Lögberg - 27.10.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.10.1894, Blaðsíða 1
Löoberg er gefið út hve 8 u ia® ° laugardag af ThE LoGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstola: AtgreiSsl ustoia: rrcr.tcir.iSj’ 143 Princess Str., Winnlpeg Man. Kostar $2,oo um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puMished every Wedneiday aní Saturday by ThE LöGBERG PRINTING & PUBLISHING CO at 148 Princess Str., Winnlpeg Man. S ubscription pricc: $2,00 a ycar payable n advance. Single copies 6 c. 7. Ar. Winllil)eg•, Manitoba, laugardaginn 27. október 1894 Nr. 84. MYNDIR og BÆKUR. ---«>o< ^ X#-- Ilver sem sendir 25 Royal Crown Soap Wrappers til Royal Crown Soap Co., Winnipeg, Man., getur valið úr löngum lista af ágætum bókum eptir fræga höfundi: The Modern Home Cool^ Book eða Ladies' Fancy Work Book eða^valið úr sex' Nyjum, fallegum myndum Fyrir 100 ROYAL\CR0WN [SOAP, WRAPPERS Ljómandi fallcgar Bækur í ijereptsbandi. Eptir fræga höfundi. Engum netna Royal Crown Soap wrappers verður veitt móttaka. Sendið eptir lista yfir bækurnar. The Royal Soap Co., Wim\ipeg. FRJETTIR CANADA. Rúðherra opiiiberra verka hefur, eptir f>ví sem telegraferað er frá Ottawa, lofað, að auglysa tafarlaust eptir tilboðum um að byggja bryggj- una að Gimli, sem $2,500 voru veittir til á síðasta pingi. Bandaríkjafjelag eitt eraðsækja u m löggilding norðan landamæranna í f>ví skyni að búa til n/tt húsefni, sem haldið er; að gera tnuni mikla breytingu á húsabyggingum. Fjelag- ið ætlar að reisa verksmiðjurt Hamil- ton, Ont., og á einum stað í New Brunswick. Húsefni peirra er búið til úr gipsi; pað cr hort og fægt og verður pá alveg eins og ítalskur marmari. Að lokum verður pað hart eins og steinn, en í fyrstu má hefla J>að eins og við. Sagt er að J>að verði ódyrara en viður. S/nishorn af því, sem kostaði verksmiðjueigendurna að eins 8 cent fetið, kvað vera alveg eins og marmari, sem kostar prjá og hálf- an dollar fetið. Efni petta er pegar búið til t Chicago og Grand Rapids, Mich., en hefur enn ekki verið sett á markaðinn. ltAXDARIKIX. Allmiklir jarðskjálftar voru í Ca- liforníu á mánudagskveldið, en ekkt er sjáanlegt að tjón haíi hlotizt af til muna. Svo er að sjá sem demókratar í New York ríkinu ætli að klofna í tvennt við kosningarnar sem nú fara í hönd. Nokkur hluti peirra virðist orðinn örpreyttur á Tammany liringn- um. ÉTtÖJiD. Rosebery lávarður minntist nú í vikunni með mjög miklu lofi á Rússa- keisara, sem liggur fyrir dauðanum, sagði, að aðalatriðið í stjórnarstefnu hans hefði verið friðarstefnan, og sem sigurvegari í friði mundi hann njóta álika frægðar í mannkynssögunni eins og Cæsar og Napoleon sem ó- friðarhöfðingjar. Svo hefði hann og s^nt hina inestu sannleiksást bæði í stjórnmálum og prívatmálum. Ef hann andaðist, væri par með farin bezta tryggingin fyrir viðhaldi pjóða- friðarins. Fullyrt er nú, að stórveldin hafi reynt að koma á friði milli Japans og Kína, ogað Kínvorjarhafi verið reiðu- búnir til að semja um frið eða vopna- bljo, en Japansmenn ófáanlegir til pess enn sem komið er.— Ur stríði peirra hafa borizt fregnir um nyja stórorustu, sagt að 3000 hafi fallið af hvorum, og Japansmenn hafi látið und- an síga; en Kínverjar eru sögumenn- irnir.— Tvo kínverska generala á að hálshöggva fyrir pað, að peir hafa ekki pótt ganga eins vel fram og æskilegt hefði verið. Nýja verksmiðjan. Framh. Iiún skundaði eins og örskot styztu leið heim til hallarinnar. Hvað ætli sje um að vera? hugsaði hún nrieð sjer. Pað bar örsjaldan við, að faðir hennar ljct kalla á liana. „Hjer er komið brjef frá honum Arwegh1* mælti greifinn við dóttur sina. „IÍAnn biður pín“. „Mjer datt pað i hug!