Lögberg - 23.11.1899, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.11.1899, Blaðsíða 4
4 LÖGJBERG, FIMMTUDAGINN 23. NOVEMBER 1S9P. LÖGBERG. Gefiö út að 309^2 F.lgin Ave.,WiNNiPKG,MAN sí The Lögberg Print’g & Publising Co’y (Incorporated May 27,1890) , Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. .iUGLÝSINGAR: Smá-anglýsingar í elttskiAi25c. fyrir 30 ord eda 1 þml. dólkslengdar, 75 cls nm mánudinn. A stærri auglýsingnm um lengri tíma, afsláttur efiir samníngi. BÚSTAD\-SKIFTI kanpenda verdnr ad tilkynna skAiflega óggetaum fyrverandibústadjafnfram Utanáskrlpttil afgreidslustofubladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. P. O.Box 1292 Winnlpeg,Man. Utanásk.'ip ttilritstjdrans er: Editor Lágberg, PO.Box 1292, Winnipeg, Man. __ samkvwmt landslðgum er uppsðgn kaupenda á >i.ididgild,nema bannsje skaldlaus, þegar hann seg rupp.—Efkaupandi.sem er í skuld við bladld flytu • inferium, án þesead tilkynna heimilaskiptin, þá er þad fyrir dóinstólunum álltin sýníleg sönnumfyrr jettvísumtilgangi. FIMMTUDAGINN, 23. NÓV. 1899. Greenway o« North.Paciíic- járnbrautin. Mótstöðumenn Greenway-stjórn- arinnar eru um þessar mundir að reyna að nota það sem vopn á hana, að Mr. Greenway hati ekki farist eins vel við Nortbcrn Pacific-járn- brautarfélagið eins og vera hefði átt, og að félagið muni hætta við að byggja fleiri brautir hér í fylkinu. fyrir bragðið, o. s. frv. Vér höfum ekki pláss til að fara út í sögu þessa máls í þetta sinn, en ieyfum oss að vekja athygli á nokkium atriðum í sambandi við það. þegar Mr.Greenway fékk North- ern Pacific-félagið til að koma hér inn í fylkið og gerast keppinautur Canada Pacific-járnbrautarfélagsins, þá ætluðu mótstöðumennn stjórnar- innar að rifna útaf því, að hún veitti félaginu $1,750 styrk á míluna og sögðu, að stjórnin hefði ekki sett félaginu nógu ströng skilyrði um lækkun á flutningsgjaldi. Nú eru sömu mennirnir augsýnilega búnir að uppgötva, að samningur Green- way-8tjórnarinnar við Northern l’acific-félagið hafi verið fylkinu til afar mikils hagnaðar, og vilja nú lata styrkja það með stórfé til að leggja tíeiri brautir hér án þess að setja því nokkur skilyrði um lækk- un á flutningsgjaldi. Og það er ekki nóg með að þessir mótstöðumenn hafi þannig algerlega steypt sér kollhnís í þessu máli, heldur eru þeir í sömu andránni að gaspra um, að stjórnin ætti ekki að styrkja neitt félag eða félög til að leggja járnbrautir, en ætti að byggja þær sjálf og fylkið að eiga þær. En Mr. Grecnway vill fylgja sömu stefnunni gagnvart Northern Paeific-félaginu og áður, svo að þeg- ar hann síðastliðinn vetur var að reyna að semja við forseta félagsins, Mr. Mellen, um að ' leggja fleiri brautir hér í fylkinu, þá bauð liann félaginu sama styrkinn og áður, nefnil. $1,750 á míluna, og fór um leið fram á lækkun á fiutnings- gjahli eftir braut þess suðaustur að Superior-vatni. Að þessu«skilyrði þóttist Mr. Mellen ekki geta gengið, og sagðist heldur skyldi bæta við brautir félagsins hér styrktarlaust, ef því væri leyft að leggja