Lögberg - 17.10.1894, Side 2
2
LÖGtfEKG MIDVlKUl'AGTN> 17. 0KTÓJ3ER 18M.
^ ö g b c t* g.
<4ehft út að 148 Prlncsss Str., Winnipeg Ma
ol The JAyhery Pnntini' ár* Publishinj; Co'y.
(Incorporated May 27, J89o),
KtrsTióRi (Editor):
HJNAR IJJÖRLEIRSSON
Bassnajs manaozr: B. T. BJORNSON.
AUOLÝSINGAK: Smá-auglýsingar i e)tt
skipti 25 cts. fyrir SO ort! eSa 1 þuml.
dálkslengdar; 1 d.oll. um mánuBinn. A stærri
augiýsingum eöa augl. um lengri tíma aí-
slátiur epiir samningi.
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verður aB til
kynna tknjlega og gen uro fyrverandi bú
staB jafnframt.
UTANÁSKIUPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
THE LÓGBEHC PfjlllTINC & PUSLISH. CO.
P. O. 8ox 368, Winnipeg, Man.
UTANASKRIFT til RITSTJÓRANS er:
5-.on«ác lO«;k«r«.
O. BOX 368. WINNXPEG MAN.
__ LAUGARriiOISN 18. OKT. 1894. —
Samkvæm ianr.elögum er uppsögn
kaupanda á. blaöt ógild, nema hanii sé
skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld viö blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tálkynna
heimilaskiftin, þ& er þaö fyrir dómst/d-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett.-
vísum tilgangí.
jy Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir blaöið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi.
hvort sem borganirnar hafa til vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef mennfáekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um það.
__ Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu verði (af Bandaríkjamönnum),
og frá íslandi eru íslenzkir pen-
ingaseðlar teknir gildir fullu veifSi seni
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
I‘. O. Monty Orders, eða peninga í Be
gntered Letter. Sendið oss ekki bankaá
vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en
í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi
íyrir innköllun.
P. D. Armour, sonur Cliicago-
slátrarans nafnkennrln, hefur nýlega
gert þýðingariniklar tilraunir til að
nota hveiti sem svínafóður. ló.
sept. síðastliðinn vóg liann 18 svín
sín, og var þyngd þeirra samtals
1975 pd. 2!'. sopt. voru svínin apt-
ur vegin, og höffu þau þá samtals
þyngzt um 525 pd. þau höfðu jetið
1650 pd. af hveiti tíinann, sein leið
niilli þess að þau voru vegin, og
tdíkert annað. Ketið af svínunum
var selt á 5 cent pundið, og fyrir
hveitið, sem notað var tii fóðurs
handa þeim, hafa fengizt urn 95 c.
fyrir bushelið, en 53 cent hafði Ar-
inour gefið fyrir það. J)að er ó-
skiljanlegt, að bændur geti ekki
fengið þolanlegt verð fyrir h'æiti
sitt, ef þeir notuðu það til svínafóð-
urs, þegar maður, sem þarf að kaupa
hvert bushel af því fyrir 53 cent,
hefur svona stórkostlegan hagnað.
Jtví að vitanlega kostar ekki hveiti-
bushelið bændur 53 cent. Jafnframt
því sem Minneapolis-blaðið Tribune
segir frá þessum tilraunum Armours
bæ.ir það þessum athugasemdum
við frásöguna: „Kostnaðurinn við
fóðrið yrði miklu minni á bújörðum
einkum ef notaðar vœru hinar iak-
ari tegundir hveitis. Sem stendur
mun hveitibushelið vera um 40
CJita virði við járnbrautastöðvar
úti á landinu. Bómlinn kynni að
fá minna fyrir hveiti sitt en Mr.
