Lögberg - 21.02.1895, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.02.1895, Blaðsíða 5
LÖGBERG riMMTlJ DAGINN 21. FEBRUAR 1895. Úr Iiiuitásbyg'gðí. Skugga-Sveini, Hann liælir sjer af Jjví, að hann hafi lifað frjáls og óháð- ur. Enginn maður er ófrjálsari í J>eim leik en einmitt hann, enda kannast hann við J>að, að i 11 hati ævin verið. I>ó að menn gangi nú ekki svo langt að leggjast út, eins og Skugga Sveinn, J>á eru menn andlega að halda 1 sömu áttina eins og hann, J>egar J>eir eru farnir að gera sjer í hugarlund, að ófjelagslyndið og ein- trjáningsskapurinn sje frelsi. Sumum kann nú að f>ykja pað nokkuð kynlegt, að jeg skuli hafa sett skáldskap vorn, einhver fegurstu blómin í menntaakri vorum, í sam- bandi við annað eins illgresi eins og ófjelagslyndið og eintrjáningsskap- inn. En jeg held, að ef J>eir gæta vel að muni þeir komast að þeirri nið- urstöðu, að sami tíðarandinn hafi um hvorttveggja leikið, hafi verið það lífslopt, sem hvorttveggja hefur að sjer andað. Skorturinn á fjelagslyndi meðal íslendinga er ekki eingöngu „íslenzkur nihilismu3“, heldur jafn- framt slðustu skvetturnar af öflugri öldu, sem nsið hefur langt úti á heimshafinu. En hann er ekkert betri fyrir það. Og þar sem eins er ástatt eins og meðal Vestur-íslendinga, er ástæða til að gjalda alvarlega varhuga við honum. l>ar sem jafnmikið los er á öllu, og allt er komið jafn-skammt eins og vitanlepa hlytur að vera hjá fátækum innflytjendum I framandi landi, þar mega menn sannarlega ekki við því, að hætta að leggja rækt við tilsóknaraflið í sálum vorum. I>að er víst óvíða í heiminum, sem menn hafa meiri þörf á að reyna að halda saman um allt það sem menn geta með nokkru móti komið sjer saman um, heldur en hjer. Ekki svo að skilja, að menn hafi ekki allstaðar þörf á því — þó ekki væri til annars en styrkja sig 1 því góða, sem þeir sjálfir vilja. t>að halda margir, að þeir geti alveg eins haldið fast við hugsjónir sínar, þó að þeir njóti engrar aðstoðar í því efni frá öðrum mönnum. En slíkt er ó- endanlega miklu örðugra en þeir halda. I>ví er nú einu sinni svo varið, að allur þorri manna er breyzkar og óstöðugar verur, sem þurfa að verða fyrir persónulegum áhrifum vina sinna oj. samverkamanna til þess að fara ekki út af strykinu, sem hugsjón þeirra hefur fyrir þá dregið, eða til þess að komast á J>að aptur, ef þeir hafa frá því vikið. Þið munið öll eptir Pjetri postula. Hann afneitaði meistara sfnum. Og það var ekki hugsjónin sjálf, sú hugsjón, sem hann barðist fyrir bæði á undan og eptir, sem kom honurn til að iðrast og bæta ráð sitt, heldur var það það, að hans mikli meistari og vinur leit á liann. Við það rifjaðist upp í sál hans ond- urminningin um alla þeirra samvinnu og allt það sem meistari hans hafði verið honum. Og svo vitið þið hvern- ig fór. Og án þess jog vilji gera neitt lítið úr nokkrum okkar, þá ligg- ur mjer við að hald.i, að, þegar allt kemur til alls, sjeu fæstir okkar meiri andlegir manndótnsmenn heldur en Pjetur postuli. Manitoba J>ingió var sett á fimmtudaginn í sfðustu viku, að viðstöddum miklum mann- grúa. Aður en fylkisstjórinn las upp hásætisræðuna var forseti kosiun, með því að forsetinn, setn verið hefur nokkur ár undanfarin, Mr. Jackson, hafði sagt