Lögberg - 23.06.1894, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.06.1894, Blaðsíða 2
2 LÓGBEECr LAUGARDAGIfJN 23. JÓNÍ 1894. J ö Q b t r g. OeiiS út að 148 Prinoess Str., Wirsnipog Man of Ti e /.ögberg Printing ór’ Publishmt; Co'y. (Incorpnrated May 27, i89o). Kitstjóri (Editor); EINAR II/ÖRLEIFSSON Business managrr: Ií. T. BJORNSON. AUGLÝSINGAR: Smá-augiýsingar ( eitt skipti ‘25 cts. íyrit 30 orð eöa 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuCinn. A stærri auglýsingum etta augl. um lengri tíma aí- sláttur eptir samningi.____________ BÚSTAD A-SKIBTI kaupenda verSur aö til kynna skrijlega og geta um fyrverandi bó stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIDSLUSTOFU blað3Íns er: THE LÓCBEHC PHIKTING & P'JBLISH- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UrANASKRIFT til RITSTJÓRANS er: KUITOK LÖfiBERJR. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN laugardaginn 23. j(jní 1894. jy Samkvæm iapr.3lögum er uppsögn kaupanda á blaö: ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld viö blaö- iö flytr vistferlum, án þess aö tilkynna heimilaskiftin, þá er þaö fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang’. pjr- Eptirleiöis verður hverjum þeim sem seudiross peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönuum vorum eða á annau liátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfllega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. __ Bandaríkjapeninga tekr blaðif fullu verði (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir fullu verSi sem borgun fyrir blaðið. — Seudið borgun í 0. Money Orders, eða peninga í R< gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá visanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi fyrir innköllun. Einn af senatorum Bandaríkjanna hefur komið fram með J>á tillöou að stmeina Efri Mississippi og Rauðá með skurði í pví skyni að undirbúa vatnsleið til Hudsonsílóans. Og víð- ar að heyrast raddir um, að kostnaður- inn við að búa til vatnsveg pangað norður mundi ekki verðagffurlegri en svo, að hann mundi margborga sig. Vitaskuld mundi slíkur vatnavegur hifa hina mestu pýðingu fynrWinni- peg og allt Norðvesturlandið — en p4 pvl að eins að breytt verði um stefnuna í toll- og viðskiptamálum landsins. Eins og Manitoba Free Press tekur fram, mundi pað verða <5- aft eyðsla á tíma og kröptum, að rembast við að fá greiðan flutning til H idsonsflóans nieðan fjármálastefr.a stjórnarinnar heldur Norðvesturland- in t niðri til hags fyrir verksmiðju- eigendur í austurfylkjunum. Meðan allt situr við f>að sama með tollmál passa lands, getum i jer ekki búizt við nrinum verulegum framförum fyrir peman mikla landslduta, sem vjrr búim f. Allt strrndar á pví, hve a'menningi er gert örðugt fyrir með vjrndartollinum. Og Jregar höfð er hl ðsjón af pví, hvernig gengið hefur að fá hiua margumbeðnu og marglof- uðu viðgerð á St. Andrewsstrengjun- um, pá er sannarlega ekki ástæða 1il að gera sjer í liugarlund, að núvei- un li stjórn mundi verða fús á að fara að legíf ja út í slíkt fyrirtæki, sem pað er hjer er um að ræða. IIúa hefur ekki s/nt það, að henni sje svo annt um þennan hluta Canada. En ymis- legt bendir nú Jíka á, að tækiæri verði til breytingar áður en langt líður. Það er dálítið gaman að einum greinarhöfundi, sem hefur skrifað f nykominn Austra utn útflutningamál- ið. Manninum er f>að synileg ráð- gáta, að vjer skulum hafa tekið f strenginn með Alr. 13. L. Baldwins syni út af gauragangi þeirn sem hann varð fyrir