Lögberg - 09.11.1899, Síða 1

Lögberg - 09.11.1899, Síða 1
Lögberg er gefið út hvern fimmtudag af The Lögberg Printing & Pijblish- ing Co., að 309JÚ Elgin Ave., Winni- peg, Manitoba. — Kostar $2.0 um árið (á Islandi 6 kr.). Borgist fyrirfram.— Eeinstök númer S cent. Lögberg is published every Thursday by The Lögberg printing & Publjsh. in G Co., at 309)úíElgin Ave., Winn peg, Manitoba,—Subscription pric n #2.00 per year, payablc in_ advance. — Single copies s cents. 12. AR. Winnipeg, Man., flmmtudaginn 9. nóveniber 1899. NR. 44. Striðs-daffbók. 1. nóv. (miðv.d.).— All-margir hermenn, tilheyrandi G'oucestershire- herdeildinni, koma til Lat'ysmith. t>að var álitið, að bharnir hefðu tekið herdeild (jessa til fanga eins og hún var, en þessir menn, sem hér er talað um, komust undan, eftir J>ví er nú er fram komið. Tala fallinna og særðra af liði Breta sSðan ófriður pessi byrjaði sögð að vera 2,100, Blöðin & Eng- landi eru barðorð í garð White’s hers- höfðingja fyrir ófarirnar, sem hann og lið hans fór fyrir Búunum á mánu- daginn.—Blöð stjórnarinnar & Pjfzka- landi eru sögð eindregin með Bretum J fressum ófriði peirra við TraDSvaal- menn. 2. nóv. (fimtud.).—Hermáladeild brezku stjórnarinnar gefur út skyrslu um orusturnar, sem háðar voru á mánudaginn. Eftir henDÍ að dæma hafa orusturnar verið prjár j[>ann dag i nánd við Ladysmith. Eins og skýrt var frá í síðasta Lögbergi þá urða Bretar undir í v ðskiftunum við Bú ana [>ann dagog létu all-n.arga menn. Versta útreið virðist hersveit ein, sem var undir stjórn forÍDgja nokkurs er Carlton heitir, hafa fengið, og er sagt, að af henni hafi fallið 60 og 240 orðið óvigir, en leyfarnar teknar til fanga. Baeirnir Mafeking og Kimberley um- Betnir af herliði Búanna. Um 6,000 hermenn sagðir að vera umhverfis Kimberley.— Kock hershöfðingi, næstur |>eim æðsta að völdum í her- liði Búanna, ssgður dauður, dó af sár- um sem hann fékk rétt eftir að ófrið- urinn hófst. White hershöfðingi á orustu við Búana rétt hjá Ladysmith og vinnur sigur; fréttir af J>essum bardaga ógreinilegar. 3. nóv. (föstud.).—Það er sagt, að Búarnir séu búnir að stallsetja all- margar fallbyssur í kringum Lady- smith og muni ætla að skjóta á bæinn innan skams. Bre'.ar eru að búa sig til að verja bæinn og búast við áhlaupi þá og þegar. Ibúarnir i Ladysmith eru sagðir burtflúnir í stórhópum. Búarnir eru að sögn í undirbúningi með að hertaka Durban, sem er helzti bærinn I Natal og stendur við sjó, og ætla með (jvíaÖ varna Bretum að koma hermönnum J>ar á land. Her- máladeild brezku stjórnarinnar gefur út skipan um að bæta all-mörgum herfylkingum við heraflann i Afríku. Buller yfir-hershöfðingi er enn I Cape Town, en er í undirbúningi með að senda liðsafla til að frels> Kimberley, Mafeking og Ladysmith. 4. nóv. (laugard.).—Bærinn Lady- smith er umsetinn af Búunum og brezka herliðið, sem par er, getur ekkert aöhafst annað en verja hendur sínar ef á það er ráðist. Bretar þar hafa lið miklu minna en Búarnir og treysta sér þar af leiðandi ekki til að fara út úr bænum og leg^ja til orustu. Búarnir eru búnir að koma herliði iun í bæinn Gaberones, I Beohuana- iandinu, og sömuleiðis í bæinn Coles- burg, í norðurhlutanum á Cape’ Colony. 6. nóv. (mánud.).—Fregn kemur Um það, að Bretar hafi átt orustu við Búana nálægt Ladysmith á föstudag- inn og borið hærra hlut í þeim við- skiftum. l>að er gizkað á, að herlið Búanna í kriogum Kimberley sé full 11,000 að tölu. 7. nóv. (þriðjud.).