Lögberg - 27.06.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.06.1894, Blaðsíða 1
Líígberg er (jefið át hvern miSvikudag og laugardag af The LoGBERG PRINTING & PUBLISIIING CO. Skrifstoia: Atgreiðsl ustoía: Trcntcmiðja 143 Princess Str., Winnipeg Man. Kostar $2,00 um áriS (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Líígbkrg is puMished every Wcdnesday anl Saturday by The Lögberg printing & pubi.ishing co al 148 Princess Str., Winnipeg Man. S ubscription price: $2,00 a ytar payable ‘n advance. Singie copies 5 c. 7. Ar. Winnipeg, Manitoba, miövikndag'inn 27. júní 1894. Nr. 4í). FRJETTIR CAJNADA. I.eyft hefur veriö skjóta til hins brezka leyndarráðs hvort Manitoba- fylki hafi rjett til, að setja lög um fyr- írkomulag skólanna innan fylkisins. Að því er blaðið Empire segir, j,á hefur hinum kapólsku biskupum f Quebec-fylkinu komið saman um að enginn geti framvagis orðið J>ar kenn- ari við skólana nema hann hafi áður gengið undir próf. t>að mun varla hafa veitt af pessari breytingu. Hinn 26. J>. m. eiga kosningar að fara fram í Ontario og J>ykir enginn vafi á pví að stjórn Mowats muni verða endurkosin, eða að liberali- ílokkurinn muni ná allmiklum meiri hluta atkvæða. B/zt flokkurinn við að komast að í 2 kjördæmunum í Tor- onto. Hversu miklum meiri hluta að liberali flokkurinn nái, verður eigi sagt með vissu en gizkað er á varla verði hann undir 20. Fyrir nokkrum dögum var flakk- ari einn tekinn fastur í Niagara Falls í Ontario og er sagt að hann sje holds- veikur. Hefur hann verið settur á spítala utan til í bænum, par til að stjómin hefnr ákveðiðhvað gera skuli við hann. Fæst hann ekki fluttur á járnbrautunum. Hin heimsfræga söngkona Albani dó á sunnudaginn I Parfs. Hún var af frönsk-Canadiskum ættum, og vai fædd í Montreal. Hið rjetta nafn hennar var Emma la Jennesse. Nam bún í æsku fyrst söng af föður sfnum, en fór svo til Evrópu og lærði söng- list í París. Ferðaðist hún eptir pað um öll hin heldri lönd Evrópu og varð mjög fræg fyrir list sína. ÍTLÖXD. Sadi Carnot, forseti hins frakk- ncska l/ðveldis var á sunnudagskveld- ið myrtur af ítölskum anarkista,Cesare Santo. Hafði hann farið til Lyon til að skoua syningu pá, er par er haldin um pessar mundir. Kom liann frá veizlu, er lionum hafði verið hald- in og var á leið til vagns síns. Er hann var seztur niður, ruddist Santo er hjelt á dagblaði í hendinni gegn- um mannpröngina og stökk upp á vagnþrepið; þreif liann pá ryting innan úr blaðinu og rak í kvið Car- nots, rjett hjá lifrinni. Hnje forset- inn aptur á bak og varð meðvitundar laus. Var honum pegar ekið til bú- staðar prefections og læknar sóttir, en Santo tekinn fastur. Andaðist hann rúmum promur tímum síðar. Eins og við var að búast kom mikið uppþot meðal manngrúans og átti lögregluliðið fullt í fangi með að koma morðingjanum undan, pví við sjálft lá að hann yrði tættur sundur. llafði hann gert tilraun til að komast undan en tókst ekki. Hafði forsetinn æclað um kveldið f hið helzta leikhús borgarinnar og var hans nú beðið par með ópolin- mæði. En í stað hans kom Rivaud prefeot Rhonehjeraðsins og gekk inn í stúku J>á í leikhúsinu, er ætlað hafði verið forsetanum og fylgd hans, og inælti þessum orðum: „forseti 1/ð- veldisins liefur verið myrturlt. Varð <5gurlegt pys meðal áheyrendanna við orð þessi og allir orguðu sem i einu Wjóöi, „drepið liann, hefnið Jiessa“. Varð sem auðvitað er ekkert af leiknum. E>egar komið var með inorðingj- ann til lögreglustöðvanna, og farið var að spyrja hann, þóttist hann litið kunna í málinu, enda þótt líkindi sjeu til að hann muni hafa dvalið all- lengi á frakklandi. Sadi Carnot var fæddur 1837 og sonarsonur Carnots þess, er kunnur er frá frakknesku stjórnarbyltingunni um síðustu aldamót. Hafði hann lagt fyrirsig