Lögberg - 10.07.1902, Side 4

Lögberg - 10.07.1902, Side 4
4 LÖGBERQ, 10. JÚLÍ 1902. Söfiberg e« gefiÖ út hvern fimtudag af THE LÖGBERG PKINTING & PUBLISHING Co. (löggilt), að Cor. William Ave. ou Nena St., Winnifeg.Man. — Kostar S2.00 um árið (á Islandi 6 kr.) Borgist fyrir fram. Einstök nr. 5 cent. Published every Thursday by TIIE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated). at Cor. William Avk. and Nkna St.. Winnipeg. Man. — Subscription price S2.00 per year. payable iu advance. Single copies 5 cents. ritstjóri (editor) : Mngnus Paulaon. BUSINESS MANAGER: John A. 131ondetl. AUGLÝSINGAR:—Smá-auglysinKar í eitt skifti 2s cent fyrir 30 orð eða 1 þuml. dálksIeiiKdar. 75 c nt uin mánuðinn. A stærri auglýsint'um um lengri tíma, afsláttur eftir samningi. BÚSTAÐA-SKIFTI kaupenda verður að^ til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnfraint.' Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The Prttí. &c J?ufc>. Co, P. O. Box 1383 Telephone 221. Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans er . Editor P. O. Box 1282. Winnipeg, Man. tt?.Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp.—Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskift- in, þá er Jjað fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. FIMTUDAGINN, 10. Júlí, 1902’- Bamluríkja-Mngið. Congress eSa þjóðþingi Bacda- ríkjamanna var slitið á þriðjudag- iun, 1. þ. m., og segja blöðin að sjald- au hafi þyðingarmeira þing verið haldið í Washington, eða þýðingar- meiri mál legið fyrir til umræðu og afgreiðslu. Eitt með allra þýðingarmestu málunum, ef ekki hið þýðingarmesta cr málið um skipaskurð á milli stór- hafanna, í gegn ura Mið-Amerfku. Samþykt var að leyfa fjárveitingu til þess að vinna verkið og er von- andi, að á þvf verði byrjað áður en langt líður. þrátt fyrir það þó Roosevelt forseti væri hlyntur þvf, nð Nicarogua-leiðin væri valin þá liefir nú Panama-leiðin orðið ofan á. Næst liggur því fyrir að semja við Colombia stjórnina um eignarrétt frá hcnnar hálfu fyrir landinu, þar sem skurðurinn á að leggjast eða byrjað er að leggja hann, og á járn- brautinni og öllu þar að lútandi. Forsetinn skipar nefnd manna til þess að sjá um framkvæmdir máls- ins, en ekki getur hún þó að lfk- indum tekið formlega til starfa fyr en öldugadeildin staðfestir útnefn- inguna, og getur það ekki orðið fyr en þing kemur saman aftur í næst- komandi Desembermánuði. þá ligg- ur næst fyrir, eftir að samningar hafa verið gerðir við Colombia- stjórnina, sem að öllum líkindum takast, að kaupa eignir Panama skipaskurðar og járnbrautarfólags- ins, og er ekki líklegt. að neitt standi þar í vegi. Bandaríkjamenn vita nú þegar að hverju félagið vill ganga. Lengi vel leit út fyrir, að Nicaragua-leiðin mundi verða valin, en þeir.sem með hinni leiðinni héldu, hafa mátt betur og er það meðal annars þakkað eldsumbrotunum iniklu, sem á síffustu mánuðum svo mikið bar á í Vestindíunum. Á Nicaragua eru gömul eldfjöll og hafði stjórnin þar myndir af gjós- undi eldfjóllum á bréfafrímerkjum s num. þegar ósköpin gengu á í Pelee-fjallinu á St. Martinique, á St. Vincent og víðar, þá risu menn upp og sýndu fram á, að ekki væri raðlegt að leggja stórfó í skipaökurð í nánd við eldfjöll, sem þegar minst varir kunna að gjósa og eyðileggja lif og eignir. Annað þýðingarmikið mál er Philippine-eyjainálið. Samþykt var að setja þar borgatalega stjórn eins íljótt og unt er; en ekki er neinu lufað uin