Lögberg - 01.10.1896, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. OKTOBER 1896
7
J a rðsk j álptar.
Rvík, 29. ágúst 1896.
Á miðvikudagskveldið var, laust
fyrir kl. 10, varð allmikils jarðskjálpta
Vart hjer I bænum, svo að fðlk varð
viða hrætt mjög og f>orði ekki að haf
&st við uppi á loptum um nóttina.
Tjón hlaust ekki af tii muna hjer um
slóðir, en lilutir hrundu þó ofan af
tyllum og skorsteinar löskuðust hjerj
f>ar. Morguninn eptir komu tveir
kippir, annar allsnarpur, en skemmri
Kiikið en kveldinu áður.
Úr Pingvallasveitinni hefur
fcjetzt, að töluvert hafi að jarðskjálpt-
Uoi þessum kveðið par. Ilúsahrun
Hefur ekki spurzt paðan, en dynkir
miklir höfðu heyrzt par um £ stundar
1 slfellu, llkastir afarmiklum jódyn.
Vatn I öllum gjám, sem annars er
svo einkar fcært, varð gruggugt og
ödrekkandi.
Úr Akranesfjalli hafði I einum
kippnum hlaupið fram skriða mikil,
íjett fyrir utau bæinnað Innra-Hólmi.
Eptir pvl sem Guðm. bóndi Á-
mundason á Urriðafossi I Villinga-
koltshreppi, sem er hjer á ferð þessa
dagana, hefur skyrt oss frá, hefur
miklu meira kveðið að jarðskjálptum
þessum austast I Árnessyslu og þó
enn meira austan Djórsár.
Á Urriðafossi höfðu 4 útihús
hrunið og veggir skekkzt I bæjarhús-
Um. A Pjótanda fjellu flest bæjar-
kús neraa baðstofan og yfirleitt hafa
fitihús skemmst mjög víða meira og
minna I Flóanum. Á Birtingaholti I
Hrunamannahrepp hrundi nytt garða-
kús og annað fjárhús og grunnmúr
bilaði þar undir nyju timburhúsi. Á
öðrum bæ þar I hreppnum hrundi og
fjósið, én kyrnar komust út. Partur
uf baðstofu hrundi á þriðja bænum
þar 1 hreppnuin.
í Marteinstunguhverfi I Holta-
krepp I Rangárvallasyslu stóð ekkert
hús eptir jarðskjálptann nema þing-
kús og timburkirkja. En grunnmúrinn
bilaði samt undir kirkjunni.
Og þó hefur mest kveðið að jarð-
8kjálpum þessum á Landi, að þvl er
enn hefur frjetzt. Þar hrundu allir
basir að meira og minna leyti á all-
stóru svæði. Á einum bæ á Landi
kafði fjósið hrunið ofan á 2 kyr, á
öðrum bæ ofan á 3 kyr, og allar
drepizt. Á þriðja bænum, Húsagarði,
fórust 25 ær 1 einu húsi, líklega öll
®reign bóndans. Á Bjalla hrundi að
velli ny baðstofa vönduð, með stein-
fimdum grjótveggjum, en ekki full-
f>úin. Á Snjallsteinshöfða stóð ekk-
efct hús uppi nema heyhlaða ny, og
ekki heldur á Lækjarbotnum.
Eystra hófust jarðskjálptarnir um
Bama leyti á miðvikudagskveldið eins
°g vart varð við kippinn hjer. En svo
kjeldu þeir þar áfram allt af öðru
kvoru þangað til kl. 3 e. h. dag-
!nn eptir. A fimmtudagsmorguninn
krundu húsin, en hafa að líkindum
kilað um nóttina.
I>vl miður er hætt við, að ekki
8jeu öll kurl komin til grafar enn, og
tjónið hafi orðið meira heldur en
eún hefur spurzt.
Jarðskjálptaknik.