—Fregnir frá Suður Afriku segja, að 2,000 Búar hafi verið teknir til fanga á laugar- d»gicn. Bretar ætla að sögn að senda 10,000 hermenn innan skams til Suð- Hr Afriku, 1 viðbót við það lið, sem þar er nú fyrir og það sem er á leið- inni þaugað. Frjettir. CANADA. Sarr.bandsstjórnin hefur boðið brezku stjórninni að senda aðra her sveit til Suður Afrfku til að berjast undir merkjum Breta gegn Búunum. Brezka stjórnin hefur enn ekki svárað því, hvort hún þyggur boðið eða ekki. Maður að nafni Jobn Sarja er kærður fyrir að hafa myrt Lewis Ball- os f Dawson City, 2. júlí siðastliðinn. Dað er sagt að Sarja hafi meðgengið glæpinn og sagt fríviljuglega frá hvernig alt hafi ge' gið til þegar hann myrti manninn. Hann hefur nú ver- ið tekinn fastur og bíður í varðhaldi í Victoria, B. C., þar til mál hans verð- ur rannsakað. BANDAKÍHM. Robert C. AlexaDder, ritstjóri blaðsins New York Mail & Express, dó að heimili sínu í New York á laugardaginn var. Aðstoðar lögregluþjónn, llandall að nafui, var særður til ólifis í Albert Lea, Minn., á sunnudaginn var. Hann hafði verið sendur að sækja bóluveik- an dreng og átti að flytja hann á spft- ala, hvort sem aöstandendurnir vildu eða ekki. Faðir drengsins, C. B. WÍDg að nafDÍ, varð óður og æfur og ætlaði að kyrsetja drenginn. Lenti í bart út af þessu milli hans og lögregluþjónsins. Wing hafði járn- flein að vopni og lét haDn riða um höfuð mótstöðumanns sfns og gerði það svo rækilega, að það er búist við að lögregluþjónninn biði bana af áverkanum. Hinn 4. þ. m. sprakk þreskivél ar-gufuketill nálægt bænum Havana, N. D. Vélstjórinn og þrir menn aðrir biðu bana. 66 Kínverjar, s^m neitað hafði verið um iimgöngu i Bandarikin, tóku sig upp frá North Portal, Assa, og fóru suður yfir línuna inn i Norður Dakota hinn 1. þ. m. Peir voru taf- arlaust teknir fastir þegar þeir voru komnir inn f Bandarfkin og er sagt, að mál þeirra verði rannsakað i Grand Forks, N. D., áður langt liður. Hroðaleg dynamft-sprenging átti sér stað i verkstæðum púðurgerðar- félags nokkurs f bænum Ætna, Ind., á laugardaginn var. Tveir menn, sem voru að vinna i húsinu þar sem dynamítið var geymt, biðu bana. Maður nokkur, Phillips að nafni, sem er senator I rfkisþinginu í Mont- ana, var tekinn fastur f Malta, þar f rfkinu, fyrir skömmu sfðan, kærður fyrir að hafa stolið cálægt 2,000 fjár. Annar maður, sem Green heitir, var einnig tekinn fastur um sama leiti og er hann kærður fyrir að hafa verið með Mr. Phillips í sauðaþjófnaði þessum. ÚTLÖND. Flest öll klöðin á meginlandi Evrópu, að undanteknum blöðunum á ítalfu og, nú i seinni tfð, stjórnar- blöðunum þýzku, eru hlynt Trans- vaal-mönnum í hinum yfirstandandi ófriði þeirra við Breta. Eins og við er að búast ber allra mest á þessu á Hollandi, þar sem ættbræður Búanna eiga heima. Blöð Hollendinga flytja eina -öguna á fætur annari af sigur vinningum Búanna, þingmennirnir og aðrir mælskuskörungar halda lofræð- ur um hreysti og herkænsku þeirra, og alþýðan lætur sér sérlega ant um að þeir beri sigur úr bytum að lokum. Bantlaríkja kosning- arnar. Á þriðjudaginn var fóru fram rfkis-héraða- og bæja-kosnÍDgar f yms- um af rikjum Bandaríkjanna. Eftir þeim fréttum að dæma, sem þegar eru komnar af kosningunum, þá virðist repúblíkana-flokkurinn hafa orðið ofan á i viðskiftunum. Hann vann sem sé sigur í þeim ríkjunum sem mesta þyðingu hafa og sem meiga sín mest þegar til alrikismála kemur. Úrslitin, eftir