Armour tókst að fá, með því að Ar-
mour er nær Chicago-markaðnum—
en þegar hliðsjón er höfðaf því,hvað
fólrið kostar, ætti gróðinn að verða
lijer um bil sá sami. það hefur hvað
eptir annað verið sýnt með tilraun-
um, að pelja iná hveiti fyrir 75 cent
til $1.25 buslielið, ef því er áður
breytt í svínaket. það er betra að
gera það, en selja það fyrir 40—50
cent.“
Einkar skringileg röksemda-
leiðsla er þaö sem síðasta Hkr.
kemur með í sambandi við járn-
brautarmál íslands. Blaðinu virð-1
ist það frámunalega óviðurkvæmi- !
legt af Lögbergi, að það skuli vera
ineðmælt járnbraut á Islandí, en
okki meðmælt Suðausturbrautinni
mai gumtöluðu. Eins og þar er nú
líka svipuðu saman að jafna, sam-
göngufærum þeim sem Manitoba
hefur feugið og þeim sem lsland
hefur enn til að dreifa!
Eins og að líkindum ræður, eru
leiðtogar frjálslynda flokksins og
Patrónarnir allt af að líta heldur ó-
hýrara auga hvorir til annara. Hjer
um daginn leysti Mr. Martin sam-
bandsþingmaður ofan af skjóðunni
á fundi, sem Mr. Laurier hjelt í Por-
tage la Prairiejýsti yfir því, að hann
vonaði, að fólkið yrði ekki svo
heimskt, að það færi að skipta liÖi
sínu milli þingmannaefna Patrón-
anna og Irjálslynda flokksins, sem
hefðu sömu stefnuna, og Ijeti svo
aptuihnidsmennina vinna sigur.
Mjög afdráttarlaust sagði hann, að
þó að Patrónar liefðu tilnefnt þing-
mannsefni þar í kjördæminu, fengi
það ekki stuðning frjálslynda
flokksins, og flokkurinn ljeti
ekki neyða sig til að styrkja
þiögm annaefni, sem Patrónar til-
nefndu, og ekki gætu fengið
fylgi kjósenda í bæjunum. Hann
vonaði jafnframt, að einhver ráð
yrðu fundin til þess að tilnefna
þá menn, sem Patrónar og frjáls-
lyndi flokkurinn gæti komið sjer
saman um. Auðvitað gerir mál-
gagn apturhaldsmanna hjer í bæn-
um allt, sem í þess valdi stendur, til
þess að spana Patrónana upp gegn
fi jáislynda ilokknum, og sjest bezt
af því, hverjir ætla sjer að græða á
framkomu þeirra.
Frá Gartlar.
Skemintisamkoma var haldin lijer
á Gardar priðjudaginn 9. þ. m. að til-
hlutun kvennfjelagsi'is. Sjera Frið-
rik J. Bergmann hjelt fyrirlestur.
Efnið var: Jfet/inluridid myrka frá
ítjónarmibi kristnibodsins. Stúdent
Runólfur Marteinsson talaði uin
menntun. Jón Runólfsson frá Winni-
peg var þar staddur og las ujip lag-
lega þýðing eptir sjálfan sig af kafla
úr kvæði Tennisori s „Maídrottning-
in“. Miss Lovísa Tliorlaksson frá
Mountain ljek á organið ogsöng tvis-
var solo. Ilún syngur og spilár ljóm-
andi vel, enda var hún í vetur sem
leið suður í St. Paul á Conservatory
nf Music til að læra, og er nú fyrsta
ísl. stúlkan hjer í byggðinni, sem seg-
ir til í organleik og söng,
Lárus iírnason, cand. philos. frá
Paik River, var einnig á samkomunni
og skemmti vel meðsínun^ lipra sólo-
söng.
I>egar prógraramið í kirkjunni
var á enda, var gengið til skólahúss-
ins. t>að var gengið til atkvæða um
pað, hvort Brandur stúdent Brands-
son eða Miss Kirstín Hermann skyldu
eignast bók eina, sem kvennfjelagið
hafði gefið til samkomunnar, — Bry-
ants Library of Poetry and Sonp.