Rvlk, 2. sept. 1896.
t>ví miður er enn miklu meiri
t!ðindi að segja af landskjálptunum,
°g þó ekki fullfrjett enn, nama hvað
fengin mun samt áreiðanleg vitneskja
stórtjón hafi ekki orðið af þeim
'dðar en I næstu sveitunum við Ileklu;
Vlfcðist miðdepill hreifmgarinnar hafa
Verið I námunda við hana.
t>að er einkum Rangárvallasvcit
°fanverð, sem orðið hefur fyrir voða-
fjðni, og þar næst Landið.
Gjörfallnir hjer um bil á Rangár-
VÖUum 12 bæir, sem vjer höfum
frjettir um, en hætt við, að þeir sjeu
Heiri, með þvl ekki er fullfrjett um
**0kkra efstu bæina þar (Næfurholt,
^ölsund, Haukadal, Svlnhaga, Dag-
vörðarnos).
Hinir föllnu bæir eru: Reiðar-
Vat°, Varmadalir tveir, Gaddstaðir,
■^ystri Geldingalækur, Heiði, X>ing-
*kálar, Kaldbakur, Bolholt, Kot,
Gunnarsholt og Minnahof. A öllum
þessum bæjum fjellu baðstofur og
önnur bæjarhús, og sömuleiðis öll
peningshús á þeim sumum, en nokkur
á öllum. En enginn bær sá I öllum
hreppnum, að ekki hafi þar orðið ein-
hverjar skemmdir á húsum, og þær
miklar sumstaðar, þótt baðstofur
stæðu.
Manntjón varð ekkert. Fólk
fjekk flúið úr húsunum I tíma, hálf-
bert þó sumstaðar eða fáklætt mjög,
því víðast voru menn nyháttaðir. E>að
var I aðal-landskjálptanum, á mið-
vikudagskveldið, sem húsiu fjellu
víðast, en ekki um morguninn eptir,
eins og fyrst var borið; þá hrundi að
eins það, sem bilað hafði að mun, en
uppi hangið þó kveldið fyrir. En
nærri skall hurð hælum sumstaðar.
Til dæmis á Þingskálum. I>ar voru
4 menn 1 heimili, hjón roskin, vinnu-
maður og vinnukona. Hjónin sváfu
I öðrum enda baðstofunnar og komust
þar út um stafngluggann. Ætlaði
bóndi yfir I hinn endann, er hann
hafði komið konu sinni út, að bjarga
vinnuhjúunum, sem þar sváfu: en þá
var miðbik baðstofunnar fallið. Og
er hann kom út um gluggann hjá sjer,
sá hann, að hinn endinn var einnig
fallinn, ofan á vinnuhjúin; ætlaði þá
að ná sjer I Ijá, til þess að skera ofan
af þeim þakið, en amboðin lágu þá öll
undir rústum. Skundar hann þá til
næsta bæjar berfættur, fær þar Ijá
og mannhjálp, og tókst að ná hjúun-
um lifandi; en kafnað mundu þau
hafa, ef eigi hefði rofnað veggurinn
lítils háttar og lopt komizt að þeim
þann veg.
Fimm nautkindur drápust I
hreppnum,—urðu svo illa undir, þeg-
ar fjós hrundu.
Fó’k lá 1 tjöldum á flestum bæj-
um um nóttina og næstu nætur víðast
um hreppinn, en flýði morguninn
eptir á þá bæi næsta sjer, er uppi
stóðu, mest að Odda, prestssetrinu,
þar sem er rúmgott timburhús, er
óskemmt var að mestu, og var því
tekið þar með höfðinglegri hjálpfysi.
