Lögberg - 25.02.1897, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRUAR 1897.
MUTUAL RESERVE FUND
LIFE ASSOCIATION.
(Incor|x>rated).
FREDERICK A. BURNHAM, - - - PRESIDENT.
305, 307, 309 Brodway, New York City.
S EXTAN D A~A RS-S KYRSLA,
fyrir áriö sem endaði 31. desember i896.
ASSESSMENT SYSTEM. MUTUAL PRINCIPLE.
AUKNING:
PenÍDga-inntektar............................... $ 283,195.41
Eigna & vöxtu..................................... 273,059.28
Eigna fram yfir allar skuldir..................... 447,420.64
Nýrrar lífsábyrjrðar............................ 15,142,101.00
Lifsábirgðar 1 gildi............................. 16,366,690.00
Llfsábyrgðar-skjala.............................12,571.
Nýrra umsókna til lífsábyrgðar........ $ 84,167,997.00
N/rra llfsábyrða, veittra................ 73,026,330.00
Lífsábyrgð alls 1 gildi................. 325,026,061.00
LÆKKUN:
Kostnaðar vrð störf fjelagsins................. $162,341.13
Allra útgjalda........................'........ 268,691.52
Óborg&ðra skulda............................... 349,642.36
Útborgað fyrir dauðsföll frá myndun fjelagsins.. $28.825,665.66
Útborgað fyrir dauðsföll á árinu 1896 ;.. 3,967,083.94
Eða meir en $13,000 á hverjum virkum degi ársins.
Eignir fjelagsir\s fram yfir allar skuldir - - - $4,029,929.96.
C.
A. R McNICHOL, Gen. Manager,
WINNIPEG, MAN.
OLAFSSON, Gen. Agent,
Winnipeo, Man.
UR BÆNUM
GRENDINNI.
Jukob Guðmimdsson, bók-
bindari, 484 Pacific avenue.
Borgið Lögberg fyrirfram og fá-
ið sögu í kaupbæti.
Kaupið Lögberg og pjer fáið 3
sögur fyrir aldeilis ekki neitt.
Únítara-söfnuðurinn, hjer í bæn-
um, heldur samkomu 1 kirkjunni sinni
fimmtudagskveldið 4. marz n. k.
Mr. L. R. Kelly, Milton, N. Da-
kota selur allar sínar vörur með nið-
ursettu verði í næstu 45 daga. Lesið
a iglýsing hans á öðrum staðí blaðinu.
pað getur borgað sig vel.
Mr. Helgi Tómasson, póstmeist
ari að Hecla P. O. kom hingað til
bæjarins um byrjun vikunnar og
dvelur hjer fram yfir næstu helgi.
Hann segir allt tíðindalaust úr sinni
byggð (Mikley), heilsufar gott o.s.frv.
Veðrátta hefur verið rjett í með-
allagi síðan Lögberg kom út síðast,
dálítið snjóað og allmikil frost annað
veifið. Snjór er nú miklu meiri en
vanalegt er um pett Jeyti árs, svo að
ef hann leysir snögglegrf"er hætt við
flóði í ám og lækjum.
í gær var samskotasjóðurinn í
Manitoba til hjálpar nauðliðandi mönn-
um á Indlandi orðinn $8,932 95. bar
af eru $443.21 fiá skólabörnum i
fylkinu. Búist er við, að talsvert
raeira fje safnist í fylkinu til líknar
pessu bágstadda fólki.
Mr. Paul Johnson ætlar að sýna
töframyndir sínar á Albert Hall i
kveld. Hann segist hafa n/jar ágæt-
ar uyndir. Mr. Brady útskýrir hvað
merkilegast er við myndirnar. Dans
verður á eptir sýningunni. Samkom-
an byrjar kl. 8. e. m. Aðgangur fyrir
fullorðna kostar 25 cts. en 15cts. fyrir
börn inna.n 12 ára.
Allar líkur virðast vera til að ó-
vanalðga mikill inuflutningur verði
á komandi vori frá Ontario og öðrum
austur-fyíkjum Canada til Manitoba.