Greiddi kvennfólkið atkvæði með pilt-
iuum en karlmennirnir með stúlkurini.
Fór svo um atkvæðagreiðslu pessa,
að karlinennirnir urðu sterkari og Miss
Hermann hlaut bókina. Og gekk pó
kvennfólkið svo drengilegafram í pvi
að greiða atkvæði, að þeim, sem halda
á móti kvennfrelsinu, mundi ekki hafa
litizt á blikuna. Mundu þær hafa
unnið sigur, ef Mr. Laxdal frá Cava-
lier heföi ekki sjeð um, að heiðri karl-
mannanna hefði verið borgið. Konurn-
ar segjast allar eiga honum og konu
hans mikið að þakka.
Að pví búnu báðu konurnar gesti
sína að setjast til borðs í skólahúsinu
og neyta kvöldverðar. Var það gert
með mikilli ánægju. Það var ókeyp-
is fyrir alla pá, sem verið höfðu á sam-
komunni.
Liðugir #50 komu inD fyrir sam-
komu þessa.
Fje pessu verður varið til að
styrkja tvær l ?nur hjer í byggðinni,
sem lengi hafa íegið veikar.
Kvennfjelagið hjer á Gardar á
miklar þukkir skilið fyrir frammistöðu
sína. Það hefur gefið marga góða
skemintisturid rneð samkomum sínum.
Dað hefur gefið kirkjunni allt pað,
se n hún á innanstokks. Og pað hef-
ur opt áður lilúð að sjúkuin og bág-
stöddum. Og til pess að geta gert
petta hafa konurnar lagt mjög mikið
á sig, — bæði mikla fyrirhöfn og
nokkur fjárútlát. Það er vel gert að
hlynna að slíkum fjelagsskap!
*
Mikil gleði er hjer manna á með-
al yfir þvf, að svo margir af peim,
sem sjúkir hafa verið um langan tíma
eru nú að hverfatil lífsins aptur. Það
var hálfraunalecrt að koma til Park
River fyrir nokkrum vikum síðan og
gaDga inn í hús pað, er Dr. Ilalldórs-
son hefur fyrir hospital, fara par úr
einu herberginu í annað og sjá par
hvern sjúklinginn áfætur öðrurn, sem
rjett nýlega hafði verið skorinn upp.
Þarna voru mæðitr, setn kvatt höfðu
allan barnaflokkinn sinn heima, —
heizt með peim tilfinningum, að pær
raundu líklegasp aldrei fá að sjá pau
aptur. En þetta sem var pá svo rauna-
legt, hefur nú snúizt í fögnuð. Nú
eru pær allar komnar heim aptur, —
hin síðasta í gær, Mrs. Brandsson sem
mest hafði verið veik og minnsta
krapta virtist hafa, eptir að hafa legið
pungt haldin í allt sumar. Hún hef-
ur nú verið par einn mánaðartíina,
var flutt suður dauðvona, en keyrði
heim aptur í gær alla leið frá Park
River, einar 16 mílur, og sagðist ekk-
ert fmna til.
Það er sagt að vel liggi á lækn-
inum okkar par suður frá, þegar hann
er að senda sjúklingana heira aptur.
Og pá liggur víst ekki lakar á peim
sjálfum og vandamönnum peirra, peg-
ar þeir koma á góðum batavegi heim
til sfn aptur. Ef Dr. Halldórsson
hefði ekki verið hjer, eru allar likur
til, að veikindi sjúklinga pessara
hefðu leitt píi til bráðs bana, pvl eng-
inn pekkir sullaveikina hjer nema
hann. Enda virðist reynslan sýna
einlægt betur og betur, hve mikla
yfirburði hann hefur yfir hjerlenda
læknsj* ekki einungis að pví, er penn-
an sjúkdóm snertir, heldur yfir höfuð
að tala í öllu pví, er að stöðu hans
lýtur.
Það er ekki svo lítil- virði, að
geta bent innlendum mönnumá petta.
