Lögberg - 20.06.1901, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.06.1901, Blaðsíða 1
J%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^ Grarð sláttuvólar. Garð-rólur. Garð-vatuspípur. Garðverkfæri — allskonar. Anderson & Thomas, £ 638 Nain Str. Mardwaro. Telephone 339. 4 k%%%%%%%%^ %%%%%%%%%%%%%%%%%% Siní'ðatól- — %%%-£ Góður smiður þekkir góð verkfæri þeg- ar hann sér þau. Við höfum slik verk- færi og hefðum ánægju af að sýna smiðum þau. Verðið er lágt. Anderson & Thomas, 638 Main Str. Hardvvare. Telephone 339. é Serki: svartnr Yale-lás. ^ %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%,» i 14. AR. Winnipeg, Man., flmtudaginn 20. júní 1901. NR. 24. r Frettir. C.tNADA. Sambandsstjórnin í Ottawa hefur á- kveðið að afnema gjald fyrir skoðun á nautgripum, sem fluttir eru út úr höfn- um í Canada til Evrópu. Mál Bioletti’s, þess er sakaður var um að hafa drepið mág sinn,David Karr nálægt Innisfail í Alberta, hefur nú ver- ið rannsakað í Calgary og Bioletti sýkn- aður.___________________________ Sambandsþing Canada á að koma saman á sérstakan fund í Ottawa á með- an hertoginn af York (krónþrinzinn) verður hér í haust. Fyrrum forsætisráðgjafi í Ontario- fylki, Hardy, lézt síðastl. flmtudag. Vínbannslög þau, er síðasta þing Prince Edwards-eyjar samþykti, gengu i gildi snemma í þessum mánuði, en þrátt fyrir það kváðu a'.lar drykkjustof- urnar í Charlottetown—höfuðstað fylk- isins—vera galopnar og selja áfengi eftir sem áður. Það lítur því út fyrir að vín- bannSlögin ætli að verða dauður bók- stafur í Charlottetown að minsta kosti, enda mun meirihluti borgarbúa þeim andvígur. ____________ BANDARÍKIN. Mr. Pingree, sem fyrir skömmu var ríkisstjóri i Michigan, og sem var nafn- kendur fyrir umbóta-hugmyndir sínar og starf, er nýlátinn. Maður að nafni August Heinze hef- ur að undanförnu átt í máli við kopar- náma samsteypu-félagið i Bandarikjun- um útaf koparnámu, sem metin er á 10 luiljónir doll., og hafa dómstólarnir í Montana nú dæmt Heinze námuna. Indiana-flokkur nokkur í Alaska lief- ur nýega sagt hvítum mðnnum stríð á hendur. ____________________ Það hefur komist upp, að fólag á sér stað á Philippine-eyjunum, sem hefur íyrir aðal augnamið sitt að fremja morð eftir yfirlðgðu ráði. Bærinn Greenville, í Suður-Carolina- ríkinu, brann þvínær til kaldra kola um miðja vlkuna sem leið. Eignatjón um 1 milj. doll. og margt fólk húsvilt. Yflrlýsing McKinley’s. í sfSasta númeri blaðs vors gkýrðum vér frá, að forseti Banda- rfkjanna, Mr. McKinley, hefði lýst ytír, aö hann tæki ekki tilnefningu í þriðja sinn sem forsetaefni re- publikana-flokksins, þó honum væri bofiin tilnefnÍDgin þegar hið núver- andi kjörtimabil væri útrunnið (haustið 1904). Eins og kunnugt er, hefur hag- ur Bandaríkjanna aldrei verið jafn- blómlegur sem undir stjórn republ- ikana síðastliðin 4 til !i ár, og hið volduga lýðveldi hefur á þcssutíma- bili fyrst tekið sér þá stöðu sem það á með réttu meðal stórvelda heimsins. þess vegna hafa ýmsir leiðandi menn í flokki republikana hispurslaust mælt með, að Mr. Mc- Kinley væri tilnefndur sem forseta- efni í þriðja sinn, og það er enginn vafi á,að mikill meirihluti republik- ana í heild sinni var þessari hug- mynd hlyntur. Og það sem eftir- tektaverðast var er það, að blöðum demókrata þótti mjög vænt um þessa hreifingu. En ástæður þeirra voru alt aðrar en ástæður republik- ana, eins og gefur að