Lögberg - 03.09.1903, Síða 2

Lögberg - 03.09.1903, Síða 2
i fGFHG. 3 5-EPTEMPER 1903. <y Jartein nútímans. Eft’t ár. Morttz ilalldórsson, Park Rlver, N. D. | ' jARTAÐ hangir í rifjahvolfinu á » [ rnilli lungnanna og er í raun rjettri -tnnað en þykkur, holur vöðvi, upphaf t.tg tndir blóðkeranna. Hjartað skiptist í tv'j helminga, en hver helmingur aptur í tvö hvolf. Vinstri helmingurinn inni- heldur blóðæðablóð, og sendir það til lungnanna, til þess að það mengist sí og æ nýju lopti og taki í móti eldi (oxygen), en losist við kolsýru. En hægri helm- ingurinn inniheldur slagæðablóö og sendir það út um allan líkamann. Hjartað hreyfist ósjálfrátt og dregst sundur og saman eöa berst sextíu til sjötíu og fimm sinnum á mínútu hverri hjá fullvaxta- manni og heilum heilsu. þessa hreyfingu hjartans eða hjartsláttinn sjáum vjer á slagæðunum, t. a. m. á úlnliðnum innan- verðum, því að í hvert skipti, sem það dregst saman, þá spýtist blóðið fram og eins og hnykkir á þegar fingrinum er hald- ið á, þar sem slagæð er undir. Meðan lífiö endist, hættir kjartað aldrei að slá. Og það er einmitt eitt dauðamerkið, að hjartslátturinn hættir undir eins og mað- urinn skilur við. Ef hann hættir, þó eigi væri lengur en tvær mínútur, þá hefur allt til þessa almennt verið álit lækna, að þá væri dauðinn kominn og engi mann- legur kraptur gæti framar sett hjartað á stað af nýju. þessi ætlan manna hefur þó eigi reynzt á góðuro rökum byggð. Margir menn, sem hafa virzt dauðir og andvana, og þar sem jafnvel læknar gátu eigi orðið varir við neinn andardrátt eða hjartslátt eða yfir höfuð nein lífsummerki, hafa þó raknað við aptur úr dauöasvefninum, og lifað mörg ár eptir það við beztu heilsu. ' Mjer er jafnan minnistæður einn sjúkl- ingur, sem árið 1890 var undir minni hendi, meðan jeg dvaldist sem læknir í Kaupmannahöfn. það var erfiðismaður á bezta aldri, eða 35 ára, stórvaxinn og hraustlega byggður; var hann giptur og átti sex börn, sem öll voru þá á ungum aldri. Hann lagðist um sumarið í tauga- sótt og var mjög þungt haldinn. Eptir því, sem á leið, og elnaði sóttin, missti jeg alla von um að geta bjargaö honum úr dauðans greipum; og þar kom að, aö jeg vissi ekkert ráð til að treina lífið leng- ur; sagöi jeg því konuuni, þegar jeg sótti heim sjúklinginn um dagsetur einn dag, hversu komið væri, að maður hennar væri aðframkominn og ætti að eins skamma stund eptir ólifaða og hann gæti dáið þá og þegar. Jeg var læknir í verkamanna- fjelagi einu og var sjúklingurinn einn fje- lagsmaðurinn. Eptir því, sem um var samið, þurfti jeg eigi eptir sólsetur að vitja sjúklinga þess, ef jeg hafði verið hjá .þeirn um daginn. Jeg kenndi í brjóst um konu þessa sjúklings, og þungur og hrygg- ur í skapi kvaddi jeg hana; og til þess að leggja henni eitthvert huggunarorð, varð mjer af munni, aö drottinn væri góðurog ef það væri hans vilji, mundi maöurinn hennar hafa það af, og hún endurtók, að guð eigi gæti verið svo vondur, að taka frá sjer og börnunum manninn sinn. Jeg lofaði svo að koma í býti næsta dag og vitja sjúklingsins, og hugsaði jeg mjer þá að skoða líkið og gefa dauðaskýrteini, eins og siður er í Danmörku, þegar