W. D. Scott, inníiutnÍDga-umboðs-
maður Manitoba-stjórnar.nnar, í Tor-
onto, segir, að innílutningur í ár verði
vafalaust eins tnikill, ef ekki meiri, en
hann var árið 1889, sem til pessa hef*
ur verið álitið hið mesta iunflutnings-
ár fyrir Manitoba. A hverjum degi
streymir að honum fjöldi fyrirspurnar-
brjefa frá bændum, er ætla að flytja
hingað vestur með vorinu.
Fyrir nokkrum tíma síðan varð
Mr. Haraldur Olson, að 694 Ross ave.
hjer í bænum, mjög hastarlega veik-
ur. Til læknisbjálpar náðist bráð-
lega, en lítið gat hann að gert í svip-
inn.- Nú er Mr. Olson samt á góðum
batavegi og allt útlit fyrir að hann
verði brátt heill heilsu aptur.
Hinn 19. p. m. fór Mr. Jónas
Oliver, telegrafisti á telegrafstofu
Can. Pacific járnbrautarfjelagsins bjer
í bænum, á hinn almenna spítala ept-
ir læknisráði. Hann hefur verið
býsna lasinn um tíma, og sögðu lækn-
ar að hann yrði að hætta starfi slnu
um tíma Og vera undir læknis-hendi
svo ssm viku-tlma.
Á priðjudags-morguninn fannst
maður einn dauður I snjónum rjett
hjá Sprague’s roylnunni á Point
Douglas. Haldið er að hann hafi ver-
ið drukkinn, lagst par fyrir og frosið
svo I hel. Maður pessi hjet Edward
Little, og átti heima á Alexander
stræti hjer í bænum, bjá móður sinni
og stjúpföður. Móðir hans segir, að
hann hafi farið snemma að heiman á
mánudaginn, og ekki komið heim
síðar.
Allmargir fara um pessar mundir
norður I námalandið á austurströnd
Winnipeg vatns, við Hole River og
I grenndÍDni til að ná sjer par I náma-
rjettindi. Meðal peirra, sem farið hafa
pangað nýlega, eru peir Mr. B. L.
Baldwinson og Mr. Teitur Thomas,
hjeðan úr bænum. Námaland petta
er Dærri beint á móti norðurenda
Nýja ísiands, og eru að eins um 15
milur pangað úr Mikley. Pað virðast
góðar horfur á, að gullDámurnar á
pessu svæði ætli að reyLast eins auð-
ugar og námurnar við Skógavatn.
Gumalnieiini ogaðrir,
sem pjást af gigt og taugaveiklan
ættu að fá sjor eitt af hinum ágætu
Dh. Owen’s Electkic beltum. I>au
eru áreiðanlega fullkomnustu raf-
mrgnsbeltin, sem búin eru til. X>að
er hægt að tempra krapt peirra, og
leiða rafurinagnsstraumiun I gegnum
líkamann hvar sem er. Margir ís-
lendingar hafa reynt pau og heppnast
ágætlega.
Menn geta pví sjálfir fengið að
vita hjá peirn hvernig pau reynast.
Þeir, sem panta vilja belti eða
fá nánari upplýsingar beltunum við-
víkjandi, snúi sjer til
B. T. Bjöknson,
Bjx 368 Winnipeg, Man.
Þrátt fyrir að apturhaldsblöðin
gefa í skyD, að rannsóknirnar útaf
grun um, að ýmsir glæpir hafi verið
framdir í sambandi við sambands-
pings-kosningarnar I sumar er leið,
sjeu ástæðulausar, pá hefur svo rnikið
sannast við undirbúnings-ranrsókn-
irnar í málunum, að dórr.arar hafa
úrskurðað að eptirfylgjandi menn
skuli mæta fyrir hlutaðeigandi dóm-
pingum I næsta mánuði útaf ákærun-
um um nefnUa glæpi, nefnil.:
II. E. Waller,
Thos. Anderson,
W. Clarke,
Moser Finkelstein,
Geo. Saunders,
James McDole,
M. Orr,
C. Brooks,
Geo. Anderson og
W. Mawhinney.
Á öðrum stað hjer í blaðinu aug-
lýsum vjer „Kostaboð“ fyrir nýja
áskrifendur að pessuin yfirstandandi
árgangi Lögbergs. Og pætti oss
vænt um ef vinir vorir og blaðsins
vildu benda peim, sem enn hafa ekki
skrifað sig fyrir blaðinu, á petta til-
boð vort. Eins vildum vjer benda
gömlum og góðum kaupendum Lög.
bergs á pað, að vjer höfum tekið upp
pá reglu að gefa ofurlltinn kaupbæti
peim, sem borguðu blaðið fyrirfram.
