Lögberg - 05.03.1903, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.03.1903, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, 5. MARZ 190«. s> Sögberg er eefiB ít hvera Bmtodae »1 THE LÖGBERO PRINTING & PUBUSHING Co. tlí'gKiU). »í ;or. VViluam Avtt ot — Kostar $a.oo om árifl lá f.lmdl I kr.) Borgítf trrir fram. Eúwtah or < c«nt Publlshed everj Thorodav h» THK LÖGBERG PRINTING A PUBLISHING Co. ílocorporated) sl Cor Willi.1i Av» «nd N«»» St , Wiknipeo ÉIan. — SobacrintloB orlee h»Mi r*«r. oayabl* i advanc*. Singla eopia* i caota. UTrr;ófti (a«w«r) * H&gnoft Paalfton. ■ CfttVftftft VBftftftftft! JotLXX A., BloatlftO, AUGLÝSINGARr-Smá-«ne1á*lD«*r f *ltt elclW .j cent fyrir 30 orð *fta i J»mn* 4alk8leQgd«r 7i teni um mánuðinn A *tærrt <ugIvaingnm um "«agrl tímae afftUttor «;tir^ámníngi BÚSTAÐA-SKIKTI kaapvoda rarðnr aj d» ftynna tkriRftgt og gftta m fyrvftraadr búfttnl infnfraiDt UtaaAftkrift til afgraidftlnfttpfa bi8««ÍM tri Thft Logbftrg Prtg A Pub. Oo r. O. Bo» 1282, TotapkoM ME. _ Wlamlimg UtiuiáakrUi tll riutíénuw K Edttos Lokherg P O 801 I282i Wiouipe. *«-.SattiE'ieint ia' Jí'.oeao. o- tppeflgL ««ap»nd. < bla&i égiid netna aarin sá jiecldla'is i>ege: ranr .egíropp -E ki-.upandí setu et 1 skuld v 3 pUotr lytnr vistfotlum án pesf 1tft tilkvnna heitiiilisc kin r þ< ei pa£ fyvir dk'-insráhmnm ftUtin íÝoilet lönnan fyrir prettvislo^urn tiljjangi FIMTUDAGINN 5. Marz., 1903. Manitoba-þingið. í siBustu viku voru lagBir fram fylkisreikningarnir yfir tekjur og útgjöld stjórnarinnar á árinn og nw þvð óhætt fullyrða, að alla hugsandi menn, sem þeira hafa veitt óhlut- dræga eftirtekt hetir rekið í roga- stanz að sjá meðferð stjóruarinnar ó almenningsfé. Árið setn leið var eitthvert bezta árið í sögu fylkis ias bæði fyrir hinn mikla innflutn- iug fólks og svo hina miklu upp skeru og í tilefni af margskonar nýju og auknu starfi hafa fylkis tskjurnar aukist að miklum mun. Síðar skal ú það verða bent 1 blað- inu í hverju þetta liggur, en I bráð skal einungis ó það bent að tekjurn- ar voru á árinu 1669,780 02 meiris síðastliðnu ári en síðasta árið sem Greenway-stjórnin var við völdin. Stjórniu reynir að gylla ráðsmensku sína i augum manna með því að sýna $289,686 tekjuafgang; en væri þessir $669,780.02 dregnir frá tekj- unum og útgjöldin þau sömu ein3 og hjá Greenway stjórninni árið 1899, þá væri nú stórkostlegur tekjuhalli. það mundu fáir trúa því, að útgjöld stjórnarinnar á ár- inu væri jaín mikil því síður meiri ea útgjöld Greenway stjórnarinnar árið 1899, því að það ár voru al- mennar fylkiskosningar haldnar. því ver mun mönnum ganga að trúa því, að útgjöid Roblin-stjórnarinnBr á árinu hatí verið $380,094 meiri. það er í tíjótu bragði öldungis ótrú- legt. En þegar maður aðgætir, hvernig fé t'ylkisins hefir verið aus ið á báða bóga þá fer maður að trúa: þegar, eins og Mr. Greenway benti á í ræðu sinni, tvö blöð hér í bæn um fá ytír 26 þús. dollara. Svo er eins að gæta—og það er það raunalegasta—, að stjórnin hefir selt hátt á þriðja hundrað þúsund ekrur af Man. og N. W. landi og lát- ið það sem inn betír komið fyrir þau ganga til almennra útgjaida í stað þess að geyma þá upphæð eins og tii var ætlast af Greenway stjórninni þangað til skuldabréfin, sem landið var tekið fyrir, falla í gjalddaga. Þingmaður Gimli- l manna i gapa- stokknum. Verður að éta ofan i nig; alla farjjjalda lýgina opin- berlega í þingsalnum og biðja lyrirgefningar. • ■ .................. Vér gátum þess til í síðasta blaði voru, að Gimli-þÍDgmaðurinn