skilja. Re- publikanar höfðu, sem sé, fyrir aug- um hag landsins, en demókratar þóttust hér sjá tækifæri til að vinna sigur við næstu forseta-kosningar og komast til valda. Demókratar gáu, að ef Mr. McKinley skyldi verða tilnefndur sem forsetaefni í þriðja skifti, þá gætu þeir gert hina svonefndu keisaraveldis stefnu að herópi sínu við kosningarnar og um leið notað sér fordóm þann, sem Bandaríkja-þjóðin hefur gegn því, að sami forsetinn sitji við meir en tvö kjörtímabil (8 ár). þessi for- dómur er svo rótgróinn í meövitund þjóðarinnar, að það má segja að hann sé orðinn óskrifaður hluti af grundvallarlögunum. Eu Mr. Mc- Kinley hefur tekið vindinn úr segl- um demókrata í þessu tilliti með yfirlýsingu sinni, sem er dagsett 10. þ. m. Yfirlýsing Mr. McKinley’s er enn einn vottur um hyggindi og vitsmuni þessa mikla og ágæta manns, og það getur ekki hjá því farið að þjóðin dáist enn meir að honum fyrir þetta viturlega spor hans. Vér ímyndum oss að lesend- um vorum þyki fróðlegt að sjá yfir- lýsingu Mr. McKinley’s í heilu líki, og birtum því hér fyrir neðan ís- lenzka þýðingu af henni. Hún hljóðar sem fylgir: „Mér þykir fyrir að því hefur verið hreift, að eg yrði forsetaefni í þriðja sinn. Eg efast um að mér sé skylt að taka það nokkuð til greina. En stjórn landsins og þjóðin hafa nú til meðferðar alvarlegustu og þýðingarmestu málefni, og það má moð eDgu móti spilla fyrir réttlátri athugun þeirra I huga þjóðarinnar með því, að hinn minsti grunur sé um, að eg leiti kosningar í þriðja sinn. Og með þvf bondingar hafa komið fram um það hvað eftir ann- að, að þetta muni í ráði, þá vil eg segja það nú, í eitt skifti fyrir öll— og er með því að láta í ljósi niður- stöðu sem eg hef komist að fyrir löngu síðan—,að eg er ekki og verð ekki forsetaefni í þriðja skifti, og mundi með engu móti taka tilnefn- ingu sem forsetaefni, þó mér væri boðin hún. Hið eina, sem eg girn- ist, er að þjóna út þetta annað kjör- tímabil mitt á þann hátt, það sé þóknanlegt löndum mínum, hverra göfuglynda traust eg met svo mik- ils, og uppfylla síðan skyldu mína í fylkingu prívat-borgara landsins." Ur bœnum og grendinni. Menn þeir sem vinna að viðhaldi Can. Pac.-járnbrautarinnar („section1'- mem) gerðu verkfall á mánudag. Á Winnipeg-deild brautarinnar hafa um 250 menn liætt vinnu. Tii sölu er ágætur karlmanns vetrar- yfirfrakki. skraddaragerður (nr. 37) fyr- ir sárlítið verð. Sömuleiðis karlmanns- reiðhjól, vandað og í góðu standi, fyrir minna en hálfvirði. IJpplýsingar um þetta hvorttveggja fást á skrifstofu Leghergs. Fulltrúar frá sunnudagsskólum ev, lút. kirkjufilagsins hafa fund á Gimli — í sambandi við kirkjuþingið—28. þ.m. Ýmsir halda ræður á þeim fundi og al- mennar umræður verða um hvert mál á eftir aðalræðunum. Góður söngur á að verða á milli ræðanna, Mr. Guðmundur Símonarson, bóndi í Argyle-bygð, kom hingað til bæjarins síðastl. fimtudag og fór heimleiðis aftur á laugardag. Hann segir að uppskeru- horfurséunú góðar í sínu bygðarlagi, heilbrigði góð alment og fólki líði yfir höfuð vel. ________________ W. J. Boyd, sem auglýsir brauð o. s. frv. í Lögbergi, liefur íslending, Wal- ter Johnson áð nafni, til þess að keyra út brauð um vesturbæinn. Þeir, sem vilja láta hann koma við hjá sér, þurfa því ekki annað en senda Mr. Boyd uafn sitt og húsnúmcr. Victor Lúter Jósephson og Ólafur Stephánsso i, ungir menn frá Mountain- pósthúsi í Norður-Dakota, komu hingað