Lögberg - 23.11.1899, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.11.1899, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. NOVEMBER 1899 lagt fram fyrir lesendur sína, eins ljóst og greinilega og eins satt og samvizkusamlega eins og þa<5 hefur haft vit á, liVernig Mr. Macdonald hefur hvað eftir annað sagst ætla sér að fara með þá ef hann kæmist til valda. Lögberg hefur skorað á afturhaldsmenn að hrekja eitt orð af því, sem það hefur sagt í þessu máli, en enginn hefur orðið til þess að reyna slíkt. það verður þægilegt fyrir Mr. Macdonald ef hann kemst til valda, að geta sýnt fram á það á þingi, að Islendingar hati greitt atkvæði með því að þeir væri með lögum sviftir borgaralegum réttindum. Fari svo, þá sjá fslendingar eftir því að hafa látið útsendara Macdonalds draga sig á tálar.—En þá er alt um se inan þingmannaefni afturhaldsmanna hér í Winnipeg, Mr. Macdonald, Mr. Andrews og dr. Neilson, segja nú, að einu útlendingarnir, sem nokk- urn tíma hafi komið til orða að láta ekki hafa atkvæðisrétt, ef þeir gætu ekki lesið og skrifað ensku, séu Galicíumenn og Doukhobors. Að slíkt hafi nokkurn tíma átt að ganga út yfir íslendinga hafi hvergi komið til orða nema í blöðum frjáls- lynda flokksins. Ósvífnari ósann- indi er allsendis ómögulegt að hugsa sér. þau eru svo ósvífin, að íslend- ingar ættu sannarlega að sjá í gegn um þau. Lögberg til dæmis hefur í þessu máli bygt allar sínar staðhæfingar á orðum Mr. Macdon- alds sjálfs eins og þau hafa birst í hans eigin aðal blaði. Vér höfum birt orðrótt það sem hann hefur sagt og engum hans manni hefur komið til hugar, að því er séð verð- ur, að mótmæla slíku. það sem Mr. Macdonald hefur sjálfur sagt um útlendingana er að- al málið, en ekki það sem frjáls- lyndu blöðin hafa sagt. Hver ein- asti íslendingur, sem er sannur ís- lendingur og hugsandi maður, þarf ekkert annað en að lesa það, 3em Mr. Macdonald hefur sagt um út- lendingana, til þess að greiða at- kvæði á móti honum og öllum hans mönnum. „Ég læt bæta nýrri grein inn í næstu kosningalög sem útiloka sérhvern þann mann er ekki getur skrifað ensku og sem jekki getur lesið stjórnarskrá Manitoba-fylkis á ensku“. þetta er orðrétt útlegging af því, sem Mr. Macdonald sagði á fjöl- inennum fundi í Neepawa. „Afkomendur Engilsaxa una því ekki að láta hjarðir óupp- lýstra útlendinga bera sig ofur- liða í landsmálum". þctta cr rétt útlegging af orðum Mr. Macdonalds. Mr. Macdonald hefur hvað eftir annað lýst yfir því, að í sviftingu atkvæðisréttarins kæmi sér ekki til hugar að gera einum þjóðflokki öðrum hærra undir höfði; hið sama yrði látið yfir alla ganga. Sér væri það full alvara að halda þessu máli til streitu, enda hefðu þingmanna- efni afturhaldsttokksins lofað að fylgja sér í því, og það væri stöðugt að verða vinsælla og vinsælla á með- al enskumælandi manna. því til sönnunar, hvort Mr.Mac- donald er ekki staðráðinn í því að taka atkvæðisróttinn af útlending- unum, ef hann kemst til valda, má geta þess, að all-margir hinna fáu Islendinga hér í bænum, sem aftur- haldsflokknum fylgja, hafa nú þegar sannfærst um það (hvernig sem slíkt hefur atvikast?) þótt næsta ótrúlegt megi virðast, að það sé hið eina rétta að láta að eins þá íslendínga hafa atkvæðisrétt, sem geta skrifað og lesið enska tungu. það getur hæglega farið svo, að það só undir atkvæðum íslendinga við þessar kosningar komið, hvort þeir greiða nokkurn tíma atkvæði framar við kosningar í Manitoba. í sögu þjóðar vorrar á íslandi er aldamóta-áranna vanalega minst sem sérstakra harðinda- og neyðar- ára. Komist Mr. Macdonald til vakla og vór íslendingar verðum. sviftir því frelsi og þeim réttindum, sem fylki þetta, undir stjórn Mr. Greenway’s, hefur veitt oss.