brautina ytír braut Canada Pacific-félagsins hjá Portage la Prairie. Mr. Green- way útvegaði þá Northern Pacific- f’élaginu þctta leyfi, og afleiðingin er sú að Northern Pac?fic-félagið hefur nú í sumar bætt um 100 míl- um við brautir sínar algerlega styrlc- laud, eirs og sést á bréfi Mr. Mell- ens, sem auglýst hefur verið í ensku blöðunum hér. þetta '*álíta albr skynsamir og sanngjarnir menn hagnað og sparnað fyrir fylkið, og eru Mr. Greenway þakklátir fyrir stefnu hans og staðfestu í samning- unum við félagið. En það lítur út fyrir að forseti félagsins og lögfræðingur þess hér hatí nú gert samtök við þinginanns- efni afturhaldsmanna hér í Mið- Winnipeg í þá átt að skaða Green- way-stjórnina með þe«su máli, og það er enginn vafi á, aö áformið er að féfletta fylkið stórkostlega fé- laginu í hag ef afturhaldsmenn kæmust til valda.-j-Vér vonum því að kjósendur láti ekki villa sér sjónir með þessu Northern Paáific- járnbrautarmáli fremur en með öðru rugli og ósannindum, sem aftar- haldsmenn nota um þessar mundir til að reyna að afla þingmanna-efn- um sínum atkvæða. Kosningarnar í Winnipeg. Eins og kunnugt er sækja sömu mennirnir um þingmensku fyrir öll þrjú Winnipeg-kjördæmin, sem að undanförnu hafa verið þingntenn bæjarins. Á því leikur mjög lítill vafi, að þeir allir verði endurkosnir með miklum atkvæðamun, enda væri það mjög mikill og tilfinnan- legur skaði fyrir Manitoba í heild sinni, og þá náttúrlega einkum og sérstaklega fyrir Winnipeg-bæ, ef þcir ekki skyldu ná kosningu. Fyrst og fremst er það hagur fyri hvaða kjördæmi sem er, að þingmaður þess sé fylgismaður stjórnarinnar,og þi má geta því nærri, hvort það ekki er enn þá meiri hagur að hann só meðlimur hennar. þingmannsefni stjórnarinnar í Suður-Winrdpeg er Mr. J. D. Cain- eron, dómsmálaráðherra fylkisins; mikill hætílegleikamaður og vin- sæll mjög. Gegn honum sækir, fyr- ir hönd afturhaldsflokksins, Mr. Hugh John Macdonald. þeim manni ætti að ver óþarfi að lýsa. Hann er mönnum alment kunnur af fram- komu hans í JVfanitoba-skólamálinu ; hvernig hann, á meðan hann var að komust til valda, sagðist greiða at- kvæði á móti stjórn þeirri, er hann fylgdi, ef til þes3 kæmi að reynt yrði að neyða Manitoba-menn með þvingunarlögum; hvernig menn þá glæptust á að trúa honum ; hvernig hann sveik það loforð sitt og reyndi til þess, undir merkjum Sir Charles Tuppers, að svifta Manitoba-fylki sjálfræði þess. Islendingum er Mr. Macdonald sérstaklega kunnugur af hinum ómannlegu og ófyrirgefan- legu árásum hans gegn þeim og öðr- um útlendum’þjóðflokkum í fylkinu. Nái hann kosningu og fylgismenn hans, þá á hann eftir að kynnast Islendingum enn þá betur; þá á hann eftir að búa svo um hnútana, að þó hann geri eitthvaðþað,sem ekki fellur sem bezt í smekk íslendinga, þá greiða þeir ekki atkvæði sín á móti honum frainvegis, því þá hafa þeir mist kosningarrétt sinn. í Mið-Winnipeg er D. H. Mc- Millan.ofursti, þingmannsefni stjórn- arinnar. Hann er fjármálaráðgjatí fylkisins, allra rnanna vinsælastur og orðlagður fyrir dugnað