‘‘ anzaði hún og brosti furðu ánægjulega. „Dað er í alla staði álitlegt gjaf- orð pjer til handa“. Hún laut höfði til sampykkis. „Jeg má pá svara að pú takir honum?“ Hún svaraði eins, orðalaust. Dau feðgin fjellust í faðma og viknuðu. Á ást var eigi minnzt einu orði. t>að gilti svo sem alveg einu um hana í pað sinn.------ Við pað hlið hallargarðsins, er lá nærri innganginum að verksmiðjunni, stóð verksmiðjustjórinn og var að tala við ráðsmann greifans um, hvernig ætti að fara að laga lækinn. í sama bili sem greifadóltirina bar par að, kvaddi ráðsmaðurinn og fór leiðar sinnar. En verksmiðjustjórinn stóð hugsi og horfði fram undan sjer. Hertha fann, að hún var eitthvað einarðari og öruggari en hún átti að sjer. Dað var eitthvað, sem knúði hana til að vera nú loks einu sinni al- úðleg við hinn óframfærna nágranna sinn. Dað fór nú hvort sem var að styttast í pví, setn hún átti eptir að vara par heima í Welgenstein. Hún sleit upp Ijómandi fallega rós, er daggardroparnir tolldu enn við, og gekk pangað sem hinn ungi mað- ur stóð. „Góðan daginn, herra verk- smiðjustjóri!“ „Góðan daginn, náðugasta greifa- dóttir. Nei, en hvað petta er ljóm- andi falleg rós!“ „Hún er handa yður!“ Iiún rjetti honum blómið og brosti yndislega. „Handa mjer?“ Hann liafði hopað á hæl og varð svo utan við sig, að hún varð lafhrædd. Henni fiaug ( hug, að hann kynni að skilja petta allt öðru vísi en hún ætl- aðist til. Hún flytti sjer pví að bæta við pessum orðum: „Það liggur svo vel á mjer í dag, að jeg vildi feginn gefa öllum mönn- un rósir“. Henni syndist hann lítaá sig með spyrjandi augnaráði og eins og hann gæti ekki áttað sig. „Jeg hefi sem sje lofazt I dag“ bætti hún við. Dað er ekki gott úr pví að skera, hvort pað var heldur tilviljun eða ckki, að liann missti niður rósiua. Hann laut niður eptir henni, eins og hann ætti bágt með að ná henni, og var seinn að rjetta sig upp aptur. En hvað hann yar orðinn fölur f andliti! „Lofuð honum frænda yðar?“ segir hann svo í hálfum liljóðum. Ilún hneigði höfuðið, en sagði ekki neitt. Það kom yfir hana áköf gcðsliræring, svo aöhúnskalf öU og titraði. Henni fannst eins og liún rjeði sjer ekki fyrir fögnuði öðrum præði, en gat pó varla varizt gráti. En helzt af öllu hefði hún viljað fleygja sjer í fangið á honum og segjs: „Þú ert sá eini, sem jeg ann hug- ástum“. Ea verksmiðjustjórinn hafði í snatii gert sjer rótt í geði aptur. „Leyíið mjer pi að óska yður til hamingju“, n:ælti haun purriega. Síðan hneigði hann sig og fór leiðar sinnar. . Fratnh. á 4. bls. Atbur'ður í Essex-lijeraði. Hvernig GÖMUL KONA NOKKUll KOMST TXL IIEILsU APTUK. Vitnisburður merkismanns til styrkt- ar peim sönnum sem hafa kotnið frarn áður. Þvf skyldi maður pjást pegar maðulin eru við hendiua? Tekið eptir The Lexington Post. Mrs. Mary Olmstead vel metin og alpekkt kona, sem byr f porpinu Wheatley, átta mflur frá Lexington, hefur orðið fyrir svo miklu urotali meðal nágranna sinna út af atviki, sem fyrir hanahefur komið, að blaðið Post álítur heppilegt að fara nokkrum orð- um um málið. Þegar við komum að liinu fallega húsi Mrs. Olmstead, var okkur mjög vel tekið af hinni glaðlyndu gömlu konu. Plún sagði okkur að hún væri rjett áttræð, og má segja að hún hafi mjög hraustlegt