur
líka verið vafamál, livort vjei sjeum
nokkru nær samkeppni, pótt brautin
yrði lögð. t>að er og mjög svo mik-
ilsvert mál, ocr menn komast ekki að
niðurstöðu um pað á einu augnabliki.
Enn fremur er pað og afarpýðingar-
mikið, hvort hægt er að tryggja fyrir-
tækið svo vel, að pað sje víst, að pað
verði óháð C. P. R. fjelaginu. tíf
pað er nokkur hætta á pví, hvað pá
líkindi fyrir pví, að pað mundi lenda
í klónum á pví einokunar-fjelagi, pá
væri pað oss gagnslaust, og pá vild-
um vjer ekki hafa pað, hvað lítið sem
vjer ættum fyrir pað að borga. Við-
víkjandi öllum pessum atriðum kunna
skoðanir vorar að vera fyrirtækisins
meginn, en eins og ástatt er, kann
pað að vera fullt eins hyggilegt, að
halda peim ekki fram til streitu án
frekari rannsóknar og umhugsunar".
t>að væri auðvitað mjög gleði-
legt, ef trygging gæti fengizt fyrir
pví að pessi fyrirhugaða júrnbraut
yrði að verulegu gagni, og fengist
hún, efumst vjer ekki um, að fylkið
vildi mikið á sig leggja til pess að
styrkja hana. En prátt fyrir pað, að
Winnipegmenn láta sjer all-annt utn,
að braut pessi ve;ði lögð, með pví að
peir búast við miklum hagnað af henni
fyrir pennan bæ, pá fer pví fjarri, að
almenniagur manna úti um fylkið
hafi enn fengið sannfæring fyrir, að
aað sje sanngjamt af stjórninni að
leggja fram allmikla upphæð og
bindast afarmikilli ábyrgð fyrir
fylkisins höndtil pess aðllijálpa pessu
fyrirtæki áfram. Og meðan svo stendur
geturn vjer ekki láð stjórninni, pótt
hún fari gætilega. Vjer getum tekið
til dæmis ummæli blaðsins Mail í
Brandon. Vjer efumst ekki um, að
Heimskringla meti mikils orð pess
blaðs, með pví að pað hefur jafnan
verið á líku bandi eins og hún í póli-
tíkinni, nema hvað pað sýnist ekki
hafa alveg eins mikla lotningu nú
upp á síðkastið eins og íslenzka apt-
urhaldsblaðið fyrir tollmálastefnu
Ottawastjórnarinnar. Sá misskiln-
ingur hafði einhvern veginn komizt
inn í höfuðið á ritstjóra pess blaðs, að
Winnipeg Tribune vildi fyrir hvern
mun fá styrk handa fjelaginu, og um
>á ímynduðu prákelkni Mrinnipeg-
blaðsins fer Brandon-blaðið svofelld-
um orðum:
„Jafnvel pótt skoðunarmenn peir
er stjórnin sendi haldi pví fram, að
landið með fram hinni fyrirhuguðu
Suðausturbraut sje ónýtt sem trygg-
ing, pá er Winnipeg Tribune að skora
á stjórnina að styðja pá vitleysis-
braut... .Tribune ætti að skiljast pað
eitt skipti fyrir öll, að engin stjórn,
sem ver $1.00 til peirrar brautar, get-
ur komizt lifandi gegnum almennar
kosningar í Manitoba.11
Cg xeys-lireyfingi n.
Grein sú sem lijer fer á eptir er
lauslega pýdd úr peirn hlutanum af
Winnipeg Saturday Night, sem gefinn
er út í Toronto. Sjálfsagt mun mörg-
um virðast, sem höfundurinn líti slík-
um vonleysis-augum á ástandið syðra,
að pað nái engri átt, og eðlilega hlýt-
ur pað að vera einlæg ósk alls hins
menntaða heims, að hann reynist ekki
sannspár. En greinin er að minnsta
kosti allgott sýnishorn af pví, hvern-
ig litið er í Canada á pá hreyfing, er
Coxey hefur vakið, og pess vegna
töKum vjer hana í Lögberg.* t>ví að
pað leynir sjer ekki á blöðunum hjer
nyrðra, að Canadamönnutn stendur
töluverður geigur af pessari hreyf-
ingu, og peir búast almennt við, að
hún kunni að hafa töluverð eptirköst
með tímanum, pótt hún kunni að sýn-
ast árangurslítil í bráð.