því sem næst verður komist, eru þannig:—í New York rfkisþinginu hefur meiri hluti repú- bliksna-flokksins aukist úr 24 134. De- mókratar unnu samt sem áður sigur i borginni New York, eins og þeir oft- ast nær gera, en út um rikið fóru þeir halloka. Tammany hringurinn hafði unnið mjög eindregið að þvi, að yfir- buga Mazet þingmann, som sótti um endurkosningu, og tókst það líka. Mazet náði ekki kosningu og Tamm- any hringurinn, með Richard Croker i broddi fylkiogar, er fagnandi yfir óförum hans. í Ohio var Nash dómari (rep.) kosinn fyrir rfkisstjóra með 30—40,- 000 meirihluta atkvæða. Á móti honum sóttu þeir John R. McLeaD, nafnkunnur blaðamaður, undir merkj- um dcmókrata, og Mr. Jones, borgar- stjóri í Toledo, sem óháður. Repú- blikana flokkurinn hefur þar meiri hluta f báðum deildum þingsins. Dað, sem mestum tiðindum þyk’r sæta viðvíkjandi kosningunum f Ohio, er það, hversu mörg atkvæði hið óháða rikisstjóraefni fékk. Auðvitað lá það ekkert nærri að hann næði kosningu, en hann fékk samt yfir 100,000 at- kvæði af tæpum 900,000 og synir það miklu meira fylgi en menn út í frá bjuggust við að hann mundi hafa. í Maryland var John Walter Smith (dem.) kosisn fyrir ríkisstjóra með nálægt 10,000 atk æðamun. Demókratar unnu allmikinn sigur i því ríki og hafa að líkindum meiri- hluta í báðum deildum þingsins. í Nebraska varð Repúblíkana- flokkurinn undir. Demókratar og populistar slógu fér saman eins og fyrri og báru sigur úr bytum. I>eir unnu flestar héraðskosningarnar og hafa vafalaust mikinn meirihluta í þinginu. í Kentucky i >ðu repúblikanar ofan á. Mr. Y . Taylor (rep.) var kosinn rfkisstjóri með all-miklum meirihluta atkvæða, og það er álitið, að flest hin embættismannaefni re- publikana-flokksins hafi náð kosningu. í New Jersey unnu repúblikan- ar sömuleiðis sigur. Peir hafa, að sagt er, meirihluta i báðum þing- deildunum. í ríkjunum Virginia og Miss- issippi unnu demókratar stórkostleg- an sigur. í Virginia var kosningin einungis um rfkisþingmennina og voru flest öll þÍDgmannaefni demó- krata kosin. 1 Mississippi komu de- mókratar því nær öllum sínum em- bættismannaefnum að, með A. H. Longino i broddi fylkingar fyrir rik- isstjóra. — Fregnir af kosningunum í Pennsylvania eru enn nokkuð ógreini- legar, en eftir þvf sem séð verður þá hafa republikanar borið þar hærra hlut f viðskiftunum. Frí-kvöldskólar handa út- lendingiun í Winnipeg. Nokkrir malsmetandi, mentaðir útlcndingar hór í bænum liafu kom- ið því í hreyfingu, að útlendingum, sem komnir eru yfir vanalegan skóla-aldúr (segjum 16 ára aldur) og ekki hafa notið kenslu í alþýðu- skólunum, verði veitt, þeim að kostnaðarlausu, kensla á kvöldum í nauðsynlegustu námsgreinum svo sem ensku, reikningi, landafræði, sögu o. s. frv. í síðustu viku höfðu menn þessir fund með sór og var þar samþykt að biðja skólastjórn bæjarins um hlunnindi þessi fyrir útlendinga á næsta fundi hennar^ sem haldinn verður næsta þriðju- dagskveld, 14. þ. m.. Álíti skóla- stjórnin að hún ekki hafi vald til þessa, þá er hugmyndin.að fara þess á leit, að hún (skólastjórnin) biðji næsta fylkisþing um löggjöf er heim- ili slíka frískóla handa útlendingum. Á meðal manna þeirra, sem persónu- lega gangast fyrir máli þessu, er ein- ungis einn íslendingur, Mr. Thomas H. Johnson, og er hann einn af þremur, er kjörnir hafa verið til þess að bera fram rnálið og mæla með því á fundi skólastjórnarinnar. Vér eium hugmynd þessari