og dreng- lyndi, bæði sem stjórnmálamaður og prívatmaður. Engir menn, hvaða pólitískum flokki sem þeir tilheyra, hafa nokkurn tíma leyft sér það að bera á hann sakir í öll þau ár sem hann hefur verið meðlimur stjórnar- innar og haft á hendi það vanda- sama starf að vera fjármálaráðgjafi. Engir menn hafa sýnt íslendingum hér í Manitoba jafn mikla viður- kenningu og velvild eins og þeir Mr. McMillan og Mr. Greenway. Gegn Mr. McMillan sækir fylg- ismaður Mr. Macdonalds, Mr. Alfred J. Andrews. Hann tilheyrir flokki afturhaldsmanna og er að sjálfsögðu einn í tölu þeirra, 4wm Mr. Macdon- ald segir að hafi lofað fylgi sínu til þess að koma nýju greininni inn í nœstu kosningalög. Hann hefur verið bæjarstjóri hér í Winnipeg í síðastliðin 2 ár og komið sér fremur vel í þeirri stöðu; þó hefði hann ekki náð kosningu sem bæjarstjóri ef menn þeir, sem sóttu gegn honum, hefðu ekki verið kjósendum sérstak- lega ógeðfeldir. Afturhaldsmenn hafa aldrei við neinar kosningar gert sér hinar minstu vonir um það að láta Mr. McMillan biða ósigur fyr en nú ; nú er oss sagt, að þeir geri sér fremur góðar vonir, vegna þess, að verka- mennirnir í vesturhluta bæjar- ins muni halda að þeir séu að endur- kjósa * Audrews fyrir bæjarstjóra, einku n vegna þess að kosningarnar fari fram á þeim tíma árs, sem bæj- arstjóra-kosningar fari vanalega fram á. Mun hér sérstaklega vera átt við íslendinga, og er vonandi að þeir þakki fyrir heiðurinn. í Norður- Winnipeg sækir fyr- verandi þingmaður þar, Mr. P. C. Mclntyre. Hann er fylgismaður Greenway- stjórnarinnar, vinsæll maður og einn í tölu heiðarlegustu og virðiugarverðustu borgara Winnipeg-bæjar. Gegn honum sækir, úr flc.kki afturhaldsmanna, dr. Neilson nokk- ur. Hann er mjög litið þektur sem læknir, en þó minna sem stjórnmála- maður. Komist Mr. Macdonald til valda, þá er enginn minsti vafi á því, að Neilson þessi greiðir atkvæði með nýju greiniuni. Vér efurnst ekki um það, að þeir Mr. J. 1). Cameron, Mr. D. H. McMillan og Mr.’P. C. Mclntyre ná allir kosningu. Vór efumst ekki um það, að hver einasti íslendingur finnur hjá sér helga skyldu til þess að greiða atkvæði á móti Mr. Mac- donald og öllum hans mönnum ■ finnur hjá sér helga skyldu til þess að verja sig og þjóðflokk sinn gegn þeirri óþolandi auðmýkingu sem yf- ir vofir. Jafnvel íslendingar, sem afturhaldsflokkurinn hefur keypt fyrir ærna peninga og notaðir eru eins og tálfuglar til þess að ginna sem flesta í snöruna, munu, þegar til alvörunnar kemur, ekki sjálfir grciða atkvæði með’ neinum þeim manni, sem um þingmensku sækir undir merkjum Mr. Macdonalds og afturhaldsflokksins. þingmannsefni afturhaldsmanna í St. Andrews & Kildonan, dr.Grain, er dæmalaust hróðugur yfir því, að hann hafi látið Mr. Macdonald lýsa yfir því í heyranda hljóði á fundi í Selkirk, að hann hafi aldrei sagt það, að ef hann kæmist til valda, þá ætlaði hann sér að svifta íslendinga atkvæðisrétti. Satt er það, að Mr. Macdonald nefndi ekki íslendinga sérstaklega á nafn, en hann gerði það, sem þýddi bókstaflega hið