heima á íslaudi, par sem orð leiki á því, að hann sje lítill vin Lög- bergs. í tilefni af pví er 033 ánægja að fræðaþennan Austra-mann um f>að, að pcgar ræða hefur verið um almenn mál, höfum vjer ávallt lcitazt við að sleppa allri hliðsjón af f>ví, hvort f>eir sem hlut hafa átt að rnáli hafa verið miklir eða litlir vinir blaðs vors. Vjer böfum ávallt leitázt við að segja hlut- drægnislaust pað sem fyrir oss hefur vakað, og samkvæmt þeirri reglu var pað, að vjer tókum í strenginn með B. L. Baldwinssyni, enda pótt sumir af andstæðinguin hans muni vera miklu ir.eiri vinir vorir en liann er eða hefur nokkurn tíma verið. Því hefur stundum verið fram haldið, að engir trúboðar fari með slika endileysu, að f>eir geci ekki fengið áhangendur, ef peir sjeu nógu æstir og ákveðnir í trúboði sínu. Nytt dæmi þess hafa menn sjeð síðustu ár- in á Rússlandi — og reyndar mun sumum Winnipeg-mönnum,sem hlusta á íslenzkan gauragang, sem hjer ásjer stað á strætunum á hverjum sunnu- degi, ekki finnast þörf á að leita svo langt til þess að fá sannanir fyrir stað- hæfingu þossari. Rússneski trúboð- inn hóf kenningu sína veturinn 1891- 92 í fylkinu Kiev áRússlandi. Hann hafði verið drykkjumaður mikill fram að fertugsaldri, en þá snerist liann og gekk í ofsatrúarflokk einn. Nokkrum árum síðar fór liann að verða var við ymsa kynlega fyrirburði, mcðal ann- ars finna sætan ilm, sem liann sagði að væri lyktin af heilögutn anda. Svo komst hann að raun um það, að hann var Jesús Kristur. Fjöldi bænda gerðist lærisveinar hans, seldi eignir sínar, hætti allri vinnu, og leit á þenn- an brjálaða leiðtoga sinn sem frelsara heimsins. Mjög mikil breyting átti nú að verða á heiulinum; enginn átíi nú að deyja; og enginn þurfti neitt að gera cða bera neÍDa áhyggju fyrir morgundeginum, því að guð mundi sjá fyrir öllum. Flestir fundu þeir þessa söma lykt eins og leiðtogi þeirra. Mörgum þeirra fannst þeir vera merkilega ljettir, eins og þeir flytu í loptinu, og margir fengtí krampadrætti. Þegar söfnuðirnir hjeldu guðsþjónustur sínar, höfðu þeir í frammi hinn mesta gauragang; sumir fleygðu sjer til jarðar, aðrir stukku upp í loptið, börðu sjerá brjóst og ráku upp org. Sumir ljetu sem þeir væru að tala saman; en ramræð- an var að eins óskiljanlegir, meining- arlausir hljómar, sem fólkið hjelt að væri mál, sem einhversstaðar væri tal- að. Flestir voru mennirnir grindhor- aðir og blóðlitlir. Loksins tóku yfir- völdin í strenginn; þeir sem voru allra-vitlausastir voru lokaðir inni í brjálsemis-spítölurc, en liinir sendir á almenna spltala eða í klaustur. í vor hefur fremur lítið verið tal- að um kóleru í Norðurálfunni, en með því er samt ekki sannað, að ekki stafi töluverð hætta af kenni, og við og við eru Norðurálfublöðin að benda á þá hættu með allalvarlegum orðum. Með- al annars segir eitt Berllnarblaðið ny- le ra: „Skyrslur yfirvaldanna um kól- leruna eru ekki að eins ætlaðar til fróðleiks fyrir almenning manna, held- ur eiga þær líka að vera til þess að yfirvöldin geti gert vaiúðar-ráðstaf- anir í tíina. En þetta gagn getur að eins af þeim orðið moð því móti, að allur sannleikurinn sje ávallt sagður. Því miður er mjög syndgað gegn þeisari reglu utan Þyzkalands. Það leikur nú enginn vafi á því, að veru- leg Asíu-kólera gcisar í Lissabon; því er nú jafnvel ekki neitað í Portúgal, þó að sömu mennirnir sem upphaflega skirðu veikina „kólerínu“, segi nú að þetta sje einstaklega væg tegund af kóleru. En þessar launungar tilraunir koma oss að eins til að halda, að við- gangur sykinnar m'uni vera mjög alvarlegur, einkum þar sem Frakk- ar hafa nú neyðst til að kannast við. að sykin gangi í Finisterre-fylkinu. Það cr augsýnílegt, að sykin er víðar í Frakklandi, og óbætt er að ganga að því vísu, að hún gangi meira eða minna umallan vestur- og suður-hluta landsins. Ef vjer svo skoðum Belgíu- borgirnar Luttich og Namurs með undirborgum þeirra sem þriðja kól- eru hjeraðið, þá má sannarlega segja, að horfurnar sjeu mjög ískyggilegar.