ingeníör vísindi, einkum að leggja vegi og byggja br/r. Var hatin kosinn í þingið 1871 og varð ráðgjafi 1886, en forseti lyðveldisins var hann kosinn 2. december 1887, þegar Grevy varð að fara frá völdum. Ógurlegt slys vildi til á laugar- daginn i Albion kolanámunni hjá Pont-y-Paidd í Wales. Ilafði kvikn- að í gastegundum J^ar niðri og valdið sprengingu, svo gangarnir fjellu sam- an og vjelarnar brotnuðu og var J>ví mjög örðugt fyrir þá, er bjarga áttu, að komast þar að sem námumennirnir voru. Safnaðist mikill manngrúi saman kringum námuopið; konur og börn biðu þar svo hundruðum skipti til að fá vitneskju um ættingja og vini — en dagurinn leið til kvelds, áður en með vissu yrði sagt hve marg- ir hefðu farist þar. Reyndist það að lokum að vera 251 manns og voru margir þeirra óþekkjanlegir, er upp var komið með þá, svo mjög voru þeir lemstraðir. Fjöldi kvenna bíður þar enn til að vita um afdrif manna sinna og bræðra og hafa eigi sofnað síðan slysið vildi til, en mjög er örð- ugt að kanna námuna, því göngin er full af brotnum stauruui og dauðum hestum. Sonur er fæddur hertoganum af York; er það hið fyrst barn hans og því mikill fögnuður viðensku hirðina og víðar á Englandi. Var viðburðar þessa minnst í flestum kirkjum í London og mikið margmenni komið þar saman, einkum í Páls kirkjunni. Hið rússneska lögreglulið hvað nýlegaliafa komiztað því að sprengja hefði átt í lopt upp járnbrautarlest þá, er flytja átti keisarann til heræfing- anna á mið-Rússlandi. Er nihilistum kennt þetta. Hefur keisarinn því hætt við að fara til Borki að vígja kirkju þar. í Lissabon hafa 6000 bakarar hætt vinuu og er orsökin til þess sú, að bæjarráðíð hafði krafist þess að þeir settu um 8 dollara veð fyrir því að þeir seldu brauð, er hefðu rjetta vigt. Hefur því orðið að fá dáta til þess að baka brauð handa borgarbúunum. Vilhjálmur J>yzkalandskeisari er nyfarinn til Englands á gufuskipi sínu Hohenzollern. Er meðal annara I fylgd með honum Hulzen nokkur, forstöðumaður leikhússins í Wiesbað- en. Hulzen þessi kann margaspila- galdra en keisaranum þykir mikið til þeirrar listar koma og hefur því tekið hann með sjer til dægrastyttingar. Ætlar keisarinn og að koma við í Hollandi. Fyrir nokkru síðan fjekk Eng- land mjóa landræmu lijá Congo frí- rlkinu I Afríku. Var það til þess að tengja saman lönd þeirra I suður og norður Afríku. En núhafa þeir fyrir mótmæli þjóðverja sleppt öllu tilkalli til landskekils þessa. Hefur mælst mjög illa fyrir þessu á Englandi og er eigi ólíklegt að það geti orðið til hins mesta ógagns fyrir Rosebery og frjálslynda flokkinn yfir höfuð. Eigi hefur það beldur aukið álit Leopold Belgíu konungs. Er það almennt álitið, áð hann nafi í þessu Congomáli aðeins látið leiðast af peningalegum hagsmunum. Hann hefur J>egar var- ið um 40,000,000 franka af fjo sjálfs síns til þess að koma Congo frírikinu á laggirnar, en vildi nú ná í eitthvað af peningunum aptur og tók því til bragðs að leigja Englendingum land- ræmu þessa, er þeir hvorutveggja hafa orðið að gefa upp. í d»g á að kjósa forseta á Frakk- landi. Fer kosningin fram I Versaill- es. Eptir hinni frönsku stjórnarskip- un, á þingið að koma saman innan þriggja daga frá því forsetadæmið er laust, annaðhvort fyrir dauða eða ann- ara orsaka vegna. Hver kosinn verði er eigi sem stendur unnt að segja, en næstir munu standa Casemir Perier, forseti neðri málstofunnar, en nylega formaður stjórnarinnar, eða þá Briss- on eða Leon Say. Lík Carnots for- seta var á mánudagskveldið flutt til Paris. Þar hefur verið allmikið upp- þót meðal skrílsins og hefur það að mestu komið niður á ítölskum mönn- urn. Hafa flestir þeirra orðið að loka búðum sínum eða veitingastöðum. LSkt hefur verið víða annarstaðar á Frakklandi. Morðinginn, er að rjettu nafni