væri ekki búinn að bíta úr nálinni með fargjalda-lýgina og sakiruar som hdun bar á Mr. Greenway. Og tilgóta vor rættist: þingmaðurinn varð að gera þú jótning opinberlega í þingi á fimtudaginn var, að allar ákærur hans í sambandi við far gjaldsmúlið væri staðlaus ósannindi sem haun iðraðist eftir að hafa látið sér um munn fara. Hann sigðist hafa litið inn I málið og sannfærst um að Mr. Greenway og stjórnar- deild hans væri í alls engri sök í því sambandi. þar með er þeim þvætt ingi vonandi lokið; og hann hefði betur aldrei byrjað, því að þingmað- urinn hefir haft stórkostlega skömm af málinu og þetta frumhlaup haus slær skugga á kjósendur hans, svo að ekki verður úr því bætt með neinu öðru en fjölmennri áskorun til haas um að leggja umsvifalaust niður þingmensku. þannig lagaða áskorun mundi hver hinna þing- mannanna, sem verið hefði, hafa fengið undir svipuðum kringum- stæðum. Útdráttur úr ræðu Mr. Thos. Greenway Manitoba-þinginu 20. Febrú' ar síðastliðinn. Ófjrlrgcfanleg eyOsluseml Koblln-atjórn arinnar,— Grundvallarlöic fylkiftina fót um truOin. Mr. Davidson, fjármálaráðgjafi Roblin-stjórnarinnar, lagði fram fylkisreikningana á iniðvikudaginn 25. Febrúar fyrir þingið og flutt fjármálaræðu sína. Gjarnan hefð- um vér viljað birta útdrátt úr þeirri ræðu í Lögbergi, en það getur ekki orðið vegna plássleysis. Næsta dag (fimtudag) tók Mr. Greenway til orða um fjúrmálin á þessa leið: „Áður en eg minnist á fjármála ræðuna langar mig til að lýsa ánægju minui yfir því, að fjármálaráðgjaf inn er kominn svo til heilsu aftur, að hann getur nú gengt störfuin slnum og var fær um að flytja fjár- málaræðu sína f gær. Og vegna gamals kunningsskapar ætla eg að bæta hér við fáeinum orðum. Síð- an árið 1881 hefi eg haft þá æru að telja fjármálaráðgjafann í hópi per- sónulegra vina minna. 1 ýmsri stöðu hetír hann verið mér samtíða á þingi, og þetta er ekki í fyrsta skifti, sem hanu hefir mætt hór sem fjármálaráðgjafi. það, sem eg vildi segja, er, að í hvaða stöðu sem hann hefir staðið á þingi, hefi eg æfinlega þekt hann sem heiðarlegan and stæðing, og mér væri ánægja í að geta sagt hið sama um alla hina herraua, sem sitja hans megin í þing húsinu. Mér finst ætí mannsins of stutt til að eyða tfmanum í ákærurog gagnkærur gegn mönnum sem við vildum gjarnan sýna virðingu og ber- um virðingu fyrir, og eg hefi aldrei haft tilhneiging til að fara hörðum orðum um. það er endurminningin frá fyrri tírnurn í þinginu, sem kemur mór til að víkja frá venjunni og gefa þessum vin mínum viðurkenn- ing, sem eg ekki get gefið sumum félögum hans. Engu að síður er þessi vinur minn stjórnmálamaður og reynir nú, sem ef til vill ekki er láandi, að mála alt með sem björt- ustuna litum fyrir tíokk sinn; og eg þóttist sjá það í gær, að flokksmenn haus álíta, að honum hafi tekist það fram ytír allar vonir.og að það komi að góðu haldi. Og jafnvel þó vinur minn tæki það fram, að enginn fjár- máiaráðgjafi ætti að taka tillit til kosninga í fjármálaræðu sinni, þá er eg hræddur um, að hann hafi notað það tækifæri til að halda flokks- ræðu. það væri óneitanlega gott ef við gætum fengið fjármálaráðgjafa til þess að ræða um fjármálin sem hvert annað biusineas-mal; en meðan mennirnir eru gerðir eins og þeir eru og stjórnmálamennirnir breyskir j eins og þeir eru, þá verða ræðurnar j skreyttttf ca?5 róswlituðiim missýa-J inga málverkum, eins og ræða fjár- malar&ðgjafans í gær. það er til- gangur þingmannanna mín megin f húsinu, áður en umræðum þessum lýkur að stinga á vindbólunum, sem