af sjer. Mr. Finley Young var kosinn í hans stað. í hásætisræðunni var fyrst minnst á komu landstjórans og frúar hans til vesturlandsins, og fögnuður látinn í ljós út af því, hve vel þeim hafði ver- ið tekið af alþýðu manna, sem væri vottur um þann hlýja hug, er þjóðin bæri til krúnunnar. Fylkisbúum var samfagnað út af ríkulegri uppskeru síðastliðið ár, og óánægja látin í ljós út af því, hve vörur bænda hefðu ver- ið f lágu verði, sem að miklu leyti hefði vegið upp móti uppskerunægð inni. Minnzt var og á, að óvenjulega mikið af gripum hefði verið sent út úr fylkinu sfðasta ár, og talið gleðilegur vottur þess, að bændur væru nú hætt- ir að treysta með öllu á hveitirækt. Skýrt var frá, að fylkisstjórnin hefði fengið því til leiðar komið, að styrkur- inn frá Dominionstjórninni hafði verið aukinn, og þar sem það hefði verið deiluatriði um nokkurn tínia, væri það ánægjulegt, að kröfuin fylkisins hefði að mestu orðið framgengt. í>ar næst var minnzt á þann úrskurð brezka leyndarráðsius, að gengið hafi verið nærri rjettindnm kaþólskra manna hjer í fylkinu með skólalögun- um, og að Dominionstjórnin hafi þvf vald til þess að gera ráðstafanir til þess að bæta úr því. Enn væri stjórn- inni ókunnugt um, hvort sambands- stjórnin mundi krefjast J>es«, að þeim lögum yrði breytt. En lýst var yfir því afdráttarlaust, að fylkisstjórnin ætlaði sjer að engu leyti að víkja frá stefnu sinni í því máli, og jafnframt talið lfklegt,að ef Manitobamenn yrðu látnir einir um hituna, mundi skóla- fyrirkcmulagið, eins og það hefur verið lögleitt hjer í fylkinu, innan skamms koinast á hvervetna innan fylkisins endimarka. Svo var skýrt frá því, að fylkisstjórnin hefði álitið skyldi skyldu sína, að gefa sem ná- kvæmastar upplýsingar nefnd J>eirri er Dominionstjórnin iefur sett til þess að rannsaka, hver ástæða sje til um- kvörtunarinnar um að flutningsgjald það er C. P. R. fjelagið heimtar sje óhæfilega hátt.— Að þvf er snertir löggjöf þá er skýit var frá f hásætis ræðunni að væri í vændutn, mun J>að hafa einna mesta þýðingu, að búfræð- iskennsla er fyrirliuguð í alþýðuskól- unum, og er það sanikvæmt þingsá lyktun, sem samþykkt var á fylkis þiuginu í fyrra. Fylkisreikningarulr fyrir siðasta ár voru lagðir fram J>egar þingsetn- ingardaginn, og er það í fyrsta sinni, sein nokkurstjórn hjer f fylkinu hef- ur haft þá tilbúna svo snemma, enda mun \ era svo til ætlazt, að J>ingtím- inn verði nijög stuttur í þetta sinn. Forsetinn tilkynnti, að Edward Dickson, þingmaðurinn fyrir Lans- downe (sem mest umtalið hefur orðið út af í sambandi við ólag það, sem orðið hefur á sveitarreikningunum hjá honum) liefði lagt niður þing- mennsku. Umræðurnar um hásætisræðuna hófust á inánudagskveldið. íV r. Mc- Intyre gerði tiliögu um að þingið þakkaði fyrir hana, og Mr. Burrows studdi. Af atriðum þeiin er fram komu f ræðutn manna það kveld voru merkust ummæli Jögstjórnarráðherr- ans, Mr. Siftons, út úr skólamálinu, þar sem hann bar skólamálið saman við járnbrautarmálið. Hann sýndi fram á, að Dominionstjórnin hefði lagalegt valu til þess að banna fylk- inu járnbrautalagning, enda hefði hún og áður notað það vald, en nú fyndu allir það, að hún ætti ekki að gera það. Eins væri tneð skólamálið. að því