til bæjarins úr landskoðunarferð til Nýja-/slands í vikunni sem leið, og leízt þeim svo vel á landið þar, að þeir hafa fest sér bújarðir í Arnes-bygðinni (nokkrar mílur vestur frá Winnipeg- vatni) og ætla að setjast þar að sem bændur, _________________ Mr, Gunnlaugur Jónsson, sem um nokkur undanfarin ár hefur stundað nám við lærðaskóla og prestaskóla í Pennsylvania-rík! og hefur nú þvínær lokið námi sínu, kom hingað til bæjar- ins seint í vikunni sem leið og ætlar að verða á kiikjuþingi ev. lút. kirkjufélags- ins, sem byrjar á Gimli næstkomandi þriðjudag.___________________ Hinn 12. þ. m. kaus Gardar-söfnuð- ur, í N. Dak., eftirfylgjandi menn sem fulltrúa á kirkjuþingið er byrjaráGimli 25. þ. m., nefnilega: Dr. B J. Brandson, Joseph Walters, Stephán Eyjólfsson og John Johnson.—Víkursöfnuður (Moun- tain) kaus á fundi í vikunni sem leið á kirkjuþingið: Thomas Halldórsson, Sv. Sölvason og I. V. Leifur. Dr. Weidner, forstöðumaður lút. prestaskólans í Chicago, er væntanlegur hingað til bæjarins næsta laugardag og verður að líkindum á kirkjuþinginu á Gimli. Búist er við að hann prédiki (á ensku) í Fyrstu lút. kirkjunni, hór í Wpeg, við morgunguðsþjónustu á sunnudaginn kemur (22. þ. m.) Við kvöldguðsþjónustuna, sama dag, pré- dikar einhver af aðkomandi prestum kirkjufélagsins— líklega séra Björn B. Jónsson eða séra F. J. Bergmann. Pétur F. Bergman (sonur Mr. E. H. Bergmans, kaupm. á Gardar, N. Dak.) var einn af 9 piltum sem útskrifuðust moð hæzta vitnisburði • af Gustavus Adolphus latínuskólanum (i St. Peters, Minn.) í fyrri viku. F. Thordarson (sonur Mr. J. Þórðarsonar þingmanns 5 Canton, N. Dak.) var annar ísl. piltur, sem útskrifaðist um leið af sama skóla með bezta vitnisburði. Vér samgleðj- umst báðum þessum ungu,gáfuðu náms- mönnum og aðstandendum þeirra. 17. júní-menn hér í bænum hreifðu sig ekkert í þetta sinn, því þeir eru að bíða eftir hvort ekki náist samkomulag um einn sameiginlegan þjóðminningar- dag. 2. ágústs-menn héldu þar á móti fund hér í bænum síðastl. laugardags- kvöld og gera ráð fyrir að halda 8. ágúst í sumar. Oss finst að réttara hefði verið af þeim að fara að dæmi 17. júni-manna I þetta sinn. Einkum er eftirtektavert að sjá mann tska kosningu í 2. ágústs- nefnd, sem hefur sert alþingi Islands deilumálið um þjóðminningardaginn til úrslita. Lágir Prísar á SUMAR-VÖRUM. A Barna stráhattar 20c., 25c og 35c. Kven Sailor Hats 25c., 35c , 50c. og 60c. Búnir kven- og barnaliattar með niður- settu verði. Kven-Blouses. Fallegar Cambric og Percale Blouses 50c,. 60c., 7öc. Sumar-pils. Lincn Crash pils .$1.00, $1,25, $1.45 Pique “ ... $1.25, $1.50, $3.00 Göngu-pils. Afsláttur enn á Fancy Mixed Cloth pilsum, verksmiðju verð $1.50, verða nú seld á $2.25. Carsley & Co., 344 MAIN ST. Veðrátta hefur verið hagstæð fyrir korn- og grasvöxt síðan blað vort kom út síðast, regnskúrir annað veifið, en veður fremur svalt flesta dagana. í Foresters-horn'eikarattokknum eru 15 menn, allir íslenzkir utan tveir. Mr. H. Lárusson myndaði flokk þenna árið 1897, og var hann fyrst nefndur ,,Jubilee■ hornleikaraflokkur.11 Hann er nú tal- inn bezti flokkurinn hér í bænum, og sózt eftir honum til að leika við ýms tækifæri. Hann lék þannig eingöngu upp á síðkastið á „Auditorium" í vetur, og hann hefur leikið undanfarana daga við hjól-kappreinar þær, sem hafa verið í gangi hér í bænum. Foresters-flokk- urinn er íslendingum hér til sóma, og