honum hefir tekist svo prýðilega að blisa upp. Áður en eg fer lengra í málið ætla eg að benda á það, að vinur minn kom með nokkur mis- hermi, það er jafngott að benda á það strax. Hann ber það á frjáls- lyndu þingmennina, að þeir hafi samþykt það hftskalega ranglæti Roblin stjórnarinnar að leggja ekki til síðu fé það sem inu kæmi fyrir M. og N. W. löndin — með því að greiða allir atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar. Eg skal gjarnan ganga inn á, að mishermi þetta stati af þvf, að' fjármálaráðgjafinn hafi ekki kynt sór málið. En þctta eralgerlega ran«t Fletti vinur minn upp þingtíð- indunum frá 1900, þ4 sór hann, að við 3. umræðu frumvarpsins—nr. 8 —gerði þingmaðurinn frá Minnedosa breytingartillögu, sem þingmaður- inn frá Deloraine studdi, um það, að frumvarpið kæmi ekki til 3. um- ræðu fyr en eftir sex mánuði (sem eftir enskum þingsköpum þýðir hið sama að vfsa rnálinu frá). Með breytingartiilögu þessari greiddu atkvæði: Gréenway, Young, Myers, Jerome, Moiton, Norris, Winkier, Smith og aðrir þingmenn mfn meg in í húsinu. þetta hrekur algerlega eitt af ranghermum fjármálaráð- gjafans. Ósannur og ranglátur saman- burður, Vinur minn reyndi að gera ýmsa samanburði f gær. Eg get ekki séð, hvað annað hefir þar vak að fyrir honum en að villa sjónir fyrir fylkisbúum. Til þess að sýna hvað ósannir og ranglátir saman burðir þessir voru skal eg benda honum á einn f sambandi við land- deildina. Árið 1899, síðasta árið sem frjálslynda stjórnin var við völdin sýnir hann fram á hvað miklu eytt hafi verið til þess að eignast viss lönd og til þess að sýna að Rob- lin stjórnin hafi gert betur ber hann kostaað deildarinnar þá og nú sam- an sem svo mikið á hverja $100. Sjáum nú hvað ranglátur þessi samburðurer þegar við þá um haustið, sam- kvæmt samningi við M. og N W. félagið fengum 542,000 ekrur af landi, þá sömdum við um að velja landið um leið og það, og til þess að ná í sem mest af góðu iandi, gerðum við út marga menn til að velja það. þvert á móti því sem nú gerist fékk stjórnin þá enga pen- inga fyrir la- dið. Við seldum ekki þá nema mjög lítið af landi. þi var engin eftirspurn eftir löndum. Áður en vetur gekk í garð höfðum við valið 150,000 ekrur af ágætasta landi, sem þessir herrar hafa verið að kotna f peninga síðan þeir tóku við völdum. þannig stóð á kostn aði frjálslyndu stjórnarinnar á þeim tímum, og hefði fjármálarftðgjafinn viljað sanDgjarn vera, þá hefði hann sagt frá kringumstæðunum. Auð- vitað var hann með þessu að draga upp eitt af þessum róslituðu mis- sýningamftlverkum hinnar miklu ræðu sem fylgifiskar hans segja hann hafi haidið. Skýring. Fjármálaráðgjafinn minnist á fylkisritara deildina. Hann segir, að þar hatí kostnaðurinn aukist meira prfceut en tekjurnar; en þó segir hann að það só ekkert í saman- burði við það sem verið hafi hjá gömlu stjórninni. Eg sá að stjórn- arformaðurinn brosti að þessu. Eg beld honum hatí virzt það nokkuð „þunt“ (hlátur). Af hverju koma tekjurnar í þeirri deild? Af engu öðru en því, sem stjórnartiðindin gefa af sér. Vegna hinna miklu framfara, að mörg ný félög hafa myndast o. s. frv,, er rneira af aug- lýsingum og öðru í tiðindunum og þá verða auðvitað tekjurnar meiri en ella. þetta er alls ekki ráðgjaf- anum að þakka, því hann var nógu hreinlyndur til að kannast við, að góðærið og vellíðanin f Manitoba væri ekki stjórninni að þakka. Sjónhverfingar. Fjárnjálarftðgjafinn gerði annan samauburð, og til þess notaði hann árið 1899 þegar við höfðum kosn- ingarnar. og stjórn hans hefir enn ekki haft kosningar.