Af Landinu eru ekki enn komnar
gieinilegri frjettir en það, að þar
muui mjög fáir bæir uppistandaudi,
—hvort sem það kann nú að vera
orðum aukið eða ekki. t>ó kvað efsti
bærinn þar, Galtalækur, standa óhagg-
aður. Manntjón hefur ekki orðið þar.
t>á er Eystri-Hreppur eða Gnúp-
verjahreppur. l>ar eru af 31 bæ alls
einir 4 óskemmdir hjer um bil, neðstu
bæirnir I hreppnum. Margir hinna
27 gjörfallnir, hve margir ekki full-
kunnugt enn. Kirkjan ein uppi-
standandi á Stóra-Núpi, hjá sjem
Valdimar Briem, og ein hlaða að
miklu leyti, veggir þó hálf-hrundir
á henni; grunnur undir kirkjunni stór-
skemmdur, og hún skekkt nokkuð.
Af bænum, vönduðum bæ og stórum
allt hrunið nema grindin og fram-
partur af „þinghúsi“.
Hrunamannahreppur (Ytri Hrepp-
ur) hefur þar á móti komizt hjá stór-
skemmdum, nema alls einn bær,
Grafarbakki; þar kvað hafa hrunið
meiri hluti húsa.
Vestan Hvítár (I Biskupstungum,
Grímsnesi o. s. frv.) engar skemmdir.
Auk fyruefndra hreppa austan
Þjórsár (Lands og Rangárvalla) hafa
orðið miklar skemmdir I Holtahreppi,
sem segir i slðasta blaði, en Ashreppi
ekki (neðra hlut Holtanna) og ekki
miklar I Hvolhreppi (austan Eystri-
Rangár); þó hafði Ólafur hjeraðs-
læknir Guðmundsson á Stórólfshvoli
orðið fyrir þeim skaða, að missa nær
allar moðalabyrgðir slnar til vetrarins,
er hann hafði nyfengið: skápur með
þeim hrundi og brotnaði allt brothætt;
hús hans skemmdist og nokkuð. í
P’ljótshllð hrundu baðstofur á 3 bæj-
um: Hllðarenda, Nikulásarhúsum og
Teigi, ásamtfleiri liúsum, en ekki get-
ið mikils húsahruns þar annarsstaðar.
Landeyjar óskemmdar, og Eyja-
fjallahreppar sömuleiðis að miklu
leyti. Engar skemmdir heldur aust-
an Jökulsár á Sólheimasandi. En 1
Vestmannaeyjum varð það slys af
völdum landskjálptaus, að maður
meiddist hættulega af grjóthruni í
Heimakletti. Þeir voru 10 að ganga
þar í bjarg eptir fugli, og flyðu inn I
skúta, er þeir fundu landskjálptann
og grjót tók að hrynja úr berginu;
fengu forðað sjer níu, en hinn ttundí
varð fyrir steini. Skarð kom I Heima-
klett norðanverðan eigi alllltið; en
ekki urðu skemmdir á húsum I
eyjunum.
Víða hefur jörð sprungið á land-
skjálptasvæði þessu, einkum á Rang-
árvöllum og Landi, hraunhólar hruuið,
skriðuc fallið úr fjöllum og björg,
vatn komið upp þar sem þurt var áður
eða horfið, laugar horfið o. s. frv.
Stærstu sprungu er getið um á Land-
inu, góðan kipp fyrir neðan Skarðs-
fjall, vestan frá Þjórsá og langt aust-
ur eptir byggðinni; hún kvað vera
áluar breið með köflum. Skriður hafa
fallið allmiklar úr Skarðsfjalli,—svart
af þeim til að sjá þar sem áður voru
grænar brekkur. Vatn I lækjum og
nyjum uppgöngnm hvltleitt af mó-
bergskorg, en sklrist smámsaman.
Laugar hurfu á Vindási á Landi. Um
Haukadalshverina (Geysi og Strokk
m. m.) þó sannfrjett, að þeir eru
óskaddaðir.