Þetta er eitt af pví, sem vjer opt
höfum verið að hugsa um í sarnbaudi
við framtíð íslendinga hjer í landinu.
Verður peim unnt að hefja pá sam-
kepjini við lijerlenda rnenn, að þeir
geti skijinð vandasatnar, heiðarlegar
stöður í mannfjelaginu rneð eins mikl-
um liæfileikum og dugnaði eins og
peir?
Undir pessu er framtiðin komin.
En allt virðist benda til þess, að ís-
lendingar sjeu pessu vonurn framar
vaxnir.
Vjer verðum að eignast lækna,
lögfræðinga, presta, ritstjóra, ritliöf-
unda skáld, er stsndi hjerlendum
mönnum jafnfætis, að svo miklu leyti,
sem auðið er, hver á sinn hátt. Þá
fyrst eigum vjer hjer beima. Það
eru vor andlegu heimilisrjettarlönd.
En hvar er leiðin? Hvar liggur
vegurinn? Það erekki nóg að pekkja
áfangastaðinn. Maður verður líka að
vita, í hverja áttina maður á að halda
til að komast þangað. I.ífið er völ-
undarliús, veg irnir vandfundnir —
hjerna í Ameríku ekki sízt.
Sagan um völundarhúsið og
Ariadne þráðinn kemur ósjálfrátt í
hugann. Hún er falleg, gríska pjóð-
sagan um Theseus, setn bauðst til að
vera einn af þeim 7 ungu mönnum,
sem Aþenumenn máttu til að senda á
ári hverju, ásamt 7 ungum stúlkum,
til eyjunnar Krít sem eins konar fórn
til ófreskjunnar Menotaurus. Þegar
hann kom þangað, varð kóngsdóttirin
Ariadne, ástfar.gin af honum. Ilún
gaf honum sverð svo gott, að hann gat
með pví vegið ófreskjuna í einu
höggi. En hún fjekk honum líka
hnoða eitt mikið. Batt hann endann
á bandinu við dyrustif völundi>::!'ús-
ins. Og þegar liauu liafði vegiö v,
freskjuria, heffi hinn frægi Theseus
verið kviksettur parna í vöiundarhús-
inu, ef hann hefði ekki haft hnoðað,
setn kóngsdóttirin gaf hoiiuui, og get-
að lesið sig út eptir þræðinum, sem
bundinn var við dyrustatinn.
Þess vegna seL'ja rnenri, að sá
sem sje í eiidiverjuin iuikiiiin vanda
staddur verði að hafa Aiiadue práðinn
í heudi sjer til að lesa sig út úr pví
vandans völundarhúsi.
Iljer erum við íslendingar stadd-
ir fyrir framan völundarhús samkepjjn-
innarf fiamandi landi. Það vildi jeg,
að einhver kóngsdóttir yrði ástfang-
inn í okkur og gæíi okkur annað eins
sverð og annað eins hnoða og petta.
Þá skyidum við vega að þeim ófreskj-
um sein liggja á leið vorri og koma
út eins og sigurvegarar.
Kónirsdóttirin er til. Ekki stend-
ur á pví. Hún er líka bæði fögur
sýnum og ástúðíeg í viðmóti. Ilún
er ekki lengur kölluð jIriadne. Miklu
óskáldlegra nafn hefur hún fengið.
En pað erlíka töluvert ljósara,skiljan-
legra. Við köllum liana menntun.
Ofurlitlu hornauga er hún faiin
að renna til okkar. Ofurlítið er hún
farin að tala við okkur, pó við sjeum
í íslenzkum vaðmálsfötum. Hún er
faiin aðympra á pe3su um skólann,—
íslenzkan skóla.
Það er sverðið og linoðað, sem
hún vill gefa okkur!
Ný.ja verksraiðjan.
Eptir F. v. Osla.
Það var líkt ákomið nágrenninu
eins og með höll Friðriks mikla í
Sanssouci og vindmylnunni frægu.