heitir Cesario er mjög rólegur; hafur hann játað, að hann hafi fyrir nokkru hugsað sjer að drygja glæp þennan. Hafði hann meðal annars á sjer program yfir hátfðahaldið I Lyon og hafði hann sett merki við vissa staði, tþar sem hann hjelt að gott tækifæri gæfist. Daggarðinn hafði hann keypt I Cette þar sem liann áður dvaldi. Áður en liann lagði af stað, kvaddi hann unnustu sfna og sagði við hana „jeg hef rifist við liúsbónda minn og jeg fer til Lyon. I>ú munt aldrei sjá mig framar“. Ilvort að aðrir sjeu S vitorði með honum, verð- ur eigi sagt enn sem komið er, með nokkurri vissu. Svo lítur út scm að strið muni innan skamms verða rnilli Kfna og Japan. Hefur opt áður legið við þvf einkum síðan 1879, en þá var það Grant hershöfðingi, er miðlaði málum. Orsökin til þess ágreinings er Korea, þar sem uppreisninn er um þessar mundir, en Kfnverjar hafa ávallt gert tilkall til Korea, en Japans-menn eigi viljað ganga að þvf. Senda nú hvoru- tveggja herlið þangað. í ncðri málstofunni S enska þing- inu hefur verið leHað undirskripta undir ávarp, er hlynnt er samningi við Bandarlkin um að þrætumál sjeu lögð S gjörð. Ilafa þegar 300 skrifað undir það. Sir John Lubbock, Sir George Baden Powell og fleiri hafa sent hamingju óskir slnar til Allison og Shermans. BANDARIKIN. Menn þeir, er ætla að sækja Peary, lieimskautafara, lögðu S vik- unni sem leið frá New York til New- foundlands og fara þaðan tafarlaust á gufuskijn, er þeir hafa leigt norður til Grænlands að leita hans. I vikunni er leið, liengdi sig prestur einn S Peunsylvaniu, að nafni Charles Warmkassie. Meðan verið var að skera hann niður, varð frændi hans undir járnbrautarlest, Yarprest- ur þessi einn hinn helzti prcstur í mið-Pennsylvaniu. Hafði hann verið tvikvæntur og er haldið að hann hafi svo saknað fyrri konu sinnar, að lífið hafi orðið honum óbærilegt. ílann var fertugur að aldri. Á sunnudaginn drukknuðu 36 manns skammt fyrir utan New York. Voru þeir á skemmtiferð á gufubát, en hann sökk. Er sagt að báturinn, er var gamall og fúinn, hafi verið of hlaðinn af fólki, því alls voru 74 með honum. Var slys þetta þvS sorglegra, þar sem allttestir J>eirra, er drukknuðu voru giptir menn með mikilli fjöl- skyldu. Giptusamleg leikslok. AmerSsk saga. F ramh. Hans stóð ráðalaus uppi fyrir hinni kvennlegu ráðkænsku, og alltaf söng keppinautur han- á hverjum morgni fyrir framan búðardyrnar sln- ar braginn: Hollendingur, Hollend- ingur, Hol— Hollendingur. „Hvaðget jeg gertlienni?“ liugs- aði Hans. >,Jeg hef til eitrað korn handa rottum. En ef jeg ljeti hænsn- in hennar jeta það? Nei, þá verð jeg að láta úti. ,Tú, nú veit jeg livað jeg hvað jeg á að gera“. Og ungfrú Neumann var slzt að skilja I, livað það átti að þyða, er Hans rogaðist um kvöldið með stóra vöndla af óræktuðum rósum og stráði þeim eptir stjettinni I langa rák að kjallaraglugganum hjá sjer. „Hvað mundi hann ætlasjer með J>essu?“ hugsaði ungfrú Neumann. „Auðvitað eitthvað mjer til bölvunar“. Nú fór að rökkva. Hans hrúg- aði upp rósunum S tvær raðir og varð varð mjór stígur á milli að kjallara- glugganum. Síðan kom hann með eitthvað vandlega vafið innanl dúk, sneri bakinu að ungfrú Neumann, lók utanaf þessum fólgna grip, sem hann var með, lagði hann fyrirframan kjall- aragluggann og huldi liann rósum og blöðura; tók síðan til að rita eitthvað á vegginn. Ungfrú Neumann ætlaði alveg að kafna S forvitni. „Hann er auðvitað að skrifa eitt- hvað um mig“, hugsaði liún; “en blð- um við! Þegar allir eru liáttaðir, fer jeg þangað, þó að jeg vissi það yrði minn bani“. Að loknu verki fór Hans inn til sSn og slökkti hjá sjer von bráðar. Ungfrú Neumann fleygði óðara yfir sig náttsloppnum sínum, brá ilskóm á berar fæturnar og gekk yíir götuna. Þegar hún kom að rósunum, gekk hún beint áfram upp að veggnum til þess að lesa letrið þar. Allt I einu var eins og augun ætluðu út úr höíð- inu á henni, hún tók hart viðbragð aptur á bak og æjaði aunlega upp yf- ir sig. en hrópaði síðan I dauðans ang- ist: „Hjálp! Hjálp!