Og pótt pær sögubækur, sem vjer
höfum verið að gefa að undanförnu
og nú sjeu I raun og veru meira virði,
en vjer getum vel staðið við að gefa
bverjum kaupenda blaðsins, pá er oss
pað svo áríðandi að sem fiestir borgi
fyrirfram að pað er vel til pess vinn-
andi. t>egar menn athuga að vinnu-
menn vorir og aðrir, sem vjer eigum
viðskipti við, geta ekki beðið eptir
borguninni par til einhverntlma á
haustin, eins og svo víða á sjer stað
út á landsbyggðinni, pá geta menn
hæglega áttað sig á pvl, bversvegna
oss er svo árlðandi að fá að minnsta
kosti nokkuð af blaðverðinu fyrri-
part ársins.
KosnÍDg til fylkispings fór fram
í St. Boniface-kjördæmi á laugardag-
inn og fór pannig, að Mr. Lauzon,
pingmannsefni apturhaldsmanna,
fjekk 180 atkvæði fram yfir ping-
mannsefni frjálslynda flokksins, Mr.
Betrand. í allt voru að eine greidd
um 600 atkvæði, pví veður var óhent-
ugt og vegir vondir. Um 30 af kjós-
endum Mr. Bertrands komust ekki á
kjörstað sökum óreglu á lestagangi á
Northern Pacific járnbrautinni, er or-
sakaðist af snjófalli. Kapólski bisk-
upinn í St. Boniface hafði af prjedik-
unarstóLium hótað kapólskum kjós-
endum öllum refsingum kirkjunnar,
ef peir greiddu atkvæði með ping-
mannsefni frjálslynda flokksins, og
hann, allir prestar og prelátar og
fylgismenn peirra hömuðust eins og
ljón við kosningarnar. I>egar alls
pessa er gætt, er sigur apturhalds-
manna miklu minni en við mátti bú-
ast, og úrslit kosnir.garinDar sýna, að
mikill hópur kapólskra kjósenda I
pessu pvíuær al kapólska kjördæmi
er ánægður með samninginu um skóla-
málið. t>að er talað um að mótinæla
kosningu Lauzons og fá hana dæmda
Ógilda af peirri ástæðu, að klerkarnir
hafi hrætt og kúgað kjósendur með
hótunum um refsingu kirkjunnar til
að greiða atkvæði með Lauzon, enda
er slíkt ekki betra en roútur o. s. frv.
og tími er kominn til að steroma stigu
fyrir slíku atbæfi í landi með frjálsu
stjórnar-fyrirkomulagi.
J>ar eð msrgir hafa hagnýtt sjer
kjörkaupin I síðastliðnum mánuði hjá
Stefáni Jónssyni, hefur hann áformað
að láta pau standa allan pennan mán-
uð, og gefa öllum tækifæri að sæta
peiœ, sem geta. t>að hefur gengið
betur en hægt var að búast við á
pessum hörðu tímum. I>ess vegua
hefur St. J. lækkað verð á hjer utn bil
öllum sinum vörum, til pess að gera
öllum sem mögulegast að fá sem mest
fyrir sína peninga. Gleymið ekki, að
pegar St. J. auglýsir að hann selji
svona ódýrt, eða með svo miklum af-
slætti af hverju dollars virði, sem er
Gefnar
Bækur.
Nýir kaupendur að 10. árgangi Lög'-
berg'S (hjer í landi) fá blaðið frá þessum
tíma til ársloka fyrir $1.50. Og ef þeir
borga fyrirfram geta þeir valið um ein.
hverjar þrjár (3) af eptirfylgjandi sögu-
bókum:
1. „í Örvænting“, 252 bls.
