Lögberg - 09.06.1894, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.06.1894, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG LAUGAEDAGIIS'N 9. JÚNf 1894. Jöjgberg. Gefið út að 148 Prinoess Str., Winnipeg Man of The /.ögberg Printing Publishing Co’y. (Incorporated May 27, l89o). Kitstjór: (Editor): EINAR HföRLEIFSSON B jsiness managrr: B. T. BJORNSON. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. uin mánuðinn. A stserr auglýsingum eða augl. um lengri tíuaa af- sláttur eptir samningi. BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verður aö ti) kynna skri/ega og geia um fyrvtrandi bt stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LÓGBEHC PP.INTiNC & PUBLISH- C0. P. O. Box 388, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EDITOB LÖ«BERG. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. __ laugakdaginn 9. .Jtjjíí 1894.— (gy Samkvæm iapc.3lögum er uppsögn kaupanda á blað’. ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstói- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. ||3f Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef mennfáekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. __ Bandarík j apeninga tekr biaðið fullu verði (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. Money Ordcrs, eða peninga í Jie gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi fyrir innköllun. í síðasta blaði voru er grein, sem meðal annarsieggurfastlega móti f>ví að binn fyrirhugaði skóli kirkjufj'e- lagsins byrji í haust. Hvers vegna ekki má byrja að segja mönnum eitt- hvað til í haust, er ekki sagt í Jressari grein, að eins skyrt frá því, hvað f>að hafi verið mönnum mikil gleði, og hvað menn hafi hrósaðmiklu hajipi út aE pvl, að ekkert varð úr tilsögninni vet írinn 1890—91. Hverjir voru svona ofsaglaðir út af því? Líklegast ekki peir sem voru að berjast við að láta kennsluna byrja pá um haustið. Llklegast ekki heldur unga fólkið, sem ætlaði að þiggja pessa tilsögn. Hvernin var sú mikla gleði í ljó lát- in og hvar koin hún fram? Ekki var pað í blöðunum, nje á almennum minnfundum. IJvers vegna skyldu mann líka hafa glaðst yfir slíku? Hvaða gleðiefni var pað, að ekki var unnt að veita tilsögn nokkrum ung- m ;nnum, sem um hana báðu? Og hv-iða tjón skyldi pað gera kirkjufje- laginu eða nokkrum einstaklingi, pó að íslenzku prestarnir hjer fari að serja mönnum til í einhverjum náms- gremum, ef peir geta bætt pví við piu störf, sem peir pegar hafa? t>að e' í raun og veru allt, sem hjer er um að ræða, og oss virðist, að peir sem hræddir eru við það sjái vofur í skín- anli dagsljósinu, hvað pá í myrkrinu. Mr. Þorl. G. Jónsson ritar all- langt mál í petta blað Lögbergs til pess að sanna oss, að öll kirkjumál sjeu trúmál, og skulum vjer kannast við að svo sje — svo framarlega sem hann kallar trúmál allar pær atliafnir manna, sem að einhverju leyti standa í sambandi við átrúnað peirra. En með pví að vjer höfum tyst yfir pví svo ljóslega, sem vjer höfum vit á, hvað vjer eigum við með orðin „trú- mál“, og með pví að pað-er allt annað en pað sem Mr. Þorl. G. Jónsson er að tala um, pá virðist oss ekki ástæða til að halda peim umræðum lengur fifram. Mr. Þorl. G. Jónsson og rit- gtjóri pessa blaðs skilja nú vonandi hvor annan og almenningur manna skilur, hvað fyrir peim báðum vakir í pessu deiluefni peirra, og með pví er allt pað fengið, sem peir er skrifa „fyrir