ein- hver deyr. Jeg var svo sannfærður um, að maöurinn enga lffsvon ætti; svo langt var hann leiddur. Skal jeg þó segja sjálf- um mjer það til hróss, að jeg fyrst í síð- ustu lög gef upp sjúkling, meðan nokkur lífsgneisti er eptir; en hjer varð skynsem- in að segja mjer, að jeg hefði sjeð þenna sjúkling í hinnzta sinni lífs. Jeg átti þá heima á Norðurbrú, einni af undirborgum Kaupmannahafnar, og átti jeg um þrjár enskar mílur heim til mín þaðan sem sjúklingurinn átti heimili. Um nóttina, stundu fyrir miðnætti, var barið á dyr hjá mjer; hrökk jeg upp af fasta svefni við illan draum og stökk á fætur til þess að vitja um, hver væri úti fyrir. Var þarþá kominn maður, sem sagði mjer, að sjúkl- ingurinn væri skilinn viö, hefði hann logn- azt út af milli klukkan 9 og 10 um kvöld- 'ö, og vildi konan og kunningjar hans, að jeg kæmi þá þegar og skoðaði líkið, enda væri konan af sjer komin af sorg.og gætu þeir engu tautaö við hana. Jeg færðist í fyrstu undan að fara með honum um há- nótt og sagði honum, að úr þvf maður- inn væri dauður, þá þýddi það ekkert að koma fyr en næsta morgun, enda væri jeg þreyttur og syfjaður. En aðkomu- maður brást illa við, reiddist og rauk upp með skömmum. Við skattyrtumst þarna all-langa stund; loks rann honum reiðin, hann fletti við blaðinu ogfórað mjer með góðu og bað mig fyrir sín orð, að klæðast nú og fylgja sjer heim til hins látna manns. Ljet jeg fljótt að orðum hans, klæddist í snatri, og hjelt á stað með manninum. það hafði gengið talsverður tími í þetta stímabrak, enda var leiðin löng, sem við áttum að fara, og var klukk- an orðin langt gengin 1 um nóttina, þegar jeg loks komst á áfangastaðinn, þar sem ekkjan bjó, eða um allt að 3 stundum eptir að sjúklingurinn átti að hafa skilið við. þegar jeg opnaði hurðina, þar sem líkið 14 og hafði verið lagt til, grúfði kon- an stumrandi og hágrátandi yfir líkinu og börnin sex stóðu í kring um rúmið, öll grátandi og af sjer komin. Við og við hætti konan grátinum og æpti þá hástöf- um og í sífellu það, sem hún hafði haft 01 ð um, þegar jeg kvaddi hana um kvöld- ið, að guð gæti eigi verið svo vondur, að taka frá sjer og tfcrnunum manninn sinn. Jeg hef varla nokkru sinni sjeð sorg- legri sýn á minni æfi, og hefur þó margt á dagana drifið, en jeg hafði þarna fyrir mjer, og komst jeg svo við að sjá þessa sorg og eymd, að jeg gat sjálfur eigi tára bundizt. Jeg skoðaði vandlega líkið, sem var nákalt og farið að stirðna upp, hlustaði með hlustarpípu, ef jeg fengi heyrt nokkurn andardrátt eða hjartslátt; jeg batt bandspotta um einn fingurinn, en hörundsliturinn breyttist eigi; jeg hélt köldum spegli.fyrir vitin, ef dögg eða móða mætti sjást á honum. Augun voru brost- in og gat jeg handleikið hornhimnuna; þar var engin tilfinning; jeg kveikti á eld- spýtu og ljet glampann falla í auga á lík- inu, en sj áaldrið dróst eigi saman; jeg stakk með nál í handlegg líksins, en ekkert blóð vætlaði undan nálinni; jeg reyndi í stuttu máli allt, sem mjer gat hugkvæmzt, til þess að fá vissu mína, hvort líf væri enn með manninum, en allt fór á sömu leiö; maðurinn var að minni hyggju dáinn og engi mennskur máttur