útlit fyrir konu á hennar aldri. Hún ljet pegar í ljósi að hún væri viljug að segja frá, hveruig hún hefði læknast af sjúk- dóm peim, sem hún hefði haft, og pó hún kærði sig ekki um að nafn sitt væri breitt]út í blaða greinum, pá sagðist hún pó vera viljug að láta al- tnenning heyra sögu sína, ef ske kynni að einhver hefði gagn af pví. Þar næst sagði hún eptirfylgjandi sögu: „Fj'rir hjer um bil sex árum veiktist jeg af mjaðmagigt, sem fyrst byrjaði með gigt í vinstra knjecu, og sem svo færðist um alla útlimina. Aður en prír tninuðir voru liðnir frá pví jeg fann fyrst til veikinnar, var jeg orðin svo puDgt haldin að jeg gat ekki farið úr rúminu, og pjáðist bæði nótt og dag. Útlimirnir voru bólgnir og allir úr Jagi, og hægri handlegg- urinn á mjer kreptur til hálfs. Jjg pjáðist paunig í prjú ár, og gat ekki stigið á fætur og hinn eini vegur til að hreyfa mig án tnikilla pjáninga, var að ltafa mig I sæti á hjólum, sem færa mátti liðlega fram og aptur um húsið. Matarlystin versnaði smám saman pangað til jeg hafðt alls enga löngun í mat og veslaðist par af leið- andi upp. Allan pennan tíma var jeg að reyna lækna og læknisdóma, jeg drakk ótakmarkað meðala-blönd- ur, sem kostuðu ærna poninga, en verð að segja að pað varð allt til ónytis. Mjer versnaði stöðugt og jeg varð allt af meir og meir máttfarin og jeg hefði pakkað fyrir að fá að deyja. Af pví að jeg hafði sjeð í blaðinu að Dr. Williams Piuk Pills hefðu lækn- að marga slæma sjúkdótna afrjeð jeg að reyna pær. Jeg var orðin mjög illa farin og pað var ekki fyrr en jeg var búin að brúka upp úr 6 öskjum að jeg fór að fiuna til bata. Jeg hjelt samt sem áður áfram paDgað til mjer batnaði algerlega, og siðan hef jegekki fund- ið til neinnar vanheilsu. Jeg get nú bæði prjónað og saumað einsfljótt og vel eins og nokkur annar prátt fyrir pað pó fingurnir á mjer hafi um lang- an tíma að undanförnu verið stirðir og óhæfir til vinnu. Jeg á Dr. Wil- liams Pink Pills að pakka heilsu mina, og skal ætíð mæla með peim.“ Dr. Williams Pink Pills eru bún- ar til af Dr. Williams Medical Co., Brookville. Ont., og Lchenestady, N. Y., og eru seldar í öskjum, aldrei í tylfta-tali eða hundraðatali,) fyrir 50 cts. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2,50, og má fá pær hjá öllum lyfsölum, eða með pósti, frá Dr. Williams Medical Company frá hvorum staðnum sem incnn vilja hcldur. UR BÆNUM —OG— GRENDINNI. Addressa sjera Hafsteins Pjet- urssonar er 540 William Ave. Mr. St- Sigurðsson sveitarstjórn- aroddviti Nyja Islands kom hingað til bæjarins nú í vikunni og heilsaði upp á oss. Hann kvaðst hafa afráðið ept- ir óskum vina sinna, að gefa af nyju kost á sjer til oddvitaembættisins. Vjer leyfum oss að minna landa vora hjer í bæ á samtök sunnudags skólakennaranna utn að hjálpa bág- stöddum íslendtnguin. Mrs. Krist- rún Sveinungadóttir tekur inóti pvl er menn kynnu vilja láta af hendi rakna. Tjaldbúðarsöfnuður heldur gtiðs- pjónustu annað kvöld ki. 7, I sam- komusal Guðin. Johuson’s á horniuu á Isabell og Ross Str. Sunnudags- skóli safnaðarins verður í liúsi Guð- jóns Jónssonar á Toronto Str. kl. 2^ e. h. Heilbrigðisstjórn pessa bæjar hafði um miðja vikuna verið skfrt frá 154 mönnum, sem sykzt höfðu af taugaveiki síðan um september byrj- un. En vitanlega eru peir miklu fleiri. Miðvikudagskveldið 24. p. m. andaðist að heimili síuu, 44 Winnipeg Ave., hjer í bænum Mrs. Gudrtjn A inarsson, kona Mr. Jóns Einarsson- ar, eptir langan og pungan