“ Mr. Davidson — „Við höfðum kosningar í fyrra—referendum." Mr. Greenway— „ó, já. Eg skal sfðar minnast á referendum og það með mestu ánægju. það kost- aði ekki út af eins rnikið og fylkis- kosningar, en það kostaði alt of mik- ið þegar litið er á tilganginn. Eftir því, sem mér er sagt um þetta re- ferendum, var naumast nauðsynlegt að undirbúa kjörskrár til þess að koma því fram sem ætlað var. Hrein- skilnisiega skal það játað, að eg var ekki heima um þær kosningar. Eg get því ekki talað af eigin þekking, en eg hefi ýmislegt um það mftl heyrt eftir ftreiðanlegum mönnum og það er ekki ómögulegt að flokks- menn mfnir minnist frekar ft það áð- ur en þinginu iýkur. Vinur rninn lét mikið yfir því í gær, hvað miklu meira fó stjórnin hefði veitt fylkisbúum en frjáls- lynda stjórnin veitti. Slíkt er að eins eitt sýnishorn þess, hve vill- andi ræðan væri fyrir fylkisbúa væri engar athugasemdir við hana gerðar. Fjárveitingar til fólksins meiri! Eg fæ ástæðu til að minnast all ná- kvæmlega á „fjárveitingarnar til fólksin8.“ Fyrst ætla eg að benda vini minum ft það—sem eg veit hon- um er svo kunnugt um, að hann getur sagt mér)til ef eg fer rangt með—að þegar við fórum frá, áttu alþýðuskólarnir*heimting á fé, sem pólitískir vinir hans sviftu okkur. Fjármálaráðgjafinn sagði, að upp- hæð sú hefði verið $1 Í0,000 og hann leggur hana við það sem hann segir að stjórn hans hafi veitt alþýðu- skólunum. það, sem eg ætla að benda á, er, að væri upphæð þessi dregin frá alþýðuskóla-fjárveiting- um núverandi stjórnar og lögð við fjárveitingar frjálslyndu stjórnar- innar, þá rekur hann sig á það, að t Jón J. Landy. Fiaddur IS. igrf.t 1851. - Dálnn 14. D«»«mber 1902. Our bleeding hearts • are the beating drums of the burial march of the dead. Hví er svo dimt og dauft á minni leið? því dagsins sól er hnigin bak við meið. það er svo kalt og eyðilegt mér finst; Mitt yndi hvarf mér þá er varði minst. Ó! hversu svart er sorgar-skýið mitt, er sjónum mínum byrgir andlit þitt; í eyrum duna dauða-slögin köld, er dauöinn boðar mér þitt æfikvöld. Nú brostin eru blíðu augun þín, og bros á vörum ekki lengur skín; ei hjartað glaða hreyfast lengur kann, og höndin stirðnuö, er svo mikið vann. þá ung eg var.^á æsku"minnar leið, og ókominni stundir neitt ei kveið, | 1 þú tókst mig í þinn stóra’ og sterka arm, þú studdir mig—eg kendi enganjharm. Eg með þér lifði marga sælu-stund, þfn minning fegur skín en gull f mund; mitt hjarta þráir horfna vininn sínn. Ó! heimur! þú ert ekki lengur þú mmn. sannur faðir varst, því börnin blfð nú blessi þfna minning alla tíö, og elskulegur eiginmaður mér; og öll mín lífs von hvarf í gröf meö þér. Svo geng eg út á grafarbeöinn þinn og grátin leiði barna-hópinn minn; þar drjúpa brennheit barna þinna tár, þar blæða þinna vina hjartasár. Eg veit, að guð’mín græðir hjarta-sár, sá guð, sem telur föðurlausra tár, sá guð, sem skapar gleði og sorgar-stund; og guð mig leiðir síðar á þinn fund. þú nú ert sæll! eg veit það vinur minn, ei vansæld nokkur skyggir bústaö þinn; en engin tár, og engin bænagjörð má aftur kalla þig á vora jörð. I gegn um vonar geisla sé eg þig og gieðst; eg veit þú einnig þráir mig, þú vakir, er mér heimför verður veitt, og vefur mig í kærleiksörmum heitt. Ó! blessuð lifi í brjóstum ininning þín! Hin blíða von í dauðans myrkri skín. þinn andi’ í sælu guðs fyr’ handan höf, en himnesk ró sé yfir þinni gröf. EKKJA HINS LÁTNA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.