var megnugur að vekja hann aptur til lífs. Meðan á þessum tilraunum mínum stóð, hafði konan haldið áfram ópi sínu og gráti, og sannast að segja hafði ópið og sorg hennar fengið svo á mig, aö jeg var farinn sjálfur að trúa því, að ef til vildi leyndist lífsgneisti hjá manninum; hún hafði eins og dáleitt mig og jeg var sjálfur farinn að efast um, að maðurinn, sem lá þarna fyrir augum mjer, væriand- vana lík, og því var það, að jeg hjelt á- fram að stumra yfir líkinu og rannsaka það aptur og aptur. þó að jeg eigi gæti fundiö nein lífsmerki, fór jeg samt að gjöra endurlífgunartilraunir. Jeg varð svo dáleiddur loks af ópi konunnar, aö jeg nú fyrir alvöru trúði því, að maðurinn væri enn á lffi og lægi að eins í dauðadái og að lífið leyndist enn í líkamanum. Jeg spýtti ether undir húðina og reyndi ýms önnur lífgandi lyf, sem fyrir hendi voru, en allt kom fyrir ekki. Þá hugkvæmdist mjer, að reyna að opna blóðæð á lærinu og spýta inn saltupplausn, sem jeg rjett áður hafði lesið um í læknisriti, að nýlega hefði verið reynt til þess að framlengja með lífið; hafði það ráð reynzt einkum vel, þegar um mikinn blóðmissi var að ræða. Eptir nokkra stund fannst mjer jeg heyra hjartslátt; jeg varð þvf enn á- kafari með aö halda lífgunartilraunum á- fram. Og þegar klukkan var langt geng- in á þriðju stundu nætur, heyrði jeg glöggt bæði hjartslátt ogandardrátt.ogylur færð- ist aptur í líkamann. Jeg fór heim til mín aptur um klukkan 5 um morguninn; lá þá maðurinn í værum svefni, baðaður í volgum svita. Upp úr þessu rjenaöi sóttin og manninum fór dagbatnandi og að nokkrum dögum liðnum var hann úr allri hættu. En svo hafði hann verið langleiddur, að aldrei færðist líf f stórtána á vinstra fætinum og í vinstra augað, sem jeg nokkru síðar varð að skera brottu. Einasta úrlausnin, sem jeg þá gat gefið sjálfum mjer, var sú, að í raun rjettri heföi maðurinn aldrei verið dáinn, heldur hefði öll lffsstörf líkama hans verið svo aðfram komin, að eigi mótaði fyrir þeim að neinu leyti; þau hefðu öll legið í dauðadái og það, að reyndar höfðu ver- ið sterkar og stöðugar endurlífgunartil- raunir um all-langa stund, hefði vakið á ný lífsafliö og hrundið því á stað af nýju. Bæði fyr og síðar hafa verið gjörðar óteljandi tilraunir með saltupplausn, og hefur hún reynzt opt að koma að góðu haldi í hendi lækna, og má með sanni segja, að þetta einfalda meðal hafi gefið svo hundruðum skiptir lífið aptur. Við slys, sem opt getur orðið og er hættara við hjer í landi en víðast hvar annarstað- ar í heiminum, þar sem hjer eru vjelar látnar vinna flesta vinnu, eða þegar um járnbrautarslys er að ræða, er opt og ein- att blóðmissirinn svo mikill, að æðarnar tæmast og hjartað hættir að slá, af því að blóðrásin til hjartans hættir. Ef nú til handlæknis eða sáralæknis er náð í tæka tíð, þá er það opt, að hann spýtir í þau blóðker, sem að nokkru eru tæmd, volgri saltupplausn, og fer þá hjartað af stað af nýju, og verður þetta af því, að blóðþrýst- ingurinn í hjartanu eykst. Opt er þó, að hann í stað saltlegilsins hefur manns- blóð til þess að spýta inn í æðarnar. Er vini eða ættingja, hraustum og heilum heilsu, sem fús er