sjálfstjórn á eyjunum, hvað sem urn það kann að verða þ*gar árin líða Demókrata-minni hlutinn hélt því strangle-^a fram, að eyjabúum yrði lofað sjálfstjórn, en meirihlutinn Aleit ekki ráðlezt, sem stæ.'i, að hindast neinum slíkurn lof- orðum, sem gæti leitt til óánægju einnar. Lögin um sórstaka innanríkis- tolla til þess að mæta kostnaðinum við stríðið voru numin úr gildi, vegna þess, að aðrir innanrfkistollar höfðu farið stórum vaxandi og auk þoss almennur tekju afgangur. Stórkostlegar vatnaveitingnr voru samþyktar, sem sagt er að hafi þá þýðingu, að landsvæði á stærð við Illinois og Indiana til samans, sem hingað til hefir verið ónýtt til alls, verði byggilegt og gott. Mikið fó var veitt til viðgerðar á höfnum og skipaleiðum eftir án- um og ennfremur til þess að endur- bæta flotann. * * En þetta síðasta þing er ekki einungis merkilegt fyrir það, sem það hefir gert, heldur einnig fyrir það, sem það hefir látið ógert. Ef til vill unir þjóðin því verst af öllu, sem þingið hefir ekki gert, að Cuba- mönnum skyldi ekki vera veittur afsláttursá af sykurtollinum, sem forsetinn svo einlæglega mælti fram með og Cuba mönnurn var svo bráð- nauðsynlegur. það var ekki einasta góðverk að hlaupa á þennan hátt undir bagga með eynni heldur í rauninni skylda Bandaríkjanna og í samræini við loforð Bandaríkja- þjóðarinnar. Um þetta er öldunga deildinni algerlega að kenna, en ekki fulltrúadeildinni, og með þessu er fótum troðinn hinn svokailaði Platt-viðauki við grundvallarlög eynnar. Dað eru náttúrlega sykur fólögin í Bandaríkjunum, sem hér hafa beitt áhrifum sfnum. Einnig vnr neitað að staðfesta gagnskifta- samninga við Frakkland, Argentínu og Yestindfin, sem álitið var að inundi verða til mikils hagnaða fyr- ir þjóðina; en vissir auðmenn álitu sér það óhagnað og það reið á bagga- muninn. Aður en þing kom saman var mikil hreyfing f Bandaríkjun- um til þesss að rýmka verzlunar- samninga bæði við Canada og önn- ur lönd, og það er óefað vilji Banda- ríkjamanna, ekki síður nú en þá, að svo verði. En öldungadeildin hefir sannurlega lítið tillit til þess tekið á síðasta þingi. 1 boðskap sfnum mælti forset- inn með þvi, að verzlunarmáludeild yrði stofnuð í stjórninni til þess að líta eftir þvf meðal annars, að járn- brautarfélög léti eitt yfir alla ganga viðvíkjandi flutninsgjaldi, að auð- félög kæmist undir yfirskoðun þar til kjörinna rnanna, og margt ann- að átti að verða hlutverk deildar þessarar, sem mikla þýðing hefði haft fyrir þjóðina. En ekkeit mun hafa verið í því gert í þinginu. í byrjun þiugs var mikið um það talað að reisa strangar skorður gegn anarkistum og búa þannig um, að líf forsetans verði framvegis í mlnni hættu en áður. Eitthvað í þessa átt var samþykt í fulltrúa- deildinni. en þar við mun hafa setið og sitja enn, því að eklti hafa blöð- in getið þess, að við því máli hafi verið hreyft í öldungadeildinni. Oklahama, Arizona og New Mexico var neitað um ríkisréttindi, eða öllu lieldur, því máli var frestað; og inálið um stjórnar-málþráð til Philippino- eyjanna var felt. * * * Ekki er hér nefnt nema tiltölu- lega mjög fátt af því, sem þingið gerði, hálfgerði, frestaði eða feldi, því að þing Bandaríkja-manna eru afkastainikil og margir þar, sórstak- iega í fulltrúa deildinni, kunna lag á því að láta málin gang* greiðlega. En þetta síðasta þing mun ekki auka vinsæhlir öldungadeildarinnar. Lög voru samþykt í fulltrúadeild- iuni um það, að þjóðin kysi senatóru framvegis