Lögberg - 15.05.1902, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.05.1902, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, 15. MAÍ 1902. er eefið tSt hvern fimtudag af THK LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (löggilt), a» Cor. Wh-liam Ave. og Neka St., Wimnipeg.Mam. — Kostar $2.00 um árið (á Islandi 6 kr.) Borgist fyrir fram. Einstök nr. 5 cent. Published every Thursday by THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated), at Cor. William Avb. and Nena St., Winnipeg. Man. — Súbscription price $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cents. ritstjóri (editor) : Magnus Paulson. BUSINESS manager: John iL. Blondal. AUGLÝSINGAR:—Smá-augWsingar í eitt skifti 25 cent fyrir 30 orð eða 1 þumí. dálkslengdar, 75 cent um mánuðinn. A stærri auglýsingum um lcngri tíma, afsláttur eftir samningi. BÖSTAÐA-SKIFTI kaupenda verður að^ til- kynna skriílega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The Logberg Prt&r. Sc Pub. Co, P. O. Box 1292 Telcphone 221. ____ Winnipeef. Utanáskrift til ritstjórans er: Eclitor Logbere:, P O. Ðox 1202. Winnipeg, Man. Hr%*Samkvæmt landslógum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus, þegar hann segirupp.—Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistfeilum án þe§s að tilkynna heimilisskift- in, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. FIMTUDAÖINN, 15. Maí, 1902. Kosningarnar í Noiövest- urlandinu. Hinn 21. J>, m. t'ara fram al- mennar kosningar i Norðvestur- landinu. Nokkurir lesendur Lögbergs þar vestra hafa farið þess á leit, að blaðið færi nokkurum orðum um pölitíska ástandið og léti uppi skoð- un sína á þvf, hvort viturlegra muni vera fyrir kjösendur að styðja þing- mannsefni Haultain-stjórnarinnar eða endstæðinganna. Lögberg or því miður ekki eins kunnugt Norðvesturlands pólitík- inni eins og vera' ætti, og kemur það eðlilega til af því, að íslending- ar þeir, sem í Norðvesturlandinu bú i, hafa hingað til látið sig þau mál litlu skifta eins og eðlilegt er. H4r eftir má búast við, að breyting verði hér á, því að hagur manna er nú farinn að leyfa þeim að taka eðlilegan þátt í öllum landsmálum. Bending sú, sem Lögberg vildi gefa íslenzkum kjósendum í Norð- vesturlandinu við kosningar þessar, verður bin sama, sem það leitast ætíð við að gefa íslendingum við allar kosningar, hvar helzt sem þeir búa í landinu. þótt óvinir Lögbergs haldi því fram, að það sé blint flokksblað, og sem haldi fram öllum gj irðum frjálslynda flokksins og á móti öllu, sem afturhaldsflokkurinn gerir, þá er slikt algerlega tilbæfu laust. Lögberg fylgir þeim mönn um að málum, sem það álítur að mest gagn séu að vinna landinu án tillits til þess, hvaða pólitískum flokki þeir tilheyra. Hitt er satt, að stjórnarstefna frjálslynda flokks- ins í landinu, þar sem pólitísk flokkaskifting er komin á, hefir geðjast Lögbergi betur en stet'na afturhaldsmanna. Og væri ákveð- in flokkaskifting í Norðvesturland- ina, annars vegar frjálslyndi flokk- urinn og hins vegar afturhaldsflokk- urinn. þá mundum vér óhræddir eiga það á hættu að hvetja kjósend- ur til þess að fylgja frjálslynda flokknum, treystandi því, eftir því sem annar3 staðar heíir reyndin á orðið, að það yrði þeim og landinu fyrir beztu. En nú vill svo til, að í Norð- vesturlandinu er engin pólitísk flokkaskifting. í stjórninni eru menn, sem tilheyra báðum pólitísku tíokkunum og hið sama er að segja um þingmennina, sem stjórninni hafa fylgt og nú sækja um kosn- ingu sem