“ Þá var lokið upp glugga þar upp yfir. sem hún stóð. „Hvað er þetta?“ heyrðist Hans segja ofur rólega. „Hvað er að tarna. „Hollendings-andstyggðin þín“. hrein ungfrúin; „þú hefir myrt mig! Á morgun skaltu verða hengdur. Hjálp! Hjálp!“ „Jeg kem undir eins“, svaraði Hans. Hann kom eptir dálitla stund með ljós I hendi. Ilann rak upp skelli hlátur. „Hvað er að tarna? Er það ung- frú Neumann? Ha-ha-ha! Gott kveld fröken. Ha-ha-ha! Jeg lagði dyra- bogann fyrir hreysiketti, en fekk ungfrúna S hann I staðinn; Hvers- vegna fór ungfrúin að gera sjer er- indi liingað og gægjast inn I kjallar- ann minn? Jeg hafði ritað viðvörun á vegginn fyrir ofan. Hljóðið þjer nú, ungfrú góð, — látið þjer fólk hóp- ast hingað og sjá ,að þjer eruð að laumast til að gægjast inn í kjallar ann Ilollendingsins. Æpið J>jer eins mikið og yður fysir; en jeg læt yður eiga yður þarna þangað til á morgun. Góðar nætur, ungfrú góð!“ Ungfrú Neumann var voðalega illa stödd. Ef hún færi að hljóða og kalla, mundu bæjarmenn flykkjast að og stórhneyksli óhjákvæmilegt. Að hljóðaekki var sama sem að verða tð hyrast þarna alla nóttina og verða að háði og spotti fyrir öllum bænuin daginn eptir. Og svo var sársaukinn S fætinum óþolandi! Ilenni sortnaði fyrir augum; henni syndust stjðrn- urnar rjúka fram og aptur og tunglið glenna framan S sig skjáina S sama líki og snjáldrið á Hans. Hún leið í ómesdn. „Guð hjáloi mjer!“ hrójiaði Hans upp yfir sig. „Deyi hún, J>á hengja þeir mig á morgun vægðarlaust, án dóms og laga“. Og hárin risu á höfði hans af Ótta og skelfingu. Hjer varð skjótt úr að ráða. Ilans leitaði S snatri upp lykilinn að dyraboganum, en ekki var að þvi hlaupið að ljúka honum upp, með j>vi að náttsloppur ungfrú Neumann flæktist fyrir. Hann mátti til að yta faldinum frá, og-------svo ríkt sem hatur og ótti bjó honum I brjósti, fjekk hann eigi bundizt þess,að renna auga á hina smáu, mjallhvltu fætur, er rauður máninn skein á S sama svip. Það mun eigi hafa farið fjsrri, að hatur hans 'snerist þó ekki væri nema hálfa leið upp S meðaumkvun. Ilann var fljótur að ljúka upp boganum, og með þvi að ungfrú Neumann lá enn hreifingarlaus, þá tók hann hana S fang sjer og bar bana heim til honnar Á leiðinni fór hann að kenna veru- legrar meðaumkvunar. Síðan hjelt hann heim til sln, og kom honum ekki dúr á atiga alla nóttina. Daginn eptir kom ungfrú Neu- mann ekki út fyrir dyr allan daginn. Það hlaut annaðlivort að verða af þvS, að hún kæmi sjer ekki að því, oða J> á að hún liugði á hefndir. Svo reyndist, að hún hugði - á hefudir. Sama kveld skoraði ritstjón „Laugardags-vikublaðsins“ Idans á hólm til að berjast með hnefunum, cg fjekk Hans blátt auga þegar S byrjun orustunnar. En þá reiddist Har.s svo, að liann færðist I jötunmóð og hamaðist svo á ritstjóranum, að liann lá óvlgur eptir nokkra stund og hróp- aði: „Nóg, nóg!“ Einhvern veginn vitnaðist það og varð hljóðbært um allan bæinn, er ungfrú Neumann hafði að höndum borið kvcldið góða, og v'ssi cnginn, hver þess var valdur, nerna ekki var það Hans. Eptir orustuna við rit- stjórann hvarf öll meðaumkvun til keppinautar síns aptur úr hjarta Hans, og var þar ekki annað eptir en hatrið sama og áður. (Framh. á 4 bls.) (Shoðiniímr ♦ ♦ ♦ Steftín Stefánsson, 329 Jkmima Stii. íslenzka Verkamannafjelagið heldur kjörfund sinn laugardaginn 30. þ. m. er þvl hjcr með skorað á alla J"á sem eru I fjelaginu að mæta á fje- lagsliúsinu kl. 8. e. h. tjeðan dag. Winnipeg 26. júnS 1894. Benidikt FrSmanson forseti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.