Auðvitað er mjög illt að gera
sjer hugmynd um, hve miklu tjón það
nemur, er landskjálptar þessir hafa
valdið beinlínis, hvað þá heldur óbein-
llnis, og ekki sjeð fyrir endann a því
enn. Það er mikil mildi, að voða-at-
burð þennan bar upp á þennan tíma
árs, og meira að segja þá fyrst, er um
veðráttufar breytti til batnaðar. Var
mesta veðurblíða kveldið, sem jarð-
skjálptarnir hófust, en aftakarigning
um nóttina eptir seinni partinn (hjer
að minnsta kosti), en gott veður
fimmtudaginn og alla tið slðan. Mun
fólk liggja enn I tjöldum almennt á
Rangárvöllum og Landi; fyrstu næt-
urnar eptir lágu menn og almennt I
tjöldum I Eystri-Hrepp. Er það
bvorttveggja, að beigur var I mönn-
um við nyja landskjálpta, sem von-
legt er, enda ekki auðhlaupið að því,
að gera sjer skyli.
Hið beinatjó* er,auk húsahruns-
ins, miklar matvælaskemindir og mat-
vælarnissir. Málnytusafn undir rúst-
um og moldu orpið eða blandað, korn
1 byrðum meira eða minna skemmt af
mold, þótt upp verði grafið undan
rústum, sem ekki mun takast nema
sumstaðsr. Enn fremur fatnaður
undir rústum víða, bæði íveruföt og
sængurfatnaður. Málnyta úr kúm
ryrist um helming fyrir það, að þær
þurfa að liggja úti; sumstaðar vand-
ræði að nytka málnytupening fyrir
Ilátaleysi; ekkert hylki óskemmt eða
lagarhelt. En bætist þar við ef til
vill mikið tjón á heyjum fyrir það, að
upp borin hey hafa fallið og hlöður
hrunið, en mannafli enginn til þess að
forða því undan skemmdum, hvað
lltið sem úr lopti keraur; nóg að vinna
að hrófla upp skyli yfir höfuð mönn-
um og milnytupeningi (kúm), og
meira en af verður komið. En með
heytjóninu er búpeningurinn í veði,
einkum er þar við bætist, að bey-
skapur teppist vegna óbjákvæmilegra
moldarverka eða skylisgerðar, og eÍD-
mitt uú, er loks kom góð heyskapar-
veðrátta á sumrinu.
Það liggur I augum uppi, að þeir,
sem orðið hafa fyrir þessu voðaslysi,
þarfnast bráðrar og mikillar hjálpar.
Enda þegar lyst sjer að ótilkvöddu
mikill áhugi á að hjálpa, bæði nær og
fjær. Hafa fyrstir til þess orðið af-
lögufærir nágrannar þeirra, er harðast
hafa orðið úti, með mannhjálp og
fieiru. Það er einmitt mannhjálpin,
sem mest liggur á, en því miður mjög
mikill hörgull á mönnum. Sægur
verkafólks hjer úr sjávarsveitum t. d,
nú I öðrum landsfjórðunguro, on aðrir
við heyskap, þeir er vetling geta vald-
ið. Helzta bráðabyrgðaúrlausn 1 þvl
efni er vilyrði frá landshöfðÍDgja fyrir
nokkru af Jandssjóðsvega-vinnuliðinu
við Flóaveginn.
Að öðru leyti hofur landshöfðingi
þegar heitið syslunefndinni I Rangár-
vallasyslu allt að 10,000 kr. láni til
bráðustu hjálpar, og hrekkur það
auðvitað skammt. Ennfremur munu
þeir, hann og amtmaður, hafa veitt
eða heitið lítils háttar hjálp úr þéss
kyns sjóðum undir þeirrahendi. Loks
hefur lijer myndazt 1 dag samskota-
nefnd I þessu skvni, og er áskorun
hennar prentuð hjer síðar I blaðinu,
en gjafir þegar farnar að safnast áður
á skrifstofu blaðs þessa að ótilkvöddu,
svo sem auglýst mun bráðlega (á 3.
hdr. kr.). Sjálfsagt kemur talsvert
saman á þann hátt, en auðvitað hvergi
nærri eius og þörf krefur,þótt svo reyn-
ist, sem vjer vonum, að tjónið sje eigi
vlðtækara en nú höfum vjer sögur af,
og því þurfi ekkert hjerað að skerast
úr leik. Vjer höfum sögur norðan
yfir fjall, úr fraindöluin, Sksgafjarðar
(Goðdölum), að þar hefur landskjálpta
alls eigi vart orðið I þetta sinn, og
ráðum af þvl, að þangað hafi hann
alls eigi náð, en vitum nokkurnveg-
inn takmörk hans hjer syðra.