þá verða aldamót þau, sem nú eru að ganga í garð, raunalegustu og eftirminni- legustu aldamótin í sögu hinnar (s- lenzku þjóðar. Sjálfskaparvítin eru verst: og það eru sjálfskaparvíti út- lendinganna í Manitoba ef Mr. Mac- donald kemst til valda. þakklæti. Herra ritstjóri Lögbergs. Leyfið mér, I gegnum yðar heiðr- aða blað, að opipbera þakklæti mitt til fél8gsins Independent Order of Odd Fellows fyrir pess góðu skil á peim $100 00 sjúkrastyrk, sem maður- inn minn sál., Jörgen Jónsson, hafði í pví félagi.—Einnig votta ég moð- limum þess félags í Loyal Geysir Lodge mitt innilegasta þakklæti fyrir hluttöku peirra I veikindunum og við greftrun mannsins míns sál. GuðnV- Jónsson, 612 Ross ave., Winnipeg. Dánarfreífnir. Hinn 5. p. m. dó íslendingur, Gísli Halldórsson að nafni, á sjúkra- húsiou f St. Boniface.—Glsli pessi kom frá íslandi siðastliðið sumar; var par sf^ast til heimilis á Hjaltastöðum í Sk»gHfirði. Hann var, pegar hann kom að keiman, yfirkominn af margs- konar sjúkdómum, par á meðal sulla- veiki, sem leiddi hann til bana. Hann lifði pví lengst af pjáningalffi pennan tfma er hann var í pessu landi, ýmist á sjúkrahúsum eða hjá góðfúsum ís- lendingum bæöi i Selkvrk, par sem hann dvaldi fyrst eftir að hann kom, og í Winnipeg.—Gfsli pessi var víst mikið gáfaður maður og óvenjulega bókfróður, eftir pvf sem gerist með menn með hans tækifærum. Hann var vel skáldmæltur og annars sér- lega ritfær. Eftir hann liggja all- mörg rit, f bundnu og óbundnu máli sem hann hafði skrifað niður í tfmarits snið með miklum myndarskap.—Gfsli sál var jarðaður í Brookside grafreitn- um hér og hélt síra Jón Bjarnason yfir honum ræðu í kirkju 1. lúterska safnaðaiins hér 1 bænum.— („ísafold“ er beðin að geta um þetta daursfall). Itlrs. Wimlow’i Soothina Syrup er gamalt og vel reynt húsmeðal, sem yflr 50 ár hefur veriö brúkað af miljónum mæðra handa börnum þeirra um tann tökutímann, Það huggar barnið, mýkir tannholdið, eyðir bólgunni, dregur úr sár- indunum, læknar búkhlaup, er þægilegt á bragðið, og er bezta meðal við niður- urganvi. Fæst á öllum lyfjabúðum heims- ins. Verð 25c flaskan. Biðjið um Mrs. Winslow’s Soothing Syrup, mæður munu reyna, að i>að er bezta barnameðalið um tanntökutimann. Keidiii Iryfi til ad liöifTa akóir á landi þvi í itlanitoba er til- hckrir saiubundssf jótiiiiini. T OKUÐ TILBOÐ, stfluð til undir- •Lt ritaðs og auðkend á umslagsnu með: “Tender for Timber Birth No. 689 ‘, sem opnuð verða pann 30 nóv- embermánaðar 1899, verða meðtekin á skrifstofu pessarar Btjórnardeik'ar þar til á hádegi á fimtudaginn þanu 30. nóvember 1899, um að fá lcyfi til að höggva skóg á „Birth No. 689“, á tiltekn'.m ferhyrningsmflna fjölda, er valið sé í mesta lagi á premur stöðum á austurströndinni á Winnipeg-vatni milli Black River og Winnipeg River í Manitoba-fylki. Lengd hverrar spildu fyrir sig sé ekki meiri en þris- var sinnum bjeidd henuar. Upplýsingar um reglur pær, sem farið er eftir við veitingu slíks leyfis, fást á skrifstofu pessarar stjórnar deildar og sömuleiðis hjá Crown Timber umboðsmanni í Winnipeg. Með hverju tilboði verður að fylgja banka ávísan á einhvern löggiltan bauka, ávfsan cr sé útborganleg til Deputy Min'ster of the lnterior og sampykt af bankauum sem hún er sttluð til, og sem tiltaki pá upphæð er umsækjandi reiðubúinn að borga fyrir leyfið. Tilboðum með hraðskeyti verður alls enginn gaumur gefinn. J«N R. HALL, Ritari. Department of the lnterior, Ottawa, Nov. 10, 1899. Ovansilega gott boð. Ef pér viljið gerast kaupendur Lögburgs og sendið $2 með pöntun- inni, pá getið þér fengið, fyrir þá litlu upphæð: hálfan yfirstandundi ár- gang (frá byrjun söguunar „Phroso1*), allan næsta árgang—sem byrjar 1. janúar 