Öðrum megin lækjarins stóð höll
Welgensteins greifa og mikill aldin-
garður hjá, en hinum megin pappírs-
verksmiðja með miklum húsalengjum
af múrsteini og ljótum og geysiháum
gufuvjelareykháf.
í verksmiðjugarðinum lágu mikl-
ir haugar af óhreinum tuskum, er
er voru bleiktar með klór og saxaðar
og malaðar sundur pangað ti), að úr
þeim varð þurinur grautur; lagði pá
megna fýlu þaðan yfir í aldingarðinn
hjá greifanum, er hlýtt var á vorin.
en stæði vindurinn úr hinni áttinni,
fylltust öll herbergi í verksmiðjunni
af heylykt af engjunum á búgarði
greifans og ilm af rósum og öðrum
angandi jurtum I aldingarði hans.
Verksmiðjuna átti hlutafjelag eitt, og
hjet forstjórinn Hermann Wolters,
ákaflega ötull maður og verkhygginn.
Sama varð ekki sagt um granna
hans, greifann. Ilann hjet fullu
nafni Friðrik Lúðvík von Welgenstein
og Aue. Hann hafði fyr verið fjáður
vel. Ln nú var síðasti búgarðurinn
hans, ættarsetrið ÝVelgenstein, veð-
böndum lilaðið. Þess vegna hafði
hann ekki horft lengi í að selja papjj-
írshlutafjelaginu land mikið undir
verksmiðju pess tneð öllum útihúsum,
og hann hafði enn ánægju af að liugsa
til pess, hve ríflegt verð hann hafði
fengið fyrir hússtæðin þau. Ilann
hafði raunar ekki miklar mætur á
þessum verknaðarnýjungum, en pen-
ingakröggurnar höfðu útrýmt mörg-
un hjegómaskap og hleyjiidóm hjá
honum.
Það var einn heitan sólskinsdag
um vorið, er peir hittust á leiðinni að
næítu járnbrautarstöð, hinu gamli
aðalsmaður og nábúi lians, hinn ungi
verksmiðjustjóri. Þeir voru jafnan
vanir að heilsast kurteislega, en töl-
uðust pó sjaldan som aldrei við.
Ilraðlestin kom þeysandi í lopt-
inu. Ilún var vön að standa þar við
eina mínútu. Alls einn farpegi stje
par úr lestinni. Það var ung mær
forkunnarfögur. Það var yngsta
dóttir von Welgenstein greifa og
hjet Hertha. Hún kom úr kvenna-
skóla í Sviss. Ilún hafði verið par
mörg ár.
Þau feðginin heilsuðustástúðlega
og leiddi gréifinn siðan dóttur *-na
pangað sem heimilisvagninn stó á
bak við brautarskálann,
Meðan verið var að koma fyr
| kofforti greifíidótturinnar aptan á
j vagninn, varð 5\roltera verksmiðju-
( stjóra gengið fram hjá. Haun leit
forvitnisaugum pangað sem greifa-
vaguinn stóð og tók ofan kurteislega.
lliun gamli aðalsmaður tók kveðju
hans.
„II ver er þossi laglegi maður,
sem pú varst að heilsa, íaðir minri?'4
spurði dóttir hans.
„Það er forstjórinn fyrir pajiJJ-
írsgerðaverksiniðjuiuii nýju, barmð
mitt,“ anzaði greifinn.
„Pappfrsgerðamaður!“ hugiaði
hin unga greifadóttir og fitjaði njip á
netið. „Það var leiðinlegt!-'
Ýagninn rann af stað, fram með
grænum eugjum og kornekrum.
Brátt sást mænir Welgensteinshallar
gnæfa upp yfir skógarlimið.