þingmannsefni hennar. Andstæðlngar stjórnarinnar tilheyra því nökv eudega sötnu pólit sku flokkunum — eiu ufturhaldsmenn og íberalar eins og stjórnin og stu ning nienn hennar. Yið kosningar þessar gi tur því ekki \ erið um tvoandstæCa pólitíska flokka mS tala. Hér getur ekki um annað verið að tala en það.hvort Norðvesturlandið sé líklegt að græða á því eða tapa, að í stað Mr. Hol- tains og meðráðamanna hans komi aðrir menn af sömu pólit'skum flokkum, sem enn er óvíst með öllu hverjir kynnu að verða. Mr. Haultain hefir því næ\- stöðugt haft stjórnarformensku Norðvesturlandsins á hendi í stðast liðin flmtán ár. A þeim árum hefir hann borið velferð þess svo fyrir brjóstinu og sýnt svo mikla stjórn- málahæfileika, að bæði hefir álit manna á honum og traust til hans farið vaxandi árí’ráári innan Norð vesturlandsins og utan þess. þegar tillit er tekið til þess, hvað undur litlum tekjum stjórnin hefir átt yfir að ráða á undanförn- um árum, þá er hrein furða hvað miklum umbótum hefir verið árlega til leiðar komið. Og fremur litlar likur eru til þess, að breytt yrði til batnaðar þó þeir menn tæki við ráðsmenskunni, sem nú bera mest víuruar í hana. Mr. Haultain hefir sýnt hvað eftir annað, al það er Norðvestur- landið og hagur þess, en ekki stjórn- arformenskan, sem hann ber fyrir brjóstinu. í því efni má benda mönnum á skólamálið 1892. sem kjósendnr eflaust rekur minni til. Hann hefir látið skifta Norðve»tur- landinu niður í vega- og jarðabóta- héruð, sem nú eru 461 að tölu og kornið hrúa og vegagjörðum í betra ástand en í Manitoba-fylkinu og þó eru tillögurnar & bændum meira en helmingi lægri þar vestra heldur en hér í Manitoba. Hann hefir með sérlegum dugnaði og fyrirhyggju fengið þrí áorkað, að Hudsonsflóa- félagið og Can. Pac. járnbrautar- félagið greiða nú stórfé árlega í skatta, sem alt gengur til vegabóta og annarra nauðsynlegustu umbóta. Hann hefir komið því til leiðar, að stjórnin ábyrgist hveiti bændanna fyrir haglskemdum gegn mjög vægu gjaldi, og á hann miklar þakkir skilið fyrir það. Með því fyrirbygg- ir hann það fyrst og fremst, að þeir, sem fyrir því óhappi verða að missa hveiti sitt, bíði við það óbætanlegt tjón, og auk þess hætta hin illræmdu og einkisvirðu haglfélög að leika á bændur. Og nú er Mr. Haultain að berj- ast fyrir því, að Norðvesturlandið fái sjálfsforræði með þeim hlunn- indum og þeirri áhyrgð, sem því fylgir. Hvort þetta fæst nú sem stendur eða ekki, er óvíst; en óhætt mun að f'ullyrða, aö fái ekki Mr. Haultain því framgengt með hjálp Mr A. L. Sifton, þá mundi ekki eftirmaður hans, hver helzt sem hann yrði, fá miklu áorkað. það er ötulli framgöngu Haultain-stjórnar- innar í máli þessu að þakka, að Dominíon-stjórnin hefir nú ákvcðið að veita Norðvesturlandinu eitt hundrað þúsund dollara til alþýðu- skólanna, og þess er sannarlega vert að minnast þegar til kosninganna kemur. Mr. Haultain er því mjög and- vígur, að East Assiniboia bætist við Manitoba fylkið. Fyrir þetta eru Manitobamenn honum ekki þakk- látir, því þeir viidu gjarnan auka ríki sitt vestur á bóginn. í því efni væri það sjáanlegur hagur fyrir Manitoba-menn ef Haultain-stjórnin yrði undir við kosningarnar, því að Mr. Bennett, sem þá að öllum lík- indum yrði stjórnarformaður, hefir hvað eftir annað lýst yfir því, að hann áliti æskilegt að East Assini- boia sameinaðist Manitoba. Auð- vitað segist hann ekki halda slíku fram þvert á móti vilja fólksins; en þess konar smámunir hverfa auganu vonandi þegar hann er kominn til valda. En