1900—og einhverja söguna f bókasHÍDÍ Lögbergs: í’okulýðinn, í Leiðslu, Rauða demanta, eða Hvítu- hersveitina. þac3 er meira til af Catharrh í þessam hlutaland- sins en aT öllum Oorum sjnkdómuin til samans, eg þad var hangad til fyrir fáum árum aídan, álitio ó- læknandi. í fj’ilda mörg ár álitn lœknarnir þac) vera yflrgrips eitlaveiki og rádh'gdu ýma lítt nýt modöl, og þar sem hetm upp Jiítur og aftur mistókst ad lækna hana, þá fór fólk brádum ad ál ta hana ó- læknandi. Vi6indin nú sannad, ad Catarrh er vejki sem gagntðkur likamann og hjirf þess vegna medal sem einhver veigur er í. Halls Catarrh Cure sem er búid iþl af J. F. uheney & Co., Toledo. Ohio. er hid eina medal af þessu tagi á markadnum þad er .nn- tukumedal og er teki^ í skömtum .frá 10 dropnm til teskeidar ad stœrd. þeir bjóda eitt hnndmd dolhini fArir livert þad tllfellí sem þeim tekst ekki ad lækna Sendid eftir upplýsingum og vitnisburdum. F J Cheney k Co, Toledo, O. Selt í lyfjabúdum fyrir 75c Halla Family Pills eru þær bcztu- Ég hef tekið að mér að selja ALEXANDRA CREAM SEPARATORS, óska eftir að sem flestir vildu gefa mér tækifæri.Einnig sel ég „Money Maker“ Prjónavélar. G. Sveinsson. 195 Princess St. Winnipeg Islenzkur úrsmiður. Þórðnr Jnnsson, úrsmiður, selur alls Ruiiii 1 gollstáss, smiðar hringa gerir við úr op klukkur o.s.frv. Verk vandað og verð sanngjarnt* 280 nXa.ln tsrto,—Winnipp.g. Audspœnlr Mauitoba Hotel-rústunum. EFTIRTEKTAVERD AUGLYSING. nú sci ég hesta-aktygi og uxa-aktygi °e! tygjuin viðvikjanki, ódýrara en Dokkru sinni áður. Ég legg áherzlu á pað að leysa verk mitt vel af hendi. Ö l ak- tygi mín eru handsaumuð og úr vönduðu efni. Ér hef allskonar kistur og handtöskur, alt mjög ódýrt. Komið og sjáið hvað ég hef og hvað ódýrt ég scl éður en pér kaupið annarsstaðar. Ég panta prjónaié'ar og sel pær á $8.00. Prjónavélar míoar eru nú brúkaðar víða hér í Sel- kirk og reynast ágretlega. S. Thompson, 8ELKIRK, MAN. Næstu dyr við'Lisgar Houso. Til Islendingii vcstan Manitoba-vatns. Vér leyfum oss hér með allra vin- samlegast að benda yður á pað, að vér höfum keypt úra-verzlun Mr. F. W. Vickers, í bænum Gladstone, og höfum á boðstólum allskonar gull- stáss, svo sem úr, klukkur, gullhringa, silfurvöru o. s. frv. Allar vörur þessar seljum vér með óvanalega lágu verði. Vér vonum að pér verzlið við oss pegar þér komið til bæjarins. Virðingarfyllst, Tfle Cladstoije Jewelry Co. J. B. Thorlkifson, Mansger. OF LÍTID PLÁSS! í stað pess að verzla í tveim búðum eins og að undanförnu, höf- um við nú tlutt allan okk ir varning f aðra búðina—pá syðri— 578 Main Str. En plássið er of lítið fyrir vörurnar sem við höfum, og mikið af jóla varningi á leiðinni að austan. Þess vegna höfum við afráðið að selja með stórkostlegum afslætti, 25,000 dollara virði af varningi, frá pvi nú og fram að næstu áramótum. Eftirfylgjandi vörur verða seldar:—Karlmanna og drengjaföt, og yfirhafnir, húfur, vetlingar, nærföt, sokkar, (lókaskór, kjólatau, lérept, (lannelettes, kvenn-jakk- ar, rúu föt, kistur, töskur o s. frv. Héc gefst gott tækifæri til að spara peninga, látið pað ekki sleppa. Mr. C. B. Júlfus er æfinlega við hendina að sinna yður. RODCERS BROS. & 00. 587 MAIN STR. „cheapside^. 233 bennar og fætur, svo hún lægi kyr; hann hafði þegar bundið fyrir munn hennar. Að pví búnu fór Con- stantine með mig ofurlítið afsíðis, tók fimm gullpen- inga upp úr buddu sinni, horfði í augu mér og sagði: ,Er petta nóg?