fólkið“ geta gert sjer von um að fá. t>að er nú heldur en ekki farið að komast upp,að loforð Suðausturbraut- ar-mannanna hafa verið í meira lagi út í bláinn, og verður fylkisstjórn- inni nauroast hjer eptir láð pað af neinum sanngjörnum mönnum, pó að hún hafi ekki runnið umhugsunarlitið áagnið, eins og sumir virtust vilja láta hana gera. Forgöngumenn braut- arfyrirtækis pessa hafa látið sem peir ættu pað víst, cð geta flutt sög- unarmillur Ontario & Western Lumber fjelagsins hingað til Winni- peg, og vitaskuld auka með pví atvinnu bjer I bænum stórkostlega. Sömuleiðis póttust forgöngumennirn- ir ætla að flytja fyrir timburverzlunar- fjelag petta 80 millíónir feta af trjá- stofnum árlega. Hjer um daginn fann blaðamaður einn að máli forset- ann fyrir Otario & Western Lumber fjelaginu og spurði hann, hvort nokkr- ir samningur liefði verið gerður við fjelag hans um að flytja millurnar, ef brautin skyldi verða lögð. Hann kvað pað ekki vera. Svo var hann spurður, hvorf nokkur samningur hefði verið gerður við fjelagið um að flytja pennan við fyrir pað hingað til Winni- peg. Hann sagði eins og áður, að pvi væri ekki svo varið. Þá var hann spurður, hvort liann áliti hyggilegt fyrir fjelagið að gera slíka samninga, ef pess skyldi verða kostur. Ekki sagðist hann álíta pað, en par á móti taldi bann víst, að pó að stjórnarnefnd fjelagsins vildi gera slíka samninga, pá mundi hanni ekki haldasspað uppi fyrir liluthöfunum. Iijettsýni Ottawastjórnar- innar. t>að reyndi dálítið á rjettsýni Dominionstjórnarinnar og apturhalds- flokksins nú í vikunni, og pað varð heldur lítið úr peirri dyggð peim meginn, eins og menn máttu búast við. í pinginu urðu umræður um mál nokkurt frá New Brunswick, mál, sem haldið hefur fólki par í liinni mestu gcðshræring, og eru atvikin í stuttu málipessi: Ellis heitir maður í St. John, höfuðstaðnum í New Bruns- wick, vel látinn og mikils virtur, og er ritstjóri blaðsins St. John Globe, sem er eitt af helztu blöðunum í strandfylkjunuin. Við sambands- pingskosningarnar árið 1887 iysti kjörstjóri yfir pvf, að Mr. Baird nokk- ur væri kosinn í einu kjördæmi par, enda pótt andstæðingur hans, Mr. King, liefði eitthvað 60 atkvæð- um fleira. Kjörstjórinn, sem náttúr- lega vir einn cf hinum mörgu sam- vizkulitlu verkfærum Ottawascjórn- arinnar, bar fyrir sig lítilsháttar form- galla á kosningunni, og úiskurður hans pótti svo mikið hneyksli, að háð- ulegustu orðum var farið um hann al- mennt á Ottawapinginu. Mr. King sótti um að mega láta county-dómara telja atkvæðin aptur,og var pað veitt, en Mr. Baird sneri sjer pá til hæsta- rjettardómara, sem Tuck heitir, og fjekk liann til að gefa út bann gegn endurtalningunni. Þetta bann pótti hið argasta hneyksli og rangsleitni,og Ellis dró ekki dulur á pað 1 blaði sínu, heldur s/ndi fram á, að dómarinn hefði par ekki komið fram öðruvísi en sem rjettur og sljettur flokksmaður, og hann samvizkulítill. t>á borgaði Baird dómaranum pann greiða, sem liann hafði áður pegið, með pví að kæra Ellis fyrir „fyrirlitning gegn dóm- stóli“ (contempt of court). Málið stóð yfir fimm til sex ár, var loksins dæmt í vetur af pessum sama Tuck, sem hlut átti að máli fremur en nokkur annar, að undanteknum hinum ákærða, og öðrum dómara, sem er lieldur sam- vizkuminni en Tuck, ef nokkuð er á mununum. Mr. Ellis var dæmdur í mánaðar-fangelsi. Þetta mál var nú lagt fyrir Ott- awapingið hjer