leyti, að samkvæmt síðasta leyndarráðsúrsktirði hefði Dominion- stjórnin vald til þess að banna fylk- inu að haga sínum aiþýðumenntamál- utn eics og því þætti bezt; en það væri jafnrangt af henni að gera slíkt eins og að banna járnbrautarlagning S fylkinu. Á þriðjudaginn var haldið áfram umræðunuin um hásætisræðuna, og var þá skólamilið að.tlumræðuefu- ið. Mr. Fisker átaldi stjórnina fyrir stefnu hennar f því máli, áleit sjálf- sagt, að hún ætti að slaka til, svo að Dominionstjómin fengi ekki tækifæri til þess að taka fram fyrir hendurnar á Manitobamönnnm með löggjöf um þetta efni. Ilon. Mr. Ca.neron, fylk- isritarinn gaf svipað svar eins og lög- stjórnarráðherrann hafði gefið degin- um áður og kvað ekki nema eiun veg til þess að binda enda á þetta mál, og vegurinn væri sá, að Dom- inionstjórnin lýsti yfir því, að hún ætlaði að láta menntamálalöggjöf fylkisins afskiptalausa. Meðal tillaga þeirra sem fram voru lagðar þennan dag var ein frá Mr. Fisher viðvíkjandi skólamálinu í sömu átt, sem ræða hans hafði stefnt í. Hún á að koma til umræðu í dag. Herra ritstjóri Lögbergs. Jeg bið yður svo vel gera, að Ijá eptirfylgjandi línjin rúm í b'.aði yðar. í 3. nr. He;m>kr. J>issa árs er samtíningur úr frjettigrein, stm jeg sendi ritstjóra hennar, og b ið hann að Ijá rúin í blaðinu, en hvað lierra ritstjóranum hefur baggað með að taka ekki alla graiuina, en tína held- tir saman úr henni orð og orð á stangli, sje jeg ekki, nema honum hafi þótt hún of glósufá til náungans. Mönnum þykir [lijer kalt á degi bverjum. I dag er austan grimmdar- stórhríð, sú fyrsta, sem komið hefur hjer í vetur. í gær voru 02 gr. á Fahrenheit. Það er inesta frost, sem komið hefur hjer í vetur. Suma sting ur í tiefið af kveljandi sársauka, og aðrir geta ekki snýtt sjer og verða því að sjúga upp f það. Við vorum óhejipnir með J>resk- ingu í haust. Vjel sú, er vjer feng- um, þreskti svo illa, að mikið af hveit- inu varð eptir í stráinu. Menn treystu hjer á góða uppskeru næstliðið haust, og befðu fengið hana allgóða, liefði gopherinn ekki skemmt hana eins hroðalega eins og hann gerði, og voru þó allar brellur, sem hugsazt gátu, við hafðar til þess að eyðileggja hann. Sumir höfðu dýráboga, sumir hunda sína og ketti til þgss að drepa hann, og við þær tilraunir fjell inikið af honum. Nú ætla allir að eiga hund og költ og b>gi næ>ta suaiar, J>ví að centin vantar til þess að kaupa eitur. Svo hugsa bændur til að fá sjer betri preskivjel til að J>reskja fyrir sig Fyrir hveiti okkar fengum við hæsta markaðsverð, sem var þá 38— 40 cent fyrir bushelið. Kartöflur spruttu sumstaðar vel og sumstaðar illa, hafrar illa. í grein eptir hr. S. B. Benedikts son, sem birtist 1 1. nr. Ileimskringlu þetta ár, eiu taldir 18 landeigendur, en hjer er enginn búinn að fá eignar- rjett á landi sínu; en 19 búendur eru hjer, sem eru að vinna fyrir eignar- rjetti á heimilisrjottarlöndum. Hann segir hjer góðan markað fyrir allt, sem liægt sje að framleiða. Það er fullmikið sagt. Hjer erenginn mark- aður fyrir ket. Prjóules gekk ekki nema lítinn tíma í haust. Smjör seldist á 12 cent, en á 15c>nt á næsta markaðsstað austan við, 8 mílum aust- ar. Egg seljast á 8 cent. Svo er eiun stór ókostur við markaðinn, sem við opt verðum