Vjer göngum I stutt.u máli að
því vísu, að þrátt fyrir beztu undir-
tektir undir samskotaáskorun þessa
muni sú leiðin skammt duga til svo
verulegrar hjálpar, sem við þarf og
þjóðbræðralagsskyldan kallar eptir,
er svo gersamlega óviðráðanlegt slys
ber að höndum sem þetta, og sje það
þó ekki I meira mæli en svo, að þjóð-
fjelaginu er eigi um megn úr að bæta.
Vjer mundum eigi hika við að leggja
það til, að lögð væri hæfileg fúlga úr
viðlagasjóði landsins á sinum tlma
(næsta þingi) til viðrjettingar tjóni
þessu, þó að ekki stæði svo á, að I
honum er eÍDmitt geymdur gámall
jarðeldasjóður, kollektusjóðurinn sæll
ar minningar, sem fyrir ranglátlega
rás tímanna og I lögleysu var eytt
miklu af til annara hluta, harla fjar-
skyldra, og leifarnar loks látnar renna
inn I landssjóð um leið og liann byrj-
aði búskap sinn fyrir rúmum 20 árum^
svo sem til að reiða smiðshöggið á
undanfarna lögleysu. Virðist oss það
tífalt ákjósanlegra, þótt viðlagasjóður
ryrðist lltils háttar fyrir það, heldur
en að gerast enn sem fyr ölmusu-
menn erleDdra þjóða til að bæta úr
þessu böli, sbr. eirinig orðin „A/er-
lendra manna“ I áskorun samskota-
nefndarinnar lijer 1 blaðinu.
Isafold.
BRI5T0L’S ?
BRISTOL’S I
— —r-nfir timiJm
jSTOL’S
Sarsaparilla
nnd
S U G A n ‘Œfr V T y
COATED Jtr .k. ÁM Aji
Thc Greatest of a!I Livcr,
Stomach and Blood Medicines.
a arcc:r:a foo
RheumaUsm, G3;:t aad
Cáronic Complaints.
They Cleanse and Purify the
Biood.
AIl Druggists aiiil
Ooneral Doalers,
FRANK SCHULTZ,
Financial and Real Estate Agent.
Gommissioner ii) B. f(.
Gefur ut giptinga-leyfisbrjef.
Er innheimtumadnr fyrir
THE TRUST AND LOAM COMPANY
OF CANADA,
BflLDUR................fllflN.
Peningar til Ians
gegn veði 1 yrktum löndum.
Rymilegir skilmálar. *
Farið til
Tt)e London & Caqadiai) Loan &
Agency Co., Ltd.
195 Lombard St., WiNNirKa.
eða
S. Cbristoplicrson,
Virðingamaður,
Grund & Balduk.
ÍSLENZKUR LÆKNIR
Dp. M, Halldorsson,
Stranahan & Hamre lyfjabúö,
Parlc. Rive.r. — — — N. Dak.
Er aö hilta á hverjum miðvikudegi í Grajon,
N. D., frá kl. 5—6e. m.
Tannlæknar.
Tennur fylltar og dregnar út án sárs
auka.
Fyrir að draga út tönn 0,50.
Fyrir að fylla tönn 11,00.
CLARKE BUSII
527 Main St.
Northern
PACIFIC
RAILWAY
GETA SELT TICKET
TIL VESTURS
Til Kooteney plássins,Victoria,Van-
couver, Seattle, Taooma, Portland, og
samtengist trans-Pacific brautinni og
strandferða og skommtiskipum til
Alaska. Einnig fljótasta og bezta ferð
til San Franciseo og aunara California
staða. Sjerstakur afsláttur (excursion
rates) á farseðlum allt árið um kring.