* * *
- „Bandaríkjablöðunum hefur pótt
sjerstakt gaman að sc-gja hnittyrði
um herlið Coxeys; en pegar frjetta-
smali blaðs eins í Chicago sýndi fyrir
einam tveimur vikum, að 11 herflokk-
ar líkir herflokk Coxays, samanstand-
andi af 8,000 til 10,000 inönnum, væru
á leiðinni til Washington, pá fórum
vjer að sjá, að atvinnuleysingjarnir
hefðu tekið góðan pátt í pessari til-
sögn, sem nú er verið að veita pjóð-
inni. Vjer getum hugsað oss, að svo
kunni að fara, að í stað átta púsunda,
flykkist átta hundruð púsundir manna
saman og heimti frammi fyrir dyrum
kapítólsins að bætt sje úr peirra veru-
lega eða ímyndaða umkvörtunarefni.
í>egar sumarið kemur, og ekki verður
eins hart að lifa út undir beru lopti
eins og að vetrinum eða vorinu, geta
mann búizt við að sjá par púsundir,
sem nú eru hundruð á ferðinni. Sú
spurning blasir nú pegar fyrirBanda-
ríkjunum og hinum menntaða heimi
yfir höfuð: hvað á að gera við petta
fólk?
„Eitthvað 500 eða 600 úr iðnaðar-
hernum tóku júrnbrautarlest í einu af
vesturríkjunum. t>eir voru teknir
fastir af landvarnarliðinu, sem boðið
var út í pví skyni. Ilvað var hægt
að gera við pá? Ekkert fangelsi gat
tekið pá, og hermennirnir settust blátt
áfram að utan um pá, og ríkið varð að
fæða pá. t>að var enginn flytir á
pe'm; sannleikurinn var sá, að pað
sem aðallega vakti fyrir peim, var að
fú mat, og svo voru peir að lokum
látnir la-isir rneð pví skilyrði, að peir
skuldbyndu sig til að troða sjer upp
4 einhvern annan part Bandaríkjanna.
Ef nú skyldu leggja af stað hundruð
súsunda af námamönnum og öðrum
mönnum í Bandaríkjunum, sem illa
una hag sínutn og mjög illa er með
farið, pá mundu peir menn ekki hald-
ast í skefjum af peim tilfinningum,
sem aptrað hafa Coxeyítunum frá öll-
um spellvirkjum. Hvað verður svo
gert við pá, ef peir fara að gera illt
af sjerJ* t>að er ekki unnt að senda
pá til neinnar Síberíu. Áöðrum eins
vandræða-tíma og nú á sjer stað í
Bandaríkjunum, geta menn hugsað
sjer einn sextugasta partinn af öllum
landslyðnum atvinnulausan og bjarg-
arlausan. t>að yrði ein millíón manna.
Dað yrði cins mikill her eða meiri en
hvor málspartur um sig hafði í borg-
arastríðinu, og pað yrði ómöguleg að
sekta pessa menn fyrir að ganga á
grasinu umhverfis pinghúsið, og pað
er ekki óhugsandi, að peir kunni að
ganga í flokka, sem hafa pað að starfi
að fara um landið, líkt og gert var á
Ítalíu forðuin daga; pá Ijetu flokkar,
sem samanstóðu af 10 til 12 púsund-
um manna, borgirnar greiða afarliáar
upphæðir, til pess að pær skyldu ekki
verða eyddar. Margir rithöfundar
hafa spáð iðnaðar-stríði. Svo framar-
lega sem ekki komi skyndileg breyt-
ing í hagsældar-áttina, getur ekkert
bjargað Bandaríkjunum frá jafn-
hræðilegu ústandi eins og ótti sjer
stað, pegar Gautar og Ilúnar og
Vicr velinii
G L E K A U G U*;
fyrii* menn ná-
kvæmleg’íi eptir
sjón feirra.