hjartanlega samþykkir og þeim mönnum þakklátir sem að því starfa, að hún komist í framkvæmd. Hugs- um oss allan þann fjölda íslendinga, karla og kvenna, sem á þann hátt gætu notið mentunar þeirrar, sem öllum útlendingum í þessu landi er lífsnauðsynlegt en sem fjöldinn veröur, undir núverandi fyrirkomu- lagi, að fara á mis við. Fjöldi ís- lendinga eru svo vel undirbúnir þegar þeir koma frá íslandi, að kensla þessi, komist hún á, mundi verða þeim til ómetaulega mikils gagns jafnvel þó þeir gætu ekki notið hennar nenia um tiltölulega skamman tíma. þegar liin áminsta þriggja manna nefnd leggur mál þetta fyrir fund skólastjórnarinnar, þá er nauð- synlegt að geta um leið lagt fram sannanir fyrir því, að útlendingun- um yfirleitt sé þetta áhugamál og að þeir mundu sækja slíka frískóla ef þeir kæmust á fót. Vér erum þess fullvissir, að landar vorir vildu mikið til vinna, að mönnum þeim, sem af velvild til útlendinganna hafa tekið mál þetta að sér, hepnist að koma því í framkvæmd, og vér getum bent þeim á aðferð sem kost- ar þá tiltölulega mjög litla fyrirhöfn, en hefur mjög mikla þýðingu fyrir málið. Aðferðin er þessi: Allir íslendingar í Winnipeg, 16 ára gamlir og eldri, er hafa í hyggju að sækja frí-kvöldskóla þá sem hér er um að ræða, sendi nöfn sín inn á skrifstofu Lögbergs og skulum vér með mestu ánægju veita öllum slfkum nöfnum móttöku og afhenda þau nefndinni. Hér er auð- vitað átt við konur jafnt og karla, gift fólk og ógift. Öll nöfn verða að vera komin hingað á skrifstofuna fyrir klukkan 6 á þriðjudagskveld- ið, 14. þ. m., vegnaþess, að það kveld verður fundurinn haldinn eins og áður er skýrt frá. þetta, sem vér förum hér fram á, kostar engan rnann né konu neitt nema þá litlu fyrirhöfn að koma til vor nöfnum sínum, en sendi margir nöfn sín, þá getur slíkt auðveldlega orðið til þess, að frikensla fáist fyrir 'útlendinga í Winnipeg, og það ef til vill strax í vetur. n r —FUNDUR VERÐUR í • "•fm stúkunni „Fjallkonan14 & þriðjudagskvöldið I næstu viku (14. nóv.) og meðlimir beðnirað fjölmeun». K. Thokobikson, R S. Rétt nýkomnirjllO kassar af nýj- asta kjólaefni, í pils oi alklæðnaði, með öllum nýmóðins litum. T.íbreitt alfatnaðsefni, á 25c. og 30c., af öllum litum. 46 þumlunga breitt alfatnaðt- efni, um fjölda mirga liti að velja, 40 oent yardið. Skrautlegt glitvefnaðar-kjólaofni meö öllum nýmóðins litum á 25 c>nts yardið. Nýtt pilsattu, ‘Mantle klæði og Flannalettes af öllum tegundumi Carsley Co., 344- MAIN ST. Hvenær sem þér þurtlð >ð fá yður leírtau til mið- degisverðar eða kveldveröar, jeða þvotta- á*>öld í svefnherbergið yðar, eða vandað postulínstau, eða glertau, eðaýsilfurtau, eða lampa o. s. frv., þá leitið fyrir yður i búðinni okkar. Porter $c Co., 330 Main Strkkt. ♦♦♦♦♦♦♦♦>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ I TUCKETT’S IMYBTLE CÍIT Bragð-mikið ♦ | l Tuckett’s ♦ Þægilegt Orinoco ♦ --- X Bezta Virgínia Tobak. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦r~ T n r - STÚKAN ,,ÍSAFOLl)“ 1 , V s. . Nr. IO48, heldur fundi (jór.la (4.) þriðjud. hvers mdn. — Embættlsmcnn eru: C.K.—S. S’gurjonsson. 609 Ross ave, P.C. R. — S- Thorson, Cor Ellice og Voung. V.C.R.—Chr Breckman, 526 Ross ave, R-S—J- Einarsson.44 Winnipegave, F.S-—Stefan Sveinsson, jjj Ross ave, Treas.—Gisli Olafsson, 171 King str, T’hys-—Dr. O. Slephenscn.yó^ Rossavc. Allir uicðl. hafa íría Ia;kn<shj<flp. ;♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.