fyrir, þegar við förum til markaðar, er það ekki til, sem við ætlurn að kaupa, og verðum við svo að gera tvær til þrjár ferðir eptir því. Slíkum markaði er ekki hælandi. Sinclair P. O. 7. fobr. 1895. Ásmundur Guðjónsson. CAIV I OBTAIN A PATENT f For a Srompt answer and an bonest opinion, write to IUN N COM who have had nearly flfty years’ experience in the patent business. Communica- tions strictly confldential. A Ilnndliook of In- formation concernina l*ntente and bow to ob- tain them sent free. Also a cntalogue of mechan- ical and scientiflo books sent free. Patents taken through Munn & Co. receive sneoial notice in the Sclentlflc Americnn. and thus are brought widely before the publlcwith- out cost to the inventor. This splendld paper. issued weekly, elegantly illustrated, has by far tli8 largest ctrculation of any scientiflc work in the world. 93 a year. Sample copies sent free. Building Kditlon, monthly, $2.50 a vear. Singie copies, ‘-£5 cents. Kvery number contains bcan- tirul plates, in colors, and photographs of new houses. with plans. enabling butlders to show the latest designs and secure contracts. Address MUNN & CO., New Youk, 3«1 Broadway. <Etm ^timrib °g nllt ardd unx biflixg; fást allskonar togundir af bezta tóbaki, sígörum og pípum í Army & Navy Tobaksbud fyrir verð, sem á við tímann. I>eir hafa ágætt reyktóbak I luktuin Uátum og pípur af öllum mögulegum sortum fyrir eins lágt verð og hægt er að fiuna nokkurs staðar í bænum. Komið og fáið ykkur rr k. W. BROWN & GO. Stórsalar og Smása r. 537 Main Stk. Rafurmagnsstofuij. Rafurmagns lækninga stofnun Professor W. E. Bergman læknar með rafurmagni og nuddi gigt, líkamsvisn- un og hárlos á höfðum. Hann nem- ur einnig burtu ýins lýti á andliti hálsi, handleggjum, og öðrum lík- amspörtum, svo sem móðurmerki, há hrukkur, freknur ofl. Kvennfólk ætti að leita til hans. Room D, Rvan Bi.ock, Main St. Telophone 557. í RAKARABÚÐ M. A. Nicastros áið þið ykkur betur rakaða fyrir lOc. en annarsstaðar í bænum. Hárskurður 25c. fyrir fullorðna, 15c. fyrir ung linga. Tóbak og vindlartil sölu. ÍÍ3T Main Strcet, næslu dyr við O’Connors Hotel. Jeg hef 110,000, sem jeg get lán- að með mjög rýmilegum kjörum gegu góðu fasteigna veði. Einnig hef jeg ús og hæjarlóðir til sölu með góðnm kjörum. II. Lindai,. 366 Main Str. mwm—■——— Arinbjorn 8. Bardal Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Opið dag og nótt. 629 Elgin /^ve. ii ákript liennar. l’eningarnir liafa ævinnlega verið borgaðir reglulega. Einu sinni hitti jeg þá herra Pogle og Quick, en þeir reyndust þrákjálkar með hörð og Óendurfædd björtu. Fyrir tveimur árum skrifaði jeg þeim, sagði þeim, að þú værir nú kom- inn af skólaaldri, og spurði, hvað nú skyldi gera. Hjer um bil viku síðar fjekk jeg stutt brjef, og stóð þar, að þú ættir að halda áfram að vera hjá mjer; en með því að þeir vildu ekki, að þú yrðir að iðjuleys- 'ngja, átti jeg að fá þjer einhvern nytsaman starfa, hvern sem mjer þætti hentugastur. Jeg hef engin önnur skeyti frá þeim fengið; og nú veizt þú eins mikið eins og jeg“. bað kann að virðast undarlegt, að jeg skyldi aldrei liafa reynt að f& sltka skýringu. En þó að Mr. Porter væri ekki sjerlega harður við lærisveina i, sfna, eins og jeg hef áður tekið fram, þá var eitthvað okkur kynni að hafa langað til þess. Ilann þagnaði aptur; en jeg gat enn ekkert sagt. „Hvers vegna segirðu ekki eitthvað, Sílas?