Mestu og beztn byrgrtir aí vörum með öllum prísum. Fáiö augu yðar skoöuð kostnoðar-
laust hjá W. R. Inman, útlærðum augnafræðingi frá Chicago.
W. R. INMAN & CO.
AUGNAFRÆDINGAR.
w Stórsalar og smásalar
518, 520 Maiii str., WHWHTIPE&.
XW Sendið eptir ritlingi vorum ,,Eye-sight-bj'-Mail,“ svo að þjer getið valið fyrir yður
sjálfir, ef þjer getið ekki heimsótt rss.
Yandalir reistu sína skrælingja-fána
á mestu menntunar og auðæfa-
stöðvum heimsins forðum daga. Dað
hefur mikið dvínað sjálfstraust Banda-
ríkjamanna við pessar viðskipta-preng-
itigar og pann óróleik, sem nú hefur
komið upp. Deir eru ekkert meiri
nje sterkari í samanburði við pað sem
umliverfis pá er og pær hættur, sem
ógna peim, heldur en hersveitir og
öldungaráð Rómaborgar var, pegar
hún hjelt, að hún gæti boðið heimin-
um byrginn. Niðurstaðan varð pá
hörmungar og apturhvarf til ástands,
sem var lítið hetra en hálfgert villi-
mannalíf. Hvaða tryggingu höfum
vjer fyrir pví, að lík skilyrði fram-
leiði ekki líkar afleiðingar. Hroki
auðmannanna, rangsleitni peirra sem
umkringdir eru af viðhöfn og valdi
hafði í för með sjer hörmungar í forn-
öld og á miðöldunum, og hvaða á-
Stæðu höfum vjer til að vonast eptir
öðrum afleiðingum nú átímum? Jeg
las ræðu pá er Coxey hafði tekið sam-
an og ætlaði að flytja á kapítóls-rið-
inu. Dað var skörp ákæra gegn
öldungadeild Bandaríkjanna, og peg-
ar maður sjer slíkt útsæði, og jarð-
veginn, sem undirbúinn hefur verið
af prengingum, vonleysi og hungri,
pá virðist pað ekkert undarlegt, að
pessum svokölluðu iðnaðarherflokkum
er vel fagnað af almenningi hvar sem
peir fara, og að fram eru lögð mat-
væli og peningar, sem nægja til pess
að peir geta haldið fyrirtæki sínu á-
fram. Yera má, að pegar verzlunar-
ástandið batnar dálítið, pá hætti pess-
ar hreyfingar, en að einu getum vjer
gengið vísu, og pað er pað, að hvort
sem atvinnuleysingjarnir verða í frið-
semdar- eða ófriðar-hug, pá hafa peir
lært pað, að með pví að (lykkjast sam-
an, geta peir lifað pægilega, fengið
nógan mat og nokkurn veginn húsa-
skjól, Og boðið byrginn bæði valdi
lögreglunnar og landvarnarliðsins.
Degar petta er orðið augljóst, pegar
pað hefur sjínt sig, að ferðalögin
tryggja menn betur en nokkuð annað
gegn málshöfðun, pá fara hergöngur
peirra sem vonlausir eru, eða bjargar-
lausir, að verða með aðalatriðunuin í
iðnaðar- og viðskiptalífi voru. Svo
fara vondir ráðanautar að komast inn
í pessa hópaaf aumingjum, og eyðing
bæja og önnur spellvirki verður nið-
urstaðan. Og pegar ævintýra-liugur-
inn er kominn á hreyfingu, ásamt
peirri ránsfýsn, sem er meiri eða minni
í hverjum einasta manni, pá er ekki
við öðru að búast en að liin mikla
alda vonleysisins taki að rísa hátt
gegn pjóðfjelagsveggjum lýðveldis-
ins fyrir sunnan okkur, veggjum, sem
ekki eru sjerlega sterkir. Bandaríkja-
blöðin hafa litið á petta atriði, sem
væri pað einstaklega hlægilegt; jeg
ímynda mjer, að pað líði ekki margir
mánuðir áðuren pau fara að líta á pað
frá allt öðru sjónarmiði“.
HEIMILID.