sjúkdóm. Hún var gáfuð og góð kona, og verð- ur hennar minnzt nokkru frekara í næsta blaði. Stúkan GEYSIK, I. O. O. F., M. U., No. 7119 heldur fund á North West Hall, Cor. Ross & Isabcll Str’s, miðvikudaginn 31. okt. næstk. kl. 8. Joe. Joiinson, fjármálaritari. P. O. Box 314. Dr. O. Stephensen ljet pess fyrir nokkru getið hjer ( blaðinu, að hann veitti ekki sjúklingum viðtöku um nokkra rnánuði, með pví að hann sækir læknaskólann á peim tíma. Hann hefur naumast nokkru sinni haft meiri aðsókn en einmitt síðan, og óskar pví athygli manna leidda að pví af nyju, að hann sjer sjer ekki fært aðsinna sjúklingum, pangað til lækna- skólanum hefur verið sagt upp að vori. Sp. Jeg á heima úti á lands- byggðinni nokkuð langt frá Winní- peg, til hvers á jeg að snúa mjer, og hverjum má jeg treysta, til pess að selja mjer góða saumamaskínu með beztu kjörum? 1 af 18. Svar. Vjer erum fyllilega sann- færðir um að engin munireynast yður betur, viðvíkjandi kaupum á sauma- maskínu afhvaða sort sem er; enlandi vor Mr. Gunnlaugur Jóhannsson 442 Alexander Stræti. Ef yður er ekki hægt að ná fundi lians, pá skylduð pjer skrifa honuin, og munuyður pá tafarlaust verða gefnar allar nauðsyn- legar upp’.ysingar. CARSLEY & CO. Sala a Flannels, Blankets og Stoppteppum! Sjerstök kjörkaup á gráu flannels fyr- ir 10c., I2^c. og loc. yardið. Kjoladul^ar! Kjoladu\ar! Tveir kassar af tvíbreiðum bláiur, brúnum og svörtum „Melton Serges“ á 25 yaidið. Einbreiðir á lOc., 12>c, Ulsters dukar Fawn, bl&ir, svartir og skrai t Ulsters-dúkar fyrir konur og bört . “Beaver Cloths'’ með öllum nyjus u áferðum. Mottlar og Kapur. Nyjar byrgðir af sljettum “Bea- ver Cloths”-kápum — svartar, bláar, gular og bláar; sljettar og lagðar mcð loðskinnum. Ulsters! Ulsters ! Kvennmanna og barna sljettir og skreyttir “Tweed Ulsters” af öll- um stærðum. Stúlkna “lined Reeter Jackets” af öllum stærðum, nykomin inn. Carsleu & Co. Stórsalar og smásalar. 344 ... . jnain Street. Suunan vi3 Portage Ave. Æviniinaiug’. Eins og áöur var áminnzt í Lögb. ljezt pann 16. p. m. úr brjóst tæringu bóndinn Jóhannes Sigurðsson að beim- (li s(nu í Argyle-byggð, Hann var fæddur árið 1857 að Spákelsstöðum ( Laxárdal i Dalasyslu, og ólst upp hjá föður sínum, Sigurði bónda Sigurðs- syni, er lengstum bjó að Ilróðnyjar- stöðum í sömu sveit. Árið 1883 gekk hann að eiga ungfrú Kristtuu Eirfks- dóttir, ættaða af suðurlandi. Það sama ár flutti hann ásamt föður sínum til Canada og settist að í Winnipeg. A fyrsta ári par misti hann pessa konu sína. í Winnipeg dvaldi har.n, par til fyrir rúmutn fjórum árum, að hann flutti til Argyle-nylendunnar, og byrj- aði par búskap á landi, er hann bafði fyrir skömmu keypt. Fyrir rúmu ári kvæntist hann ungfrú Guðrúnu Sig- rfði Guðmundsdóttur, sem nú, ásamt lians aldurhnigna og mædda föður, syrgir hann sárt. Jóhannes s&l. var stakur atorku og dugnaðar maður, ó- trauður og ötull hvervetna. Lyndis- einkunnum hans er rjettast lyst pann- ig: að liann var glaðlyndur og góð- lyndur, trúr og tryggðfastur viuur, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu. Hann var pví hvervetna vel látinn af öllum, er honum kynntust, og margir munu vera peir kunningj&r hans og vinir, er sakna hans sárt og geyma minningu lians ( hjarta s(nu meðan peim endist aldur til. Þann 20. p. m. var hann jarð- sunginn af sjera Hafsteini Pjeturs- syni. Friður sje yfir moldum lians. Kunningi þess látna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.