‘ Ég skildi hvað hann átti við og sagði: ,já, pað er nóg, lávarður minn'; pá tók hann 1 hönd mína, prýati peningunum í hana og fór sfna leið, án pess að koma aftur nærri konunni. En ég lét hina fimm gullpeninga í buddu mina, dró hníf minn úr skeiðum, gekk yfir þangað sem konan lá, stóð par kyr í nokkur augnablik og athugaði hvar bezt mundi að stÍDga hana til bana. t>að var bundið fyrir munn hennar og hún bundin á höndum og fót- um, svo hún lá þarna þegjandi og hreifingarlaus. En pað var heiðríkt loft og stjörnuljós, svo ég sá að augu hennar horfðu stöðugt I augu mín. Ég stóð parna yfir henni um stund, með hnífinn í hendinni; svo kraup ég á kné við hlið hennar, í þvl skyni að stinga hana. En augu hcnnar brendu sig inn í hjarta mitt, og alt í einu virtist mér að ég heyra Satan við hliðina á mér, ýskrandi af hlátri, og að hann hvísla að mér: ,Stingdu har.a, Demetri, stingdu! Ert pú ekki glataður fyrir löngu, hvort sem er? Stingdu hanafl Og óg porði hvorki að lfta til hægri né vinstri, þvi ég fann að djöfullinn var við hliðina á mór. Ég lét pvi augun aftur og greip fast utan um skaftið á hnifi minum; en augu konunnar drógu augu min op- in aftur, pótt ég reyndi til af öllum mætti að halda þeim lokuðum, Svo fanst mér að uiargir árar v»ri 236 en enginn opnaði hana að innan. Phroso benti Kort- es að koma og opna hurðina, og varð hann að neyta orku sinnar til pess, pvi henni hafði verið lokað á einhvern hátt að inuan. Kortes fór sem snöggvast inn 1 húsið, en kom síðan út aftur og gerði teikn með hendinni. Við þyrptumst í kringum dyrnar, og var ég einn af peim sem næstur peim var. I>ar mætti manni einkennileg sjón. t>ví á gólfinu sat þrifleg stúlka og hallaðist upp að einum kofa-veggnum; augu stúlkunnar voru aftur, varirnar opnar og hún andaði pungt og reglulega; Panayiota hafði vakað flý£Kfle£a aAa nóttina, en svaf nú á verðinum. En hún hafði ekki svikist um að gæta skyldu sinnar; þvi í kjöltu hennar hvíldi höfuð konunnar, sem Demetri hafði ekki haft hjarta til að drepa; böndin, sem hún hafði verið bundin með, Rgu á gólfinu við hlið henn- ar; konan var mjög föl og það voru dökkir hringir 1 kringum augu honnar, en hún haföi verið orðin al- gerlega yfirkomin af preytu og áhyggjum, svo hún svaf nú eins og steinn. Við stóðum parna um hriö og horfðum á þessa einkennilgu sjón — pað var eins og bjartur friðargeisli brytist hér gegnum hin diu.mu reiðiský. „t>ey!“ sagði Phroso mjög mjúklega, gekk að hinni sofandi konu, kraup á kné hjá henni og kysti konu Constantine’s bliðlega á ennið. „Guði sé lof!“ sagði Phroso lágt og kysti hana aftur. 229 mönnurn verið heimilt að heimta penuau eið *f hverj* um helzt sem þeir höfðu grunaðan. VÍDdu eiðinD, Demetri, eins og lafði Euphrosyne skipar pér, og eins og lög vor bjóða“. Og svo las hann upp pað sem eftir var af eiðnum. Demetri leit í kringum sig, til hægri og til vinstri, og svo aftur til hægri. Hann var að hugra um að koma-t burt, en pað var enginn vegur til að sleppa, þvíáalla vegu var leiðin varin honum. Hand- leggir hans féllu afllausir niður með siðunum. „Verð ég látinn fara mína leið ómeiddur ef ég segi sanuleikann ?■• spurði Demetri ólundarlega. „Já,“ sagði Phroso, „ef pú segir sannleikanu af- dráttarlaust, pá skalt pú sleppa ómeiddar að öliu leyti“. Allir komust nú i ákafa geðshræringu; því De- metri vann eiðinn, og Constantine horfði á hanu ná- fölur og áhyggjufullur. Svo varð algerð þögn í nokkur augnablik, en strax á eftir laust upp undr- unar ópum, pvi Demetri sagði: „Fylgið mér eftir“, sneri sér síðan við f áttina til þorpsins, reiðubúinn að leggja af stað pangað- „Fylgið mér eftir“, end- urtók hann; „ég skal scgja sannlcikann. Ég hef pjónað lávarði mínum dyggilega, en sálin er manns eigin eign. Enginn herra kaupir sál manns. Ég skal segja sannleikann.“ Breytingin á tilfinningum fólksins sý di sig 1 pví sem nú skeði. Samkvœmt bendingu frá prest- mum tók Kortes og auuar maður siun undir hvorn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.