hér er ekki meiningin að tala um, hvað bezt muni vera fyrir Mauitoba-fýlki heldur Norðvestur- landið. Og eftir nákvæma yfirveg un getuin vér ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu.að það sé skylda allra þeirra, sem hafa gert Norð- vesturlandið að framtíðarlandi s<nu og nú eiga þar atkvæðisrétt, að styðja Haultain-stjórnina með því að greiða atkvæði með þingmanns- efnum hennar við næstu kosningar. Grimmur hersliöfðingi. Fyrir nokkuru síðan bárust þær fréttir til stjórnarinnar í Wash- ington, að hershöfðingi í Bandaríkja- hernum á Philippine eyjunuiu, Jacob H. Smith að nafni, hefði gefið út skipun um það á /Samar-eynni að gefa engum uppreistarmanna grið og drepa alla alt niður að tíu 4ra aldri. Stjórnin skipaði tafar- laust rannsókn í málinu og að kalla Smith fyrir herrétt í Manila ef þetta reyndist satt að vera. Nú hefir Smith meðgeugið, að hann hafi sagt svo fyrir, að alla menn og drengi tíu ára og þaðan af eldri skyldi vægðarlaust drepa. En þeir, sem tekið hafa að sér vöm í málinu fyr- ir hans hönd, reyna að réttlæta þetta atferli hershöfðingjans; þeir sýna fram á og færa vitni að, að upp- reistarmenn 4 Samar séu sviksam- legir og viltir blóðvargar, sem eink- is svífist og brúki eitruð vopn á móti liði Bandaríkjamanna, og ennfrem- ur það, að tfu ára gamlir drengir taki opinberan þátt í uppreistinni og séu engu sfður hættulegir og mannskæðir heldur en hinir, sem eldri eru. Smith er einnig fært það til afsökunar að hann hafi verið búinn að reyna Samar-búa að þvf, að þeiin væri óstjórnandi og að þeir gerðu uppreist á móti hverri ein- ustu fyrirskipun Bandaríkjamanna og hefði því gjö: eyðing þeirra verið hið eina, er við átti, og fer slíkt ekki fjarri þvf, sem Weyler hers- höfðingi hafði áður um þá sagt. Bandaríkjamenn af öllum flokk- um taka mjög hart á tiltæki þessu, og blöðin eru hin æstustu. þeim þykir aðferð þessi óafsakanleg og ó- fyrirgefanleg undir öllum kringum- stæðum, og þykir það ekki nægileg hegning fyrir grimd þessa og blett þann, sem það setur 4 hermanna- stéttina og jafnvel þjóðina alla, að Smith sé sviftur stöðu sinni og rek- inn úr hernum með skömm. þau segja, að þetta setji þann blett á herinn og þjóðina, sem aldrei raáist af og eitt blaðið segir, að þó leitað væri, þá fyndist ekkert jafn grimd- arfult í sögu Spánverja á Philip- pine-eyjunum, og blaðið segir, að enginn hérréttur, sem upplýstir menn skipi, geti tekið noinar afsak- auir gildar, því að svona löguð grimd só óafsakanleg f augum hins ment- aða heims. Blaðinu St. Paul „Pio- neer Press“ farast þannig orð um málið: „Jacob H. Smith hershöfðingi, sem nú er verið að halda herrétt yfir f Manila, gerir þá undrunar- verðu játning fyrir munn málfærslu- manns síns, að sakir þær, sem á hann eru bornar, séu sannar, og að hann hafi skipað Waller riddara- hersi að drepa og hrenna og gera Samar að eyðimörk, og að hann vildi láta drepa alla vopnfæra menn, og að hann hafi tiltekið alla fyrir ofan tíu ára aldur, því Samar-dreng- ir á þeim aldri séu engu síður hættu- legir en þeir, sem eldri eru.