um daginn. Mr. Davies, leiðiogi frjálslyndra ping- manna frá strandfylkjunum lagði fram tillögu til pingsályktunar í pá átt, að dómurum ætti ekki að leyfast að dæma í sínum eigin málum, og vildi jafnframt fá pingið til að lysa yfir pví að fangelsisvist Ellis hefði verið ranglát. Hvortveggja er vit.anlega í augum landsmanna alveg sjálfsagt, og pað pví fremur, sem leyndarráð Breta hefur áður dæmt í líku máli. Bahama-ritstjóri nokkur gaf út fyrir fáeinum árum aðfinningar um æðsta dómarann par á eyjunum. Dómarinn heimtaði nafn höfundarins, en ritstjórinn neitaði að láta pað uppi. Hann var svo sendur • í fangelsi fyrir að sytna rjettinum fyrirlitning. Rit- stjórinn vísaði málinu til leyndarráðs- ins, og vann pað par. Dómsmála- nefnd pess úrskurðaði, að aldrei væri að ræða um fyrirlitning gegn dóm- stólunum, nema pegar reynt væri með orðum eða athöfnum að koma í veg fyrir að rjettvísinni yrði fullnægt. Það er pví enginn vafi á pví að Ellis hefði unnið sitt mál, ef pað hefði farið fyrir æðsta dómstól ríkisins, en honum var synjað um leyfi til að vísa málinu pangað. Nú hefði sannarlega mátt búast við, eða menn hefðu átt að geta búizt við, að stjórnin hefði sy?nt pá óblutdrægni og rjettsyni, að fall- ast á pingsályktun Mr. Davies’. Sjálf bar hún, hvort sem var, ekki ábyrgð á gerðum dómarans, nema pá mjög ó- beinlínis, og ef hún hefði fengizt til að Jysa yfir óánægju sinni með aðfar- ir lians, og f að fyrirkomulag, að menn dæmi í sínum eigin málum, pá virðist mega ætla, að pað hefði styrkt trú manna á rjettsyni hennar. En pað var ekki neinu slíku að lieilsa. Stjórn- in með öllu sínu liði greiddi atkvæði móti tillögu Mr. Davies, og er lítill vafi á pví, að pað hefnir sín við næstu kosningar, að minnsta kosti í strand- fylkjunum, par sem mál petta hefur vakið æsingar miklar og megna and- styggð á háttalagi Tucks dómara. Öll kirkjumál eru trúmál. Herra ritstjóri „Lögbergs“. Jeg hefi sagt og segi enn pá, að mjer skilst, að eins og öll trúmál eru kirkjumál, pá sjeu einnig öll kirkju- mál trúmál. En að pað taki tíma og kosti polinmæði að kenna mjer göml- um og tornæmum að skilja pað gagn- stæða, er nokkuð sem jeg ætla mjer ekki að bera á móti. Mr. Iljörleifs- son hefur líka sýnt mjer mikla polin- mæði, manni, sem ekki er pakklátari en svo, að jcg æilast pó til og geri mjer von um meiri polinmæði frá honum hjer eptir, já, sjálfsagt meiri peirri sem bregður fyrir í grein frá honum I 83. nr. „Lögbergs“ 2. p. m. Það er, að mjer finnst, ómögulegt, að pað hafi getað „gengið fram af“ Mr. H. „og meir en pað“, póhonum pætti að jeg misskilja pað málefni, er jeg með allri virðingu leyfi mjer að segja, að hann eigi fullt í fangi með að skilja sjálfur. En mjer virðist eins og petta kunni að geta smá-lagazt milli okkar, pví Mr. H. gefur mjer rjett í pví, að öll trúmál muni vera kirkjumál. Og eptir hans fyrri ummælum í 18. nr. Lögb. ættu pá trúmál að komast að í pví. Að eins eru pað orðtækin í fyr töldu nr. „eins og tilhagar á meðal vor“. Þau hefðu annaðhvort ekki átt að standa par, eða pá í peirra stað, eins og viðgcngst í allri Jcirkju. Hitt er að eins ryk í augu, sem mjer fellur ekki. Eu svo eiga ekki öll kirkjumál að vera trúmál, segir Mr. II. Og pví til sönnunar á að vera, að pótt allir liestar sjeu dýr, pá leiði eigi par af að öll dýr sjeu hestar. Þetta er nú kannske allgóð upplýsing fyrir fá- fróða, en pó held jeg að peim heföi