“ Kosiiiiigurrjettur kvenna. Um þetta mál, sem töluverthefur verið talað um meðal íslendinga, eru nykomnar út 4 ritgerðir í tveimur af hinum merkustu tímaritum Bandaríkj- anna, North American Review og Forum, og prentum vjer hjer útdrátt nokkurn af þeim. Hon. Davis H. Waite, ríkisstjóri í Colorado, segir í North American Review: Niðurstaðan af kosningunum síð- astliðið haust varð sú, að konur í Col orado fengu kosningarrjett og öll borgaraleg rjettindi. í lyðveldi eru tvö grundvallaratriði með jafn- rjetti í þessu efni, og verður hvorugu þoirra mótmælt með sanngirni: 1. Engar skattálögur ættu að eiga sjer stað án þess að þeir sem skatturinn er lagður á hafi fulltrúa á þinginu. 2. Kosningarjctturinn ætti að vera byggður á skynsemi kjósend- anna. Stjórnirnar fá sitt rjettmæta vald frá þeim sem yfir er ráðið. Ef kona hefur nógar gáfur til þess að mót- mæla ranglátum lögum og heimta að eitthvað sje í lög leitt, sem ætlazt er til að auki lieill almennings, hvers vegna ætti þá ekki að spyrja um henn- ar vilja, þegar um það er að ræða að stjórnin beiti valdi sínu, einkum og sjerstaklega þegar þess er gætt, að skattur er lagður á hanasem borgara? Á þessum síðustu tímum hafa menn stöðugt verið að færa út kosn- ingarrjettinn, en um rjettkvennahafa menn ekki hirt. Svertingjum í Suð- urríkjunum var veittur kosningarrjett- ur, svo óhæfir sem þeir voru til að beita honum. Mjög snemma var í hinum mikla norðvesturliluta Banda- ríkjanna hinum fáfróðustu útlendum karlmönnum veittur kosningarrjettur, mönnum, setn ekki geta talað lands- ins mál, og ekki skilja, hvað þeir eru að gera, þegar þeir eru að greiða at- kvæði; og margir þeirra hafa farið svo svívirðilega að ráði sínu að selja at- kvæði sín mönnúm, sem hafa verið enn blygðunarlausari en þeir sjálfir. í Bandaríkjunum yfir höfuð hef- •r ekki verið hirt um pólitísk rjett- indi kvenna, nema hvað þau eru við- urkennd í Utah, Wyoming, Washing- ton og síðan í haust I Colorado. Karl- maðurinn með sína líkamlegu og and- lcgu yfirburði hefur haft ótakmörkuð yfirráð í Bandaríkjunum eins og í öll- um öðrum löndum, og enginn getur neitað því, að frelsið er í hættu og að mannleg rjettindi eru fótum troðin um allan heiminn; og því er eins varið eins og Simpson biskup, merkur Me- þódista-klerkur, sagði 1864, að það verður aldrei unnt að framfylgja nein- um siðferðislegum umbótum með lög- um fyrr en konur hafa fengið kosning- arrjett. Vitaskuld eru konur líkam- lega veikari en karlmenn, og það get- ur verið, að almennt sjeu þær það líka andlega. Hið eiginlega starf- svæði kvenna er vafalaust að ala upp börn, og það tálmarþví að konur fáist nokkurn tíma eins almennt eins og karlmenn við löggjöf og embættis- verk; en slíkt er þyðingarlítil mót- bára gegn rjetti kvenna til að greiða atkvæði, eða hafa embætti á hendi, ef almcnningur vill hclzt einhverja konu til þess. Það er satt, að konur geta ekki barizt á orustuvelli; en orustur eru ekki unnar eingöngu á vígvellin- um. Þjóðræknu konurnar, bæði í Norður- og Suðurríkjunum,unnu eins mikið og