“ Blaði þessu þótti það ótrúlegt, að Smith hershöfðingi eða nokkur annar her- foringi í liði Bandaríkjamanna gæti haftt gefið út jttfa grimdarfulla fyr- irskipun. það verður fróðlegt að heyra, hvernig Smith hugsar sór að réttlæta þessu grimmu gjöreyðingar- fyiirskipun sína þvert ofan í ákvæð- ið uin vægðarsemi og umhurðarlyndi sem æðsta hervaldið í Wasliington lagði niður fyrir herforingjum sín- um. Ekki er því að neita, að nauð- syn brýtur stundum lög í stríði þeg- ar við grimma og sviksamlega mót- stöðumenn er að eiga, og I verstu tilfellum leyfa hernaðarreglurnar það, að umsvifalausri og óalmennri harðneskju só heitt. En ekkert hefir komið í ljós í þessu sérstaka tilfelli, sem sýnir, að ástandið hafi verið frábrugðið hinu vanalega á- standi f hernaðinum gegn uppreist- armönnum á Philippine-eyjunum, eða sem geti réttlætt það að víkja út frá hernaðarreglum þeim, sem allir aðrir hershöfðingjar stöðugt hafa fylgt í viðureigninni við upp- reistarmenn, og snúa stríðinu upp í takmarkalansa gjöreyðing. Að kannast þannig blátt áfram við aS hafa gefið út þannig lagaða fyrir- skipun, mun vekja megnan viðbjóð hjá Bandarikjaþjóðinni. Að stjórn- in, sem hefir óhlýðst, reki hann um- svifalaust úr stöðu þeirri, sem hann hefir svívirt, er ekki nægileg hegn- ingfyrirað svívirða nafn Banda- rikjanna eins og hann hefir gert. Bandaríkjamenn vilja enga Weylers hafa í þjónustu sinni." Bandaríkjamenn tóku hart á grimd Weylers og annarra embætt- ismanna Spánverja þegar þeir stjárn- uðu á Philippine-eyjunum, en þeir taka engu síður hart á misgjörðum sinna eigin manna, sérstaldega ef þær eru þess eðlis að þær geta varp- að skugga á Bandaríkjaherinn eða þjóðina í heild sinni. Til kjósendanna í Saltcoats kjördæmina. Kæra herrar: — í tilefni af þvf, að Mr. Eakin hefir hætt við að sækja um þing- mensku í kjördæmi þessu vegna heilsuleysis, vai í flýti kallað til al- menns fundar. Fundurinn var allvel sóttur fr4 nærliggjandi bygðarlögum, en vegna þess, hvað tíminn var naum- ur, varð ekki n4ð til alls kjördæm- isins. Á fundinum var eg beðinn þess 1 einu hljóði að gefa kost 4 mér sem þingmannsefni og lét eg tilleiðast. Hér eftir verður ómögulegt fyrir mig að ferðast um alt kjördæmið; en eg treysti því, að kringumstæðurnar verði teknar til greina og ekki búist við þvf, sem ómögulegt er að gera. Eg bið yður því allra vinsamleg. ast um fylgi yðar og atkvæði við ko;n> ingar þessar. Fylkis-sj4lfsforræði Norð vestur- landsins er ekki eitt af aðalm4lunum við kosningar þessar þó um tíma liti út fyrir, að svo mundi verða. í þessu s&mbandi skal eg þó taka það fram að eg er þvf algerlega mótfallinn, að Manitoba-fylki færi út kvfarnar vest- ur 4 bóginn; eg aftur 4 móti hef ekk- ert 4 móti þvf, að fylkið stækki norð- ur 4 við. . Það leit ekki út fyrir, að neina br4ða nauðsyn bæri til að I4ta Norð vesturlandið f4 fylkisréttindi að svo stöddu, nema hvað það snerti að geta fengið inn Dægilegt fé fr4 Dominion- stjórninni f þarfir þess. E>að var vissulega ekki sanD- gjarnt af Dominion-stjórninni að vinna að því af kappi að senda fólk hingað þúsundum samau til að setj- ast hér að, og ætlast til, að fé það, sem hingað til hefir verið ónóg, hrökkvi fyrir aukna skóla og nýjar brýr og brautir, aem aukinni bygð fylgja. Fylkissjúlfsforræði sýndist vera hi^ eina, sem úr þessu gæti bætt, sem nú er sagt, að fj4rlaga við- bótin geri r4ð fyrir nógu fé til að mæta öllu þessu i bráðina. Eg býð mig fram sem óháður stuðningsmaður Haultain-stjórnarinn- ar, 8*\m eg állt að b iri höfuð og herð- ar yfir Benn6t-McDana!d samsteyp- una, sem enga aðra stefnu heflr en að rlfa niður það, sein aðrir reyna að bygfíja- Eg álft að þingmenn Norðvest- urlandsins geti ekki 4 annan hátt betur kynt sér þarfir kjósenda en með því að sækja ársfundina 1 öllum Local Improvement JJistricts að svo miklu leyti, sem þvl verður við kom- ið. E>að væri sjálfsagt of mikið til þess að ætlast, að þ ngmaðurinn sækti alla slfka fundi 4 hverju 