komið betur að fræðast um einhvern eða einhverja pá menn, sem engan á- trúnað hafa haft, en látið pó reisa kirkjur og vígja til guðspjónustu, kallað menn og fengið vígða til að prjedika og myrnda söfnuði og safnaða fjelög, lialda kirkjuping og fulltrúa til að mæta á peim m. 11. og fl. Og gera svo allt petta á sinn eigin kostn- að, oins og viðgengst, í kirkju-söfn- uðum. Því ef pessi vinna lýsir ekki trá af verJcum, fult eins vel trú, og um- ræður um „sannleiksgildi einstakra trúar atriða“, pá bið jeg Mr. II. að gefa gleggri rök og úrlausn en hann hefur gert fyrirpví, að kirkjumál sjeu ekki trúmál, og ekki láta sjer blöskr- ast skilningsleysið fyrr en hann hefur gert pað. Jeg fynr mitt leyti læt tnjer standa á sama, hvaða einkunnir mjer eru lagðar til að gáfnafari, pví jeg veit vel, að jeg er engum peim gáfum gæddur, sem jeg geti stæit mig af. En svo framarlega sem Mr. H. skrifar ekki pvert um hug sinn, kalla jeg pað skilning í daufara lagi að ajá ekki, að jafnvel hin verzlegri hlið kirkjumála sjo einnig trúmál. Hann segir pað sje til fjöldi kirkju- mála, sem sjer sje eigi með nokkru móti unnt að sjá, að kölluð verði trú- mál, ef talað sje af heilbrigðri skyn- semi. En hver er allur sá fjöldi kirkjumála? Jú, pað á að vera ,,prestaskrúðinn“ auk pess sem jeg hef vikið á. Vitaskuld er presta- skrúðinn hvorkitrúmál nje kirkjumál, par sem búið er að leggja hann niður og kasta honum af dagskrá. En svo lengi, sem kennimaður eða prestur vill bera pennan skrúða og söfnuður vill hann sje svo skrýddur,pá hefi jeg ekki svo lagaða skynsemi, að jeg sjái nokkuð ámóti að paðsje trú- mál að bera skrúðann, pó að hann í sjálfu sjer virSist eigi annað en ein- kennisbúningur prestsins eða kenni- manusins. Og pað er mitt trúmál, að pessi einkennisbúningur ætti ekki að leggjast niður lijer á meðal vor, peg- ar vjer höfum eignazt guðsliús í við- unanlegu lagi, heldur að Jiann ætti pá að takast inn á dagskrá og ræðast á meðal annara inála, sem pá yrðu uppi sem trúmál og kirkjumál.. En sje pað nú hrein og bein al- vara míns kæra og göfuga andmæl- anda, að álíta pað sem jeg nú pegar hefi vikið á trúmál, sje utan við alla „heilbrigða skynsemi“, pá feið jeg hann að koma mjer til lijálpar með sína skynsemi, með pví fyrstað hlusta á nokkur orð, er jeg vil enda með, og sem jeg ætla að verða muni mín sið- ustu orð til Lögb. í pessu máli. En til pess að pau verði líka sem allra fæst, leyfi jeg mjer að gera pá áætlan, að við verðum báðirsammála ípví at- riði að sakramentin vor lúterskra manna sjeu bæði trúmál og kirkju- mál. Engáumnúað: í öðru peirra. (Skírnarsakram:) sjáum við aðeins vatnið og athöfnina. í hinu, (Altaris- sakram.) að eins brauð og vln og at- höfnina. Og pó við svo báðir hefð- um heilbrigða skynsemi ogfulla sjón, pá sjáum við ekki annað en pessi jarðnesku efni rjett eins og við sjáum í guðs húsinu, hvort heldur pað liefur „turn“, ellegar pað er turnlaust; og sama er að segja um ,,prestaskrúðann“. Allt er petta framleitt og tilbúið af hinum jarðnesku náttúru efnum; og peir sem framleiða og tilbúa og taka borgun fyrir, purfa ekki annað en kunnáttu til að gera pað, en alls ekki neina trú. En peir sem kosta frarn- leiðsluna. og neyta liennar og brúka hana til guðspjónustu, pað eru menn- irnir sem vígja og helga pessi jarð- nesku efni og gera pau að trúmálum, með pví peir trúa pví og treysta, að allt sem stendur í pjóaustu