ef til vill meira á sinn liátt í borgarastríðinu, heldur en hermenn- irnir á vígvellinum. Báðir gömlu flokkarnir hafa um fjórðung aldar barizt miskunnarlaust gegn grundvallaratriðinu jafnrjetti fyrir alla, og undir því merki á Al- þyðuflokknrinn (Peoples Party) að sigra. Þess veiður ekki langt að bíða, að hann ekki að eins leysi konur úr pólitiskum þrældómi, heldur líka karla og konur úr iðnaðar-þrasldómn- um. Ríkisstjórinn I Nebraska, Crounse, ritar aðra groin í sama nr. þessa tímarits, og þar er liljóðið allt annað. Hann talar um kosningarrjett kvenua sem mjög þyðingarlítið inál. Hann segir frá þvl, að Nebraska-þingið hafi árið 1881 gefið út lög um að almenn- ingur manna skyldi ganga til atkvæða um þá fyrirhuguðu breyting á stjórn- arskrá ríkisins, að konur fengju at- kvæðisrjett. Því var ekki svo varið, að almenningur manna í Nebraska, karlar nje konur, væru mjög á fram um þetta mál; heldur var því komið af stað af mönnum utan ríkis- ins, sem bjuggust við að Nebraska væri henntugur staður til að gera þessa tilraun. Undirbúningurinn undir atkvæðagreiðsluna var mjög fjörugur; fólk úr fjelagi því er mynd- azt hafði til að vinna að kosningar- rjetti kvenna í Bandaríkjunum (Na- tional Woman-Suffrage Society)skipti sjer niður út um ríkið, undir forustu Mrs. Susönnu B. Anthony, sem lengst hefur fyrir þessu máli barizt, og það vann óaflátanlega, þangað til búið var að loka kjörstöðunum. Samt sem áð- ur urðu að eins 25.000 atkvæði með breytingunni, af 90.000 atkvæðum, sem greidd voru. Það er ekki ncma sanngjarnt að gera sjer í hugarlund, að bak við þau 25,000 atkvæði, sem greidd voru með breytingunni hafi staðið sá riddara- hugur og súsanngirni, sem kom ríkis- þinginu til að láta menn greiða at- kvæði um þetta mál, og að par hafi komið fram liugur allra þeirra kvenna, sem breytingarinnar kröfðust. Það er líka sanngjarnt að gera sjer I hug- arlund, að í þeim 50.000 atkvæðum, sem greidd voru móti málinu, hafi komið fram vilji þeirra kvenna, sem voru fúsar á að trúa mönnum sínum, feðrum og bræðrum fyrir atkvæða- greiðslunni, mönnum, sem þær virtu fyrir hyggni og samvizkusemi, enda sjeð vott þeirra mannkosti á mörgum lögum, sem gefinliöfðu verið út I Ne- braska til að vernda kouur og eignir þeirra. Að því er snertir afleiðÍDgarnar af kosningarrjetti kvenna má taka það fram til samanburðar, að lögin í Nebraska um sölu áfengra drykkja eru miklu ákveðnari og víðtækari, og þeim er betur framfylgt heldur en I systurríkinu við hliðina, Wyoming, þar sem konur hafa haft kosningar- rjett um fjórðung aldar. Þótt konur hafi ekki haft kosningarrjett I Ne- braska, hafa framfarirnar þar verið svo miklar að því er snertir auð- sæld, fólksfjölgun og menntun al- mennings, að slíks eru naumast nein dæmi; en það sem Nebraska er, má eins mikið þakka konum eins og körlum. Synirnir eru að miklu leyti það sem mæðurnar liafa gert þá að; og það sem kvæntu mennirnir hafa komið til leiðar hafa þeir gert með ráði og aðstoð eiginkvenna sinna, sem liafa áhrif á ótal vegu, þótt þær sitji ekki á ílokkaþingum nje greiði at- kvæði á kjörstöðunum. Matthew Hale skrifar um sama efnið I Forum, og er fyrir3ögnin fyrir hans grein: „Gagnslaus áhætta, scm fylgir kosningarrjetti kvenna“, og geta menn af því gizkað á, hvernig hann muni taka í málið. Hann setur fyrst fram þá spurning, hvort New York ríki mundi liafa gagn af slíkri breytingu, og I öðru lagi: Standa konur nokkuð verr að vígi en karlar, að því er snertir vernd laganna. Við- vlkjandi fyrri spurningunni