vér óskum honum allraheíllaframvegis. Til Mr. Kr. Matthíesons og Önnu Sigurðardóttur. á giftingardegi þeirra 11, júní 1901' Þú inndæla júní unaðas-sól. öllu sem veitir líf og skjól, Þú sérð lieim að Görðum og sérðosshér, og sérð hvað til gltði vorrar ber! Þar eiga heima tvö inndæl blóm, er aldrei snert liefur nokkurt gróm! Viljtö þör sftlja okkur sinjöriö yöar ? Við borgnm fult markaðsverð í pen- ingum út í bönd. Við verzlum með alls- konar bænda vöru. Parsous & llogers. (áður Parsons & Arundell) 16:4 .TIcDerniot Ave. £., .IVinDipcg. I au eignuðust dýrmætt og ágætt bnoss einn ellefta júní:* þú gafst þeina koss. Upp frá þeim kossi þau undu sem hjóu og ekkert grandað þeim hefur tjón, þvi guðrækni, mannúð, umhyggja’ og ást var ilmur þeirra, er livergi brást. Tvð blómstur nú aftur eru hér eins og þú, himneska skinið, sér; gefðu nú einnig, i annað sinn, ellefta júní kossinn þinn. Þau eru ung og elska heitt alt sem er fagurt og synd frá sneitt; veittu þeim ljós, og líf og yl, langt til að starfa timabil. Með kossinum gef þeim frið og fró, farsæld og gleði og efni nóg; Önnu og Kristjáni alt gangi’ í vil, vér óskum þeim glaðir lukkn til. * * * Erindi þessi, eftir Mr. Jakob Briem, voru lesin upp í veizlu brúðhjón- anna, sem þan eru til, og áttu að koma í síðasta númeri Lögbergs þar sem getið var um hrúðkaupið, en urðu að bíða sökum plássleysis. Ritstj. Löok. *) Fósturforeldrar brúðlijónanna, géra Jens Pálsson í Görðum og kona hans, giftust þennan sama dag. C. P. BANNING, D. D. S„ L. D, S. TANNLŒKNIR. 204 Mclntyre Block, - Winnipkgí ■riíWtí'ÓN U0, IJ. S. skilvindan einu sinni’enn lftgðf að velli. Royer, Pa., 31. maí 1901. The De Laval Separator Co., 74 Cortlandt St., N. Y. Heiðruðu herrar, Eg ætlaði mér að kaupa rjómaskilvindu í vor og skrifaði yður því viðvíkjandi; og rétt á eftir fann eg Blair Treese hér í Royer, sem sjálfur brúkar U.S. skil- vindu, og bað hann að benda mér á hvaða skilvindq eg skildi helzt fá. Hann gaf mér tvolátandi svar: ,,I hamingju bænum kauptu ekki ,,U. S.‘‘, hún er of erfið jafnvel fyrir hest.‘‘ Síðan keypti eg ein af skil- vindum yðar hjá Ralph Detwiler og get eg ekki nóg- samlega hælt henni. Fjögra ára drengur stendur upp á kollu og snýr.henni. Yðar einlægur N. P. ROYER. Skrifið’eftir ísl. bæklingi. ísl. umboðsmönnum og hjá The De Laval Separator Co., Western Canadian Offices, Stores and Shops: 248 McDermot Ave., - WINNIPEQ, MAN. New York. Chicago. VI V VI w V/ w M/ vt/ w w w vt/ Vf/ é Montreal, vm V Þeir fást hjá,ölium XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX X X X X X X X X X X X X X X X X The Northern Life Assurance Company of Canada. Adal-skrifstofa: London, Ont. Hon- DAVID MILLS, Q. C., DðmunáUráógjafl Cnsadft, fbnett JOHN milne, yflrnmtjónannaðar, LORD STRATHCONA, medráóaadi. HÖFUDSTOLL: 1,000,000. Lífsábyrg*íarskírieini NORTIIERN LIFE félagsins ábyrgja handhöfum allan þann IIAGNAÐ, öll t>au RÉTTINDI alt j>að UMVAL, sem nokkurt'félag gelur staðið við að veita. Félagið gefuröllum skrteiuisshöfum fult andvirði alls or peir borga pví. Áffur en þér tryggið líf yðar ættuð þér að biðjí. muiskrifaðá um bækling fé- lagsins og lesa hann gaumgæfilega. J. B. GARDINER , Provlnolal Ma ager, 507 McIntyrk Blocr, WIN IPEG. TH. ODDSON , Oeneral Agent 488 Yjung St„ WINNIPEG, MaN. X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X .m * X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.