guðs kirkju, sem hann hefur sjálfurstofnað hjer á jörðu, verði af honum helgað og blessað einmitt fyrir trúnaá bann. í pessari trú og með pessari skoð- un eru vígðar kirkjur, bænahús og gTafreitir, og cru af mönnutn kirkj- unnar álitin heilög húsogheJgir stað- ir eptir pað, svo lengi. sem pcir brúk- ast í pjónustu kirkju Krists. — Og pví lief jeg ?agt pað og segi pað enn, að öll mál guðs kirkju reyuast trú- mál, pegar að er gáð. Skyldu pessar línur fá viðtöku í Lögbergi hjá ritstjóra pess, pá er nijer líka kærast, að pær standi par. Mountain, N. D. 30. mai 1894 Þ. G. Jónsson. HEIMILID. Aðsendar greinar, frumsamdar og þýdd- »r, sem geta heyrt undir ,,IIeimiíið“’ verða teknar með þökkum, sjerstaklega ef þær eru um biiskap, en ekki mega þær vera mjög langar. Iíitið að eins öðrumegin á lilaðið, og sendið nafn yðar og heimili; vitaskuld verður nafni yðar haWið leyndu, ef þjer óskið þess. Ut anáskript utan á þess konar greinum: Editor „Heimilið“, Lögberg, Box 368 Winnipeg, Man.] Góð I’öxnukaka. — Brjót sex ný egg og lát rauðurnar og hvíturnar sitt í hvort ílát. Lát satnan við rauð- urnar tvær matskeiðar af muldum hvltasykri, hálfa af hveiti og börk af hálfri apelsínu eða lemónu, eða pá dropa af einhverri góðr' „essence“. Hrær petta vel saman, og peyt svo hvíturnar með litlum hrísvendi par til pær eru orðnar pjettar og hvítar sem smjör; hrær pær pá út í rauðurn- ar. Haf til vel hreina steikarapönnu, sct hana yfir hægau eld, lát á hana eina únzu af smjöri, og pegar pað er bráðið, pá hell á hana tveimur skeið- un af deginu. Steik pað svo í hjer um bil hálfa mínútu, snú síðan við eins og pönnuköku og legg á disk. Þannig skal halda áfram par til deig- ið er uppgengið. Legg pá kökurnar hverja ofan á aðra —strá á pær sykri, baka tíu mínútur í ofninum, og ber á borð. Kaktöflu kökuk. Tak djúpan disk af stöppuðum karlöflum; lát út í pær hálfa saltskeið af pipar, sama af ,,nutmeg“, ofurlítið salt og eina eggja- rauðu. Bú svo til úr pessu litlar kökur, ber smjör á bakarapönnu, og lát pær á; ber eggjahvítu ofan 4 pær Og brúna í bráðum ofni. Óli'ÝR ItRAUÐKJETTUK. Hart Upp- pornað brauð má gera að Ijúffengum rjetti með pví að dýfa sneiðunum i deig, og steikja pær svo í svínafeiti eða smjöri. Egg skal hafa í deiginu, teskeið af kornstífelsi, lirært út i mat- skeið af mjólk móti liverju eggi. Líka skal salta pað ögn. Fkencii toast. Slá fjögur egg par til pau er orðin að Ijettri froðu. Hrær saman við pau einni mörk af mjólk. Sker fáeinar sneiðar af hvítu góðu brauði, dýf peim í eggin og mjólkina, og legg í pönnu með heitu smjöri og steik par til pær eru brúnar. Strá sykri og kanel eða nutmeg á bverja sneið, og ber á borð heitt. ViivT og mál. Einn pottur af hveiti er jafn einu pundi. Tveir bollar af smjöri eru eitt pund. Ein velmæld mörk af legi or eitt pund. Tveir bollar af muldum bvítasykri er eitt pund. Ein mörk af smá-söxuðu kjöti, pjöppuðu faat saman, er eitt pund. Bollinn sem brúkaður er við pessa niælingu, er gjört að taki hálfa mörk. Að gev.ma mjólk. Ef mjólk er Uituð svo hún komi í suðu, og hellt svo óðara í könnur eða ílát, sem líka strax eru tillukt svo ekkert lopt kom- ist að — pá geymist hún pannig i pað óendanlega. Þar eð loptið úti- Veitt Hædstu verdl. a heimssyningunni. BAKING P0WDIR IIIÐ BEZT TILBÚNA. Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonis eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.