‘‘ hrópaði hann og barði bart 1 borðið með hnefanum. „Hvað — hvað viljið þjer jeg segi?“ sagði jeg stamandi“. „Jeg vil þú segir satt — bvað veiztu?“ „Jeg veit ekkert — jeg segi það satt, jeg veít ekkcrt“. Pað var illúðlegur svipur á lionum, eins og liann 14 jeg komizt að þeirri niðurstöðu, að þú skulir lijeðan af hjálpa henni með drengina11. Hann hallaði sjer aptur á bak í stólinn um leið og hann sagði þetta, og bjóst auðsjáanlega við því, að jeg mundi ekki ná andanum, þegar jeg heyrði slíka tilkynning —, enda fór liann ekki fjarri sanni með þeirri tilgátu, þvf að það er ekki því að leyna, J>essar frjettir komu mjer mjög á óvart. „X>að er mjög hátíðlegt hlutverk, sem þar er lagt í óæfðar hendur“, hjelt liann áfram og saug upp f nefið; „en þú hefur ævinnlega gengið á vegi hinna lireinhjörtuðu, og hið dýrmæta sæði, sem jeg liof sáð svo rikulega, hefur ekki, að því er þig snertir, fallið meðal steina og þyrna. Kennarastarf mitt átti að byrja næsta dag. Jeg var honum í raun og veru mjög þakklátur fyrir þetta, J>ví að jeg var svo barnalegur, að mjer fannst þetta vera einstök góðvild; og jeg sagði Mörtu það, J>egar jeg kora aptur fram í eldhúsið. Marta var mjög blátt áfram, og J>að brást aldrei að hún sagði það sem lienni kom í hug. „Ekki veit jeg, hvað þakklátur þjer þurfið að vcra, Master Silas“, sagði hún. „Reiðið þjer yður á það, að húsbóndinn hefur sitt eigið gagn fyrir augum. Miss Júdit er orðin mjög þreytt á verkinu, og bún er að búa sig undir nokkuð; og hvað ætti liann að gera, ef hún skyldi fara? I>að væri ekki J>ægilegt fyrir hann að fá ókunnugan mann inn í liúsið. Sjáið J>jcr nú ekki, að hann gat ckki án yðar 7 haldinu um stund, og benti vinnukonunni að Ijúka upp dyrunum. Eptir drykklanga stund kom maður, prýðilega búinn, inn í stofuna; haun var merkilega fölleitur, og það bar iniklu meira á fölvanum, vegna þass að roaðurinn hafði brafnsvart alskegg, svart, hrokkið hár og stór, svört augu. I>egar jeg sá hann, kom f mig þessi undarlegi brollur, sem hjátrúarfullir nieun segjast finna til, þegar gengið sje yfir gröf þeirra. Hann stóð í dyrunum og leit á hópinn með óendan- legri fyrirlitn:ngu. „Þegar þjer hafið lokið bænalestri yðar,“ sagði hann háðslega við kennara minn, „þá þarf jeg nokk- uð að segja yður“. Sjera Obadia Porter roðnaði, hikaði við e'tt augnablik, stóð svo upp og sagði með guðrækais- söngli: „Við skulum biðja guðs blessunar yfir alD bjer, og svo ekki biðjast meir fyrir í kveld“. Aðkomumaður rak upp fyrirlitningar og ÓJ>ol- inniæðis-óp, fleygði sjer á legubekk og tók enn ekki ofan. Við vorum skyndilega rekin út úr herberginu, og presturinn og dóttir hans nrðu ein eptir með komumanni, sem svo litla guðrækui sýndi. Svo leið meira en ár áður en hann kom aptur, svo jeg vissi. Svo fóru komur hans smátt og smátt að verða tíðari. Miss Júdit og liann voru mjög opt satnan. Jeg sá þau opt lialda niður eptir veginuin og lciðast; og smátt og smátt fór jeg að taka eptir J>vf, að bún bcið komu hans með mikilli óþolin næði,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.