á sama hátt og þingmenn í neðri deild, en eins og við mátti búast k omust þau lög ekki í gegnum efri deild. Ekki er ólíklegt, að það inál verði vakið upp síðar. Ean um McCreary. Einhver n&ungi fr& Rabbit Point, sein skrifar sig G. F. Windross og sjálfsagt tilheyrir andstæðingum Dominion-stjórnarinnar, hreytir ó- notum í W. F. McCreary í blaðinu „Telegram" fyrir nokkurum dögum síðan. Maður þessi vill auðsjáan- lega moð einhverju móti gera Mc- Creary eitthvað til ills og spilla & milli hans og kjósenda, en er í hálf- gerðum vandræðum með hvað hann eigi til að tlna. Honum dettur samt ekki í hug að grtpa til hins sama og „Heimskiingla" gerði, að bregða McCreary um ónytjungsskap á þingi, það veit maðurinn, að ekki mundi fá neina áheyrn á með- al enskulesandi manna. Hann kannast meira að segja við, að Mc- Creary haíi „gert vel“ en hann hnýtir því þar aftan í, að McCreary hafi ekki gert „viturlega, eins og geti skeð hann reki sig á við næstu kosningar." 1 blaðinu „Free Press" hér í bænum var fyrir nokkuru sagt frá því, að Mr. McCreary hefði fengið fj&rveitingu til umbóta við Mani- toba-vatn, en þar hafði sú ritvilla eða prentvilla komist að, að í stað .austan Manitoba-vatns“ stendur „vestan Manitoba-vatns“. þessa villu notar Windross og ávítar þing- manninn fyrir það að vera að hlynna að öðrum kjördæmum. En setjum nú svo, að McCreary hefði eitthvað gert fyrir fólkið vest- an Manitoha-vatns, væri hann þá nokkuð verri fyrir það? Hann hefir gert meira fyrir kjördæmi sitt en nokkur annar þingmaður frá Manitoba hefir nokkurn tíina gert fyrir kjördæmi sitt, og ættu menn þá að láta hann gjalda þess þó hann leggi öðrum kjördæmum fylkisins liðsyrði, sem sum eru ver komin heldur en ef þau ættu engan mann á þingi? Og því verður ekki neit- að, að McCreary hefir látið sér koma við hag fleiri kjördæma en síns eig- ins, en sérstaklega hefir hann þó auðvituð litið eftir hag kjósenda sinna. það er svo mikið álit á Mr. Mc- Creary fyrir þingmensku hans, að önnur kjördæmi hafa þegar lagt al- varlegar drögur fyrir að fá hann fyrir þingmann sinn við næstu kosn- ingar, on vonandi tekst þeim það ekki. P’yrir alt það, sem Mr. McCreary hefir komið til leiða fyrir kjósendur sína á síðasta þingi, hefðu þeir &tt að sýna honum einhvern sóma. það hefði til dæmis verið fallegt og vel við eigundi af íslendingum í kjör- dæmi hans að halda honum veizlu eða einhverskonar samkomu bæði í austur og vesturhluta kjördæiris- ins til þess þar að þakka honum fyr- ir það, sem hann hefir fyrir þ& gert og jafnframt ræða með honum mál þau, sem þeim liggja á hjarta, t. d. fiskiveiðamilin og fleira. Slíkt væri ekki nema tilhlýðileg viðurkenning sýnd duglegum og góðum þing- manni, sem auk þess gæti orðið þeim hlutum kjördæmisins til mikils gagns á næstu þingum. En árásir eins og ónytjungs- greinin t „Heimskringlu“ og Wind- ross aðfinslurnar í „Telegram" gera kjósendum ilt eitt, enda mun sá vera tilgangurinn. Eru fylkiskoiíuingrar i náml? Megi maður nokkuru orði trúa, sem í ,,Heimskringlu“ stendur, eða só nokkurn skilning hægt að leggja f alla þá dómadags vitleysu, þá er saungjarnt að úlykta, að fylkiskosn- ingar eigi injög bráMega að fara í hönd. Blaðið lýsti því yfir einhvern tíma í vetur sem leið, að það ætlaði að leiða hj& sér pólitík á milli kosn- inga eða þangað til undir uæstu kosuingar; eu iíklega er svo til ætl- ast,.að menn kalli það fremur íylk - is-pólitik en nokkuð annað, sem byrjað er á í síðustu viku