sama. Hann sagðist svifta alla þá atkvæð- isrétti sem ekki gætu skrifað ensku og ekki lesið stjórnarskrá Manitoba- fylkis á ensku, og í því númeri eru eðlilega, því miður.margir íslending- ar. bæði í Selkirk og annars staðar. Gimli-kjördæmið. Nú eiga almennar fylkiskosn- ingar að fara fram í Manitoba hinn 7. n. m. Að öllum líkindum hafa aldrei jafn mörg íslenzk nöfn staðið á kjörskrám fylkisins eins og nú; og víst er það, að aldrei áður í sögu fylkisins höfum vér átt því að fagna, að hafa nærri því al-íslenzkt kjör- dæmi. Gimli-kjördæmi má lieita al-íslenzkt, enda gengur það undir íslenzku nafni. Gimli-kjördæmi er að svo miklu leyti al-íslenzkt, að það er algerlega á valdi íslendinga, sem í því búa, hvaða maður nær kosningu. Og ekkert getur verið eðlilegra, betur viðeigandi nó á- nægjulegra fyrir kjósendurna, þegar þeir í fyrsta sinni senda mann á þing, heldur en það, uð senda Mr. Sigtrygg Jónasson. Hann er sá maður, sem fyrstur manna starfaði að innflutningi íslendinga til Mani- toba; hann er sá, sem aðallega starfaði að því að grundvalla Gimli- bygðina á vesturströnd Winnipeg- vatns; hann er sá, sem öllum öðrum fremur hefur, á öllum tímum, borið framfarir og framtíð Gimli-bygðar fyrir brjóstinu, og hann er sá, sem framvegis er manna líklegastur til þess að koma meiru og fleiru til leið- ar fyrir kjördæmið heldur en nokk- ur annar maður. þetta vitum vór að íslendingar yfirleitt kannast há- tíðlega við, hvaða pólitískum fiokki sem þeir tilheyra. og 3ýna það í verkinu þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kemur. Vér áttum kollgát una. Nér höfum áður getið þess til í blaði voru, að þegar að kosningun- um drægi, þá mundu þeir, ef þing- mannaefnum úr flokki afturhalds- manna, sem upp á fylgi og atkvæði útlendinganna eru komnir, reyna til þess að telja mönnum trú um það, að f árás Mr. Macdonalds gegn úllendingunum hafi hann einungis átt við Galicíumenn og Doukhobors, en alls ekki við íslendinga nó neina þá aðra útlendinga, er atkvæðisrétt hafa við kosningar þær, sem nú fara í höud. Lögbergi hefúr aldrei verið um neitt jafn ant eins og það, að íslend- ingar láti ekki fara illa með sig við kosningar þessar. Lögbcrg hefur 228 Hef ég ekkert vald? Látum kann sverja!“ Gg um leið gaf hún prestinum bjóðandi teikn um að hlýða. JDá var komið með hina helgu mynd til Dem- etri’s; hann hörfaði frá henni, eins og pað mundi verða bráður bani hans að snerta hana. „í nafni almáttugs guðs, svo framarlega sem þú væntir þér miskunnar hans; í nafni drottins vors og frelsara, svo framarlega sem pú biður hann meðaumk- unar með þér; í nafni hins blessaða heilaga anda, hvers orð er sannleikur; við hina helgu mey, cg við vorn heilaga dýrling—byrjaði gamli presturinn eiðspjallið. Eq Demetri hrópaði með bárri röddu: „Farið burt með hana, farið burt með myndina. Ég vil ekki vinna eiðinn.