TILSUDURS
Hin ágæta braut til Minneapolis,
St. Paul, Chicago, St. Louis o. s. frv.
Eina brautin sem hefur borðstofu og
Pullman svefnvakna.
TIL AUSTURS
Lægsta fargjald til allrastað I aust-
ur CaDada og Bandaríkjunum I gegn-
um St. Paul og Chicago eða vataðleið
frá Duluth. JVlenn geta haldið stans-
laust áfrain eða geta fengið að stanza
1 stórþæjunum ef þeir vilja. Brautin
hefur samband I Duluth við gufuskip
N.W.T. fjelagsins, Anchor línunnar
og N.S.S. fjelagsins.
TIL GAMLAL ANDSINS
Farseðlar seldir með öllum gufu-
skipalínum, sem fara frá Montreal,
Boston, New York og Philadelphia
til Norðurálfunnar. Einnig til Suður
Ameníku og Australíu.
Skritið eptir verði á farseðlum oða
finnið
H. Swinford,
Gen. Agent,
á horninu á Main og Waterstrætum,
Mauitoba hótelinu, Winnipeg, Man.
Northern Pacifle By.
TIME C^YBLID.
Taking effect on Monday, Augnst 24, 1836.
Read Up, MAIN LINE. Read Down
North Bound. STATIONS. South Bound
2 ** . WiS ►» ® ó a % 55 Q _ S a a O . CU % 55 « H ® m « Q iéé H « w a Q | Krelght No. 154 Dally. J
8 3op 3.00p ,. . Winnipeg.... 11.453 6.4óp
5-5 3 a t.2op .... Morrís .... 1.2op 9.oop
3.3o> 12.20 p .. . Emerson ... 2.i5p 1 i.Oop
2.3oa 12. IOp . ...Pembina.. .. 2.3op U.45P
8.35p S-4Sa . .Grand Forks.. 5.65 p 7-S5^
1 i.4oa i5.o£>a Winnipeg funct’n 9.40 p S-oop
7.30p .... Dukith .... 8.00 a
8.00p . . Minneapolis... 6.45 a
8.3°p .... St. Paul.... 7.l0a
i0.3Op .... Chicago.... 9-3SP
M ORRl S-BRANDON BRANCH.
East Bound BTATION8. West Bound
Freight *] Mon.Wed. & Frídiiy. ii * t- O 33 XJ O4 H * |S4 * •+ • 5 Ee h SSa 2
8.00 p 3.00 P ...Winnipeg. . ll,4Öa 6.45p
7,5op 12.55p 1.30p S.ooa
5.23p 11.59p .... Roland .... S.29p 9.5oa
3.58p ll.‘20a .... Miami 3-oop 10.62»
2.15p 10.40a .... Somerset .. . 3-5zp 12.51 p
ll.S'jP 9.38 .... Baldur .... 5,oip 3,2Zp
11.12a 9.413 ..».Belmont.... 5*22p 4,I5p
9.49a S.35a ... Wawanesa.., 5-«3P 6,0 2p
7.0oa 7-4 0a .... Brandon 7.0op 8.30p
PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH.
West Bound. Mixed No Í43, every day ex. Sundays STATIONS. East Bonnd. Mixed No. 144^ every day ex. Sundayg.
5 45 p m .. . Winnipeg. .. 12. l.ö a m
8.30 p m Portage la Prairie 9.10 a m
Numbers 107 and 108 have through Pull
man Vestibuled Drawing Room Sleepmg Car
between Winnipeg and St. Paul and Minne-
apolis. AIso Palace Dining Cars. Close con-
nection to the Pacific coast
For rates and full information concemmr
connections with other lines, etc., apply to any
agent of the company, or,
CIíAS. S. FEE, II. SWINFORD,
G.P.&T.A.,St.Paul. Gen.Agent, Winnipe
CITY OFFICE.
486 Main Street, Winnipeg,