og mest er hlegið að. Innan um klámið og guðlastið í þessari óskaplegu þvætt- ingsgrein er verið að sýna fram á, hvorju spáð hafi verið fyrir Mani- toba-fylki ef afturhaldsmenn kæm- ist til valda árið 1899, en greinin er ekki öll komin og húumst vór við, að í síðari hluta hennar verði sýnt fram &, hver breyting hctír & oríið f fylkinu við það, að afturhaldsmenn náðu völdum. Fram & það hetír Lögberg reyndar sýnt allskýrt, svo ekki er óliugsandi „Heimskringla“ láti þar við sitja. Heyrst hafði, að fylkiskosning- ar ættu ekki að verða fyr en að ári liðnu hér frá, en sfzt mundi fylkis- búum verða það sorgarefui þó þær bæri að höndum árinu fyr. Hvert árið, sem Rohlin-stjórnin fær að sitja víð stýrið, er fylkiuu tjón, svo að því fyr, sem það losast við hanu, því betra. P’rjálslyndi flokkurinn er viðbúinn hvenær sem vera skal. Fyrsta tilnofnin}?. Frjalslyndi flokkurinn í Emer- son-kjördæminu hélt fjölmennan fund í Dominion City á mánudag- inn. Var þar tilnefndur George Walton sem þingmannsefni flokks- ins við næstu kosningar. Enginn vafi er á því talinn, að hann nái kosningu gegn Mr. McFadden, sem mjög hefir fallið í áliti kjósenda sinna síðan hann varð meðlimur Roblin-stjórnarinnar. Meðal ann- ars þykir Emerson-mönnum það ó- þolandi með öllu, hvernig hann hjálpaði til þess að bola Northern Pacific járnbrautarfélagið burt úr íylkinu og neitaði því síðar um að leggja brautir um fylkið án nokk- urrar beiðni um fjárveiting, en veitti öðrum stórfó til járnbrautalugninga Á fleiri afglöp Roblin-stjórnarinnar var minst, sem kjósendutn þóttu skaðleg og ófyrirgefanleg, og eru þeir því ák veðnir í þvf að láta ekki sitt eftirliggja að losa fylkisbúa við hana. Kosningarnar álslandi. Með nýkomnu fólki frá íslandi koma þær fréttir, að kosningaúrslit in þar hafi orðið þau, að Valtýskan hafi orðið gersamlega undir. þeir dr. Valtýr, Jón Jensson yfirdómari, sóra Jens Pálsson, Páll Briem amt- maður, Jóhannes og Axel sýslumenn í Múlasýslunum biðu allir ósigur eftir þvf sem fréttist. Aumingja ís- land! því á ekki úr að aka. íslandsblöðm hafa ekkisésthér vestra síðan fyrir kosningar. það er eins og þjóðin fyrirverði sig og só að draga það sem allra lengst að láta umheiminn sjá hvað hún hefir gert. Einfalt bókhald fyrtr bændur. Eitt, sem stendur mörgum bænd- um meira fyrir prifum en ef til vill nokkuð annað, er þ ið, að peir halda ekki n&kvæman reikning yfir búskap- inn. Langflestir hændur halda alls engan reikning yfir tokjur slnar og það, sem þeir eyða. Döir kaupa það, sem peir parfnast og borga fyrir pað, þegar kringumstæðurnftr loyfa, og geta okki þó þeir eigi Iffið að leysa sagt um það, hvort þeir eru að græða eða tapa. Aðferð þessi leiðir oft og einatt til þess, að bóndinn eyðir meiru en hann ætti að eyða, kaupir þegar hann ekki ætti að kaupa, eyðir pon- ingum fyrir hluti, sem bann kæmist af &n, og verður svo stuudum jafnvel að að taka peningalán til þess að mæta nauðsynlegum útgjöldum. En svo segist bóndinn ekki kunna bókfærslu og ekki vita hvemig að þvf eigi að fara að halda roikninga. Hann þarf ekki að kunna bókfærslu. Ilver mað- ur, sem kann einföldustu undirstöðu- aUiðin f reikuiugi, getur haldið reikn- ing yfir búskapinn. Eftir þvf sem reikningsaðferðin er einfaldari eftir þvf er hún betri. í fyrsta lagi ætti bóndinn að búa til &ætlun yfir öll sj&anleg útgjöld á árinu. Aætlua þessa væri ef til vill réttast að búa til segjum 1. Apríl &r hvert, þvf með AprflmAnuði byrjar eiginlega