til að fórnfæra blóði fyrir líf sjúklingsins, opnuð æö og eins hinum, sem fyrir slysinu hefur orðið, og eru æðar þeirra tengdar saman með viðar- kvoðupípu með glerstút á báðum endum, sem rjett fellur í æðaopin. Blóðið streym- ir þá frá hinum lifandi manni inn í æðar sjúklingsins. sem aöfram kominn er. Eft- ir fáeinar mínútur, færist nýtt líf og blóð í hann, og manninum er þá opt borgið. Sama aöferð er og höfð við menn, sem kafnað þafa úr kolareyk; því kolareykur- inn hefur í sjer mjög mikið af kolsýru og koleldi, sem er banvænt öllu lífi. £r þá opnuð hálsæðin mikla og í fyrstu látið nokkru af hinu eitraða blóði blæða úr og síðan spýtt í æðina nýju blóði. Hef jeg einu sinni sjeð þetta gjört á spítala í Dan- mörku og var með því móti lífi tveggja barna bjargað; en vitaskuld er, að ’þetta ráð reynist að vettugi, nema í tíma sje tekið. Rafmagnsstraumur hefur opt og einatt reynzt gott meöal í höndum lækna, til þess að erdurlífga menn með, sem að- fram hafa verið komnir, og er því opt haft um hönd á hinum stærri spítulum. Menn hafa hingað til beint verkunum rafmagnsins á hjartað og lungun; reynt þannig að framkalla að mannavöldum hjartslátt og andardrátt,og hefur þá tekizt að halda honum áfram um stund og þá framlengja lífið um stund. Á síðustu tímum hafa menn reynt að beina raf- magnsstraumnum beinlínis á heilann og mænuna, sjálfan miðdepil alls líf. það er meiri sannleikur í orðtæki sjera Hann- esar Árnasonar, sem einu sinni var kenn- ari f latínuskólanum í Reykjavík, og haft var í flimtingi eptir karli; en hann var vanur að segja: ,,Mænan slitin, tappinn (á banakringlunni) brotinn, maðurinn dauður“ ,,sine conditio“. (sic)I því að mænan mun sjálfsagt reynast, þegar fram í sækir, miðpunktur allra verkana alls dýralífs (animalsk liv). Vjer höfum víst allir heyrt getið þess jarteins nútímans, að hægt sje aö svæfa menn með ýmsum meðulum, gjöra þá meðvitundarlausa og tilfinningalausa og þá gjöra á þeim stóra holskurði. Er þetta gjört með klóróformi eða ether. það var tannlæknir einn í Boston, sem skömmu fyrir jól 1846 fann, að það mætti með brennisteinssúru ether nema burtu all- an sársauka um stund hjá manni. 17. Des. 1846 barst fregnin um þetta stór- tæki til Englands; reyndi þá tveimur dög- um síðar enskur tannlæknir í Edinborg og hinn frægi sáralækDÍr Liston aö svæfa sjúkling einn, sem þurfti að gjöra mikinn skurð á. Var hann svæfður með ether, og gekk skurðurinn ágætlega. Ári síðar reyndi hinn frægi læknir J. Y. Simpson í Edinborg að nota klóróform í stað eth- ersins við holskurð á manni, og tókst það einkar-vel. Síðan má segja, að það hafi verið notað um heim allan dagsdaglega. Uppfundning svæfinga við holdskurði hefur verið til blessunar landi og lýð, og aldrei hefur læknisfræðin unnið eins mikinn sig- ur og heillavænlegan og þá er tókzt að gjöra handlækningar sársaukalausar. þeg- ar sjúklingur er ,,undir klóróformi“, má segja, að hann liggi fyrir dyrum dauðans; hann hvorki heyrir, sjer, smakkar, lyktar, talar, hreyfir sig nje hugsar. Hanndreg- ur andann þungt og hægt; hjartað slær veiklulega, og opt heyrist hjartslátturinn með naumindum; þá er tími fyrir hand- læknirinn