Aðsendar greinar, frumsamdar og þýdd-
ar, sem geta heyrt undir „Heimilið“‘
verða teknar með þökkum, sjerstaklega
ef þær eru um bvskap, en ekki mega
þær vera mjög langar. Ritið að eins
öðrumegin á blaðið, og sendið nafn yðar
og heimili; vitaskuld verður nafni yðar
haldið leyndu, ef þjer óskið þess. Ut
anáskript utan á þess konar greinum:
Editor „Heimilið", Lögberg, Box 368
Winnipeg, Man.]
Lauiíub.
Laukurinn er ein af peim holl-
ustu matjurturn, sem sáð er til, og er
undarlegt að menn skuli ekki brúka
hann meira en gert er. Yæri börn-
unum gefið nóg af soðnum lauk,
mundu pau sleppa hjá margri vesöld,
sem peim hættir við. Dað sem aðal-
lega er haft á móti juri pessari er pað,
hvað vond lykt er út úr manni, eptir
að maður hefur borðað hana, en pað
má gera við pví, með pví að hafa
eitthvað pað upp í sjer eða borða á
eptir, sem tekur burtu lyktina, eða
drekka kaffi.
Við barnaveiki (croup) eru lauk-
bakstrar góðir, sje barninu pá jafn-
framt haldið frá dragsúg, og ekki
látinn koma kuldi að pví. Bakstur-
inn er pannig búinn til, að laukur er
soðinn í gæsafeiti, pangað til hann er
orðinn meyr, og svo látinn við fætur
°g brjóst barnsins eins heitur og pað
polir. Grípi veikin ekki barnið mjög
geyst, bjálpar petta fljótt. Detta er
gamalt ráð og gott og mörg móðir
getur borið um pað að henni hafi
reynzt pað vel.
Laukur er ágætur til að hreinsa
blóðið og útrýma vondum vessum,
kýlum og hverju öðru, sem orsakast af
vondu blóði. Líka er pað fullyrt að
peir, sem borða mikinn lauk, hafi
jafnaðarlega hreinan og fallegan hör-
undslit.
Hvað vanræksla getur kostað.
Vanræksla er í mörgum tilfellum
svo dýr, að menn standast naumast
við að láta hana eptir sjer. Sje van-
rækt að gera við brotna renglu í
girðingum, getur leitt af pví að skepn-
ur komist inn og skemmi alla upp-
skeruna að meira eða minna leyti.
Sje vanrækt að festa lausa skrúfu,
getur pað orsakað, að akuryrkjuverk-
færið brotni. Sje vanrækt aðgerð á
aktýgjunum, getur pað leitt til pess,
að hesturinn fælist og tjón hljótist af.
Að vanrækja að vinna að jarðyrkjunni
á rjettum tíma, getur leitt dl pess, að
tvöfalt verk útheimtist við hana.
Hvergi á vanræksla við, aldrei kemur
hún sjer vel, og ætíð hefur liún eitt-
hvað illt í eptirdragi, stundum lang-
an slóða af pví.
Bóndi í Melita hefur sent fyrir-
spurn til „Nor’-West Farmer“ um
hörrækt, og svarar blaðið pví á pessa
leið:
„Gott, hreint hörfræ er ekki hjer
að fá nema í smáum skammti, til pess
að gera, og bushelið af pví kostar
$1.25. Dað er óvanalega mikil eptir-
spurn eptir pví einmitt petta vor.
Mennonítar sá hálfu busheli I ekruna
einlivern tíma frá 15. til 30. maí.
Jurtin sprettur vel og verður greina-
mikil og ber mikið fræ. Hálmurinn
selst ekki hjer, og pví er ekki vert að
rækta pað, nema engöngu til að fá
fræið. En par eð pað er svo ágætt
bæði rem fóður og læknislyf, handa
hvaða skepnum sem cr, pá ætti hver
bóndi að hafa undir dálítinn blett
af pví.“
Sjo lús á nautpeningi, er gott að
blanda einum parti af chloro-naptho-
leum móti hundrað pörtum af vatni,
og bera á skepnuna einu sinni á dag
af blöndu pessari.
Kálf undan gamalli og ljelegri
kú, ættu menn ekki að ala upp, held-
ur slátra honum.