“ „Látum hann sverja“, sagði Phroso, og nú end- urtók öll þyrpingin skipun hennar með grimmilegum ákafa. } „Látum hann sverja, að hann skuli segja allan sannleikann um það, sem hann veit, og draga ckkert undan, samkvæmt eiðspjallinu“, sagði presturinn og hélt áfram að þylja upp úr hai dbók sinni. „Hann skal ekki sverja eiðinn“, hrópaði Con- stantine og stökk á fætur. En hann var að tala í dauf eyru, og ávann sér ekki annað en nýfæddan grun. „t»að er siður bér á eynni“, sagði fólkið í urr- andi róm. „t»etta hefur verið gert á Neopalia í ó- muria tlð“. „Já“, sagðí presturinn, „1 ómuna tíj hefur 237 XII. KAPÍTULl. LÖG OG RKGLA. Loksins virtist lukkuhjólið hafa snúist mér í vil, snúningar þess hafa borið hamingju mlna upp á efri brúnina. Dví það, að Francesca hvíldi þarna með höfuðið í kjöltu Panayiotu, var sterk sönnun fyrir að sagan, sam neydd hafði verið út úr Damitri með eiðnum, var sönn, og orð hans, „sjáið!“, voru nú ó- nauðsynleg til þess að vitnisburður hans væri tekinn gildur. Af vörum kvennfólksins heyrðist lág með- aumkunar-suða, en af vörum karlmannanna kom reiðiþrungið urr, sem sýndi, þótt þeir reyndu að dylja það, hinar sáru tilfinningar sem vöknðu í brjóst- um þeirra út af því, hvíllk hætta hinoi varnarlausu konu hafði verið búin og hún að eins umflúið. Frelsun hennar hlaut að hafa frelsun mlna I för með sér: því þetta hafði eyðileggingu manns hennar, fjandmanns míns, I för með sér. Kortes og annar maður til drógu Oonstantir.e Stefanopoulos með sér, þaugað til hann var einungis nokkur fet frá konu sinni; enginn lagði honum lið eða þyktist út af hinum ómjúku átðkum, sem hann varð fyrir hjá Kortes. Og einmitt á meðan Con- stantire stóð þarna andspænis binni sofandi konu 232 % sáum við þá að Kortes kom út úr fangahúsinu, og kom konan út á eftir honum. Við vorum nú ein- ungis 50 fet frá þeim, og þar eð vindurinn stóð frá þeim yfir til okkar, þá heyrði ér hvað þau töluðu“. „Þetta skeði alveg eins og hann segir“, greip Kortes fram I með hátlðlegri röddu. „Ég lofaði að halda þessu leyndu, en nú állt ég skyldu mína að skýra frá öllu, sem óg veit um þett’a mál“. „ ,Ég má til að fara til lafði Euphrosyne*, sagði hún við Kortes“, hólt Demetri áfram. ,, ,Ég verð fyrir alla muni að segja henni nokkuð, sem ég veit‘. Kortes sagði þá: ,Lafði Euphrosyne heldur til 1 húsi prestsins. Dað er tlunda húsið til vinstri handar þegar þér gangið upp hæðinab Hún þakkaði Kortes fyrir sig, en síðan fór hann inn I fangahúsið og við sáum hann ekki framar. Konan gekk hægt og hræðslulega upp strætið; Constantine lávarður hló ofur lágt, þar sem hann kraup við hlið mér, og sneri silkiklút saman milli handanna. Dað var enginn á ferli á strætinu nema lávarðurinn, konan og óg. Og þegar hún gekk fram hjá okkur, stökk lávarðurinn á hana og sneri klútinn yfir munn hennar áður en hún gat hljóðað upp. Sfðan lyftum við henni upp og bárum hana hratt niður eftir strætinu; við komum hingað, að húsi Vlacho’s; hurðin var opin, því Vlacho var farinn út; eng’nn vissi ennþá, að hann mundi rldrei koma hingað lifandi. Við bárum konuna hratt I gegnum húsið, hingað sem við nú stöndum, og lögðum hana á jörðina; Constantine batt hendut

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.