Eftir Mrs. M. E. Ilomes.
2. „Quaritch Ofursti11, 562 bls.
Eptir H. Kider Ilaggard.
3. „Þokulýðurinn11, 656 bls.
Eptir II. Ríder Haggard.
4. „í leiðslu“, 317 bls.
Eptir Ilugh Conway.
5. „Æíintýri kapt. Horns“, 547 bls.
Eptir Frank B. Stockton.
6. „Rauðu Demantarnir“, 550 bls.
Eptir Justín McCarthy,
Allar þessar bækur eru eptir góða
höfundi, og vjer þorum að fullyrða að
hver, sem les þær, sannfœrist um að hann
hafi fengið géð kaup, þegar hann fjekk
slíkar bækur fyrir ekki neltt. Því
blaðið vonum vjer að hver finni þess virði,
sem hver borgar fyrir það. „Rauðu Dcm-
antarnir“ verða ekki fullprentaðir fyrr en
í vor og verða því þeir, er kunna að pfmta
þá bók nú, að bíða eptir henni í tvo til
þrjá mánuði.
Qamlir kaupendur,
sem borga þennan yfirstandandi ár-
gang Lögberg'S fyrir 31. marz n.k.,
geta fengið einhverja eina (1) af ofannefnd-
um bókum, ef þeir æskja þess.
Vinsamlegast,
Logberg Print’g & Publísh’g Co.
P. O. Box 368,
WINNIPEG, MAN.
keypt fyrir peninga, pá er yður óhætt
að trúa pví. Munið nú eptir að pessi
sala stendur allan pennan mánuð.
Dra^ið samt ekki of lengi að koma,
pvl skeð getur að sumtafpví ódýrasta
og jafnvel besta gangi strax út. Kom-
ið sem fyret; allir velkomnir.— I>areð
jeg hef ekki um slðastliðnar nlu vik-
ur verið fær um að stunda verzlun
mlna vegna veikinda, en er nú aptur
að koma til, pá vil jeg leyfa mjer að
pakka öllum viðskiptavinum kærlega
fyrir viðskiptin að mjer fjærverandi,
og óska enn fremur, að pau haldist
framvegis. Sömuleiðis vildi jeg vin-
samlega mælast til að peir, sem hafa
skuldað mjer fyrir lengti tíina, vildu
nú sýna mjer pá velvild að borga
eitthvað dálítið, ef peir ekki getn
borgað allt, og parmeð hjálpað mjer
til að geta staðið í skilum við mína
viðskiptamenn. I>etta vona jeg að
allir kunningjar mlnir taki til greina,
með pví að gera pað besta fyrir mig
I pessu efni, sem peim er mögulegt.
Yðar með vinsemd,
Stefán Jónsson.
0. Stephensen, M. D.,
4f3 Pacific ave., (pfiðja bús fyrir neðan Isabeí
stræli). Ilann er að finna heima kl. 8—1qJ£
f.m. Kl. 2—4 e. m. og eptir kl. 7 á kvöldin.
lufluttir
Norskir Hilarkauihar
$1.00 parið. Sendir kostnaðarlaust með
pósti^til allra staðaa í Canada og Banda
ríkjunum.
Hcymann, Itlock & Komps
albekkta
ltanskn lœkninKn-snlt
20. og 35c. pakkinn, sent frítt með póst
til aljra staða í Oanada og Bandaríkjunum
Óskað eptir Agentum allstaðar á ireð-
al Islendinga, Norskra og enskra.
ALFRED ANDERSON, '"CÍST
31l0 Wash. Av. S., Minneapoiís, Minn.
T. Thorwaldson, Akra, N.D., eraðal-tgent
fyrir Pembina county. Skrifið honum,
Stranahan & Hamre,
PARK RIVER, - N. DAK.
SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR
SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o. s. fr.-.
Mr. Lárur Árnason vinnur í búðinnf, og er
þvi hægt að skrifa honum eða eigendunum á í«l.
þegar menn vilja fá meir af einhverju meðali, sem
í>eir haía áðurfengið. En œtíð skal muna eptirað
senda nijmerið, sem er á miðanum á meðala-
glösunnm «ða pökknuum,