„Heima! heima!“ hrópaði greif-
adóttirin allshugar fegin ocr tók í hönd
föður síuum; en þá hrökk hún allt í
einu við og mælti felmtsfull: „En
drottinn rninn, hvað er þetta? Þessi
andstyggilegi reykháfur! Hvernig
stendur á houum?-
„Idann fylgir papjjírsverksiniðj-
unni.“
„Verksmiðjan svona rjett hjá
hallaraldingarðiaum? Rjett fvrir
framan vitin á okkur? Hvernig
stendur á pvf, að pú hefur látið pað
viðgangast, faðir ininn?“
,,Það var ekki liægt við pað að
ráða,“ anzaði hinn gBmli aðalsmaður.
Hann hugsaði til hins mikla fjár, er
hann hafði haft upp úr þessari litlu ó-
merkilegu skák af landi hans.-------
Þetta var fyrsta andstreymi
Herthu litlu greifadóttur, pegar liún
kom heim. En par var ekki ein bár-
an stök. Það hafði breyzt svo margt
á greifasetrinu frá pví er hún hafði að
heiinan farið úr foreldrahúsum korn-
ung. Hún var döpur í liuga af pví.
Hún ljet færa húsmunina úr
barnaklefanum sínum inn í annað her-
bsrgi langt í burtu; par ætlaði hún
að vera eptirleiðis. Því úr glugg-
aaum í turnklefanum, par sem hún
hafði átt heima áður, blasti hann við,
ólukku rufuv'jelarreykháfurinn.
„Geturðu ekki keypt af peim
passa andstyggilegu verksmiðju parna
fyrir handan og látið hyskið allt fara
leiðar sinnar, faðir minn?-‘ Þetta
varð henni að orði einn morwan, er
o '
pau sátu yfir borðum.
„Nei, ekki eru pið nein tiltök,“
anzaði hann. „Mjer væri nær skapi
að selja þeim nýjan blett í viðbót, ef
pá langaði til að reisa nýja verksmiðju
rjett fyrir framan vitin á okkur.“
„Þú ert pá orðinn afieitur sörli,
faðir minn.“
„Lkki veit jeg pað; en hitt veit
jeg, að jeg er orðinn fátæklingur.“
„Þú orðinn fátæklingur ?“
Greifadóttirin varð náföl af skelk og
missti niður teskeiðina. „Það er al-
veg óhugsandi! Höllin, aldingarður-
inn, engin og ekrurnar hjerna —, er
pað ekki allt saman pín eign?“
„Jú, barnið mitt; en pað er dýrt
gaman, sem engar eptirtekjur fást
af.“ anzaði greifinn og varp mæðilega
1 ndinni. „Það sem mjer veldur
mestrar áhyggju, eru forlög pln.
Magniíicent
Storeopticon Exhibition etc.
(Stórkostleg myndasýninrj m. Ji.)
Annað kveld kl.TJ verður lialdin
samkoma í Unity Hall (á horninu
á McWilliam op: Nena) til arðs fyrir
Únítara-söfnuðinn.
Til skemtana veivður : Ræða (B. L.
Baldvvinson). Solo(Dr. Ólafur Stephen-
sen), recitation (Mr. Boyce), hljóðfæra-
sláttur (tvö fíólín, eitt Cornet og orgel),
upplestur og rnyndasýning—hin stærsta
og vandaðasta, er nokkru .sinnt hefir
sézt meðal Islendinga. Myndirnar eru
400 'erliyrningsfetá stærðog eru sumar
af merkisstöðum víðsvogar um heim
og aðrar af atburðum úr daglega lif-
inu. Uin leið og myndirnar verða
sýndar, verður skýrt frá því merkasta
viðvíkjandi liverri mynd fyrir sig. í
vélinni verður brúltað Caloium-ljós við
myndasýninguna, og útbúnaðurinn kost
ar #25,00 í þrjár klukkustundir, en
inngingteyrir að samkomunni er að
eins 25 cents fyrir fullorðna og 15 cents
fyrir börn (yngri en 12 ára).
Munið eftir að lcoma annað
kveld.