aö vera var um sig og eigi gefa sjúklingnum að anda inn meiru af klóro- formi. Stundum hættir andardrátturinn og hjartslátturinn alveg; sjúklingurinn er þá dáinn; en optast veitir lækninum hægt aö endurlífga hann.ef hjartað er óskemmt og hraust. Vanalega þarf eigi annað en toga fram tunguna og lækka höfuðið og leggja votan dúk yfir andlit honum og brjóst. Ef hann eigi þegar sýnir lífs- merki eða vaknar úr rotinu, má spýta inn undir húðina vínanda eða stryknín og byrja tilbúinn (artificial) andardrátt, til að lífga hann með. En það getur samt þá opt farið svo, að allar endurlífgunar- tilraunir verða að vettugi, og er orsökin þá sú, að hjartað er veiklað, eins og opt vill verða hjá drykkjumönnum og þeim, er legið hafa langar legur. þess vegna þarf læknirinn, sem svæfir, jafnan að hafa augun opin meðan á svæfingunni stendur, og er það langt í frá meðfæri allra lækna að svæfa svo, að sjúklinginum eigi sje hætta búin. Fyrir nokkrum árum var það tízka, ef svo mætti að orði komast, að deyöa sig með klóral-eitri, en þaö mistókzt opt. þegar þetta eitur kemur niður í magann, samlagast það magasafanum; greinist þá klóróformið úr því og gengur yfir í blóðið og deyfir hjartað. Ef hjartslátturinn þá stöðvast, þá hefur sjálfsmorðið heppnazt; en einatt er það, að klóróformið gufar upp og hjartað heldur þá áfram starfi sínu. Margir, sem um stund hafa virzt dauöir af þessari eitran, hafa raknað við aptur, og er nú nærri því aldrei framar talaö um sjálfsmorð með klórali. Eins er og um eitran með karbólsýru, síðan mönnum lærðist, að vínandi dregur úr öll- um verkunum sýrunnar og brunanum, sem hún kemur til leiðar. það meðal er nú alveg, svo að segja, dottið úrsögunni, sem meðal í hendi sjálfsmorðingjans. Vjer vitum það, að margir menn, sem í raun rjettri hefur mátt segja um, að hafa verið druknaöir, hafa veriö lífg- aðir við aptur og heimtir úr helju. Jeg man eptir því, að fyrir all-mörgum árum síðan fjell ungur og vaskur maður, sem var á skautum, niöur um ís og var í kafi í 10 mínútur áður hann náðist. Bæði vatnið, sem fyllti lungu hans, og kuldinn og vosbúðin, hjálpuðust að því að svipta hann lífinu; fannst ekkert lífsmark með honum, þegar hann loks var náður í land og var fluttur á sjúkrahús. Margar klukkustundir voru læknar þar yfir honum og reyndu tilbúinn andardrátt. Hann var núinn upp úrsnjó, og vínanda var spýtt undir fiúðina. Hreyf- ingar þær, sem gjörðar voru með hand- leggi hans, og þrýstingurinn á brjóstið, gjörðu reyndar það að verkum, að vatnið rann upp úr lungunum og færöi lopt inn í þau; og að nokkrum stundum liðnum færðist ylur í líkamann; hann fór að anda; en andardrátturinn hætti undir eins og hætt var aö hreyfa handleggi hans. Var haldið áfram endurlífgunartilraunum f margar klukkustundir; en vosbúðin hafði leikið hann svo illa, að lífiö, enda þótt það hefði veriö endurvakið optsinnis, gat eigi haldið áfram sjálfstætt; þó mátti með sanni segja, að sá, sem var dauður, hefði verið vakinn til lífs aptur. Mörg dæmi lík þessu mætti nefna meðal k-olanámu- manna. Hinar ákaflega hættulegu og . Niðurl. á 7. bls.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.