búskapar&rið. 1 áætlun- inni mtti að vera alt það, sem bónd- inn býst við að borga vinnufólki; hvað mikið er sanngjarnt að búist við, að hann verði aö borga j&rnsmið; hvað mikið hann býst við að borga fyrir ný jarðyrkjuveikfæri, ef hann annars þarfnast nokkurrs; hvað mikið fyrir útsæði; hv&ð mikið fyrir heimilisnauð- synjar, o. s. frv. Degar bóndinn býr til áætlun þessa, þ& ber honum vand- lega að gæta þess að gleyma engu og draga ekkert undan og virða alt full- h&tt—heldur of h&tt en of l&gt. Bóndi, sem nokkura reynslu hefir haft og hefir vandað sig með fiætlunina, rek- ur sig & það, að útgjöldin verða und- ir flestum kringumstæðum lægri en &- ætlunin, vegna þess að hann leggur kapp & að l&ta það vera þannig; en væri engin áætlun, þ& væri ekki um neitt að keppa og þ& mundi útgjöld- in verða hærri. Reikning atti að halda yfir alt, sem starfað er að & bújörðinni. Dað ætti til dæmis að færa hveiti akrinum til skuldar sanDgjarna vexti af verði hverrar ekru, kaup mannanna og hestanna, sem & akrinum vinna; sann- gjarnt verð hvers ækis af áburði. sem f akurinn er borinn; allan útsæðis* kostnað o. 8. frv. Svo færir maður akrinum til inntekta alt, sem af hon- um er selt, þó ekki sé nema str&æki. Svona reikning ætti að halda yfir alt. Með þessu móti getur bóndinn sóð, hvort hann græðir eða tapar og & hverju hann græðir mest. Með þessu móti getur hann ef til vill rekið sig & það, að það er skaði að sá hveiti í vissan akurblett, en gróði að s& þar höfrum eða byggi eða grasfræi. Sé erginn slfkur reikningur haldinn yfir akuryrkjuna þ& getur hóndinn skað- ast & vissum akurblettum 6r eftir &r &n þess að veita þvf neina eftirtekt. Samskonar reikning ætti að halda yfir[öll skepnuhðld. Dað ætti að virða heyið, sem kúnum er gefið; mæla handa þeim fóðurbætirinn; virða alla vinnu við þær til peninga, og færa alt þetta I útgjalda eða kostnaö- ard&lkinn. Svo færir bóndinn kún- um til inntekta alt smjör og nýmjólk, sem selt er eða brúkað til heimilsins, cg alla undanrenning og áir, sem not- að er. Hafi bóndinn grun um, að einhver ein kýrin borgi sig ekki, þá ætti að hafa hana f sérstökum reikn- ingi nokkurar vikur, og reynist það þannig, þ& cr sj&lfsagt að losast við hana og fá aðra betri í hennar stað. Þannig reikning ætti einnig að halda yfir svfnin, sauðféð og alifuglana; og aldrei m& l&ta bj& lfðaað færa til bók- að alt það, sem hver flokkur gefur af sér, þó það sé haft til heimilisins, en ekki selt. En nú segir lesarinn kannske: „Gerði eg alt þetta, þá væri allur tfmi minn tekinn frá búskapnum.“ Langt fr&; þetta er minna verk en sýnist f fljótu bragði. Sé þetta gert reglulega & hverjum degi þá ganga ekki til þess nema örfáar mfnútur f hvert skift'. Ekki útheimtast heldur margbrotnar eða kostnaðarsamar bæk- ur. Tíu centa ,,acoount“-bækur er alt sem þarf. Reikningarnir yfir upp- skeruna geta allir verið f sömu bók- inni, þvf þar þarf ekki að færa inn nema svo sjaldan. Ein bók nægir fyrir svfnin og sauðféð, og sfn hókin handa hvoru nautgripunum og fugl- unum. Nautgripabókina er gott að færa þannig, að byrja & tekjunum fremst og & útgjöldunum aftast og halda þannig áfram þangað til reikn- ingarnir mætast, og er þi bókin út- skrifuð. F&ðrið er óþarfi að færa daglega til bókar. Dað m& virða heyið & vissum stöðum í hlöðunni eða stakknum með mælingu, og reikna gripunum það. Fóðurhætirinn má reikua gripunum f fonna tali. Á lík-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.