4ri, en augnamið bans ætti að vera að sækja sem flesta þeirra. Verði eg kosinn, þ4 mun eg verða því hlyntur, að kjördæma skift- inguuni 4 milli Salteoats og Yorkton verði breytt og vissri sneið bætt við Yorkton. Eg held að menn mundu verða alment ánægðari með það. Eg tek það fram að endingu, að eg ber virðingu fyrir Mr. Jas. Níxod, gagnsækjanda mfnum, sem manni, þó eg fallist ekki 4 skoðanir hans í 8tjórnmálum. Og eg vona, að menn geti tekið saman höndum og verið eins góðir vinir eftir kosningarnar hvernig sem meirihluti atkvæða fell- ur og hver sem úrskurður kjósenda verður. Yðar einlægur Thos. McNutt. 3. Aprfl 1902. Ritsími IslamlH. Blaðið ,,Chioagopostent‘ getur þess 1. þ. m. að borgarar Reykjavfk- ur-bæjar 4 ísl&ndi hafi sent Kristjáni IX. Danakonungi ávarp & afmælis- dag hans 8. Aprfl. í ávarpi þessu er honum þakkað fyrir hinar þýðingar- miklu umbætur, snertandi stjórn landsins, er hann hefir lofað að veita íslendingum, en það er: sérstakur ráðgjafi fyrir ísland er kunni íslenzku og mæti 4 alþingi. í ávarpinu er og minnst 4 hinn tilfinnanlega skort 4 ritsfma til íslands, sem, meðal annars geri íslendingum ómögulegt aðfram- bera fagnaðaróskir sfnar 4 sjálfan fæðingardag konungsins. Blaðið minhiat & það, f tilefni af þessu, að ýmsar tillögur hafi oft kom- íð fram um það að koma íslandi 1 rit- sfmasamband við umheiminn, og allra sfðasta tillagan, sem nú sé verið að yfirvega, sé sú, hvort ekki mundi gjörlegt að nota hina nýju uppfind- ingu Marconis (þr&ðlausu skeytasend- ingarnar) til þess að koma þessu sam- bandi 4. Blaðið se^ir ennfremur að það só algerloga áreiðanlegt að d&nska stjórnin sé að leita sér upplýsinga um þetta m&lefni, þó ekki sé enn þ& neitt afr&ðið eða fastákveðið þvf við- ▼íkjandi. Æskublómin. Hvernig litlu bömin geta haldist glaðlynd, frfsk og fjörug. Sérhver móðir kannast við að litlu börnin þarfnast nákvæmrar um- önnunar — en þau þarfnast ekki sierkra meðala. Legar barnið er ó- vært, stirðlynt eða lasið, þ& er það, því mif ur, fyrsta úrræði margra mæðra að gefa þeim ino hin svokölluðu „Soothing“ eða deyfandi meðöl, sem deyfa tilfinningu barnsirs svo það sofnar óeðlilegum svefni, en burt- rýmir ekki orsökinni til lasleikans, það, sem þarf til þess að gera barnið ánægt, glaðlegt og frískt eru Baby’s Own Tablets, snm munu fljótt lækna kveisu, sýrur f maganum, meltingar- leysi, harðlífi, niðurgang hitaköst og tanntökukvilía. E>ær veita börnum væran svefn af því þær útrýma or- sökiuni til lasleikans. I>að er ábj rgst að þessar Tablets innibinda ekki 1 sér nein svæfandi eða önnur skaðleg efni. Mrs. James Found, frft Valentin, Ont. segir þannig fré:—„Áður en eg fekk Baby’s Own Tablets, var barnið mitt mjög fölt og viðkvæmt, og svo stirð- lynt að eg varð að ganga um gólf með það bæði nótt og dag. Eftir að ef?. Þvf I>ina fyrstu Tablets batn- aði því svo, að næstu nótt gat það sofið vært. Slðan hafa þcssar Tablets gert það algerlega frfskt, svo nú er það vel útlftandi og heilsuhraust barn og er orðið holdugt. Eg vildi ekki era &n þessara Tablets þó þær kost- uðu eiun dollar baukurinn“.— Baby’s Own T&blets eru góðar fyrir börn & öllum aldri og eins auðveldar inntöku og brjÓ8tsykur. Ef þær era muldar í duft, þ& er öldungis hættulaust að gefa þær inn hinu yngsta og vesæl- a«ta barni. I>ær eru seldar f öllum lyfjabúðum eða verða sendar frftt með pósti fyrir 25c baukurinn ef skrifað er eftir þeim til Dr. William’s Med- icine Co. Brockville, Ont.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.