segirhann, að hann ætli formælenduin breyting- arinnar að sanna gagnið, sem New York ríki mundi af lienni hafa, og heldur því fram, að slík sönnun sje enn ekki komin. Viðvíkjandi síðari spurningunni gerir hann stuttlega grein fyrir, hver liaíi verið rjettindi kvenna, og að hve rciklu leyti þær hafi verið rjettlægri en karlar, og hvernig það mál standi nú, og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að konur standi alveg eins vel að vlgi gagnvart lögunum eins ng karlmenn, og I ein- staka efni jafnvel betur. Ef því er nú fiam haldið, segir hann, að þessar breytingar hafi orðið á lögunum fyrir ahrif kvenna, er það þá ekki sönnun fyrir því, að álirif kvenna eru alveg eins sterk og aðkvæðamikil, þótt þær hafi ekki kosningarrjett, eins og þau gætu verið, ef þær hefðu hann? Hvað snertir þá viðbáru, að ckki ætti að leggja skatta á aðra cn þá sem hafa fulltiúa á því þingi, er legg- ur skattinn á, segir liann: Ef nokk- urn tíma hefðu verið lagðir tiltölulega þyngri skattar á konur en karla, eða ef nokkur ástæða væri til að óttast, að slíkt yrði gert framvegis, þá væri þissi rdksemdaleiðsla á einhverju bygð; en eins og nú stendur, er hún alveg tekin úr lausu lopti. Greinarhöfundurinn gerir ekki fulla grein fyrir ástæðunum, er vaka fyr- ir þeim er halda, að ríkið mundi ekki hafa neitt gagn af brcytingunni, en samt bendir hann á það, að I New York sjeu fimmtíu þúsund vændis- konur, „sem auðvitað mundu selja at- kvæði sín“. Hann heldur því fram, að fjöldi kvenna sje ágætlega velfall- inn til að hafa kosningarrjett, en samt mundi ekki hentugt, að leggja þeim á herðar þá skyldu og byrði, sem kosn- ingarrjettinum er -samfara. Hann segir, að konur sjeu venjulegast til- finnÍDgaríkari en karlmenn, og liafi minna vald yfir sjálfum sjer, og jafn- framt sjeu þær æstaii ílokksmenn en karlar. Ef konur færu að taka veru- legan þátt I praktiskri pólitík, þá mundu þær fara að byrja á öllum þeim samningum og brellum, sem samfara eru undirbúningi undir kosningar og atkvæðasmöl- un. Mundi það, spyr liann, hefja pólitíkina upp og gora hana göfugri? Mundu áhrifin af því verða þau, að „hefja dauðlegar verur upp til him- ins“. eða þau að „draga englana nið- ur“? Fjórða greinin um þetta efni, sem stendur í sama nr. af Forum eins og sú greiu, er síðast hefur verið um get- ið, er eptir konu, Mary A. Greene, og skýrir hún einkum frá hinni sögulegu hlið málsins, sýnir fram á, hvernig því hafi um mörg ár verið að smáþoka á- fram I Bandaríkjunum, þangað til nú sjeu orðnir svo margir með breyting- ingunni, að stjórnmálamennirnir sjeu komnir að raun um, að þeir neyðist til að taka þessa hreyfingu að ein- hverju leyti til greiua. Miklu póli- tisku flokkunum, liepúblíkönum og Demókrötum, standi sýnilega geigur af henni, en þeir flokkar, sem hallist að sósíalistnus meira eða minna, og eins flokkurinn, sem lieldur fram á- fcngisbanni, sjeu heuni hlyntir. Minni Argyle-sveitar. Flult á sainkomu í skólahúsinu að Brú 23. apdl 1894. Þú skógarhæðum girta grund! Með gleði skal þess minnast, er landar sóttu fyrst þinn fund og fýsti þjer að kynnast. Þá brosti Ijúft, mcð litskreytt föt, við landnámsmanna sjónum þín blómrlk auðna bunguð, flöt, með beltum skógi grónuin. Og hl/tt varð þeim um hjartarót, cr hauðurs unna gróða; sem blón.leg, fjáð og broshýr snót Veitt Hædstu verdl. a heimssyningunni. 1 •ÐR,* BAKiNG POWötR HIÐ BEZT TILBÚNA. Óblönduð vínbcrja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða. önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.